Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 34
6. október 2 Kynning - auglýsing Óhætt er að segja að rómantíkin hafi svifið yfir vötnum þegar vor- og sumarlína Valentino var sýnd í Parísarborg í vikunni. Klassískar pífur og blúndur voru áberandi í bland við blómamynstur og ljúfa liti. Fatamarkaðurinn var opnaður í desember á síðasta ári í kjallara á Laugavegi 118 og hefur fengið góðar móttökur frá upphafi. Agnes Björt Andradóttir, sem situr vaktina í Fatamarkaði Spúútnik, segist finna fyrir mikilli ánægju meðal viðskiptavina. „Margir koma til mín og segja að það hafi vantað versl- un með ódýr föt fyrir þemapartí, þemaböll og aðrar slík- ar samkomur. Aðrir gleðjast yfir því að geta fundið notaðan tískufatnað á verði sem þekkist ekki nema á flóamörkuðum.“ Breiður hópur viðskiptavina sækir verslunina, útlend- ingar jafnt sem Íslendingar og fólk á öllum aldri. „Við höfum líka eitthvað fyrir alla. Við erum með diskó- kjóla, jólavesti, kúrekastígvél og bara föt frá öllum tíma- bilum á góðu verði. Ekkert kostar yfir 5.000 krónum, allir kjólar eru á 3.000 krónur, töskur á 1.500 krónur, bakpokar á 2.000 krónur, hlýjar vetrarpeysur á 2.500 krónur og vesti á 500 krónur.“ Góður andi ríkir í versluninni og gleðst fólk þegar það kemur inn í þennan ævintýralega kjallara á móti Hlemmi. „Þú sérð í augunum á fólkinu að það er að koma inn í einhverja fjársjóðskistu,“ segir Agnes og bætir við að fólk gleymi sér í versluninni og margir missi af strætó. Það er ekki að furða enda mikið úrval fatnaðar fyrir bæði kynin. Agnes getur þess að sérstök deild fyrir karlmenn sé í versl- uninni og er stefnt á að stækka hana á næstunni. Aðstandendur kvikmynda og leiksýninga hafa tekið búningamarkaðnum fagnandi. Einnig hafa komið hingað stórir hópar í leit að búningum fyrir þemaböll í skólum svo sem hiphop-böll og diskóböll. „Hið þekkta 85‘ ball í Menntaskólanum í Sund er á næsta leiti og við erum sko með nóg af fötum í þeim anda, bæði fyrir vikuna og ballið.“ Nýjar vörur eru settar fram daglega á þennan litskrúð- uga fatamarkað sem er opinn alla daga nema sunnudaga frá klukkan 12 til 18. Agnes veitir fólki iðulega hjálp við að setja saman búning fyrir ýmis þemapartí og böll. MYND/STEFÁN Gamlar gersemar fyrir þemapartí og tískudrósir Fatamarkaður Spúútnik á Laugavegi 118 hefur til sölu notaðan tískufatnað á frábæru verði. Þar finnur þú búning fyrir þemaveisluna eða grefur upp gamlar gersemar líkt og á erlendum flóamarkaði. Notaður tískufatn- aður á frábæru verði er til sölu í þessum ævintýralega kjall- ara á móti Hlemmi. Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður var sex ára þegar hann var fyrst sendur sumarlangt í sveit og eyddi þar næstu tíu sumrum. „Í sveitinni lærði ég fléttur af stórum krakkahópi sem fléttaði bæði föx og tögl hestanna á bænum,“ segir Óskar þar sem hann fléttar í fyrsta sinn dæturnar Júlíu 8 ára og Sigrúnu á sjötta afmælisdegi hennar. „Stelpurnar eru svo hársárar að ég hef látið eiga sig að grúska í hári þeirra. Nú kemur í ljós að ég hef engu gleymt og útkoman bara ágæt,“ segir hann ánægður og dæturnar einnig með pabba sinn. „Mig langar að geta fléttað betur því vinur minn er afar klár í hári og greiðir dætrum sínum í bak og fyrir með föstum fléttum og fleiru sem mér þykir öfundsvert,“ segir Óskar og leggur lokahönd á gamladags, fallegar fléttur sem hann batt saman út frá tagli. „Sem einstæður faðir þarf ég að vera húsbóndi og húsmóðir og kunna ýmislegt fyrir mér. Fléttur eru margslungnar eins og ég komst að þegar ég myndskreytti barnabókina okkar Evu Maríu, en þá þurfti ég að biðja Matthildi dóttur okkar að flétta sig og skoðaði fléttuna með nákvæmni til að finna út stærðfræðina í munstrinu. Síðan horfi ég mikið á fléttaðar konur.“ - þlg Hér fléttar Óskar Sigrúnu. Hann segir mæður oftast sjá um hár dætra sinna en að feður hafi jafngott og gaman af því, enda notaleg sam- verustund sem fylgi fléttingum. Í baksýn er Júlía. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Feður með fima fingur Tækniskólinn stendur fyrir námskeiði um helgina þar sem feðrum er kennt að binda í hárið á dætrunum. En er virkilega þörf á? Fréttablaðið kannaði hversu vel að sér pabbar eru í þessum framandi fræðum. Gunnar Hansson leikari hefur langa reynslu í hár- greiðslu dætra sinna og segir takmarkið að ná því að gera fastafléttu. „Ég á dóttur sem er að verða átján ára og er mikill fullkomnunarsinni,“ segir Gunnar. „Þegar hún var lítil hikaði hún ekki við að rífa teygjuna úr ef henni líkaði ekki útkoman. Og ég mátti gjöra svo vel að byrja upp á nýtt. Oft þurfti margar til- raunir og þetta reyndi mikið á þolinmæðina. En ég lærði af þessu og var orðinn bara nokkuð góður hárgreiðslumaður.“ Yngri dóttirin, Emilía Álfsól, er þriggja ára og ekki orðin það síðhærð að hægt sé að flétta, en Gunnar segir ekki síður vandasamt að greiða svona stutt hár. „Ég kann ekki alveg nógu vel á þessa sídd. En þetta er að koma og ég er spenntur að fá að spreyta mig aftur á hárgreiðslunni.“ - fsb Takmarkið er að læra að gera fastafléttu Ekki er síður vandasamt að greiða stutt hár segir Gunnar. Emilía Álfsól lætur sér fátt um finnast. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fléttaði hesta í sveitinni Feðgin á góðri stundu. Æfingin skapar meistarann Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, þarf oft að leysa flókin verkefni. Hann virtist þó ekki eiga í teljanlegum vandræðum með að flétta dóttur sína, hana Þórdísi Kötlu 8 ára. „Þetta var kannski ekkert sérstaklega vel gert þar sem þetta hefur verið svolítið í verkahring móðurinnar. Mér veitti greinilega ekkert af smá æfingu. Maður verður að taka viljann fyrir verkið. Annars er bara best að kenna börnunum þetta sjálfum snemma. Þá þarf maður ekki að standa í því að búa til fléttur alla daga,“ sagði hann léttur í lund en sú stutta skemmti sér konunglega yfir öllu saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.