Fréttablaðið - 10.11.2011, Síða 35

Fréttablaðið - 10.11.2011, Síða 35
FIMMTUDAGUR 10. nóvember 2011 35 Sögulegur samanburður orkar alltaf tvímælis. Sagan endur- tekur sig ekki, en hún getur búið til hliðstæður, þegar dæmafáar aðstæður þjóða spretta af svipuð- um toga. Um þetta eru fjölmörg dæmi. Við Íslendingar erum ekkert einstætt sögulegt fyrirbæri. Fleiri þjóðir hafa þurft að glíma við óvænt og þungbær áföll. Sennilega hefur engin þjóð í Evrópu orðið fyrir eins miklu allsherjar sálarlegu áfalli og upplausn sem þýska þjóðin eftir fyrri heimsstyrjöldina. Það er ekki ófróðlegt að fara yfir viðbrögð þeirra og síðan okkar eftir hrunið. Þýskaland milli stríða Þýskaland tapaði fyrri heims- styrjöldinni. Stór hluti þjóðarinn- ar hafði stutt þátttöku landsins í stríðinu í mikilli andlegri brjál- semi. Endalok stríðsins ollu geðs- hræringu þjóðarinnar. Keisarinn flúði og vopnuð átök urðu á götum úti. Þjóðrembumenn leituðu svik- aranna sem töpuðu stríðinu og fundu þá í gyðingum og sósíal- istum. Tekist var heiftarlega á um öll þjóðmál, ríkisstjórnir lifðu skamma hríð og höfðu enga fasta meirihluta. Innan ríkis stjórnanna voru átök. Markið hríðféll, verð- bólga varð stjarnfræðileg og atvinnuleysi náði áður óþekktum hæðum. Allsleysi fólks varð bæði áber- andi og átakanlegt. Öfgar og ofstæki fengu byr undir báða vængi. Þungar stríðsskaðabætur skerptu átökin. Þjóðin skiptist í andstæðar fylkingar, þá sem neit- uðu að borga og sögðu það landráð að semja og hina sem vildu semja, sögðu þetta afleiðingu skilyrðis- lausrar uppgjafar. Aðrir kostir væru herseta og einangrun með hafnbanni. Samningar tókust, en Hitler sagði nei, við borgum ekki. Tekist var á um „þýsk gildi“ sem þýddi foringjaræði eða „óþýsk gildi“, sem var vesturevrópskt lýðræði. Endalok þessarar upplausnar og átaka þekkja allir. Þýska þjóð- remban sigraði, fáheyrðar ofsókn- ir gengu í garð, kúgun þjóðfélags- hópa og geðþótta aftökur hófust, allt í nafni ástar á landi og þjóð. Þjóðin einangraðist frá grönnum sínum, hóf helförina og loks nýtt heimsstríð. Landið svo lagt í rúst. Þýska þjóðin hafði tapað aftur. Ísland eftir hrun Ísland tapaði fjármálastríðinu 2008. Þjóðin og ríkisstjórnir tóku heils hugar þátt í herferðinni. Hér mynd- aðist allsherjar brjálsemi, eins og sagt hefur verið. Ofvaxnir bankar hrundu, stjórnmálin lentu í kreppu og gjaldmiðill þjóðarinnar hríðféll. Efnahagur landsins lenti í miklum ógöngum. Fjölskyldur fóru á vonar- völ, fyrirtæki lentu unnvörpum undir hamrinum, skuldir þjóðarinn- ar hrönnuðust upp. Atvinnuleysið varð meira en við höfðum kynnst á lýðveldistímum. Mikil og hatrömm átök urðu um það hvort okkur bæri að greiða Icesave-reikninginn, sem var sá fjárhagsskaði sem hægt var að gera þjóðina ábyrga fyrir. Rökin með og móti voru efnislega áþekk þeim sem færð voru fram í Þýska- landi. Eins og þar varð neiið ofan á hér. „Íslensk gildi“ voru endurvakin og í mótsögn við „evrópsk“. Hver bar ábyrgð á hruninu? Mikil átök voru og eru um leiðir út úr kreppunni, eins og hægt sé að aka margar upplýstar hraðbrautir burt. Mest er þó ófriðarbálið um framtíð- ina. Eigum við að sækja okkur styrk í samfélagi grannþjóðanna eða vera áfram ein á báti, „íslensk gildi“ hafi gefist svo vel. Átök eru einnig innan stjórnarinnar. Ólafur Ragnar geng- ur opinberlega í berhögg við stefnu ríkis stjórnarinnar og sýnir Alþingi lítilsvirðingu. Völdin skipta meira máli en verkin. Sjá menn einhvern skyldleika við Þýskaland á upp- lausnarárunum? Sigrar þjóð remban hér einnig? Átökin um framtíðina Þótt Ísland og Þýskaland séu ólík lönd að stærð, legu, sögu og menn- ingu og samanburður því skældur, eru margar hliðstæður áþekkar. Það rýrir þó þennan samanburð að við höfum ekki klárað dæmið enn. Við erum ekki komin út úr afleið- ingum af töpuðu útrásarstríði. Þjóðverjar völdu þjóðrembu- leiðina og töpuðu aftur. Við vitum enn ekki hvor armurinn vinnur stríðið um fram tíðina, þeir sem vilja náið samstarf við granna okkar eða hinir sem vilja standa einir. Á þeirri niðurstöðu veltur afar mikið. Við erum heldur engir eftirbátar Þjóðverja í átökum átakanna vegna. Það sýndu bæði Icesave og smánarlegt september- þing. Við leysum ekki þjóðar- vandann á þann hátt, frekar en Þjóðverjar. Í þessu andstreymi höfum við þó borið gæfu til að hafa sömu ríkisstjórnina um nokkurt skeið. Það eitt er mikilvægt á tímum upplausnar. Það er ekki endilega það sama og að hún hafi alltaf gert rétta hluti á réttum tíma. Það segir heldur ekkert um innri veikleika hennar. En það hefur verið samfella í stjórnar athöfnum, ekki endilega samræmi eða sam- kvæmni, heldur samfella. Henni hefur þrátt fyrir allt tekist að koma okkur áleiðis til heilbrigð- ara þjóðlífs. Ekki hlaupið til og virkjað á handahlaupum, eins og oft áður, heldur unnið með sígandi lukku. Það bendir margt til þess að við munum ná þolanlegri lend- ingu í efnahagsmálum, þótt enn sé of margt ógert. En önnur fram- tíð er óráðin, bæði stjórnskipan þjóðarinnar sem og tengsl okkar við Evrópu. Hvort tveggja skipt- ir sköpum. Því er of snemmt að segja til um hvort við endum eins og Þjóðverjar – töpum aftur – eða komum sterkari til baka. Sögubrot af þjóðum Samfélagsmál Þröstur Ólafsson hagfræðingur Í þessu and- streymi höfum við þó borið gæfu til að hafa sömu ríkisstjórn- ina um nokkurt skeið. Það eitt er mikilvægt á tímum upplausnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.