Fréttablaðið - 10.11.2011, Side 76

Fréttablaðið - 10.11.2011, Side 76
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR60 Íslenskir dagar dagana 7. - 19. nóvember í verslunum LIFANDI markaðar www.lifandimarkadur.is Borgartúni 24 | Hæðasmára 6 | Hafnarborg Tilboð og kynningar á lífrænum, hreinum og nærandi íslenskum vörum. Mynd: Vallanes í Fljótsdalshéraði Tískuhúsið Versace er nýjasti samstarfsaðili sænska verslunarrisans Hennes&Mauritz og á þriðju- dagskvöldið var fatalínan frumsýnd með pompi og prakt í New York. Sjálfur Prince tók lagið og var fremsti bekkurinn á sýn- ingunni stjörnum prýddur, en þar mátti meðal annara sjá Gossip Girl-leikarana Blake Lively og Chace Crawford ásamt dönsku fyrirsætunni Helenu Christen sen. Fatalínan, sem kemur í verslanir 17. nóvember, ein- kennist af litríkum munstrum, stuttum kjólum í gulli og silfri, og leðurjökkum. Það er óhætt að fullyrða að raðir eiga eftir að myndast fyrir utan verslanir Hennes&Mauritz um allan heim, eins og venjan er þegar frægt tískuhús vinnur með verslanakeðjunni. Lítríkt og glitrandi hjá Versace fyrir H&M LITRÍKT Mikið er um litrík og æpandi munstur í hönnun Versace fyrir H&M. NORDICPHOTOS/GETTY RAUÐKLÆDDUR Prince tók lagið á tískusýningunni. Á FREMSTA BEKK Chace Crawford úr sjónvarpsþáttunum Gossip Girl og leik- konurnar Jessica Alba og Abbie Cornish létu fara vel um sig á fremsta bekk. GULL- LITAÐ Gull og silfur leika stórt hlutverk í fatalínunni og eflaust geta margir hugsað sér að skála fyrir nýju ári í þessum glitrandi kjól. FLOTTAR Þær Selma Blair og Jennifer Hudson fylgdust spenntar með tískusýningunni. BROSMILD Leikkonan Emma Roberts og leikarinn Zachary Quinto brostu til ljósmyndara. SMEKKLEGAR Blake Lively og Hel- ena Christensen eru meðal annars þekktar fyrir smekklegan klæðaburð og eiga eflaust eftir að fjárfesta í flíkum úr Versace-línunni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.