Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 47
6. OKTÓBER 2011 FIMMTUDAGUR 7Bleika slaufan ● MYND/SISSI Helga Torfadóttir: ÞAÐ ER LÍF EFTIR MEÐFERÐ Ég greindist með krabbamein í auga árið 2003. Það var með- höndlað með geislum og gekk bara mjög vel. Svo liðu sjö ár og þá greindist ég með krabbamein í hálsinum. Það var skorið í burtu og síðan hófst lyfja meðferðin, sem var erfið, en ég notaði allt sem hægt var til að draga úr auka- verkunum. Það var mjög erfitt þegar hárið fór. En lífið hélt áfram. Ég reyndi að fara út með hundana mína og hreyfa mig. Tilfinningin sem greip mig þegar ég greindist var náttúru- lega að standa sig vel, það var bara ekkert annað í boði. Lífið allt fram undan og ég vissi að ég myndi kom- ast í gegnum þetta en það kostaði náttúrulega blóð, svita og tár en ég er komin hérna í dag. Það sem veitti mér mesta stuðning inn var fjölskyldan og bænin – ég vissi að það var verið að biðja fyrir mér í ýmsum bæna- hópum í kirkjum landsins. Ég hvet alla til að leita sér huggunar í bæn- inni því hjálpin kemur að ofan. Maðurinn minn veitti mér mjög mikinn stuðning. Ég fann styrk- inn í Ljósinu þegar ég fór þangað og hvet alla, bæði konur og karla, að leita þangað. Það var mikill léttir þegar ég fékk út úr myndatökunni núna í júní að sjúkdómurinn væri horf- inn. Það var algjört æði svo ég fór út í sveit og keypti litla fjögurra daga gamla geit til að styrkja og gefa henni líf. Og ég er ofboðslega hamingju söm með það. Dásam- legasta augnablikið í þessu ferli öllu saman er þegar ég varð loks- ins amma, búin að bíða í mörg ár og þá fæddist einn lítill yndis legur drengur. Ég byggi mig upp á göngu- ferðum, borða hollan mat, sinni hundunum mínum, geng út um allt og geri allt sem mér þykir skemmti- legt. Og geymi ekkert til morguns sem ég get gert í dag. Mig langar að hvetja konur til að sinna sjálfum sér og hlusta á líkamann. Það er líf eftir meðferð. Stelpur: Verið bjart- sýnar því lífið svo dýrmætt. Hulda Hjálmarsdóttir: AFTUR ÚT Í LÍFIÐ Ég var fimmtán ára gömul þegar ég greindist með bráða- mergfrumuhvítblæði. Það er svo- lítið sérstök reynsla að lenda í því þegar maður er unglingur, á svona viðkvæmum aldri. Þetta er eins og manni sé bara kippt út úr lífi sínu. Ætlaði ég að gera það með hangandi haus eða með jákvæðu hugar fari og komast í gegnum þetta eins vel og ég gæti? Það sem í raun tók við var hálft ár af spítalalífi. Þetta var spurn- ing um líf eða dauða. Maður verð- ur bara að berjast og vona að maður komist í gegnum þetta. Og það vildu allir hjálpa mér til að ná bata. Ég sinnti námi á spítalanum, náði að taka samræmdu prófin og komst inn í Menntaskólann við Hamrahlíð. Stuðningur skiptir mjög miklu máli þegar maður lendir í svona erfiðleikum í lífinu. Á svona stund- um sér maður hverjir eru vinir í raun, hverjir það eru sem standa með manni í gegnum súrt og sætt, gleði og sorg og allt. Vinkonur mínar voru alltaf að gera eitthvað fallegt fyrir mig. Þær sömdu fyrir mig lag, þær komu upp á spítala og sungu fyrir mig lagið. Það hjálp- aði mér mikið að kynnast krökkum sem hafa gengið í gegnum sömu reynslu og ég. Þetta snýst ekki bara um þann sem er lasinn. Það voru líka for- eldrar mínir, bróðir minn og syst- ir mín og allt fólkið í kringum mig sem þetta snerti. Þau voru öll að takast á við þetta saman. Strax og ég hafði einhverja krafta byrjaði ég að liðka mig til og bara svona aðeins að reyna á mig, skref fyrir skref. Maður þurfti virkilega að trúa á sjálfan sig og vera þrautseigur og ekki missa trúna á að maður gæti náð sama krafti og áður. Ég þurfti að koma mér aftur út í lífið og fara aftur inn í mína venjulegu rútínu og hafa lífsþrótt til að takast á við lífið yfirhöfuð. Ég fer út að hlaupa, Ég syng og mér finnst það mjög gott fyrir líkama og sál, það nærir mig vel. Björg Júlíana Árnadóttir: VERKEFNI SEM ÉG ÆTLAÐI AÐ LJÚKA VIÐ Ég greindist með krabbamein í brjósti árið 2005 og gekk í gegnum mjög erfiða reynslu, ekki síst andlega, vegna þess að ég hafði fylgst vel með systur minni og systurdóttur sem báðar fengu krabbamein og létust í sömu vik- unni þremur árum áður. Með ferðin sem slík var mjög erfið. Í seinna skiptið sem ég fæ krabbamein, í fyrra, þá fæ ég krabbamein í vinstra brjóstið. Þá var ég hins vegar reynslunni rík- ari og var miklu jákvæðari gagn- vart veikindunum. Ég var sann- færð um að ég myndi lifa þetta af. Allt ferlið miðaði ég við að þetta væri verkefni sem ég tæki að mér og ég ætlaði að ljúka við. Ég ákvað að ganga á Esjuna, komast upp og horfa yfir og hugsa: Þetta gat ég. Erfiðast er að meðtaka þessi skilaboð, að maður sé að greinast aftur með krabbamein, og að þurfa að segja aðstandendum frá því. Það er ómetanlegt að finna fyrir stuðningi nánustu ættingja og ekki síst vinkvennanna. Allir stóðu þétt við bakið á mér. Til að byggja mig upp reyni ég að borða hollan mat. Ég stunda líkams rækt í meiri mæli en ég gerði áður, syndi á morgnana og fer í gönguferðir – það hentar mér best. Ég geng á fjöll, fer í ferðir með skemmtilegu fólki og ég mun reyna að lífa lífinu. Það var ánægjulegt þegar sam- þykkt var að konur fengju að kaupa sér höfuðfatnað og láta húð- flúra augabrúnir og augnlínu, en ég hafði barist fyrir að fá það í gegn. Nú finnst mér mikilvægt að berjast fyrir því að sett verði upp teymi inni á sjúkrahúsunum sem aðstoðar konur þegar þær eru að greinast með krabbamein og upp- lýsir þær um réttindi og allt annað sem hjálpar þeim í gegnum veik- indin. Ég vil benda öllum konum á það að fylgjast vel með líkama sínum og alls ekki að hunsa merki sem gætu bent til þess að krabbamein væru að taka sig einhvers staðar upp. Lífsmóttóið hjá mér er að lifa líf- inu skemmtilega og gera skemmti- lega hluti. Lífið er svo stutt og það skiptir svo miklu máli að hafa gaman af lífinu. Ég vaknaði á gaml- ársdagsmorgun, komin sex mánuði á leið, og lá í blóði mínu. Maður inn minn stökk upp og hringdi á sjúkrabíl. Síðan hófust rannsóknir og þá kom í ljós að þetta er illkynja æxli í ristli. Ég var skorin upp. Það þurftu að vera barnalæknar og fæðingarlæknar sem héldu leginu til hliðar á meðan skurð- læknar og þeirra að- stoðarmenn sáu um ristilinn. Og svo var barnið sett aftur inn og saumað fyrir. Tíu dögum síðar komu niðurstöður um að þetta væri annars stigs krabbamein í ristli og ekki fannst neitt í eitlum. Að öllu jöfnu hefði ég farið í lyfjameðferð. Móður- eðlið hjá mér var ofar skynsemismörkum, ég tók þá ákvörðun að fara ekki í lyfjagjöf. www.bleikaslaufan.is SöluaðilarStyrktaraðilar IÐA ehf, Fríhöfnin, Garðheimar, Kvennadeild Rauða Krossins, Blómahönnun, BSÍ, Misty, Te og Kaffi, Þín verslun, ITA gallery, Hreyfill, Melabúðin, Rima Apótek, Blómabúðin Ísblóm, Frumherji, Olís, Byko, Hrafnista Laugarás, Hrafnista Hafnarfirði, Reykjavíkur Apótek, Einar Farsveit, Byggt og búið, Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Heilsuhúsið, Lyfja, Garðsapótek, Eymundsson, Kaffitár, Krónan, 11-11, Nóatún, Kjarval, Lyfjaval, Debenhams, Íslandspóstur, Hagkaup, aha.is, Svartakaffi, Lyfjaver, Blómabúðin Dögg, Leonard, Lyfjaborg, Mörk hjúkrunarheimili, Árbæjarapótek, Hrím, Radisson Blu 1919 hotel, Belladonna, Samkaup (Úrval, Kaskó, Nettó, Strax), Lyf og heilsa, Stúdíóblóm-runni blómabúð, Garnabúð Gauja H :N m ar ka ðs sa m sk ip ti / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.