Fréttablaðið - 10.11.2011, Síða 48

Fréttablaðið - 10.11.2011, Síða 48
BLIND MEÐ KORN Nu Metal-tónlistarstefnan birtist í einni sinni tærustu mynd í laginu Blind með sveitinni Korn sem kom út á upphafsplötu hljómsveitarinnar árið 1994. Leggja má sannfærandi rök fyrir því. Sérstætt samspil hljóðfæranna og fordæmislaus barkasöngur söngvarans Jonathans Davis segja allavega hálfa söguna. ONE STEP CLOSER MEÐ LINKIN PARK Hvergi náði hispurslaus tilfinn- ingasemi bandarískrar miðstéttar að smeygja sér jafn lævíslega í gegnum viðjar varnarlausra unglinga á hnett- inum eins og í líflegri dýnamík söngvarans Chesters Bennington og rapp- arans Mike Shonoda. Láti hver sig varða. N 2 GETHER NOW. FT METHOD MAN MEÐ LIMP BIZKIT Eitt best heppnaða samvinnu- verkefni Nu Metal-tímabilsins. Létt og leikandi lag með áberandi hipp- hopp-áhrifum. Óborganlegt flæði rapparans Method Man úr Wu-Tang klíkunni gerir lagið að einni af langlífustu afurðum stefnunnar. CHANGE (IN THE HOUSE OF FLIES) MEÐ DEFTONES Deftones er sú hljómsveit sem náði að gæða hvað mestu lífi í stefnuna, með tilliti til nýsköpunar og almennra rannsókna á sviði tón- og hljóðsköpunar. Spenn- andi hljóðróf sveitar- innar kom þeim í fremstu víglínu sinnar kynslóðar. Change kom út á plötunni White Pony árið 2000. LOWLIFE MEÐ TAPROOT Sjálfsdepurð og örvænting eru meginþemu eina ferðina enn. Þeir eru minni spámenn sem ná þó að lifa ágætislífi þrátt fyrir að ganga á endanum í spor þeirra sem riðu á undan. 1 2 3 4 4 5 HÖGNI EGILSSON TÓNLISTARMAÐUR FIMM BESTU NU METAL- SMELLIRNIR Félagarnir Daníel Bjarnason og Ben Frost hafa sent frá sér plötuna Sólaris. Sólaris er tónverk eftir Frost og Daníel, en íslenskur frumflutningur á verkinu var á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Unsound-hátíðin í Kraká í Póllandi pantaði verkið í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá útgáfu sam- nefndrar skáldsögu eftir rithöfundinn Stanislaw Lem, en verkið er unnið fyrir Krakársinfóníettuna. Solaris er þegar farið að fá prýðis- dóma, til að mynda átta af tíu hjá tónlis- tarvefnum Drowned in Sound. Samstarf Bens Frost og Daníels Bjarnasonar er blómlegt, en eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir skömmu hafa þeir verið ráðnir til að semja tónlistina við kvikmynd Baltasars Kormáks, Djúpið. Myndin er innblásin af einstöku afreki Guðlaugs Friðþórssonar sem synti í land eftir að Hellisey VE sökk sex kílómetra undan Vestmannaeyjum árið 1984. „Mér líst vel á þetta verkefni, það er skemmtilegt að fást við kvikmyndatónlist og þá sérstaklega mynd sem er svona sterk og áhrifa- mikil,“ sagði Daníel af því tilefni. Hann viðurkenndi að tónlistin verði eðli málsins samkvæmt dramatísk. „Þetta er náttúrlega mögnuð saga sem þarna er verið að segja og merkileg.“ SAMSTARFIÐ BER ÁVÖXT Daníel Bjarnason og Ben Frost starfa mikið saman þessa dagana. Dolmio pastasósan er 100% náttúruleg. Hver krukka inniheldur 10 safaríka tómata og ítölsk krydd. Í Dolmio pastasósum eru engin aukaefni. Hvenær er þinn DOLMIO dagur? PI PA R\ TB W A • SÍ A • 1 12 87 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.