Fréttablaðið - 10.11.2011, Síða 66
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR50
tonlist@frettabladid.is
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds-
son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Skýringar:
Sæti Flytjandi Plata
1 Mugison .................................................................... Haglél
2 Of Monsters and Men ............My Head Is an Animal
3 Björk ..................................................................... Biophilia
4 Hjálmar .......................................................................... Órar
5 Lay Low ................................................ Brostinn strengur
6 Coldplay .......................................................... Mylo Xyloto
7 Helgi Bjö. & reiðm. vindanna ...Ég vil fara upp í sveit
8 Quarashi.............................................................Anthology
9 Jón Jónsson ..................................................Wait for Fate
10 GRM ...............................................................Þrjár stjörnur
TÓNLISTINN
Vikuna 3. - 9. nóvember 2011
LAGALISTINN
Vikuna 3. - 9. nóvember 2011
Sæti Flytjandi Lag
1 Of Monsters and Men ..................King and Lionheart
2 Hjálmar ..................................................Ég teikna stjörnu
3 Goyte / Kimbra ................Somebody I Used to Know
4 Mugison ............................................................. Kletturinn
5 Adam Levine / Christina Agu. .....Moves Like Jagger
6 Coldplay ................................................................Paradise
7 Lady Gaga ...........................................................You And I
8 Jón Jónsson .................................................Wanna Get It
9 Florence & The Machine ........................... Shake It Out
10 Lay Low ................................................Brostinn strengur
Nú er runninn upp sá árstími þegar plötukassar og viðhafnar-
útgáfur streyma á markaðinn. Einn af þeim pökkum sem hægt er að
mæla með undir jólatré tónlistaráhugafólks er The Philles Album
Collection, en hann hefur að
geyma sjö geisladiska með tónlist
sem plötuútgáfa Phils Spector,
Philles Records, gaf út á árunum
1962-1964. Spector stofnaði Philles
árið 1961 ásamt Lester Still, en
árið 1962 keypti hann hlut Stills og
varð með því yngsti plötuútgáfu-
stjóri þess tíma, aðeins 21 árs að
aldri. Hann valdi efni til útgáfu og
stjórnaði upptökum á all flestum
þeim plötum sem fyrirtækið gaf
út.
Phil Spector er einn af merk-
ustu upptökumönnum sögunnar.
Hann hafði gríðarlegan metnað á
þessum tíma og varð frægur fyrir
þann þykka ofur-popphljóm sem
hann bjó til og fékk nafnið Wall of
Sound, eða hljóðveggurinn. Í nýja
Philles-pakkanum eru sex plötur sem
Philles gaf út þegar Spector var að
þróa hljóðvegginn, en að auki er disk-
ur með ósungnum b-hliðarlögum. Á
meðal flytjenda eru The Crystals, The
Ronettes, Darlene Love, Bob B. Sox og
The Alley Cats.
Auðvitað eru ekki öll lögin á þessum
sjö plötum snilldarverk, en það er samt
fullt af góðgæti þarna. Sum þessara laga eru á meðal skærustu eðal-
steina poppsögunnar, hvorki meira né minna …
Hljóðveggurinn verður til
Franska dúóið Justice sló í
gegn með fyrstu plötunni
sinni, Cross, árið 2007. Nú
er plata númer tvö komin
út. Hún heitir Audio Video
Disco og Trausti Júlíusson
fær ekki nóg af henni.
Hvað gera hljómsveitir sem slá
í gegn með fyrstu plötunni sinni
næst? Oftast byggja þær á sama
grunni, en reyna að þróa tónlist-
ina áfram. Franska hljómsveitin
Justice valdi aðra leið. Nýja plat-
an þeirra Audio Video Disco er allt
öðruvísi en frumburðurinn, Cross.
Á fyrstu plötunni var danstónlist, á
þeirri nýju er popp.
Justice er skipuð þeim Gaspard
Augé og Xavier de Rosnay. Þeir
vöktu fyrst athygli árið 2003 þegar
þeir sendu endurgerð af laginu
Never Be Alone með ensku hljóm-
sveitinni Simian í samkeppni á
vegum franskrar háskólaútvarps-
stöðvar. Í framhaldi af því gerði
Ed Banger-útgáfan í París samn-
ing við þá og gaf út fyrstu smáskíf-
una þeirra, Waters of Nazareth, í
septem ber 2005. Fyrsta stóra plat-
an, Cross, kom svo út í júní 2007
og var meðal annars tilnefnd til
Grammy og Mercury-verðlaunanna.
Eftir útkomu plötunnar bjuggu þeir
Gaspard og Xavier til öflugt tón-
leikaprógramm sem þeir spiluðu
víða á árunum 2007 og 2008. Þeir
fóru til að mynda í vel heppnaða
tónleikaferð um Bandaríkin og
spiluðu á nokkrum af stærstu tón-
listarhátíðum heims.
Krossinn er tákn Justice á plötu-
umslögum, auglýsingaefni og tón-
leikum. Gaspard og Xavier vilja
ekkert gefa upp um það hvort það
sé einhver sérstök hugmynd eða
boðskapur á bak við hann, vilja láta
fólk brjóta heilann um það.
Eins og áður segir var tónlistin
á Cross danstónlist, með smá rokk-
áhrifum. Hljómurinn á henni var
hrár og kraftmikill. Nýja platan
er allt öðruvísi. Á henni er popp-
rokk með mjög sterkum tilvísunum
í gamlar spandex-klæddar gítar-
hetjusveitir, hvort sem við tölum
um Van Halen, The Who, Toto eða
Yes. Hljómurinn er mýkri heldur en
á fyrri plötunni og tónlistin á betur
við heima í stofu heldur en á dans-
gólfinu.
Þó að áhrifin frá rokki áttunda
og níunda áratugarins séu augljós
á Audio Video Disco gera Frakkarn-
ir þetta samt á nýjan hátt. Þeir bæta
inn í blönduna smá ítaló diskó áhrif-
um og franskri fágun og útkoman
verður algerlega ómótstæðileg. Að
sumu leyti minnir nálgun Justice á
Audio Video Disco á nálgun sam-
landa þeirra í Daft Punk þegar sú
sveit gerði hina frábæru Disco-
very. Það endurspeglast í tónlistinni
ósvikin aðdáun á gömlu hetjunum,
en líka húmor fyrir þeim. Og svo
matreiða þeir þetta á sinn hátt.
Þeir Gaspard og Xavier segja
í nýlegu viðtali í franska blaðinu
Les Inrockuptibles að plötunni hafi
verið misvel tekið af vinum þeirra:
„Sumir þeirra þola hana ekki og
skilja ekkert hvað við erum að
fara.“ Þeir segja líka að það hafi
aldrei verið aðalatriðið fyrir þá að
búa til tónlist fyrir dansgólfið. Og
þeir segjast ekki kunna það: „Það
spilar enginn klúbbur lögin okkar,
bara endurhljóðblandaðar dans-
útgáfur af þeim.“ Þeir dvelja núna í
London þar sem þeir eru að undir-
búa tónleikaferð sem hefst í janúar.
Audio Video Disco hefur víðast
fengið fína dóma. Flestir gagnrýn-
endur virðast vera með á nótunum.
Pitchforkmedia er að vísu undan-
tekning, en það er svo sem ekkert
nýtt. Mér finnst platan ótrúlega
skemmtileg, næ henni ekki úr spil-
aranum …
Justice skiptir um gír
JUSTICE Nýja platan er stórt stökk frá fyrstu plötunni. Frakkarnir Xavier de Rosnay og
Gaspard Augé eru Justice.
> PLATA VIKUNNAR
Quarashi - Anthology
★★★★
„Flottur pakki frá hljómsveit sem
enn er sárt saknað.“ -afb
> Í SPILARANUM
Ingó - Ingó
The Fall - Ersatz G.B.
GRM - Þrjár stjörnur
David Lynch - Crazy Clown Time
Toggi - Wonderful Secrets
Rapparinn Heavy D er látinn, 44
ára að aldri. Hann fannst látinn á
heimili sínu í Los Angeles á þriðju-
dag.
Heavy D hét réttu nafni Dwight
Arrington Myers og sló í gegn með
hljómsveitinni Heavy D & The Boyz
sem gaf út fimm plötur. Sú fyrsta
kom út 1987 en síðasta platan kom
út 1994. Heavy D gaf í kjölfarið út
fjórar sólóplötur. Sú síðasta, Love
Opus, kom út í september síðast-
liðnum.
Rapparinn söng í laginu Jam með
Michael Jackson árið 1991 og kom
fram á minningartónleikum um
Jackson fyrr á árinu. Hann söng
einnig dúett með listamönnum á
borð við Notorious BIG og Janet
Jackson. Eitt kunnasta lag
Heavy D var tökulagið Now
That We Found Love sem hann
söng árið 1991.
Á undanförnum árum hafði
Heavy D einnig fært sig út
í leiklist. Hann lék í kvik-
myndinni The Cider House
Rules og í sjónvarpsþáttum á
borð við Boston Public og Law
& Order: SVU.
Heavy D dáinn
LÁTINN FYRIR ALDUR FRAM
Rapparinn Heavy D var einungis 44
ára þegar hann kvaddi á þriðjudag.
BÓKIÐ AUGLÝSINGAR
TÍMANLEGA:
ÍVAR ÖRN HANSEN
S: 512 5429, GSM: 615 4349
ivarorn@365.is
ALLT UPPI Á
BORÐUM
Sérblað um borðbúnað kemur
út þann 16. nóvember.