Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 86
6. október 2011 FIMMTUDAGUR62 Tilboð í Október Litun og plokkun kr. 2900,- Brasilískt vax kr. 3400,- Kókos líkamsskrúbb kr. 5500,- Fótsnyrting kr. 4400,- Konukvöld Feminin Fashion Fimmtudaginn 6. október 17.30 – 21.30 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Léttar veitingar í boði allt kvöldið. Stelpurnar frá naglaskólanum Professionails verða á staðnum og kynna það nýjasta í naglatískunni í haust. Feminin Fashion styður Krabbameinsfélagið í baráttunni gegn krabbameini hjá konum og býður Bleiku slaufuna til sölu. Glaðningur frá Nivea, Professionails, Vivag og Feminin Fashion í boði fyrir allar þær sem versla hjá okkur þetta kvöld. Tískuverslunin Feminin Fashion stærðir 40 – 56. | Bæjarlind 4 | 201 Kópavogur | Sími: 544-2222 | www.feminin.is SJÓNVARPSÞÁTTURINN „Ég á marga uppáhalds- sjónvarps- þætti. Þar á meðal En- tourage, sem gefur nokkuð góða mynd af bransanum í LA og er léttur og skemmtilegur. Seinfeld, einstaklega vel skrifaðir þættir sem aldrei brunnu út og svo bæði Breaking Bad og Dexter, mjög frumlegir og grát- broslegir þættir. Get ekki gert upp á milli þeirra.“ Andrea Brabin, eigandi Eskimó umboðs- skrifstofunnar. „Hér eru allir mjög vinaleg- ir. Ólíkt þeim Rússum sem ég hef hitt,“ segir leikarinn Vík- ingur Kristjánsson í léttum dúr, en hann var staddur í borginni Norilsk í Síberíu þegar Frétta- blaðið náði í hann. Vesturport sýnir Hamskiptin í Norilsk í kvöld. Ferðalagið til borgarinnar gekk ekki þrauta- laust fyrir sig og tók um þrjátíu tíma. Á meðal þeirra sem eru í ferðalaginu með Víkingi eru Selma Björnsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Kristján Franklín og hinn sænski Mattias Lech. Hópurinn flaug fyrst frá Kefla- vík til Lundúna, þaðan til Moskvu og loks til Norilsk — eða svo héldu þau. „Þar sem flugstjóri og flug- þernur flugfélagsins Aeroflot tala svo hrikalega vonda ensku viss- um við ekki fyrr en við vorum komin úr vélinni og inn í flug- höfnina að við vorum alls ekki í Norilsk,“ segir Víkingur. Þau voru sem sagt stödd í borg- inni Surgut, um þúsund kílómetr- um frá áfangastað. „Aðra tilraun átti að gera að aðflugi í Norilsk þegar veður lægði,“ segir Víkingur. „Í Surgut biðum við í fjóra tíma. Þá var aftur haldið út í vél og lagt af stað. Við lentum á rétt- um flugvelli tveimur og hálfum tíma seinna í ekki eins fallegan bæ.“ - afb Þrjátíu tíma þrautaganga LANGT FERÐALAG Víkingur, Selma og Vesturports- hópurinn eru stödd í borginni Norilsk í Síberíu og sýna þar Hamskiptin í kvöld. Leikkonan Hera Hilmarsdóttir hefur landað hlutverki í stórmynd- inni Önnu Kareninu, sem skartar þeim Jude Law og Keiru Knightley í stærstu hlutverkunum. Þar að auki leikur Hera stórt hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni World Without End, sem meðal annars verður sýnd í Bretlandi, Kanada, Þýskalandi og Bandaríkj- unum, en meðal leikara í henni eru Miranda Richardson, Ben Chaplin og Cynthia Nixon, best þekkt fyrir leik sinn í Sex & the City. „Ég hef verið mikið í tökum að undanförnu, aðallega í Ungverja- landi þar sem sjónvarpsserían er tekin,“ sagði Hera þegar Frétta- blaðið náði tali af henni. Hera var að ljúka námi í leiklist við hinn virta London Academy of Music and Dramatic Arts, eða LAMDA eins og hann er alla jafna kallað- ur, en fékk hlutverkið í sjónvarps- þáttunum skömmu fyrir útskrift. Hún flaug þess í stað beint til Ung- verjalands og dvaldi þar við tökur. „Ég var á hóteli með öllum leikur- unum og lærði alveg heilmikið af því,“ segir Hera hógvær. En stóra dæmið er án nokkurs vafa hlutverkið í Önnu Karen- inu. Myndin er byggð á sam- nefndri bók Leo Tolstoj og verður mikið búningadrama, en tökur hjá Heru byrja í nóvember. Leikstjóri myndarinnar er Joe Wright, sem hefur gert kvikmyndir á borð við Atonement og Pride & Prejudice en leikstýrði síðast Cate Blanchett og Eric Bana í Hanna. Hera leik- ur konu að nafni Varya, sem leik- konan segir ekki vera stórt hlut- verk, hún fái þó að segja nokkrar línur. Hera hefur tekið virkan þátt í undirbúningnum og leikstjórinn Wright sækir mikið í leikhúsið í vinnu sinni; til að mynda fór allur hópurinn saman í æfingabúðir og þar voru teknir nokkrir leikir, meðal annars nafnaleikir. „Leik- stjórinn er þannig að það skiptir engu máli hversu stór stjarnan er, allir eru með.“ Sem þýddi að Jude Law og Keira Knightley voru meðal þátttakenda þótt vissulega hafi flestir þekkt nöfn þeirra. „Menn voru fljótir að gleyma nöfn- um hinna í tökuliðinu,“ segir Hera og hlær. Hera, sem verður 23 ára í des- ember, er komin með umboðsmann og hyggst reyna að hasla sér völl í Bretlandi. Leikkonan er nú nýflutt til Norður-Lundúna og búin að koma sér ágætlega fyrir. Hún seg- ist þó ætla að finna sér einhverja fína íbúð eftir áramót, hún hafi bara ekki haft neinn tíma til þess. „Og svo kem ég heim um jólin.“ freyrgigja@frettabladid.is HERA HILMARSDÓTTIR: VEKUR ATHYGLI Í LONDON Landaði hlutverki í stór- mynd með Keiru Knightley MEÐAL STÓRLEIKARA Hera Hilmarsdóttir hefur verið önnum kafin eftir að námi hennar í LAMDA lauk. Hún fékk stórt hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni World Without End og landaði nýlega hlut- verki í stórmyndinni Önnu Kareninu sem byggir á samnefndri bók Leo Tolstoj og skartar Jude Law og Keiru Knightley í aðalhlutverkum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Það er ekki rétt sem hún segir að Björk hafi vitað af bókinni,“ segir Guðmundur Gunnarsson, faðir Bjarkar Guðmundsdóttur og fyrr- verandi formaður Rafiðnaðarsam- bands Íslands, um bókina Bli Björk eftir norska rithöfundinn Mette Karlsvik. Karlsvik sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að hún drægi það í efa að Björk hefði ekki vitað af útgáfu bókarinnar. Guðmund- ur segir að hann hafi hitt Karls- vik nokkrum sinnum og talað við hana. „Hún kom hingað til lands og var að fjalla um afleiðingar hruns- ins og baráttuna um náttúruna. Það var undir þeim formerkjum sem við spjölluðum saman. Í rest- ina sagði hún mér að hún væri að byrja að skrifa skáldsögu og að ég væri í einu hlutverki í þeirri sögu,“ segir Guðmundur, en Karls- vik bauð honum að lesa yfir hand- ritið á bókinni áður en hún fór í prentun, sem hann neitaði. „Ég vildi ekki hafa nein afskipti af því og get ekki skipt mér af því hvern- ig rithöfundar finna karaktera í skáldsögur sínar,“ segir Guðmund- ur og bætir við að ef hann hefði lesið bókina yfir hefði hann verið orðinn ábyrgur fyrir innihaldinu. „Á engu stigi málsins kom fram nafnið Björk. Í einum póstinum frá Karlsvik sagði hún reyndar að það væri gaman að koma til Reykja- víkur því hún væri svo hrifin af Björk.“ Guðmundur sendi Mette Karls- vik bréf í gær þar sem hann segist ekki sáttur við vinnubrögð henn- ar. „Ég er ekki að fordæma bókina sem slíka en ég fordæmi vinnu- brögðin. Ég hef grun um að hún sé að búa til deilu við okkur Björk til að fá auglýsingu fyrir bókina, en því markmiði er þá náð.“ Mette Karlsvik sendi bæði Björk og Guðmundi afsökunarbeiðni í gær þar sem hún biðst velvirðing- ar á því að hafa haldið því fram að Björk vissi um bókina og að hún hafi ekki verið nógu skýr um verkefnið í samskiptum sínum við Guðmund og James, aðstoðarmann Bjarkar. - áp Fordæmir vinnubrögð norsks rithöfundar FORDÆMIR VINNUBRÖGÐIN Guðmund- ur Gunnarsson er ósáttur við skáldsögu um dóttur sína. Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.