Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 50
6. OKTÓBER 2011 FIMMTUDAGUR10 ● Bleika slaufan Stúlkurnar í hönnunarfyrirtæk- inu Fær-ID eru aftur komnar af stað með átaksverkefnið sitt Gott fyrir gott, sem er bleik slaufa í formi nammihlaups. Hlaupið er framleitt af Nóa-Siríus fyrir Fær- ID og rennur allur ágóði af sölu vörunnar til Krabbameinsfélags Íslands. Bleika slaufan hefur hingað til einkum verið þekkt sem skart til styrktar baráttunni gegn krabba- meinum hjá konum. Í hugmynd Fær-ID, sem unnin var af Her- borgu Hörpu Ingvarsdóttur og Þórunni Hannesdóttur, var mark- miðið að búa til vöru sem höfðaði til annars og stærri markhóps en nælan, og niðurstaðan af þeirra samstarfi varð bleik nammi slaufa sem verður til sölu til október- loka. Varan kallast Gott fyrir gott. Það eru fáir á móti því að fá sér (nammi)gott fyrir gott (málefni). Gottið er með ávaxtabragði og er án litarefna. Litnum á hlaupinu er náð fram með lit frá náttúrunnar hendi úr grænmetis- og ávaxta- safa, t.d. kirsuberjum. Hver 100 gramma poki er seldur á 500 krónur og eru sölustaðir um allt land: N1, Háma, Iða, Mál og menning, Pósturinn, Skelj- ungur, Debenhams, Sam- kaup-Strax, Samkaup- Úrval, Nettó, Kaskó og Melabúðin. Fyrirtækjum gefst einnig kostur á að kaupa 15 gramma poka fyrir við- skiptavini sína og starfsfólk. Litlu pokarnir koma í kössum sem eru eitt kílógramm að þyngd (um 66 einingar) og er verðið á þeim 5.000 krónur. Gott fyrir gottVONIN Veiztu að vonin er til hún vex inn í dimmu gili og eigir þú leið þar um þá leitaðu í urðinni leitaðu á syllunum og sjáðu hvar þau sitja lítil og veikbyggð vetrarblómin lítil og veikbyggð eins og vonin. Þuríður Guðmundsdóttir. Aðeins eitt blóm, 1969. Sigurður Ingi Bjarnason, gullsmiður hjá Sign í Hafnarfirði, hannar silfurútgáfu Bleiku slaufunnar sem Leonard selur í ár til ágóða fyrir Krabbameinsfélagið. Ingi sér sjálfur um framleiðsluna þannig að hvert eintak er einstakt og fjöldinn þar af leiðandi takmarkaður. Slaufan verður að- eins seld í verslunum Leonard í Kringlunni, Smáralind, Lækjargötu og Leifsstöð. Ingi í Sign segist hafa haft í huga að slaufan gæti nýst við sem flest tækifæri jafnframt því að vekja athygli á góðu málefni. Á slaufunni eru fimm bleikir steinar. „Þeir eiga að vera tákn vonar- innar um fimm einkennalaus ár, sem oft er miðað við þegar rætt er um að læknast af sjúkdómnum,“ segir Ingi. „Hrjúf áferð slaufunnar, þar sem kalt mætir heitu, er auk þess að kallast á við íslenska náttúru og aðstæður, skírskotun í þá erfiðleika, óvissu, sorg og auðvitað gleði, sem lífið getur boðið upp á.“ Leonard mun einnig selja sérstaka útgáfu af bleikum leður- armböndum frá Sif Jakbos, til ágóða fyrir Krabbameinsfélagið. Handgerð silfurslaufa úr Hafnarfirði Ingi í Sign vinnur að gerð bleiku silfurslaufunnar. É g þurfti auðvitað að læra að lifa með þessu en það var samt líf og meira en margir höfðu fengið. Ég gat verið óendan lega þakklát fyrir það. Af því að ég lenti síðar í þessu emb- ætti þá vita þetta allir og þá verð ég einhvers konar fyrirmynd á þessu sviði, hef ég orðið vör við. Margar konur segjast hafa hugs- að til mín þegar þær fóru í upp- skurð, ég hafi lifað þetta af, gegnt mínum störfum og lifað mínu lífi. Það hafi gefið þeim kraft til að takast á við þessa baráttu, því glíma við svona sjúkdóm er allt- af mikil barátta. Krabbamein var mikið feimnismál á þeim tíma sem ég gekk í gegnum þetta. Það hefur breyst alveg gífurlega og mörg félög starfandi sem styðja konur sem lenda í þessum hremm- ingum og vinna frábært starf. Andlega hliðin er svo mikilvæg, að missa ekki móðinn en halda sönsum, varðveita lífskraftinn hið innra með sér,“ segir Vigdís. „Meðal þess sem ég lærði af öllu þessu ferli er að það á allt- af að tala um sjúkdóma. Aldrei að bera sig svo vel að maður tali ekki um þá. Það er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það tekur tíma að sætta sig við hlut- ina. Þú verður að sættast við það sem þú færð ekki breytt en það getur tekið tíma. Hjá mér var þetta alltaf í bakþankanum fyrstu árin. Ég gat aldrei alveg lokað á þá hugsun að ég væri með krabba- mein. Og líklega hef ég alla tíð síðan verið meira eða minna merkt af þessu. Að sjálfsögðu. Þess vegna hefur mér alltaf fund- ist það skylda mín að styðja þetta málefni og hjálpa eins og ég hef getað. Öðrum konum er mikill styrkur að því að vita að við erum margar sem höfum komist í gegn- um þetta. Ég get heldur ekki neit- að því að þessi lífsreynsla styrkti mig andlega. Ég varð að vera sterk til þess að fara í gegnum þetta og naut þess síðar.“ Lífsreynslan styrkti mig ● Vigdís Finnbogadóttir greindist með brjóstakrabbamein árið 1977. Í bókinni Vigdís – kona verður forseti, sem kom út fyrir tveimur árum, segir hún frá því hvernig hún uppgötvaði meinið og fór í skurðaðgerð. Síðan segir hún: Vigdís Finnbogadóttir fær hér afhenta Bleiku slaufuna. Vigdís greindist sjálf með brjóstakrabbamein árið 1977. MYND/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.