Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 44
KYNNING − AUGLÝSING Venjulega sjáum við þær í efnislitlum kjólum eða vel sniðnum jakkafötum á rauða dreglinum. Líkt og hjá öðrum kemur líka vetur og vont veður hjá stjörnunum í Hollywood og þá draga þær fram úlpurnar sínar. Flestar taka þær sig bara ljómandi vel út í hnaus- þykkum yfirhöfnunum enda líður fólki sjaldan betur en vel klæddu í kalsasömu veðri. úlpur FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 20112 STJÖRNUM VERÐUR LÍKA KALT Rachel Bilson í afar gæðalegri dúnkápu. Leikkonan Maria Menounos í hvítri dúnúlpu. Við bjóðum upp á allar teg-undir vinnufatnaðar svo sem samfestinga, buxur, jakka, kuldagalla, vetrarúlpur og hlífðarbuxur. Við eigum föt sem henta bæði til vinnu og í frístund- ir, hvort sem um er að ræða inni eða úti,“ útskýrir Snorri Pálsson, sölumaður hjá Dynjanda. Dynjandi hefur verið leiðandi fyrir tæki í öryggisvörum og öryggis- fatnaði um árabil en fyrirtækið var stofnað árið 1954. Snorri segir mikla áherslu lagða á sterkar, þægilegar og endingargóðar vörur. „Viðskiptavinir okkar koma úr öllum greinum og stéttum þjóð- félagsins. Við bjóðum mestmegn- is upp á fatnað frá Sioen, Wenaas og Univern, norskum framleiðanda sem mikil og góð reynsla er komin á. Uni- vern ProTec-fatnaðurinn hrindir til að mynda vatni mjög vel frá. Einn- ig bjóðum við upp á endurskinsfatn- að úr ProTec-efni líka. Þá erum við með gott úrval af öðrum vinnufatn- aði og frístundafatnaði fyrir nánast allar aðstæður. Einnig er á boðstól- um hjá okkur bæði vinnufatnaður og kuldagallar á börn,“ segir Snorri. „Univern hefur verið framarlega í hönnun á fatnaði bæði hvað varðar litasamsetningu og útlit. Þannig tel ég að vöruúrvalið sé mjög fjölbreytt svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hjá okkur.“ Nánari upplýsingar er að finna á www.dynjandi.is Alhliða vinnuföt Verslunin Dynjandi, Skeifunni 3, er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í öryggisvörum og öryggisfatnaði. Þar er lögð áhersla á þægilegan og endingargóðan fatnað. Áhersla er lögð á þægilegar og endingar- góðar vörur. Fatnaðurinn frá Univern er í skemmti- legum litasamsetningum. Snorri Pálsson segir úrvalið gott af vinnu- og frístundafatnaði hjá Dynjanda. MYND/VALLI Bradley Cooper í þykkum vax- jakka í London.Hugh Jackman er myndarlegur, hverju sem hann klæðist. Gott úrval vandaðra yfirhafna og kápa er á meðal þess sem er á boðstólum í versluninni Hjá Hrafnhildi. Hjá Hrafnhildi er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu á vönd- uðum kvenfatnaði, þar á meðal yfirhöfnum og kápum í stærð- um 36-52 ásamt úrvali af skóm og fylgihlutum. Verslunin var fyrst rekin á heimili Hrafnhildar Sig- urðardóttur í Fossvogi en f lutt í hentugra húsnæði að Engja- teig 5 árið 1996. Fjórum árum síðar var versluninn stækkuð og er nú í 300 fermetra plássi á allri jarðhæðinni. „Marga rekur líka í rogastans þegar þeir koma inn um dyrnar í fyrsta skipti vegna þess hversu stór verslunin er og úrvalið gríðarlegt,“ segir verslunarstjórinn Ása Björk Antoníusardóttir og getur þess að úrvalið hafi aukist þegar búðin var stækkuð. Auk þess að bjóða upp á gott úrval af kvenfatnaði fyrir öll tækifæri séu einnig á boðstólum ítalskir og þýskir skór sem hafi rækilega slegið í gegn. Ása Björk tók við rekstrinum árið 2002 þegar Hrafnhildur móðir hennar féll skyndilega frá, aðeins fimmtug að aldri. Hún segir verslunina áfram rekna í hennar anda af fjölskyldunni. „Við leggjum ríka áherslu að veita jafn persónulega og góða þjónustu og hún var þekkt fyrir,“ upplýsir hún og segir hreinlega sé dekrað við viðskiptavinina.„Við teljum okkur geta gert öllum til hæfis. Gefum okkur góðan tíma í að aðstoða við- skiptavinina og verslum stundum inn erlendis með tiltekna kúnna í huga,“ nefnir Ása Björk. En hvaða merki fást í búðinni? „Við erum með hágæða yfirhafn- ir, dúnúlpur og ullarkápur frá austurríska merkinu Erich Fend. Hinar geysivinæslu Geberdin kápur koma meðal annars frá því,“ bendir Ása. Hún nefnir líka úlpur og kápur frá þýska vörumerkinu TUZZI sem leggur mikið upp úr f lottri hönnun og ýmsum smá- atriðum. Frá öðru þýsku merki, Lebek, komi vandaðar yfirhafnir á góðu verði, úlpur með og án hettu og léttar og liprar ullarkápur. „Og er þá ekki allt upptalið,“ tekur Ása Björk fram og segir sjón vera sögu ríkari. Hjá Hrafnhildi er höfð opin virka daga frá klukkan 10 - 18 og 10 til 16 laugardaga. Nánari upp- lýsingar á www.hjahrafnhildi.is. Eitthvað við allra hæfi Ása Björk segir gott úrval kvenfatnaðar að finna í versluninni Hjá Hrafnhildi, þar á meðal kápur og yfirhafnir. MYND/VALLI Vönduð dúnúlpa frá Erich Fend. Létt og lipur kápa frá Lebek. TUZZI leggur upp úr ýmsum smáatriðum og flottri hönnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.