Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 10.11.2011, Qupperneq 70
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR54 bio@frettabladid.is Ben Stiller hefur tekist, þrátt fyrir að vera fremur lágvax- inn og ó-kvikmyndalegur í útliti, að verða ein skærasta kvikmyndastjarna heims. Taugaveiklaðar og sein- heppnar persónur eru sér- fag Stiller, sem fékk leikara- bakteríuna í vöggugjöf. Nýjasta kvikmynd Ben Stiller, Tower Heist, verður frumsýnd um helgina. Valinn maður er í hverju rúmi; Eddie Murphy, Casey Affleck, Alan Alda, Matthew Broderick, Téa Leoni og Gabourey Sidibe, svo fátt eitt sé nefnt. Mynd- in segir frá því þegar hópur verka- fólks í New York uppgötvar, sér til mikillar skelfingar, að það hefur verið haft að féþúfu af auðjöfr- inum Arthur Shaw. En í stað þess að gefast upp þá skipuleggur hóp- urinn umsvifamikið og ansi flókið rán til að hefna sín á fjármálafurs- tanum. Leikstjóri myndarinnar er Brett Ratner en myndin hefur feng- ið ágætis dóma í Bandaríkjunum, samkvæmt rotten tomatoes.com eru sjötíu prósent gagnrýnenda sáttir með hana. Það lá einhvern veginn alltaf fyrir að Ben Stiller myndi hella sér útí skemmtanabransann. Faðir hans, Jerry Stiller og móðir, Anne Meare, nutu bæði tvö mikillar virð- ingar innan grínsenunnar í Banda- ríkjunum. Foreldrarnir tóku strák- inn snemma með á tökustaði og hann sýndi þá strax kvikmynda- gerðinni mikinn áhuga. 8mm kvik- myndir urðu snemma til og for- eldrarnir áttu þess engan annan kost en að gefa honum tækifæri til að spreyta sig í hinum harða heimi Hollywood (miklir Stiller-aðdáend- ur geta leitað að honum í Empire of the Sun og Next of Kin með Pat- rick Swayze auk þess sem leikar- inn birtist í einum þætti af Frasier). Stiller sló hins vegar fyrst í gegn á MTV-tónlistarstöðinni sem þátta- stjórnandi og leikstjóri The Ben Stiller Show. Hann naut liðsinnis Judd Apatow við að koma þáttun- Snemma beygist krókurinn Síðasta Harry Potter-myndin er tilnefnd til níu verðlauna hjá People-tímaritinu. Hin heilaga þrenning, Emma Watson, Rupert Grint og Daniel Radcliffe eru öll tilnefnd sem kvik- myndastjarna ársins undir 25 ára aldri auk þess sem Radcliffe keppir um verðlaunin leikari ársins við þá Johnny Depp, Robert Pattinson, Ryan Reynolds og Hugh Jackman. Leikkonurnar Emma Stone, Jennifer Aniston, Julia Roberts, Anne Hathaway og Reese Witherspoon keppa um leik- konu-verðlaun ársins. Harry Potter og dauðadjásn- in keppir við sjóræningja- myndina On Stranger Tides, Transformers: Dark of the Moon, The Help og Bridesma- ids um titilinn besta myndin en People- verðlaunin eru ágætis vísbending um þá sem þykja hafa staðið sig í stykkinu í bandarískum afþreyingariðnaði. Sjón- varpsþátturinn Glee er til- nefndur til sjö verðlauna eins og söngkonan Katy Perry. Sam- kvæmt skipuleggjendum hátíð- arinnar bárust fjörutíu milljón- ir atkvæða í gegnum netið. Harry Potter fær níu tilnefningar BESTA UNGA LEIKKONAN Emma Watsons er tilnefnd sem besta unga leikkonan á People-verðlaunahá- tíðinni. Síðasta Harry Potter-myndin fékk níu tilnefningar. Kvikmyndin The Ides of March verður frumsýnd um helgina. Þetta er fjórða myndin sem George Clooney leikstýrir og það dylst engum að stór stjarnan rennir hýrum augum til Óskars- verðlaunanna. Clooney er einnig einn af handritshöfundum myndar innar, sem er skrifuð upp úr leikverkinu Farragut North eftir Beau Willimon. Clooney leikur auk þess eitt aðalhlutverkanna í myndinni, sem fjallar um stjórnmála umhverfið í Bandaríkjunum. Hún segir frá hinum unga og metnaðarfulla Stephen Meyers sem starfar að forsetaframboði ríkisstjóra Penn- sylvaníu og sér fram á bjarta framtíð. Hann er hins vegar óvænt dreginn inn í myrkustu skúmaskot bandarískrar pólitíkur þar sem menn svífast einskis og svipta and- stæðinga sína mannorðinu án þess að hika. Ef einhver skyldi velkjast í vafa um hversu magnþrungin myndin á að vera er rétt að geta þess að heiti hennar vísar til dags- ins þegar Júlíus Sesar var drepinn árið 44 fyrir Krist. Myndin er kynnt sem pólitískur tryllir og hefur fengið afbragðs góða dóma; hún fær 7,5 á imdb.com og 85 prósent gagnrýnenda eru sátt samkvæmt samantekt rotten- tomatoes.com. Meðal annarra leik- ara í myndinni eru Ryan Gosling, Philip Seymour Hoffman, Evan Rachel Wood og Marisa Tomei. Clooney horfir til Óskarsins ÓSKARSVÆN Kvikmyndin The Ides of March hefur fengið afbragðsgóða dóma, en þetta er fjórða kvikmyndin sem George Clooney leikstýrir. > REKINN Leikstjórinn Brett Ratner, maður- inn sem almennt er talinn ábyrg- ur fyrir því að Eddie Murphy verði kynnir á Óskarnum á næsta ári, hefur látið af störfum eftir að hafa sagt niðrandi brandara um samkyn- hneigða á blaðamanna- fundi og í útvarpsþætti Howard Stern. Eftir- maður hans hefur ekki verið ráðinn. Það er ekki tekið út með sældinni að vera nýjasta Bond-stúlkan. Sam- kvæmt breska götublaðinu Daily Star hafa framleiðendur Skyfall, nýjustu Bond-myndarinnar, farið þess á leit við Naomie Harris að hún breyti rödd sinni. Harris á að leika hina goðsagnakenndu Miss Money- penny og í stað þess að sitja við skrifborð sitt og bjóða James Bond velkominn á fund M með daðrandi athugasemdum á hún að vera fær leyniþjónustukona sem starfar á vettvangi dagsins. Og af þeim sökum vilja framleið- endurnir ekki að þessi fræga kona hljómi eins og táningsstúlka og hafa því beðið Harris um að lækka tóninn í röddinni sinni. „Hún er með mjög stelpulega rödd en þeir vilja hafa hana kvenlegri og kynþokkafyllri og hafa þess vegna beðið hana um að breyta röddinni fyrir framan töku- vélarnar,“ hefur Daily Star eftir heimildarmanni sínum. Það vakti töluverða athygli þegar í ljós kom að Miss Moneypenny yrði þeldökk í Skyfall. Og ef marka má orð Harris er ljóst að Bond-aðdáend- ur mega búist við fleiri breytingum. „Hún verður mjög sérstök,“ var haft eftir Harris sem bætti því við að hún hefði alltaf hrifist af frammistöðu Grace Jones í A View to a Kill. „Hún var ekki eiginleg Bond-stúlka, hún var þorpari.“ Breytir röddinni fyrir Skyfall DIMMRADDAÐRI Framleiðendur Skyfall hafa beðið Naomie Harris um að breyta aðeins röddinni, vera aðeins kvenlegri og kynþokkafyllri. ÞÁ OG NÚ Ben Stiller sýndi snemma að leiðin lægi í kvikmyndagerð. Pabbi hans, Jerry Stiller, tók hann með sér á töku- staði og strákurinn fékk að reyna sig í kvikmyndaleik. Zoolander er senni- lega eitt frægasta hlutverk Stiller, en kvikmyndir leikarans mala yfirleitt gull í miðasölu. um á koppinn og gerði í þeim grín að þekktum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Stiller varð jafn- framt hluti af hinu svokallaða Frat Pack sem ræður ríkjum í banda- rísku gríni um þessar mundir, með- limir þess eru meðal annars Wil- son-bræðurnir Owen og Luke, Will Ferrell og Vince Vaughn. Velgengni Stiller varð til þess að honum var úthlutuð leikstjórastaða kvikmyndarinnar Reality Bites þar sem hann lék einnig aðalhlutverk- ið á móti Winonu Ryder. Myndin naut töluverðra vinsælda, ekki síst vegna þeirrar frábæru tónlistar sem hljómaði í myndinni enda var hún runnin undan rifjum MTV. Hins vegar átti MTV engan þátt í velgengni Cable Guy sem Stiller stýrði af mikilli snilld og skartaði þeim Matthew Broderick og Jim Carrey í aðalhlutverkum. Kvik- myndin There‘s Something About Mary eftir Farelly-bræður skaut honum sjálfum uppá stjörnuhim- ininn og var jafnframt upphafið að einkennishlutverki leikarans; eilít- ið taugaveiklaður, góðhjartaður og ákaflega seinheppinn náungi sem stendur uppi sem sigurvegari undir lok kvikmyndarinnar. Framhaldið þekkja síðan flestir, kvikmyndir Stiller mala öllu jafnan gull og hafa þénað að meðaltali 73 milljónir dollara í miðasölu. Stiller gæti orðið ansi góður vinur Íslands ef allt nær fram að ganga því hann hefur í hyggju að gera kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty hér á landi eins og Fréttablaðið hefur greint frá. freyrgigja@frettabladid.isJÓLAGJAFA HANDBÓKIN KEMUR ÚT 29. NÓVEMBER MEÐAL EFNIS Í BLAÐINU: Jólaljósin, kökur og sætindi, skraut og föndur, matur og borðhald jólasiður og venjur Bókið auglýsingar tímanlega: Benedikt Freyr Jónsson S: 512 5411, gsm 823 5055 benediktj@365.is Ívar Örn Hansen S: 512 5429 , gsm 615 4349 ivarorn@365.is Sigríður Dagný S: 512 5462, gsm 823 3344 sigridurdagny@365.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.