Morgunblaðið - 02.07.2010, Síða 34

Morgunblaðið - 02.07.2010, Síða 34
AF MAT Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Smjör, smjör og smjör,“ svararKate þegar Nick spyr hanahver séu þrjú leyndarmál franskrar matargerðar í kvikmynd- inni No Reservations. Í myndinni leikur Catherine Zeta-Jones yf- irmatreiðslumeistara sem á í inni- legra sambandi við jarðsveppi en flest fólk í kringum hana. Þetta er rómantísk gamanmynd og bara svona í meðallagi afþreying, en ég mundi eftir þessum þremur töfra- orðum þegar ég horfði á myndina Julie & Julia síðastliðna helgi. Það er skemmst frá því að segja að ég var yfir mig hrifin. Í Julie & Julia er samtvinnuð saga listakokks- ins Juliu Child og rithöfundarins Ju- lie Powell, sem eldaði sig í gegnum bók Juliu, Mastering the Art of French Cooking, alls 524 upp- skriftir, á einu ári.    Myndin er yndisleg. MerylStreep nær Juliu ótrúlega vel; bæði röddinni og töktunum, hún hreinlega verður Julia. Amy Adams stendur sig líka prýðilega sem Julie, sem fer hamförum í eldhúsinu til að læra franska matargerð af næstum- því-nöfnu sinni. unum í matinn og svo upp í sig. Það þótti þeim ekki beint geðslegt. Þær hins vegar voru mjög hrifnar af spjall- og matreiðsluþætti Rachael Ray, fannst hún hress og skemmti- leg, en mér fannst asinn og stans- laust masið ofboðslega þreytandi. Þær horfðu á Jamie Oliver, ég á Gordon Ramsay.    Hvað sem því líður er það stað-reynd að fólk horfir á annað fólk elda í bíómyndum og í sjónvarpi. Matreiðsluþættir kenna okkur ekki bara ný brögð í eldhúsinu, heldur veita okkur líka innblástur, og matur kveikir alls konar viðbrögð í heil- anum, jafnvel þótt maður sé bara að horfa á hann. Það er samt dálítið spaugilegt að ranka allt í einu við sér þegar matreiðsluþátturinn er búinn, með vatnið í munninum og garna- gaul í maganum. Því hvað svo sem sjónvarpskokkarnir segja er svo miklu auðveldara að horfa á en gera! Maturinn á skjánum Í gervi Juliu Julia Child lærði matreiðslu þegar hún dvaldi í Frakklandi og kenndi síðan Bandaríkjamönnum franska matargerð í þáttunum The French Chef, auk þess sem hún gaf út ótal matreiðslubækur. Það er dálítill munur á No Re- servations og Julie & Julia, en hann er sá að í fyrri myndinni eru sögu- hetjurnar kokkar og maturinn í aukahlutverki, en í þeirri seinni er maturinn í sérstöku aðalhlutverki. Ástríðan skín í gegn og maður næst- um því finnur lyktina af Boeuf Bour- guignon à la Julia Child og dauð- langar að smakka leyniuppskriftina að heimalöguðu mæjónesi. Þetta kann að hljóma kjánalega, en það er eitthvað svo ómótstæðilegt við mat, jafnvel bara á skjánum.    En það er ekki alveg samahvernig maturinn er borinn á borð (eða skjá) fyrir mann. Það kom til dæmis eitt sinn í ljós að ég og ákveðnar vinkonur mínar höfðum mjög ólíkar skoðanir á því hvaða sjónvarpskokka okkur þætti skemmtilegt að horfa á. Ég hélt mikið upp á Nigellu Lawson, en þeim þótti hún óþolandi af því að hún stakk gjarnan putt- »Ég hélt mikið uppá Nigellu Lawson, en þeim þótti hún óþolandi af því að hún stakk gjarnan puttunum í matinn og svo upp í sig. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JÚLÍ 2010 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Killers kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára The A-Team kl. 5:20 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Killers kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 LÚXUS Get Him to the Greek kl. 5:30- 8 - 10:25 B.i. 12 ára Grown Ups kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 LEYFÐ Húgó 3 kl. 4 íslenskt tal LEYFÐ SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI H E I M S F R U M S Ý N D SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI ÞEIR VORU PLATAÐIR - ÞEIR VORU SVIKNIR - HEFNDIN ER ÞEIRRA Sími 462 3500 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Killers kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Grown Ups kl. 6 - 8 LEYFÐ The A-Team kl. 10 B.i. 12 ára Háskólabíó Föstud 2 júlí MISSIÐ EKKI AF FYRSTU STÓRMYND SUMARSINS! FRÁ LEIKSTJÓRA FORGETTING SARAH MARSHALL OG FRAMLEIÐANDA KNOCKED UP KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND SUMARSINS SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI HHHH „Ofursvöl Scarface Norðurlanda“ Ómar Eyþórsson X-ið 977SÝND Í HÁSKÓLABÍÓ Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti teng

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.