Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 45
KYNNING − AUGLÝSING úlpur6. OKTÓBER 2011 FIMMTUDAGUR 3 Súperstjarnan okkar þessa dag-ana er Snæfell,“ segir Hjördís María Ólafsdóttir, verkefna- stjóri 66°Norður, og sýnir vatnsheld- an, ófóðraðan öndunarjakka, f lík sem flokkast sem skel og hægt er að nota við ólíkar aðstæður. „Við höfum unnið tvenn mjög virt verðlaun fyrir Snæfellið á þessu ári, annars vegar Scandinavian Out door Award sem norrænu útivistar merkin taka þátt í og hins vegar ISPO Outdoor Award sem eru ein virtustu útivistarfata- verðlaun í Evrópu. Þar unnum við alla stóru risana á markaðinum og erum stolt af.“ Jakkinn Snæfell er úr nýju efni sem heitir NeoShell. „Efnið er með mikla vatnsheldni (10.000 mm) en andar samt einstaklega vel og hefur marga af kostum svokall- aðra softshell-jakka,“ segir Hjördís María og tekur fram að jakkinn sé með skjólgóðri hettu sem fylgi vel hreyfingum höfuðsins og hindri aldrei sýn. „Við munum sérframleiða þenn- an jakka fyrir Slysavarna félagið Landsbjörg í litum þess. Okkur finnst mikill heiður að Landsbjörg hafi valið Snæfell í sína vörulínu,“ segir hún og tekur fram að fjögurra ára hönnunar- og þróunarferli liggi að baki jakkanum. „Þetta er ekkert sem er hrist fram úr erminni – en vinnan og metnaðurinn skilar sér,“ segir hún og snýr sér að úlpunum. Laki heitir ein glæný, stutt dún- úlpa með hettu og skinnkanti. Hún er úr mjúku og lipru efni, með 90/10 dúnblöndu sem þýðir að fyllingin í henni er 90% dúnn og 10% fjaðr- ir. „Þetta er þægileg úlpa í skólann og hvað sem er,“ segir Hjördís María sannfærandi. „Þegar maður er kom- inn í hana vill maður helst ekki fara úr henni, hún er svo mjúk.“ Tindur heitir önnur ný dúnúlpa. Hún er aðeins meiri fjallaf lík en Laki, úr þykkara efni og fyllt með gæsadúnblöndu og með snjóhlíf að innanverðu sem kemur í veg fyrir að snjór komist innanundir úlp- una. „Tindur er með klassísku dún- úlpusniði en með ákveðnum atrið- um sem minna á fyrri tíð, hún er til dæmis með gamla sjóara lógóinu okkar og dragböndin í hettunni eru með leðurstillingu en ekki plast- klemmu,“ útskýrir Hjördís María. Langjökull er aðeins meiri innan- bæjarflík en Tindur. Þetta eru hlýir, léttir og mjúkir hettulausir jakkar fyrir dömur og herra með fyllingu sem heitir PrimaLoft. „Primaloft er mjög sniðugt gerviefni, upphaf- lega hannað fyrir svefnpoka, þunnt en hlýtt og létt,“ lýsir Hjördís María. „Þetta er flík sem hægt er að nota allt frá því að ganga niður Laugaveginn í það að ganga á Hnúkinn. Við höfum verið með þessa jakka í léttu, glans- andi efni í tvö ár og dömu jakkarnir eru enn þannig en nú eru herrajakk- arnir komnir í nýtt ullarb landað efni. Þeir eru til í tveimur litum, ljós- gráum og svörtum en þeir klassísku eru dökkbláir og svartir.“ Esja kemur næst til sögunnar. Esja er lík úlpu sem heitir Þórsmörk og margir eiga, nema hvað þessi er góður kostur fyrir þá sem hvorki vilja dún né skinn. „Einangrunin í Esju er gerviskinn, mjúkt, þægi- legt og hlýtt. Við höfum notað það í húfur. Það er bæði í kantin- um og hettunni á Esju,“ segir Hjör- dís María og tekur fram að úlpan sé væntanleg í verslanir fljótlega. Úlpan Arnarhóll er hluti af línu sem heitir 66°N og byggð er á arf- leifð fyrirtækisins. 66°Norður er í grunninn 85 ára gamalt fyrirtæki með góða sögu í gerð skjól fatnaðar. „Arnarhóll er endurgerð og ný út- færsla á úlpu sem var gríðarlega vinsæl fyrir 40 árum. Hún var með gæru en nýja útgáfan er með flís sem lítur út eins og gæra og hægt er að smella úr,“ segir Hjördís María. Hún segir 66°Norður hafa fengið gamla VÍR-úlpu frá Veður stofunni sem var þar í notkun og hafði verið í 40 ár. „Þeir sem lásu á mælana smeygðu sér alltaf í hana rétt á meðan þeir hlupu út. Við skiptum við þá og létum þá fá nýja og fína úlpu en notuðum þá gömlu við hönnunarferlið á þessari. Henni hefur verið mjög vel tekið og það er skemmtilegt.“ Unnu alla stóru risana Allar útivistarvörur fyrirtækisins 66°Norður fyrir fullorðna heita eftir örnefnum á Íslandi. Nýjar yfirhafnir þar núna eru m.a. Snæfell, Laki, Tindur, Langjökull, Esja og Arnarhóll. „Við erum að fá inn mikið af nýjum vörum í verslanirnar og núna eru úlpurnar áberandi,“ segir Hjördís María. MYND/STEFÁN Léttar, mjúkar og hlýjar eru þær úlpurnar í 66°Norður. Arnarhóll er ný úlpa en kunnugleg mörgum. Snæfell, verðlaunajakki sem hentar við margvíslegar aðstæður. Tindur sækir smáatriði í fortíðina, svo sem sjóara- lógó á ermi og leður á hettuböndunum. Esja er góður kostur fyrir þá sem vilja hlýja flík sem ekki er með dúnfyllingu. Laki heitir þessi dúnúlpa, sem er úr afar lipru efni. Langjökull er mættur á svæðið með ullar- blönduðu ytra byrði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.