Fréttablaðið - 10.11.2011, Page 80
10. nóvember 2011 FIMMTUDAGUR64
sport@frettabladid.is
U-21 LIÐ ÍSLANDS mætir Englendingum í undankeppni EM 2013 í Colchester á morgun.
Völlurinn, Weston Homes Community-völlurinn, tekur tíu þúsund manns í sæti og er uppselt á leikinn.
Ísland er með þrjú stig í riðlinum eftir þrjá leiki en England trónir á toppnum með fullt hús stiga.
Gengi liða 2009-2011
Gengi liða á Íslandsmótinu út frá
spám fyrir Íslandsmótin 2009, 2010
og 2011:
Stjarnan +12 sæti
ÍBV +9
Fylkir +4
Breiðablik 0
FH –1
Fram –2
Grindavík –5
Valur –6
Keflavík –7
*Aðeins lið sem voru með öll þrjú árin.
FÓTBOLTI Stjörnumenn komu
mikið á óvart í sumar þegar litið
er á spá forráðamanna, fyrirliða
og þjálfara fyrir mót. Stjörnu-
liðinu var spáð 10. sætinu en var
síðan aðeins hárbreidd frá því að
ná þriðja sætinu, sem hefði gefið
sæti í Evrópukeppni. Þetta er
ekki fyrsta sumarið sem Stjörnu-
menn koma á óvart undir stjórn
Bjarna Jóhannssonar því þegar
betur er að gáð kemur í ljós að
Garðbæingar hafa hækkað sig
samanlagt um tólf sæti síðustu
þrjú sumur ef lokastaða liðsins er
borin saman við spána í byrjun
móts. Stjörnuliðinu var spáð 12.
sæti 2009 (7. sæti), 9. sæti 2010
(8. sæti) og loks 10. sæti í ár (4.
sæti).
Eyjamenn koma næstir (upp
um 9 sæti) en Keflavík (niður um
7 sæti), Valur (-6) og Grindavík
(-5) hafa hins vegar valdið mest-
um vonbrigðum undanfarin þrjú
tímabil ef tekið er mið af þessari
tölfræði. - óój
Stjarnan gefur lítið fyrir spár:
Hækkuðu sig
um heilt mót
ÖFLUGIR Halldór Orri Björnsson er einn
þeirra leikmanna sem hafa farið fyrir
Stjörnunni síðustu þrjú árin.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Gunnar Örn Jónsson,
kantmaðurinn öflugi úr KR, skrif-
aði í gær undir tveggja ára samn-
ing við Stjörnuna. Hann var samn-
ingslaus eftir fjögurra ára dvöl hjá
KR, sem varð Íslands- og bikar-
meistari í sumar.
„Það var kominn tími á að skipta
og fá að spila almennilega,“ sagði
Gunnar um ástæður þess að hann
ákvað að fara frá KR. „Ég fékk að
spila mikið fyrstu tvö árin mín hjá
KR en eftir að ég lenti í meiðslum
árið 2010 urðu tækifærin færri og
ég átti erfitt með að komast í liðið,
sem var að spila mjög vel. Mér líst
nú afar vel á að vera kominn hing-
að í Garðabæinn.“
Bjarni var ánægður með að fá
Gunnar Örn í félagið og sagði að
það myndi skerpa enn á sóknar-
leik liðsins.
Smellpassar í liðið
„Ég vil meina að hann smellpassi
í okkar leikaðferð og þær áætl-
anir sem ég hef fyrir liðið,“ sagði
Bjarni á blaðamannafundi Stjörn-
unnar í gær. „Koma hans eykur
ekki bara samkeppnina í liðinu
heldur einnig breiddina og gæðin.
Við höfum ekki verið með nógu
marga leikmenn í gegnum tíð-
ina sem geta flokkast sem mjög
sterkir knattspyrnumenn og þann
þátt verðum við að styrkja, þó það
væri ekki nema bara til þess eins
að verja fjórða sætið á næsta ári.“
Hann segir einnig að með komu
Gunnars Arnar verði liðið stöð-
ugra. Þeir Daníel og Jóhann Lax-
dal, sem báðir eru varnarmenn,
spiluðu stundum á hægri kantin-
um í sumar en með tilkomu Gunn-
ars geti þeir einbeitt sér frekar að
sínu.
„Við vorum svolítið rokkandi í
fyrra enda var liðið ekki næstum
því fullmótað þegar mótið hófst
í vor. Veturinn var okkur mjög
erfiður og við vitum að ef Stjarnan
ætlar sér að vera með í einhverri
baráttu næsta sumar verðum við
að vera með í henni strax frá upp-
hafi.“
Gunnar Örn var ánægður með
að heyra Bjarna tala á þessum
nótum. „Ég þekki Bjarna vel og
mér líst mjög vel á það sem hann
hefur í hyggju. Ég vissi að ég væri
leikmaður að hans skapi og það er
spennandi sumar fram undan.“
Vörnin verður líka góð
Stjarnan hefur verið fyrst og
fremst þekkt fyrir að skora mikið
af mörkum undanfarin ár og leikir
liðsins iðulega hin mesta skemmt-
un. „Það er rosalega spennandi
að taka þátt í sóknarleik Stjörn-
unnar og hann heillar mig mjög
mikið,“ bætti Gunnar við. „Auð-
vitað þarf að skerpa á varnar-
leiknum líka og ég veit að hann
verður góður næsta sumar, með
þá Laxdal bræður, Hörð Árnason,
Tryggvi Bjarnason og fleiri. Þetta
er hörkuvörn sem þarf bara að
slípa aðeins til. Þegar það verður
komið verður Stjarnan komið með
afar sterkt lið.“
eirikur@frettabladid.is
Sóknarleikurinn heillandi
Gunnar Örn Jónsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Stjörnuna.
Stjarnan skoraði flest mörk allra liða í Pepsi-deildinni í sumar og ljóst að koma
Gunnars mun styrkja sóknarleik liðsins enn frekar. Þjálfarinn var ánægður.
ÁNÆGÐUR MEÐ SINN MANN Bjarni Jóhannsson þjálfaði Gunnar Örn Jónsson hjá
Breiðabliki á sínum tíma. Þeir hittast nú á nýjan leik í Garðabænum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Iceland Express-d. kvenna
Fjölnir - Njarðvík 78-99 (41-48)
Fjölnir: Brittney Jones 40/7 fráköst, Katina
Mandylaris 20/16 fráköst, Birna Eiríksdóttir 9, Erla
Sif Kristinsdóttir 7, Eva María Emilsdóttir 2.
Njarðvík: Shanae Baker 34/8 fráköst, Lele Hardy
23/17 fráköst/7 stolnir, Petrúnella Skúladóttir
17, Sara Dögg Margeirsdóttir 10, Ólöf Helga
Pálsdóttir 4, Salbjörg Sævarsdóttir 4, Emelía Ósk
Grétarsdóttir 4, Erna Hákonardóttir 2, Aníta Carter
Kristmundsdóttir 1.
Valur - Hamar 61-69 (36-34)
Valur: Melissa Leichlitner 15/7 stoðsendingar,
Guðbjörg Sverrisdóttir 15, María Ben Erlings-
dóttir 12/12 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 4,
Þórunn Bjarnadóttir 4, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 4,
Berglind Karen Ingvarsdóttir 3, Hallveig Jónsdóttir
2, Signý Hermannsdóttir 2.
Hamar: Hannah Tuomi 26/17 fráköst, Samantha
Murphy 25/8 fráköst, Álfhildur Þorsteinsdóttir
6/15 fráköst, Sóley Guðgeirsdóttir 5, Kristrún Rut
Antonsdóttir 3, Jenný Harðardóttir 2, Marín
Laufey Davíðsdóttir 2.
Haukar - KR 66-60 (40-27)
Haukar: Jence Ann Rhoads 21, Íris Sverrisdóttir
15 Hope Elam 12/15 fráköst, Margrét Rósa
Hálfdánardótir 8, Sara Pálmadóttir 4, Auður Íris
Ólafsdóttir 3, Guðrún Ósk Ámundardóttir 3.
KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 16, Erica Prosser
15, Hafrún Hálfdánardóttir 11, Margrét Kara
Sturludóttir 8, Bryndís Guðmundsdóttir 8/12
fráköst, Helga Einarsdóttir 2.
Keflavík - Snæfell 82-66 (59-35)
Keflavík: Jaleesa Butler 27/20 fráköst, Birna
Valgarðsdóttir 13, Pálína Gunnlaugsdóttir 11, Sara
Hinriksdóttir 9, Lovísa Falsdóttir 7, Sandra Lind
Þrastardóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6, Telma
Lind Ásgeirsdóttir 2, Helga Hallgrímsdóttir 1.
Snæfell: Kieraah Marlow 19, Hildur Sigurðar-
dottir 16/9 fráköst, Hildur Kjartansdóttir 13 Helga
Hjördís Björgvinsdóttir 12, Björg Einarsdóttir 3,
Alda Leif Jónsdóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 1.
STAÐAN
Keflavík 6 5 1 537-438 10
KR 6 5 1 457-410 10
Njarðvík 6 4 2 533-492 8
Hamar 6 2 4 423-479 4
Valur 6 2 4 369-390 4
Fjölnir 6 2 4 454-496 4
Haukar 6 2 4 429-458 4
Snæfell 6 2 4 371-410 4
Þýski handboltinn
A-deild: Lübbecke - Kiel 22-32
Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kiel en
Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins.
B-deild: Rheinland - Nordhorn 23-24
Björgvin Hólmgeirsson skoraði þrjú mörk fyrir Rh.
ÚRSLIT
Almar Guðmundsson (á mynd), formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar,
tilkynnti í gær að knattspyrnuvöllur liðsins fengi nýtt
gervigras fyrir næsta sumar og að það yrði af bestu
mögulegu gerð.
Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðsins, segir um byltingu
að ræða. „Sérstaklega fyrir leikmennina. Það er him-
inn og haf á milli í gæðum á gamla grasinu og þess
nýja. Með þessu er félagið að taka stórt framfaraskref
en fram undan er heilmikil vinna í framtíðarskipulagi
fyrir æfingasvæði Stjörnunnar og margar spenn-
andi hugmyndir uppi á borðinu,“ sagði
Bjarni. „En þessi breyting nú, að skipta um
gras, er löngu tímabær.“
Stjörnuvöllur „teppalagður“ upp á nýtt
FÓTBOLTI Valur Fannar Gíslason
gekk í gær til liðs við Hauka en
hann hefur undanfarin ár leikið
með Fylki. Þá var einnig staðfest
að Magnús Páll Gunnarsson léki
með liðinu næsta sumar en hann
var síðast á mála hjá Víkingi.
Ólafur Jóhannesson, fyrr-
verandi landsliðsþjálfari, stýrir
Haukum.
Liðsstyrkur fyrir Hauka:
Valur Fannar í
Hafnarfjörðinn
Stórt Rís
59 kr
...opið í 20 ár
KÖRFUBOLTI Haukar gerðu sér lítið
fyrir í gærkvöldi og lögðu KR-inga
í Iceland Express-deild kvenna,
66-60, er heil umferð fór fram
í deildinni. Þetta var fyrsti tap-
leikur KR á tímabilinu en Keflavík
skellti sér á toppinn með öruggum
sigri á Snæfelli, 82-66.
Ógöngur Vals halda áfram en
liðið mátti þola tap gegn Hamri á
heimavelli í gær. Þá töpuðu ný liðar
Fjölnis fyrir Njarðvík í Grafar-
voginum.
Hin bandaríska Jence Ann
Rhoades fór mikinn í liði Hauka í
gær, þá sérstaklega í fyrri hálfleik
er Haukar náðu myndarlegu for-
skoti. Rhoades skoraði alls 21 stig
í leiknum, þar af sautján í fyrri
hálfleik. Íris Sverrisdóttir átti
einnig góðan leik en einnig fleiri
leikmenn, svo sem Hope Elam sem
tók alls fimmtán fráköst.
Hjá KR munaði mikið um að
Margrét Kara Sturludóttir náði
sér ekki á strik, en hún skoraði
átta stig í leiknum. Sigrún Sjöfn
Ámundadóttir var stigahæst KR-
inga með sextán stig.
Valskonur byrjuðu tímabilið vel
og unnu fyrstu tvo leikina sína. En
síðan þá hefur ekkert gengið og
nýliðarnir tapað fjórum leikjum í
röð. Liðið er þó skipað mörgum öfl-
ugum leikmönnum sem hafa náð
sér illa á strik í síðustu leikjum.
Hvergerðingar eru greinilega
með afar öfluga útlendinga sem
keyra sitt lið áfram. Samantha
Murphy og Hannah Tuomi skor-
uðu samtals 49 af 69 stigum liðsins
í gær. Murphy fór á kostum í þriðja
leikhluta, er Hamar sneri leiknum
sér í vil og skoraði þá sautján stig
– sjö stigum meira en allt Valsliðið
til samans í leikhlutanum.
Valur hafði náð átta stiga for-
ystu í öðrum leikhluta, 31-23, en
leikur liðsins virtist svo hrynja í
seinni hálfleiknum.
Fjölnir hóf tímabilið vel, með
því að vinna Íslands- og bikar-
meistara Keflavíkur. En liðið mátti
þola slæmt tap gegn Njarðvík þar
sem það fékk á sig 99 stig.
- esá
Óvænt úrslit er heil umferð fór fram í Iceland Express-deild kvenna í gær:
Haukar fyrstir til að vinna KR
STERK Jence Ann Rhoades skoraði 21
stig fyrir Hauka í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI