Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.11.2011, Blaðsíða 36
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR36 Ástkær eiginkona, móðir og amma Camilla Richardsdóttir, lést laugardaginn 5. nóvember, á Flórída. Runólfur Þór Eiríksson Erna Petrea Cahill Kevin John Cahill Barnabörn og aðstandendur. Minningarathöfn um Hjördísi Brögu Sigurðardóttur Úlfar Skæringsson Markús Úlfarsson fer fram í Neskirkju laugardaginn 12. nóv. kl. 16.00. Edda Braga Coscione Áslaug Skæringsson Wright Helle Dorte Kenrud Urhammer Baldur Hrafnkell Jónsson Sigurður Einarsson barnabörn tengdabörn og frændsystkini Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamamma, amma og langamma, Margrét Jónsdóttir frá Gjögri, Strandasýslu, áður til heimilis á Kópavogsbraut 12, lést miðvikudaginn 2. nóvember á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju 11. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks. Þorsteinn B. Einarsson Ester Grímsdóttir Hrefna Einarsdóttir Gylfi Jóhannesson Hansína Bjarnfríður Einarsdóttir Jón Rafn Högnason Bryndís Einarsdóttir Vigdís Rasten Guðrún Agnes Einarsdóttir Einar Jónsson Fríða Björk Einarsdóttir Einarína Einarsdóttir Stefán Öxndal Reynisson Gunnar Jens Elí Einarsson Pálmi Einarsson Oddný Anna Björnsdóttir Olga Soffía Einarsdóttir Brynjar Björn Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát okkar ástkæra Óskars Guðmundssonar plötu- og ketilsmíðameistara, Hæðargarði 10, Reykjavík. Rósa Ólafsdóttir, Edda Sóley Óskarsdóttir og fjölskylda, Aðalbjörg Rós Óskarsdóttir og fjölskylda, Valdís Óskarsdóttir og fjölskylda. Ástkær móðir okkar Katrín Eiríksdóttir lést 3. nóvember á Landspítalanum. Hún verður jarðsungin föstudaginn 11. nóvember í Fríkirkjunni kl. 13.00. Eiríkur Katrínarson Kristinn Katrínarson Okkar ástkæri faðir, sonur og bróðir, Arnþór Hreggviður Gunnarsson er lést í Herning, Danmörku þann 26.10. síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þann 11. nóvember. kl. 11.00. Hlíf Una Báru-Arnþórsdóttir, Íris María Arnþórsdóttir Gunnar Páll Jensson Nanna Arthursdóttir Kristján Ófeigur Gunnarsson Magni Guðjón Gunnarsson Magnea Stefanía Gunnarsdóttir Sigríður Nanna Gunnarsdóttir Móðir mín, tengdamóðir, systir okkar og mágkona, Sigríður Helga Ólafsdóttir áður til heimilis að Flyðrugranda 8, Reykjavík, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum föstudaginn 4. nóvember, verður jarðsungin frá Neskirkju miðvikudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Aðstandendafélag Droplaugarstaða. Bergljót Jónsdóttir Arnaldur Sigurðsson Guttormur Ólafsson Aðalbjörg Ólafsdóttir Þorsteinn Ólafsson Ásthildur Rafnar Eggert B. Ólafsson Sigrún Pálsdóttir timamot@frettabladid.is Blindravinnustofan var stofnuð árið 1941 og hefur því í sjötíu ár verið vinnustaður og starfsþjálfunarstaður blindra og sjónskertra einstaklinga. Blindravinnustofan er í eigu Blindra- félagsins en starfsmenn hennar vinna við að pakka inn og merkja hreinlætis- vörur sem eru svo seldar landsmönn- um. Með þeim kaupum eru blindir og sjónskertir styrktir til sjálfstæðis. „Hér starfa um þrjátíu einstakling- ar sem eru með skerta sjón eða enga auk þess sem margir starfsmenn hafa einhverja viðbótarfötlun. Starfsgeta er því mismikil og störfin því mis- munandi í tilfelli hvers og eins sem og vinnudagarnir, sem eru mislangir,“ segir Jón Ágústsson, starfsleiðbein- andi og þroskaþjálfi á Blindravinnu- stofunni. Margir starfsmenn Blindra- vinnustofunnar eiga að baki langt starf hjá stofunni en Blindravinnustofan er með þjónustusamning við Vinnumála- stofnun sem verndaður vinnustaður og starfsþjálfunar- og endurhæfingar- staður. Jón segir margt hafa breyst í starf- semi Blindravinnustofunnar en í fyrstu var aðalverkefnið framleiðsla og sala á burstum; uppþvottaburstum, gólf- skrúbbum og sópum og var Blindra- vinnustofan um langt skeið eitt helsta burstaframleiðslufyrirtæki landsins. Burstaframleiðslu var hætt fyrir nær tíu árum þar sem ómögulegt var að keppa í verði við innflutta bursta. „Í dag er meiri áhersla lögð á það sem þarf að pakka inn og við erum í við- skiptum við erlenda birgja. Við búum til störf með því að leita að ópakkaðri vöru sem við getum tekið að okkur að pakka inn. Þannig er til dæmis starf þeirra fötluðustu að setja strikamerki á uppþvottaburstana. Einnig tökum við að okkur að pakka öðrum vörum utan úr bæ sem eru þá smá aukatekjur en það hefur minnkað mikið eftir hrun. Nú pakkar fólk þessu bara sjálft inn fyrir framan sjónvarpið á kvöldin held ég,“ segir Jón og bætir við að starfs- menn Blindravinnustofunnar orði það stundum þannig að þeir lifi á tuskum og burstum. „Við erum mjög stolt af baráttu starfsfólks Blindravinnustofunnar þessi misserin en við höfum til dæmis þurft að berjast fyrir hagstæðara verði, sérstaklega núna þar sem ríkið er að öllum líkindum að draga úr fjár- stuðningi við atvinnusköpun fatlaðra. Það hefur hangið yfir okkur lengi en ég nefni sem dæmi að ég var á ráð- stefnu á Ítalíu þar sem ég hitti þroska- þjálfa frá löndum víðs vegar úr Evr- ópu sem voru mjög hissa á því að við þyrftum að skaffa svo stóran hluta af tekjum okkar. Samkvæmt plani höfum við þurft að skaffa 86 prósent af tekjum okkar og ríkið 14 prósent á móti. Meira að segja í landi eins og Ítalíu, sem skuldar mjög mikið, þótti þetta mjög skrýtið en þar er viðhorf- ið að ríkið eigi að sjá um atvinnumál fatlaðra.“ juliam@frettabladid.is BLINDRAVINNUSTOFAN: SJÖTÍU ÁR FRÁ STOFNUN Lifum á tuskum og burstum Í VINNUNNI „Við erum mjög stolt af baráttu starfsfólks Blindravinnustofunnar þessi misserin en við höfum til dæmis þurft að berjast fyrir hagstæðara verði, sérstaklega núna þar sem ríkið er að öllum líkindum að draga úr fjárstuðningi við atvinnusköpun fatlaðra,“ segir Jón Ágústsson þroskaþjálfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 60 SVANFRÍÐUR I. JÓNASDÓTTIR, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar, er sextug í dag.„Það er sífellt undrunarefni hversu margir eru úti á akrinum að bæta sitt samfélag og styðja við einstaklinga þess.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.