Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 80
6. október 2011 FIMMTUDAGUR56 FÓTBOLTI Daníel Laxdal og félagar í Stjörnunni slógu enn á ný í gegn í Pepsi-deildinni í sumar og náðu besta árangri félagsins í efstu deild. Stjörnumenn skemmtu áhorfendum með fögnunum í fyrra en í ár voru þeir með skemmtileg- asta og markahæsta liðið og fögn- in voru nú orðin frétt gærdagsins í Garðabænum. Fyrirliðinn Daníel Laxdal fór fyrir sínum mönnum og átti frábært tímabil, en góð spilamennska þessa fjölhæfa 25 ára leikmanns skilaði honum efsta sætinu í einkunnagjöf Fréttablaðsins. „Ég er sáttur við mína spilamennsku. Ég var ekki alveg nógu ánægður með mig á síðasta ári en mér fannst ég stíga upp núna eins og flestir gerðu í Stjörnuliðinu,“ segir Daníel, en liðið setti nýtt félagsmet með því að ná fjórða sætinu og var aðeins hársbreidd frá því að komast í Evrópukeppni. „Ég held að allir Stjörnumenn geti verið sáttir við að enda í fjórða sæti þótt það hafi verið svolítið svekkjandi að hafa ekki náð þessu Evrópusæti þarna í lokin,“ segir Daníel. Hann er ánægður með markakónginn Garðar Jóhanns- son, sem lýsti því yfir eftir loka- leikinn að nú ætlaði Stjarnan að verða Íslandsmeistari á næsta ári. „Þetta lofar góðu fyrir fram- haldið. Ég hefði ekkert á móti því að vinna dolluna næsta sumar en það er fínt að hafa ákveðin mark- mið. Við verðum að halda þessu áfram á næsta ári,“ segir Daníel. Stjörnumenn voru sterkir á lokasprettinum og náðu í þrettán stig út úr síðustu sex leikjum sínum, en undanfarin tvö tímabil hafði liðið aðeins náð í samtals fimm stig (í tólf leikjum) út úr síðustu sex umferðunum. Sýndu þroskamerki í sumar „Við höfðum alltaf fengið nóg og hætt í seinni umferðinni. Við sýndum núna að við erum orðnir miklu stöðugri sem lið og við vildum allir meira en að vera við miðju eða fyrir neðan miðju. Liðið sýndi klárlega þroskamerki í sumar,“ segir Daníel, en slæmur lokasprettur í fyrra átti örugglega mikinn þátt í því að spekingar töldu að blaðran væri sprungin og spáðu Stjörnunni aðeins 10. sæti. „Við hlógum bara að þessu. Það er betra að vera spáð svona neðarlega og koma á óvart en öfugt. Við vildum bara sýna að við erum hörku fótboltalið og mér fannst við gera það í sumar,“ segir Daníel. Stjarnan varð aðeins áttunda félagið í efstu deild til að brjóta fimmtíu marka múrinn á einu tímabili, en Stjörnumenn skoruðu 51 mark í leikjum 22. „Allur þessi sóknarleikur bitnar stundum á vörninni því við fáum allt of mörg mörk á okkur. Ef við náum að laga það mega hin liðin fara að passa sig,“ segir Daníel. Líður best í vörninni Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var óhræddur við að færa Daníel til á vellinum í sumar. „Ég var á miðjunni, bæði djúpur og framarlega, og svo var ég farinn á kantinn. Það var orðið svolítið mikið flakk. Mér líður langbest í miðri vörninni,“ segir Daníel og viðurkennir að leikmenn Stjörnuliðsins þurfi ákveðið frjálsræði til að njóta sín. „Bjarni þekkir vel inn á okkur og við inn á hann. Það er mikil orka sem býr í okkur og það kemur best í ljós inni á vellinum. Við erum villtir og úti um allt á vellinum,“ segir Daníel. Hann segir langflesta leikmenn liðsins vera góða vini og það skili sér í liðsstemningunni. „Við erum mjög flottur hópur og ég held að það sé mjög auð- velt að koma inn í Stjörnuliðið. Ég held líka að besta klefastemn- ingin á landinu sé hérna í Stjörnu- klefanum,“ segir Daníel. Mikil- vægt sé að Stjörnuliðið bæti við sig til þess að geta stigið næsta skref. „Við þyrftum að fá allavega tvo mjög sterka leikmenn til að styrkja liðið og þá verðum við til alls lík- legir á næsta ári,“ sagði Daníel að lokum. Daníel hafði betur í baráttunni við KR-inginn Hannes Þór Halldórsson og FH-inginn Matthías Vilhjálmsson, sem komu í næstu sætum í einkunnagjöf blaðamanna Fréttablaðsins í sumar. Hér á síðunni má sjá betur efstu menn í einkunnagjöfinni, en þar má finna lista af ýmsu tagi. ooj@frettabladid.is Besti markmaður deildarinnar 1. Hannes Þór Halldórsson, KR 6,64 2. Ómar Jóhannsson, Keflavík 6,50 3. Óskar Pétursson, Grindavík 6,26 4. Gunnleifur Gunnleifsson, FH 6,23 5. Srdjan Rajkovic, Þór 6,20 6. Ingvar Jónsson, Stjörnunni 6,18 7. Ingvar Þór Kale, Breiðabliki 6,00 8. Ögmundur Kristinsson, Fram 5,86 9. Haraldur Björnsson, Val 5,75 10. Fjalar Þorgeirsson, Fylki 5,58 Besti miðjumaður deildarinnar 1. Matthías Vilhjálmsson, FH 6,62 2. Haukur Páll Sigurðsson, Val 6,47 3. Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV 6,43 4. Guðjón Pétur Lýðsson, Val 6,29 5. Finnur Ólafsson, ÍBV 6,29 6. Bjarni Guðjónsson, KR 6,29 7. Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 6,19 8. Jóhann Laxdal, Stjörnunni 6,19 9. Björn Daníel Sverrisson, FH 6,11 10. Atli Sigurjónsson, Þór 6,06 Besti sóknarmaður deildarinnar 1. Kjartan Henry Finnbogason, KR 6,50 2. Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 6,47 3. Garðar Jóhannsson, Stjörnunni 6,19 4. Atli Guðnason, FH 6,11 5. Ólafur Páll Snorrason, FH 6,11 6. Kristinn Steindórsson, Breiðabliki 6,05 7. Sveinn Elías Jónsson, Þór 5,90 8. Matthías Guðmundsson, Val 5,89 9. Guðmundur Steinarsson, Keflavík 5,86 10. Robbie Winters, Grindavík 5,86 Besti varnarmaður deildarinnar 1. Daníel Laxdal, Stjörnunni 6,68 2. Rasmus Christiansen, ÍBV 6,55 3. Guðmundur Reynir Gunnarsson, KR 6,45 4. Grétar Sigfinnur Sigurðsson, KR 6,36 5. Skúli Jón Friðgeirsson, KR 6,18 6. Haraldur Freyr Guðmundsson, Keflavík 6,07 7. Halldór Kristinn Halldórsson, Val 6,00 8. Magnús Már Lúðvíksson, KR 6,00 9. Janez Vrenko, Þór 5,95 10. Tommy Nielsen, FH 5,88 Besti ungi leikmaður deildarinnar (Leikmenn fæddir 1990 og síðar) 1. Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV 6,43 2. Jóhann Laxdal, Stjörnunni 6,19 3. Björn Daníel Sverrisson, FH 6,11 4. Atli Sigurjónsson, Þór 6,06 5. Kristinn Steindórsson, Breiðabliki 6,05 6. Kristinn Jónsson, Breiðabliki 5,83 7. Gísli Páll Helgason, Þór 5,62 8. Jóhann Helgi Hannesson, Þór 5,59 9. Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki 5,50 10. Magnús Þórir Matthíasson, Keflavík 5,50 Besti öldungur deildarinnar (Leikmenn fæddir 1979 og fyrr) 1. Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 6,47 2. Bjarni Guðjónsson, KR 6,29 3. Gunnleifur Gunnleifsson, FH 6,23 4. Tommy Nielsen, FH 5,88 5. Guðmundur Steinarsson, Keflavík 5,86 6. Robbie Winters, Grindavík 5,86 7. Freyr Bjarnason, FH 5,80 8. Ólafur Örn Bjarnason, Grindavík 5,77 9. Jóhann Birnir Guðmundsson, Keflavík 5,75 10. Gylfi Einarsson, Fylki 5,71 Besti leikmaðurinn (Lágmarkið er einkunn fyrir 10 leiki) 1. Daníel Laxdal, Stjörnunni 6,68 2. Hannes Þór Halldórsson, KR 6,64 3. Matthías Vilhjálmsson, FH 6,62 4. Rasmus Christiansen, ÍBV 6,55 5. Ómar Jóhannsson, Keflavík 6,50 5. Kjartan Henry Finnbogason, KR 6,50 5. Andrés Már Jóhannesson, Fylki 6,50 8. Haukur Páll Sigurðsson, Val 6,47 8. Tryggvi Guðmundsson, ÍBV 6,47 10. Guðmundur Reynir Gunnarss., KR 6,45 11. Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV 6,43 12. Grétar Sigfinnur Sigurðsson, KR 6,36 12. Óskar Örn Hauksson, KR 6,36 14. Guðjón Pétur Lýðsson, Val 6,29 14. Finnur Ólafsson, ÍBV 6,29 16. Bjarni Guðjónsson, KR 6,29 17. Óskar Pétursson, Grindavík 6,26 18. Eiður Aron Sigurbjörnsson, ÍBV 6,25 19. Jesper Holdt Jensen, Stjörnunni 6,23 20. Gunnleifur Gunnleifsson, FH 6,23 21. Samuel Hewson, Fram 6,20 21. Srdjan Rajkovic, Þór 6,20 23. Garðar Jóhannsson, Stjörnunni 6,19 23. Halldór Orri Björnsson, Stjörnunni 6,19 23. Jóhann Laxdal, Stjörnunni 6,19 26. Skúli Jón Friðgeirsson, KR 6,18 26. Ingvar Jónsson, Stjörnunni 6,18 Toppmenn félaganna tólf Breiðablik 1. Dylan Jacob Macallister 6,09 2. Kristinn Steindórsson 6,05 3. Ingvar Þór Kale 6,00 4. Kristinn Jónsson 5,83 5. Guðmundur Kristjánsson 5,81 FH 1. Matthías Vilhjálmsson 6,62 2. Gunnleifur Gunnleifsson 6,23 3. Ólafur Páll Snorrason 6,11 4. Björn Daníel Sverrisson 6,11 5. Atli Guðnason 6,11 Fram 1. Samuel Hewson 6,20 2. Steven Lennon 6,00 3. Ögmundur Kristinsson 5,86 4. Halldór Hermann Jónsson 5,76 5. Sam Tillen 5,76 Fylkir 1. Andrés Már Jóhannesson 6,50 2. Ingimundur Níels Óskarsson 5,75 3. Gylfi Einarsson 5,71 4. Albert Brynjar Ingason 5,68 5. Fjalar Þorgeirsson 5,58 Grindavík 1. Óskar Pétursson 6,26 2. Robbie Winters 5,86 3. Ólafur Örn Bjarnason 5,77 4. Alexander Magnússon 5,76 5. Jóhann Helgason 5,71 ÍBV 1. Rasmus Christiansen 6,55 2. Tryggvi Guðmundsson 6,47 3. Þórarinn Ingi Valdimarsson 6,43 4. Finnur Ólafsson 6,29 5. Eiður Aron Sigurbjörnsson 6,25 Keflavík 1. Ómar Jóhannsson 6,50 2. Haraldur Freyr Guðmundsson 6,07 3. Guðmundur Steinarsson 5,86 4. Jóhann Birnir Guðmundsson 5,75 5. Andri Steinn Birgisson 5,74 KR 1. Hannes Þór Halldórsson 6,64 2. Kjartan Henry Finnbogason 6,50 3. Guðmundur Reynir Gunnarsson 6,45 4. Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6,36 5. Óskar Örn Hauksson 6,36 Stjarnan 1. Daníel Laxdal 6,68 2. Jesper Holdt Jensen 6,23 3. Garðar Jóhannsson 6,19 3. Jóhann Laxdal 6,19 5. Halldór Orri Björnsson 6,19 Valur 1. Haukur Páll Sigurðsson 6,47 2. Guðjón Pétur Lýðsson 6,29 3. Halldór Kristinn Halldórsson 6,00 4. Matthías Guðmundsson 5,89 5. Atli Sveinn Þórarinsson 5,86 Víkingur 1. Mark Richard Rutgers 5,82 2. Björgólfur Takefusa 5,57 3. Magnús Þormar 5,36 4. Halldór Smári Sigurðsson 5,36 5. Kristinn Jóhannes Magnússon 5,00 Þór 1. Srdjan Rajkovic 6,20 2. Atli Sigurjónsson 6,06 3. Janez Vrenko 5,95 4. Sveinn Elías Jónsson 5,90 5. Gunnar Már Guðmundsson 5,68 Slakasti leikmaðurinn Magnús Páll Gunnarsson, Víkingi 3,90 Hörður Sveinsson, Val 4,47 Jóhann Þórhallsson, Fylki 4,58 Gunnar Einarsson, Víkingi 4,60 Helgi Sigurðsson, Víkingi 4,62 Ray Anthony Jónsson, Grindavík 4,64 Davíð Þór Ásbjörnsson, Fylki 4,70 Walter Hjaltested, Víkingi 4,71 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, FH 4,77 Kristján Hauksson, Fram 4,77 Hörður Bjarnason, Víkingi 4,81 Kristinn Jens Bjartmarsson, Víkingi 4,82 Sigurður Egill Lárusson, Víkingi 4,83 Dávid Disztl, Þór 4,88 Baldur Ingimar Aðalsteinsson, Víkingi 4,88 Viktor Jónsson, Víkingi 4,91 BESTIR Í SUMAR Þetta lofar góðu fyrir framhaldið Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni að mati Fréttablaðsins, en hann var efstur í einkunnagjöf okkar í sumar. Daníel segir að leikmenn Stjörnuliðsins hafi bara hlegið að slæmum spám fyrir mót og verið jafnframt staðráðnir í að sýna að þeir væru hörku fótboltalið. SÁ BESTI Í PEPSI-DEILD KARLA 2011 Daníel Laxdal í leik á móti Grindavík í sumar, en hann var valinn maður leiksins í báðum Grindavíkurleikjunum í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.