Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 10
6. október 2011 FIMMTUDAGUR10 Notaðu Nicky þegar þú ert búinn! Fim 6.10. Kl. 19:30 1. aukasýn. Fös 7.10. Kl. 19:30 5. sýn. Fös 7.10. Kl. 22:00 2. au. Lau 8.10. Kl. 16:00 6. sýn. Lau 8.10. Kl. 19:30 7. sýn. Sun 9.10. Kl. 19:30 8. sýn. Fim 13.10. Kl. 19:30 1. sér. Fös 14.10. Kl. 19:30 9. sýn. Fös 14.10. Kl. 22:00 3. au. Lau 15.10. Kl. 16:00 10. sýn. Lau 15.10. Kl. 19:30 11. sýn. Fim 20.10. Kl. 19:30 2. sér. Fös 21.10. Kl. 19:30 3. sér. Lau 22.10. Kl. 16:00 12. sýn. Lau 22.10. Kl. 19:30 13. sýn. Sun 23.10. Kl. 19:30 14. sýn. Lau 29.10. Kl. 16:00 15. sýn. Lau 29.10. Kl. 19:30 16. sýn. Listaverkið (Stóra sviðið) Svartur hundur prestsins (Kassinn) Fim 6.10. Kl. 19:30 1. au. Fös 7.10. Kl. 19:30 9. sýn. Lau 8.10. Kl. 19:30 10. sýn. Sun 9.10. Kl. 19:30 11. sýn. Fim 13.10. Kl. 19:30 2. auks. Fös 14.10. Kl. 19:30 12. sýn. Lau 15.10. Kl. 19:30 13. sýn. Fim 20.10. Kl. 19:30 3. auks. Fös 21.10. Kl. 19:30 14. sýn. Lau 22.10. Kl. 19:30 15. sýn. Fim 27.10. Kl. 19:30 4. auks. Fös 28.10. Kl. 19:30 16. sýn. Lau 29.10. Kl. 19:30 17. sýn. Fim 3.11. Kl. 19:30 18. sýn. Mið 9.11. Kl. 19:30 19. sýn. Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Sun 9.10. Kl. 14:00 37. sýn. Sun 16.10. Kl. 14:00 38. sýn. Hreinsun (Stóra sviðið) Uppnám (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 6.10. Kl. 22:00 6. sýn. Lau 15.10. Kl. 22:00 7. sýn. Lau 29.10. Kl. 22:00 8. sýn. Fim 27.10. Kl. 19:30 Frums. Fös 28.10. Kl. 19:30 2. sýn. Fös 4.11. Kl. 19:30 3. sýn. Lau 5.11. Kl. 19:30 4. sýn. Lau 12.11. Kl. 19:30 5. sýn. Sun 13.11. Kl. 19:30 6. sýn. Lau 19.11. Kl. 19:30 7. sýn. Sun 20.11. Kl. 19:30 8. sýn. Fim 24.11. Kl. 19:30 9. sýn. Fös 25.11. Kl. 19:30 10. sýn. Fös 2.12. Kl. 19:30 11. sýn. Lau 3.12. Kl. 19:30 12. sýn. U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U U U U Ö U Ö Ö Hvílíkt snilldarverk er maðurinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 7.10. Kl. 19:30 2. sýn. Lau 8.10. Kl. 19:30 3. sýn. Fös 14.10. Kl. 19:30 4. sýn. Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 16.10. Kl. 21:00 Frums. Fös 21.10. Kl. 22:00 2. sýn. Lau 22.10. Kl. 22:00 3. sýn.U U Ö U U U Ö U U Ö U Ö Ö U Ö U Ö Ö Ö U U Ö Sögustund - Hlini kóngsson (Kúlan) Lau 8.10. Kl. 13:30 Lau 8.10. Kl. 15:00 FEÐGAR Á BJÓRHÁTÍÐ Snáðinn í leður- buxunum hefur meiri áhuga á Parísar- hjólinu í München en bjórnum sem flýtur þar í stríðum straumum þessa dagana. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Starfshópur innan Sam- taka lífrænna neytenda hefur sent áskorun til yfirvalda og eftirlitsaðila um að fara að lögum og beita öllum tiltækum úrræðum til að stöðva og koma í framtíðinni í veg fyrir langvarandi illa meðferð búfjár á bænum Stórhóli í Álfta- firði sem og hjá öðrum, sem grun- aðir eru um eða hafa orðið uppvísir að illri meðferð dýra. Dómsmál á hendur ábúendum Stórhóls var tekið fyrir í Héraðs- dómi Austurlands í gær, en þeir hafa verið ákærðir fyrir vanhirðu sauðfjár, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Þetta er í annað sinn sem ábú- andinn á Stórhóli er ákærður fyrir sömu sakir. Í desember árið 2009 lauk fyrra málinu með dómssátt og ákvað ákæruvaldið að sekta bóndann um áttatíu þúsund krónur. Starfshópurinn minnir á tilgang laga um dýravernd og búfjárhald og undirstrikar að hann virði ákvæði laga um sjálfstæði og hlutleysi dómstóla. „Við leyfum okkur engu að síður og af marggefnu tilefni ýmissa dómstóla, sem beitt hafa refsiviðurlögum … vegna alvar- legra brota á lögum um dýravernd, að beina því sérstaklega til Héraðs- dóms Austurlands að sjónarmiðum um tilgang og markmið framan- greindra laga um hagsmunagæslu dýra verði beitt þegar dómstóllinn tekur ákvörðun um það hvort við- komandi ábúendum verði bannað að halda búfé eins og krafist mun vera í nýlegri ákæru lögreglustjórans á Eskifirði gagnvart ábúanda,“ segir í áskoruninni. Starfshópurinn segir gögn í mál- inu hafa sýnt fram á að ábúendur hafa á umliðnum árum ítrekað þverbrotið fyrrnefnda löggjöf og „jafnframt orðið berir að skelfi- legri meðferð búfjár, sem vald- ið hefur varnarlausum dýrunum miklu og langvarandi kvalræði. … Af verknaðarlýsingum og fjölda gagna, sem varða slæma meðferð búfjár á umræddum stað síðastlið- in 11 ár er ekki hægt að draga aðra ályktun en að um stórfelld og ítrek- uð brot hafi verið að ræða hjá sak- borningum og því hljóti lagaskil- yrði að vera uppfyllt til að svipta viðkomandi leyfi til búfjárhalds,“ segir enn fremur. Loks bendir hópurinn á að þrátt fyrir brotin njóti ábúendur óskertra opinberra styrkja til búrekstursins. Þannig séu skattgreiðendur látnir, á óbeinan hátt, styðja við og stuðla að áframhaldandi illri og siðlausri meðferð búfjárins. jss@frettabladid.is KINDUR Á þriðja tug lambshræja og sjö kindahræ blöstu við augum dýralæknis, sem var í eftirlitsferð á býlinu Stórhóli sumarið 2009. Fyrra málið var höfðað í kjölfarið. Vilja svipta ábúanda leyfi til búfjárhalds Starfshópur innan Samtaka lífrænna neytenda hefur sent áskorun til yfirvalda þess efnis að öllum ráðum verði beitt til að stöðva illa meðferð fjár á Stórhóli. Ábúandinn á Stórhóli er meðal annars ákærður fyrir að „halda of margt fé í fjárhúsum á bænum, en þar töldust vera 764 ær á húsum þó einungis væri húsakostur fyrir 684 ær. Fyrir að … hafa gefið ánum of lítið hey eða af lélegum gæðum, með þeim afleiðingum að hluti fjárins var vanfóðraður. Enn fremur að hafa látið hjá líða að reyna lækningu eða aflífa veika og slasaða gripi á bænum er í ljós kom að lamb var með stóran skurð á kviði og annað heltekið liðabólgu …“ Fyrir að „… hafa vanrækt að tryggja góðan aðbúnað, umhirðu og fóðrun um 70 sauðfjár … með þeim afleiðingum að aflífa varð sex ær vegna ástands þeirra …“ Úr ákæru lögreglustjórans á Eskifirði Félagsráðgjafar samþykktu Félagsráðgjafar hafa samþykkt kjarasamning við Reykjavíkurborg. 86,21 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu um málið samþykkti samninginn. KJARAMÁL SVÍÞJÓÐ Sænskir lögreglumenn ætla að safnast saman í Stokk- hólmi, Gautaborg og víðar í Svíþjóð í dag til þess að leggja áherslu á launakröfur sínar. Í aðsendri grein á vef Svenska Dagbladet lýsa nokkrir lögreglu- menn yfir óánægju með laun lögreglumanna. Segja þeir það óviðunandi að lögreglumaður í Stokkhólmi fái 15 til 17 þúsund sænskar krónur eftir skatt í mán- aðarlaun, jafngildi um 260 til 295 þúsund íslenskra króna. Lögreglumennirnir segja stjórnmálamenn og kjósendur þurfa að ákveða hvers konar lögreglumenn þeir vilji hafa í framtíðinni. - ibs Lögreglumenn í kjarabaráttu: Sænskar löggur í kröfugöngu Bílþjófar fyrir dóm Fjórir menn um tvítugt hafa verið ákærðir fyrir að að stela bíl á Akur- eyri í júní síðastliðnum. Tveir þeirra sem óku bílnum voru undir áhrifum áfengis. DÓMSMÁL DANMÖRK Nýr forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning- Schmidt, hafði vonast til þess að helmingur ráðherra ríkisstjórnar hennar yrði konur. Staðreyndin er hins vegar sú að aðeins níu konur eru í hópi ráðherranna 23. Sósíalíski þjóðarflokkurinn útnefndi þrjár konur og þrjá karla í embætti en Jafnaðarmenn fimm konur og sex karla. Leiðtogi Rót- tæka flokksins, Margrethe Vesta- ger, er eina konan af fimm ráð- herrum síns flokks, sem er þó með kynjakvóta á stefnuskránni. - ibs Ný ríkisstjórn í Danmörku: Konur í minni- hluta stjórnar SVÍÞJÓÐ Ísraelski vísinda- maðurinn David Schecht- man fær Nóbelsverð- launin í efnafræði fyrir að hafa bylt hugmyndum efnafræðinga um föst efni. Það var árið 1982, þegar Schechtman starfaði að rannsóknum í Banda- ríkjunum, sem hann upp- götvaði nýja efnagerð, svonefnda hálfkristalla, sem vís- indamenn höfðu áður talið að gætu ekki verið til. Hann var þá að rannsaka blöndu af áli og mangani í raf- eindasmásjá og tók eftir því að frumeindir röðuð- ust í munstur sem áttu ekki að vera möguleg sam- kvæmt kenningum efna- vísindanna. Kristallar eru þeirrar gerðar að þeir raðast í munstur sem endurtaka sig reglulega, en þessi munstur voru svipuð krist- öllum að því undanskildu að þau endurtóku sig ekki. Hann ályktaði sem svo að þarna hlytu vísindin að hafa rangt fyrir sér. Það tók hins vegar langan tíma fyrir hann að sannfæra aðra vís- indamenn, sem svöruðu honum fyrst með háðsglósum og hættu að taka mark á honum. Smám saman viku þó háðsglós- urnar fyrir almennri viðurkenn- ingu, sem nú hefur náð hámarki í Nóbelsverðlaununum. „Það sem ég hef lært á þessu er að góður vísindamaður er auð- mjúkur hlustandi sem aldrei er hundrað prósent viss um það sem stendur í fræðibókunum,“ sagði Schechtman, sem nú er orðinn sjötugur og býr í Ísrael. - gb Fékk Nóbelsverðlaun fyrir byltingarkenndar hugmyndir um efnisheiminn: Sýndi fram á hið ómögulega DAVID SCHECHTMAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.