Fréttablaðið - 26.11.2011, Síða 23

Fréttablaðið - 26.11.2011, Síða 23
LAUGARDAGUR 26. nóvember 2011 23 www.tok.is www.hugurax.is Guðríðarstíg 2-4, 113 Reykjavík Sími 545 1000 30 ár í þjónustu við íslensk fyrirtæki. PIPA R \ TBW A ÞARF NOKKUÐ AÐ SEGJA MEIRA TOK er íslenskt bókhalds- og launakerfi, sérhannað fyrir íslensk fyrirtæki. Í ár fögnum við 30 ára afmæli. Á þessum árum hefur TOK tekið miklum breytingum, þróast og aðlagast nýjum aðstæðum. Eitt hefur þó ekki breyst; sú staðreynd að TOK er eitt vinsælasta bókhalds- og launakerfið á Íslandi sem þúsundir fyrirtækja nota, meðal annars Félag íslenskra bifreiðaeigenda. TOK er sveigjanlegt og þjónustan er sérsniðin að þínum þörfum: TOK stækkar og breytist með fyrirtækinu. Það er engin tilviljun að við erum enn í fullu fjöri. TOK er almennilegt kerfi sem virkar. Það þarf ekki að segja meira! Hægt er að leigja TOK til uppsetningar á eigin vélbúnað eða í hýsingu. Þú greiðir einfaldlega fast mánaðargjald og tryggir þannig jafnari og lægri útgjöld. Enginn stofnkostnaður! FÍB notar TOK Efnahagsstefna á Íslandi síðustu áratugina hefur miðað að því að viðhalda hagvexti með opin- berum inngripum. Þetta var fyrst og fremst gert með aukinni skuld- setningu ríkissjóðs fram til ársins 1990. Þjóðfélagið var þá í fjötrum vítahrings gengis- og verðlags- breytinga, sem kölluðu endur- tekið á miklar launabreytingar. Á árunum 1980–1990 voru gerðir kjarasamningar sem innifólu um 1.600% launahækkanir. Á þess- um tíma var tíðni gengisfellinga mikil og verðbólgan hækkaði því enn meir, sem olli því að kaupmátt- ur launa féll á sama tíma um 10%. Svo einkennilegt sem það er nú tala margir um það í dag með söknuði að á þessum árum hafi verkalýðsforingjar gert alvöru- kjarasamninga. Undir lok þess áratugar voru allir aðilar sammála um að ekki væri lengra komist á þessari braut. Atvinnulífið, og reyndar þjóðfélag- ið allt, var komið að fótum fram. Þjóðarsátt var gerð, tekin var upp fastgengisstefna og samkomulag náðist um að setja launahækkanir í samhengi við samkeppnisstöðu Íslands. Sameiginlegt átak varð til þess að það tókst að ná 30% verðbólgu á skömmum tíma niður í 2-3%. Undir lok aldarinnar fór að gæta ójafnvægis í þjóðarbúskapnum. Í stað þess að beita auknu aðhaldi lofuðu stjórnmálamenn miklum skattalækkunum í kosningabar- áttunni 1999 og þenslan jókst. Ekki tókst að viðhalda fastgeng- isstefnunni lengur og ákveðið var að láta gengið fljóta. Síðan kom næsta kosningaár 2003 og þá brugðu stjórnmálamennirnir enn á óábyrgan leik og yfirbuðu hver annan. Samið var um stærsta verkefni sem lagt hafði verið í hér á landi – álver og Kárahnjúkavirkjun – og í stað þess að beita sér gegn ofhitn- un á hagkerfinu lögðu ríkisstjórn- arflokkarnir út í umfangsmestu framkvæmdir í vega- og jarð- gangakerfi landsins. Samfara því lækkuðu þeir að auki hátekju- og eignaskatta. Í kosningabaráttunni var lofað umtalsverðri hækkun íbúðalána, keppni brast á um hver gæti farið hæst og lánin ruku upp í 100%. Allur fasteignamarkaðurinn fór á fullt og íbúðaverð rauk upp. Tekjur hins opinbera jukust vitanlega og því fylgdi gríðarleg fjölgun á störfum hjá hinu opin- bera. Allar áætlanir stjórnmála- manna miðuðust við að hér myndi allt vaxa áfram til hins óendan- lega. Á það var ítrekað bent að niðursveifla myndi koma, þær for- sendur sem stjórnmálamenn settu sér gætu ekki annað en endað með ósköpum bæði hjá ríkissjóði og ekki síður hjá sveitarfélögunum. Í stað þess að lækka skatta og auka eyðslu hins opinbera hefði átt að leggja fyrir til fyrirsjáanlegra magurra ára. Seðlabankinn hækk- aði vexti til þess að slá á þensluna, en það leiddi til þess að erlent fjár- magn streymdi til landsins vegna vaxtamunar. Krónan styrktist og afkoma útflutningsfyrirtækja versnaði, en innflutningur jókst umtalsvert. Einkaneysla fór upp úr þakinu og viðskiptahallinn fór yfir 20%. Árin 2006–2008 voru útflutn- ingstekjur Íslands vegna vöru og þjónustu einungis um 5-7% af gjaldeyrisviðskiptum, hitt var vegna viðskipta þar sem fjárfestar voru að spila með krónuna og nýta sér vaxtamuninn milli Íslands og annarra landa. Á þeim tíma frá því að tekin var upp fastgengis- stefna var krónan felld árið 2001 um 25%, árið um 2006 um 20% og svo í Hruninu um 50%. Fram að Hruni voru engar mótvægisað- gerðar kynntar. Hagdeild ASÍ varaði reglubund- ið við því frá árinu 2005 hvert stefndi. Fram hefur komið að ráð- herrar nágrannaþjóða okkar höfðu ítrekað samband við íslensk stjórn- völd, án nokkurs árangurs. Einu viðbrögðin voru að fara í umfangs- miklar kynnisferðir um heim- inn og fræða fólk um hið mikla íslenska efnahagsundur. Spárnar rættust því miður og eftir sitja þúsundir Íslendinga í skuldasúpu. Helstu ráð stjórnmálamanna þessa dagana eru að umtalsverð sóknarfæri séu fólgin í því að halda krónunni lágri. Frá Hruni hafa gjaldeyrisskap- andi greinar búið við gríðarlegan hagnað og einungis hluti hans er fluttur heim. Segja má að þessi grein sé að greiða hálf laun hér á Íslandi og hinn helmingurinn er lagður inn á erlenda gjaldeyris- reikninga eigenda fyrirtækjanna. Þetta er gert á kostnað íslenskra heimila og þeirra fyrirtækja sem starfa á innanlandsmarkaði. Gríð- arleg mismunum á sér stað. Veru- legur hluti fyrirtækjanna getur ekki hækkað laun á meðan önnur búa við ofboðslegan hagnað. Nú er spáð innan við 3% árleg- um hagvexti næstu ár. Svo lít- ill hagvöxtur nægir ekki til þess minnka þann slaka sem myndað- ist í hagkerfinu í kjölfar Hrunsins. Nýsköpun er mikilvæg til þess að stuðla að sjálfbærum og auknum hagvexti. Þar verður að líta til íslenskra tæknifyrirtækja sem eru að keppa á alþjóðamarkaði, en þau eru að flýja krónulandið hvert á fætur öðru. Þrátt fyrir það lýsir hluti stjórnmálaflokka yfir and- stöðu við að breyta þessu ástandi til framtíðar. Nýsköpun er mikilvæg til þess að stuðla að sjálfbærum og auknum hagvexti. Staðreyndir til heimabrúks Fjármál Guðmundur Gunnarsson rafiðnaðarmaður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.