Fréttablaðið - 10.11.2011, Síða 18

Fréttablaðið - 10.11.2011, Síða 18
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR18 * Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð bílanna getur verið frábrugðin myndunum í auglýsingunni. Nánari upplýsingar veita ráðgjafar. Komdu í kaffi og spjallaðu við okkur. Segðu okkur hvað þú ert að pæla og við finnum örugglega hagstæða fyrirtækjalausn fyrir þig. Notaðu sérþjónustu atvinnubíla Ford Fáanlegur fjórhjóladrifinn (AWD) Komdu í kaffi Euro5Reglugerð Evrópu- sambandsins um hámarksútblástur gildir frá 01. 01. 2012. Með Euro 5 er sérstök áhersla lögð á að draga úr myndun koldíoxíðs og annarra gróður- húsalofttegunda. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 | ford.is FordTransit Stilltu klukkuna að kvöldi og þú byrjar daginn heitur að morgni. Tímastillanleg olíumiðstöð er staðalbúnaður í Transit. Vertu í hópi þeirra bestu. Kauptu Ford. Standard heitur alla morgna Ford Transit sendibíll Ford Transit Connect sendibíll Verð án vsk frá 2.541.833 kr. Verð án vsk frá 3.577.690 kr. Verð með vsk frá 4.490.000 kr. Verð með vsk frá 3.190.000 kr. Diskó íspinni 79 kr ...opið í 20 ár 18 hagur heimilanna Þvottavélarnar og þurrkar- arnir á Laundromat í Austurstræti eru meira og minna í gangi allan tímann sem veitingastaðurinn er opinn. Verðið sem greitt er fyrir notkun vélanna er lágt. Það getur jafnvel verið ódýrara að þvo þvottinn sinn á veitingastaðnum og gæða sér á hamborgara og djús á meðan en að láta þvo þvottinn fyrir sig í þvotta- húsi. Á Laundromat Café í Austurstræti, sem var opnað í mars síðastliðnum, eru þrjár þvottavélar sem taka 7 kg hver auk þriggja þurrkara. Greiða þarf 500 krónur í hvert sinn sem þvegið er en vélarnar eru 30 til 60 mínútur að þvo. 15 mínútna notkun á þurrkara kostar 100 krónur. „Notkunin á þessum vélum hefur verið framar okkar björt- ustu vonum. Við litum eiginlega fyrst á þær sem skrautmuni sem væru einkenni staðarins. Fólk taldi að enginn myndi nota þær þar sem allir ættu þvottavél,“ segir Steinn Einar Jónsson, rekstrarstjóri Laundromat. Hann getur þess að fjölmargir ferðamenn hafi nýtt sér þjónustuna síðastliðið sumar auk Íslendinga. „Nú erum við komnir með marga fastakúnna. Þetta eru ungir náms- menn sem leigja íbúð miðsvæðis en hafa ekki aðgang að þvottavél. Menn hafa verið að fara með allt hafurtaskið í úthverfin til pabba og mömmu á tveggja vikna fresti en þurfa þess ekki lengur. Sumir læra á meðan vélarnar þvo eða líta í bækurnar sem hér eru. Við lánum auk þess út fartölvur endurgjalds- laust.“ Ekki er skylda að kaupa sér veitingar þótt þvegið sé á staðnum. „En það getur jafnvel verið ódýr- ara að þvo hér og kaupa sér ham- borgara og djús í leiðinni heldur en að fara með þvott í þvottahús,“ bendir Steinn á. Hjá Drífu efnalaug og þvotta- húsi er ódýrasta vélin 5 kg. Greiða þarf 2.000 krónur fyrir bæði þvott og þurrkun og er þvotturinn brot- inn saman fyrir viðskiptavininn. Flokka þarf þvottinn eftir lit áður en komið er með hann. 5 til 12 kg vél kostar 3.000 krónur en 16 til 18 kg vél 4.000 krónur. Hjá Efnalauginni Úðafossi þarf að greiða 3.000 krónur fyrir þvott og þurrkun á 5 kg af sama lit. Þvotturinn er flokkaður eftir lit sé þess óskað. Hvert aukakíló kostar 590 krónur. Fyrir þvott í 8 kg vél þarf að greiða 4.700 krónur. Lágmarksgjald, fyrir til dæmis 1 eða 2 kg, er 2.200 krónur. ibs@frettabladid.is Ódýrt að þvo þvottinn sinn á Laundromat VINSÆLAR VÉLAR Það getur verið ódýrara að þvo og snæða á Laundromat en að láta þvo fyrir sig í þvottahúsi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GÓÐ HÚSRÁÐ að sjóða egg Falleg harðsoðin egg Til þess að koma í veg fyrir að dökkir hringir myndist umhverfis rauðuna í harðsoðnum eggjum, eins og gerist ef eggin sjóða of lengi, þarf að hella heita vatninu strax af þeim, brjóta skurnina og láta kalt vatn renna yfir eggin þar til þau kólna í gegn. ECC-netið (European Consumer Centre-Net) er starfrækt á Evrópska efnahags- svæðinu og er Evrópska neytendaaðstoðin á Íslandi hluti af netinu. Netið hefur það hlutverk að aðstoða neytendur sem lenda í vandræðum vegna kaupa á vöru eða þjónustu af erlendum aðilum. Neytendur geta þannig leitað til skrif- stofu í sínu heimalandi til að fá hjálp. Neytendasamtökin vekja athygli á þessu á heimasíðu sinni. Þar er einnig fjallað um skýrslu ECC um réttindi og kvartanir flugfarþega, sem sýnir að þeir eru almennt ekki meðvitaðir um rétt- indi sín. Þriðjungur allra kvartana sem bárust ECC í fyrra tengdust samgöngum og meirihluti þeirra var vegna flugs. Fjöldi erinda frá flugfarþegum jókst um 59 prósent milli ára, en eldgosið í Eyjafjallajökli hafði talsverð áhrif á þessa aukningu. ■ Samgöngur Flugfarþegar í vanda geta leitað til ECC 62,5 PRÓSENT er hækkunin á verði rafmagns í Reykjavík frá árinu 2001. Verðið var orðið 12,12 krónur á kílóvattstund í ágúst síðastliðnum. Heimild: Hagstofa Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.