Fréttablaðið - 10.11.2011, Side 58

Fréttablaðið - 10.11.2011, Side 58
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR42 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Einvígið Arnaldur Indriðason Holl ráð Hugos Hugo Þórisson Ný náttúra - myndir frá Íslandi - Ýmsir höfundar Konan við 1000˚ Hallgrímur Helgason Gamlinginn sem skreið út... kilja - Jonas Jonasson METSÖLULISTI EYMUNDSSON 02.11.11 - 08.11.11 Húshjálpin - kilja Kathryn Stockett Hjartsláttur Ragnheiður Gestsdóttir Hjarta mannsins Jón Kalman Stefánsson Eldum íslenskt með kokka- landsliðinu - Kokkalandsliðið Lygarinn Óttar M. Norðfjörð SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 42 menning@frettabladid.is Fimmta skáldsaga Rögnu Sigurðardóttur, Bónus- stelpan, kom út á dögunum. Ragna segir hugmyndina að sögunni hafa kviknað í Bónus fyrir nokkrum árum. „Bónusstelpan er samtímasaga eins og allar mínar bækur. Hún segir frá ungri konu, Diljá, sem er að fara að útskrifast úr Lista- háskólanum. Hún fær þá hug- mynd að útskriftarverkefni að gerast kassadama í Bónus í þrjár vikur, þann tíma sem útskriftar- sýningin stendur yfir, og sýna frá þessum gjörningi beint. Hún litar hárið á sér bleikt og hefst handa en fljótlega kemst sá kvittur á kreik að hún lækni fólk af sjúkdómum, framkvæmi kraftaverk.“ Diljá er lífleg, hvatvís og orku- mikil kona, henni er lýst þannig að hún geti varla verið kyrr stundar- korn. Segja má að bókin taki mið af Diljá, frásögnin flæðir áfram af miklum krafti. „Þannig er hún svo- lítið eins og Diljá og fangar von- andi lesandann um leið. Mig lang- aði að skrifa bók sem væri þannig uppbyggð að lesandi gæti vart lagt hana frá sér eftir að hafa tekið sér hana í hönd,“ segir Ragna. Diljá á yngri systur, Telmu, en samband þeirra er einn meginþráða bókar- innar. Í gegnum hana kynnist Diljá svo Hafliða, manni sem er eldri og lífsreyndari en hún en líka allt öðruvísi karakter, rólegur, hægur og gamaldags. Diljá og Hafliða má sjá sem fulltrúa ólíkra kynslóða Íslendinga: „Diljá er að mörgu leyti dæmi- gerð fyrir Íslendinga, veður í hlutina án þess endilega að hugsa þá til enda. Hún á afmæli sama ár og Bónus var sett á laggirnar og það eru líkindi með henni og fram- gangi fyrirtækisins, þar sem geng- ið var fram af kannski meira kappi en forsjá,“ segir Ragna. Það er því við hæfi að hugmynd- in að sögunni kviknaði einmitt í Bónus.„Ég fékk hugmyndina í Bónus árið 2006, það stafaði eitt- hvað svo gott af afgreiðslustúlk- unni á kassanum og ég fór að hugsa um það hvað myndi gerast ef kona á kassa í matvöru verslun gæti gert kraftaverk. Upphaflega átti bókin að fjalla um fátækt á Íslandi, sem var ekki mikið til umfjöllunar í góðærinu. Eftir hrunið langaði mig ekki til þess að skrifa um fátækt og þannig þróaðist hug- myndin að Bónusstelpunni,“ segir Ragna, sem var hvergi bangin við að gera Bónus að sögusviði skáld- sögu. „Bónus er tákn fyrir hvers- dagsleikann í hugum margra, það að fara í Bónus er samofið öðrum skyldustörfum. Allir eiga sitt svæði í hversdagsleikanum og þar getur líka allt gerst.“ Í verkinu fer fólk að flykkjast í verslunina í von um kraftaverk. Ragna segir forvitnilegt að velta fyrir sér hversu langt fólk er til- búið til þess að ganga í von um hjálp. „Fólk leitar lausna sinna vandamála með margvíslegum hætti, og ef það þarf að mæta á kassa í Bónus þá lætur það verða af því,“ segir Ragna og bendir á að trúin á huglækningar eigi sér mikla hefð hér á landi. „En bókin er kannski fyrst og fremst ákall til þess að láta vaða, óður til sköpunarkraftsins. Ætlun- in var að skrifa bók sem hægt væri að lesa á tveimur plönum. Annars vegar söguna sjálfa og allt sem í henni gerist en inn í frásögnina af Diljá, kraftaverkunum, Hafliða og Telmu fléttast sögur af fleira fólki. Svo þegar lesandinn hefði lagt sög- una frá sér þá gæti hann sett hana í samhengi við tímana sem við lifum á. Vonandi hefur það tekist.“ Bónusstelpan er fimmta skáld- saga Rögnu en fyrir tveimur árum kom út eftir hana Hið fullkomna landslag. Áður leið lengra á milli bóka hennar en Ragna segist hafa tekið þá ákvörðun um aldamótin að einbeita sér enn frekar að skrift- um. „Ég var að velta fyrir mér fræðimennsku, enda hef ég verið í listfræðinámi með hléum. En ég tók svo þessa ákvörðun og sit við skriftir á hverjum degi. Ann- ars verður ekki til bók.“ Þess má geta að Hið fullkomna landslag er væntanleg á ensku. „Útgáfuréttur- inn hefur verið seldur til Amazon- Crossing sem er dótturfyrirtæki Amazon, en fulltrúar þess komu hingað á Bókmenntahátíð í Reykja- vík í september. Síðan var gengið endanlega frá samningum á Bóka- messunni í Frankfurt.“ sigridur@frettabladid.is Gjörningur í Bónusverslun vindur upp á sig RAGNA SIGURÐARDÓTTIR Bónusstelpan er nýjasta skáldsaga Rögnu Sigurðardóttur, sem síðast gaf út Hið fullkomna landslag. Það er væntanlegt á ensku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Sýning Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur, Perlur, verður opnuð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á laugardag. Sýning Magdalenu er um konur, segir í fréttatilkynningu. „Mynd- efnið hennar er skáldskapur í bland við veruleika og fjallar hún oftast um kvenlíkamann á hinum ýmsu stigum frá barnæsku til hinstu stundar. Sýningarheitið vísar í ritið Perlur sem gefið var út árið 1930 og kemur þar fyrir eftirfarandi fróðleikur; „Leikfimi fyrir konur skal vera kvenleg” og er hugmynd- in að sýningunni runnin frá þess- um orðum.“ Magdalena Margrét vinnur með grafískri tækni, tré- og dúkristur og handþrykki á jap- anskan pappír. Hún lauk námi frá Myndlista- og handíðaskólanum árið 1984 og hefur sýnt víða síðan. Perlur í Gerðubergi HÚMOR ÚR NORÐRI er þema norrænnar bókasafnsviku sem hefst í Norræna húsinu á morgun. Dagskrá vikunnar hefst með norrænu uppistandi klukkan átta annað kvöld. Aðrir viðburðir á dagskrá eru til dæmis hláturjóga, kvikmyndasýning, sögustund fyrir börn og margt fleira. Diljá er að mörgu leyti dæmigerð fyrir Íslendinga, veður í hlutina án þess endilega að hugsa þá til enda. RAGNA SIGURÐARDÓTTIR RITHÖFUNDUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.