Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 30
30 10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR Oreo kex 99 kr ...opið í 20 ár LÚR - BETRI HVÍLD HLÍÐASMÁRI 1 201 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6969 FAX 554 3100 WWW.LUR.IS LUR@LUR.IS www.lur.is Úrval rúma, sófa og hvíldarstóla 10:00 – 18:00mánfös Opið: lau 11:00 – 16:00 Margir litir í boði – Frábær verð í gangi Er vernd og varðveisla fornleifa kvöð á samfélaginu eða felast ónýtt tækifæri í að huga betur að verðmætum sem felast í minjum? Flestar þjóðir í kringum okkur hafa áttað sig á hvílík verðmæti fornleifar þeirra eru og benda rannsóknir til að fornleifar og forn hús, sem er vel haldið við, auki verðgildi annarra eigna í nær- umhverfinu. Menningartengd ferðaþjón- usta sem beinist fyrst og fremst að minjum fór á flug víða erlend- is á tíunda áratug síðustu aldar í kjölfar aukinnar hnattvæðing- ar og bættrar upplýsingamiðlun- ar. Könnun sem gerð var meðal erlendra ferðamanna fyrir Ferða- málastofu árið 2010 bendir til að rúmlega 30% aðspurðra komu til landsins vegna áhuga á íslenskri sögu og menningu. Það er í sam- ræmi við erlendar kannanir sem benda til þess að yfir 20% ferða- manna séu að ferðast til að skoða minjastaði. Á undanförnum áratugum hafa yfirvöld víða um heim lagst í útreikninga og reynt að meta hagrænt gildi fornleifa út frá beinum tekjum af minjunum, og út frá skatttekjum og hagnaði vegna afleiddra starfa. Þannig mátu Bretar nýlega tekjur nær- samfélagsins af varnarvegg Hadríanusar keisara frá 2. öld e.Kr. (Hadrian’s Wall) upp á 880 milljónir punda á ársgrundvelli, eða rúma 160 milljarða ísl. kr. Af þessu má ráða að fornminjar eru ekki aðeins áhugaverðar fyrir fróðleiksþyrsta einstaklinga held- ur geta þær haft hagræna þýðingu fyrir samfélagið allt. Fornleifavernd ríkisins varð til árið 2001 þegar Alþingi ákvað að sameina fornleifanefnd og stjórn- sýsluhlutverk Þjóðminjasafns Íslands í sérstaka stofnun með samþykkt laga nr. 107/2001. Haust- ið 2008 var Fornleifavernd ríkisins með starfsstöðvar á sjö stöðum á landinu en aðeins 11 starfsmenn. Stofnuninni, sem fer með umsýslu allra fornleifa hérlendis, var ætlað mjög naumt fjármagn til rekstrar allt frá upphafi, þannig að hún hefur ekki enn getað sinnt öllum sínum lögbundnu hlutverkum. Á undanförnum árum hefur stofnun- in þurft að draga seglin enn frek- ar saman. Þannig varð að segja upp starfsmanni frá síðustu ára- mótum og sérfræðingar er gegna sem samsvarar tveimur stöðugild- um hafa verið í leyfi allt árið 2011, svo unnt væri að losa um rekstrar- fjármagn. Hér er um að ræða rúm- lega 27% starfsfólksins og er það nokkuð stór biti hjá fámennri stofnun. Allir starfa þessir aðilar á landsbyggðinni þannig að segja má að minjavarsla hafi verið lögð niður á stórum hluta landsins, Austurlandi og Vestfjörðum. Í þessu sambandi er áhugavert að skoða fjárlög undanfarinna tíu ára sem gefa ákveðna sýn á það fjármagn sem ríkið hefur varið til náttúru- og minjaverndar á því tímabili. Um leið kemur fram nokkuð raunsönn mynd af því hvernig fjármagni ríkisins er skipt milli stofnana sem fást við þessa málaflokka. Sjá má af myndinni hér að ofan, þar sem neðri línan sýnir fjár- magn sem fer til stofnana sem sjá um fornleifavernd og friðuð hús en sú efri til stjórnsýslu náttúru, ótrúlegan mun á fjárveitingum ríkisins til þessa tveggja mála- flokka. Staðreyndin er sú að minja- verndarstofnanir fá að jafnaði um 6-7% af fjármagni sem veitt er til allra stofnana sem hafa stjórn- sýsluhlutverk vegna umhverfis- ins. Fjármagn, sem Alþingi ákveð- ur, til skilgreindra verkefna innan málaflokkanna, er hér undan- skilið, en munurinn á því fjár- magni er jafn sláandi. Árið 2012 eru Fornleifavernd ríkisins ætlaðar 85,2 millj.kr. úr ríkissjóði til að reka stofnun með starfsstöðvar á sjö stöðum á land- inu og til allra þeirra verkefna sem stofnuninni er ætlað að sinna sam- kvæmt lögum. Meðal þeirra er við- hald fornminja, vöktun minja og minjasvæða, bætt aðgengi á minja- stöðum, björgunar rannsóknir og fjöldi annarra verkefna sem fræð- ast má betur um í þjóðminjalögum nr. 107/2001. Afleiðingar þess að ekki fæst fjármagn til verkefnanna sem nefnd eru hér á undan eða til forn- leifaskráningar eru m.a. að ekki hefur enn reynst unnt að marka raunhæfa stefnu í fornleifavernd á Íslandi, sem er nauðsynlegt í tengslum við skipulagsáætlanir sveitarfélaga. Þá eru minjar að skemmast víða um land. Fornleifar eru verðmæti. Ekki bara sem hlutlægur arfur sög- unnar sem okkur ber að varð- veita fyrir komandi kynslóðir með hliðsjón af lögum og alþjóð- legum samþykktum sem Ísland hefur undirritað, heldur eru þær einnig hagræn verðmæti sem ber að sinna af myndugleik og fag- mennsku. Ekki síst er mikilvægt að horfa til þýðingar fornminja og menningarlandslags fyrir ferða- þjónustuna um allt land. Ljóst er að ferðaþjónustan er að missa af tækifærum og íslenska ríkið er að missa af verðmætum og skatttekjum með því að láta forn- leifar landsins sitja á hakanum. Fornleifavernd er kostur en ekki kvöð. Hún skapar verðmæti fyrir íslenskt samfélag ef vel er á hald- ið. Ljóst er að ferðaþjónustan er að missa af tækifærum og íslenska ríkið er að missa af verðmætum og skatttekjum með því að láta fornleifar landsins sitja á hakanum. Fornleifa- vernd er kostur en ekki kvöð. 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 TÖLUR ERU Í MILLJÓNUM KRÓNA ■ Minjar ■ Náttúra Fjármagn til minja og náttúru Fjármagn sem ríkið veitti til stjórnsýslu minja og náttúru 2002-2011 Fornleifavernd á Íslandi, kvöð eða kostur? Fornleifar Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins Opið bréf til stjórnar Náttúru-lækningafélags Íslands. Náttúrulækningafélag Íslands (NLFÍ) hélt í október síðastliðnum 33. landsþing sitt og sendi í kjöl- farið frá sér ályktanir sem meðal annars var komið á framfæri við almenning með heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu hinn 15. október sl. Á liðnum áratugum hefur NLFÍ sett mörg þjóðþrifamál á oddinn og meðal annars barist fyrir bættri heilsu almennings með áherslu á rétt mataræði og fræðslu um skað- semi áfengis og tóbaks. Nú bregður hins vegar svo við að síðasta landsþing félagsins virðist álíta að erfðabreyttar lífverur séu það sem helst ógni heilsu manna. Slík er fyrirferðin sem þær fá í auglýsingunni, og fer meira pláss undir yfirlýsingar um erfða- breyttar lífverur og meinta skað- semi þeirra en samanlagt um bæði áfengi og tóbak. Í umfjöllun um erfðabreyttar lífverur taka ábyrgðarmenn NLFÍ djúpt í árinni og segja „Náttúru- lækningafélag Íslands fordæmir það ábyrgðarleysi íslenskra stjórn- valda að heimila útiræktun á erfða- breyttum lífverum á Íslandi“. Ítarlega hefur verið rannsakað hvort erfðabreyttar lífverur og matvæli skaði heilsu fólks og þar benda gögn ekki til neinnar sér- stakrar hættu. Rétt er að benda NLFÍ á ályktanir í nýlegri skýrslu á vegum Evrópusambandsins þar sem sjónum var beint að niður- stöðum rannsókna á öryggi erfða- breyttra plantna fyrir umhverfi, menn og skepnur (http://ec.europa. eu/research/biosociety/pdf/a_ decade_of_eu-funded_gmo_rese- arch.pdf). Frá árinu 1982 hefur sambandið lagt í þessar rannsóknir rúmar 300 milljónir evra, eða um 48 milljarða króna, og niðurstaðan er skýr: „Líftæknin sem slík, og þá einkum erfðabreyttar plöntur, hefur ekki meiri hættu í för með sér en t.d. hefðbundnar kynbóta- aðferðir.“ Við skorum á forsvarsmenn NLFÍ að gæta ábyrgðar í yfir- lýsingum sínum. Gera verður þá kröfu til samtaka eins og NLFÍ að þau hræði ekki almenning með staðlausum fullyrðingum. Auð- velt er að mistúlka og afvegaleiða niðurstöður vísindarannsókna og margir sem sjá sér hag í að gera það varðandi erfðabreyttar líf- verur. NLFÍ á ekki að taka þátt í þeim leik. Eru erfðabreyttar líf- verur hættulegar fólki? Erfðabreyttar lífverur Áslaug Helgadóttir prófessor, LbhÍ Eiríkur Steingrímsson prófessor, HÍ Jón Hallsteinn Hallsson dósent, LbhÍ Kristín Ólafsdóttir lífefnafræðingur, HÍ Magnús Jóhannsson prófessor, HÍ Magnús Karl Magnússon prófessor, HÍ Sigurður Guðmundsson forseti heilbrigðisvísindasviðs, HÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.