Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2011, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 01.12.2011, Qupperneq 2
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR2 Jóhannes, er búið að stinga þessum skjölum undir stól? „Nei, enda þyrfti sá stóll líklega að vera nokkuð stór.“ Jóhannes Tómasson og starfsmenn- innanríkisráðuneytisins leita skjala um undanþágur vegna kaupa á jörðum. Ófrjósemisaðgerðir 2000-2010 800 700 600 500 400 300 200 100 0 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 24 8 25 1 29 7 26 2 21 6 28 5 31 6 29 7 33 9 35 8 40 9 51 7 41 6 36 5 36 5 29 8 28 0 21 5 19 9 18 1 15 4 16 2 ■ Konur ■ Karlar HEILBRIGÐISMÁL Í fyrra gekkst 571 einstaklingur undir ófrjósemisaðgerð hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu. Um er að ræða 162 konur og 409 karla. Til samanburðar voru fram- kvæmdar 512 ófrjósemisaðgerðir á árinu 2009 og varð því nærri tólf prósent fjölgun á aðgerðum milli ára. Þá hefur undanfarinn áratug orðið algjör viðsnúningur á hlutfalli karla og kvenna sem gangast undir ófrjó- semisaðgerðir. Árið 2000 voru karlar ríflega 32 prósent þeirra sem fóru í slíka aðgerð en konur tæplega 68 pró- sent. Árið 2010 var hins vegar hlut- fall þeirra karla sem fóru í ófrjósem- isaðgerðir komið upp í 72 prósent en hlutfall kvenna niður í 28 prósent. Það hefur því ekki einungis orðið viðsnúningur á kynjahlutfalli hvað varðar fjölda ófrjósemisaðgerða heldur er þetta bil á milli kynjanna enn að aukast. Líkleg ástæða þessa viðsnúnings er meðal annars aukin þekking almennings á aðgerðunum og minni fordómar. Menn gera sér betur grein fyrir því nú hversu lítil aðgerð þetta er í raun og veru fyrir karlmenn. Ófrjósemisaðgerðir á konum eru flóknari og þær eru lengur að jafna sig. - jss Algjör viðsnúningur á hlutfalli karla og kvenna sem gangast undir ófrjósemisaðgerðir: Ófrjósemisaðgerðum fjölgaði milli ára BRUNI Eldur kom upp í skorsteini í sprautuklefa á bílamálunar- verkstæði á Viðarhöfða seinni- part dags í gær. Eldur stóð upp úr skorsteinunum á tímabili og þurfti slökkvilið að rjúfa þakið til að komast að eldinum. Engan sakaði í brunanum. Slökkviliðsmönnum tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út og varð því lítið tjón af völdum eldsins. Talsvert tjón varð á þakinu, þar sem slökkvi- liðsmenn þurftu að brjóta sér leið að eldinum til að ráða niðurlögum hans. Eldsupptök eru ókunn. - bj Bruni í iðnaðarhúsnæði: Eldur stóð upp úr skorsteini LOGAR Eldtungur stóðu upp úr skor- steinunum þegar slökkviliðsmenn börðust við eldinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÓRNMÁL Líf Magneudóttir, for- maður Vinstri grænna í Reykja- vík, segir að ályktun á stjórnar- fundi félagsins á þriðjudag, um að „einka- eignarhald á jarðnæði heyri almennt sögunni til“, megi ekki túlka þannig að þjóðnýting allra jarða sé á dag- skrá. Í samtali við Vísi í gær sagði Líf að tilgangur með ályktuninni hefði alls ekki verið að mæla með eignaupptöku, heldur væri ætlunin að skapa umræðu um málaflokkinn. Þá sé gerður greinarmunur á bújörðum og hefðbundnu nytjalandi annars vegar og víðernum hins vegar. - þj Formaður VG í Reykjavík: Ekki stefnt að þjóðnýtingu LÍF MAGNEU- DÓTTIR UMHVERFISMÁL „Þegar ljósin eru biluð er þetta eins og að láta blaðaljósmyndara flassa framan í sig fjörutíu sinnum á mínútu í myrkri,“ segir Kristján Benedikts- son, verkfræðingur hjá Ríkisút- varpinu, um biluð viðvörunarljós í langbylgjumastri RÚV á Eiðum. Í síðustu viku kvartaði Þórhall- ur Pálsson á Eiðum undan ljósa- gangi í mastrinu í bréfi til Ríkis- útvarpsins. Styrkleiki og taktur ljósanna væri allur úr lagi genginn og ylli gríðarlegu ónæði á Héraði. Vandamálið kemur iðulega upp í 220 metra háu mastrinu. Kristján segir hvítu blikkljósin á Eiðum hafa verið sett upp að kröfu Flugmálastjórnar og vera þau einu sinnar tegundar á landinu. Ljósin séu frá fyrirtæki í Bandaríkjunum sem sé allsráðandi á markaðnum. „Það er ákveðin hönnunargalli í ljósunum og þau hafa reynst bil- unargjörn. Ameríkani sem hjálp- aði okkur að læra á ljósin og gera við þau sagði að fyrirtækið hefði takmarkaðan áhuga á því að búa til betri ljós því það væru svo góð við- skipti í kringum viðhaldið,“ segir Kristján. Hann kveðst ekki vita til þess að hægt sé að fá slík ljós fá öðrum. Kristján segir ljósunum ávallt komið í gott stand fyrir vetur- inn. Það hafi verið gert nú í lok ágúst. Hins vegar hafi slegið niður eldingu í raflínu 23. sept- ember og ljósin bilað. Veðurfarið geri ástandið verra og ljósin henti illa hér. „Það er ekki áhlaupaverk að fara upp í 220 metra hátt mast- ur og gera við ljósin nema það sé logn og þurrt. Þess utan eru fáir viðgerðarmenn sem kunna bæði á rafmagn og rafeindabúnað og eru óhræddir að klifra og hanga utan á mastrinu. En við munum gera okkar ítrasta til að gera við núver- andi bilun og vinna að varanlegum úrbótum,“ segir Kristján. Þórhallur Pálsson spyr hvað flugmálayfirvöldum þyki ásætt- anlegt ástand: „Eru það óstöðug blikkandi ljós sem eru síbilandi, eða einhver önnur lausn?“ Þá bendir Þórhallur á lang- bylgjusendi á Gufuskálum á Snæ- fellsnesi. „Það mastur er, eftir því sem ég best veit, næstum tvöfalt hærra en Eiðamastrið. Samt eru þar bara rauð ljós.“ Kristján segir bandaríska fram- leiðandann nú loks vera að koma með áreiðanlegri ljós. „En þegar ég ætlaði að fara að panta sögðu þeir nei; ljósin eru bara fyrir 60 rið og 110 volt en ekki 220 volt eins og á Íslandi,“ segir verkfræðingur Ríkisútvarpsins, sem enn kveðst leita lausna á málinu. gar@frettabladid.is Öryggisljós á Eiðum gölluð af ásettu ráði Verkfræðingur hjá Ríkisútvarpinu segir framleiðanda síbilandi viðvörunarljósa í langbylgjumastri á Eiðum ekki vilja hafa þau áreiðanleg af viðskiptaástæðum. Fáir hæfir viðgerðarmenn séu reiðubúnir að hanga utan á 220 metra mastrinu. UNNIÐ Í MASTRINU Það er ekki heiglum hent að klífa 220 metra hátt mastrið og hanga utan á því til að gera við hin síbilandi leifturljós sem vara eiga flugmenn við mastrinu. MYND/PÁLL ÞÓRHALLSSON STJÓRNSÝSLA Innanríkisráðuneyt- ið hefur gefið Ríkislögreglustjóra frest til 5. desember til að afhenda Ríkisendurskoðun upplýsingar varðandi 141 milljóna króna við- skipti við fyrirtækið Radíóraf á árunum 2007 til 2011. Spurt var um hvernig staðið var að vali á birgja í þeim viðskiptum. Hörð deila kom upp milli embættanna í haust eftir að Ríkisendurskoðun gerði athuga- semdir við embættisfærslur Rík- islögreglustjóra vegna við- skipta við fyrirtæki sem tengd eru lögreglu- mönnum. Fyrir rúmum mán- uði bað Ríkisendur- skoðun um áður- nefnd gögn, en Ríkislögreglustjóri sagðist í bréfi í síðustu viku myndu bíða með að afhenda þau þar til Sveinn Arason ríkisendurskoðandi hefði sagt sig frá málinu. Sagði hann ekki ríkja traust milli stofnananna eftir það sem á undan hafði gengið í samskiptum þeirra á milli. Í bréfi ráðuneytisins til Ríkis- lögreglustjóra er hins vegar farið fram á að umbeðnar upplýsingar verði afhentar Ríkisendurskoðun, en ekki er tekin afstaða til þess hvort ríkisendurskoðandi skuli víkja sæti í málinu. Sveinn sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að þessi ákvörðun ráðuneytisins kæmi honum ekki á óvart. „Við bjuggumst við því að ráðuneytið myndi hjálpa okkur við að afla svara,“ sagði hann og bjóst við að fá upplýsingarn- ar fyrir til- tekinn frest. - þj í ísinn 500 ml rjómi 3 stk. eggjarauður 2 stk. egg 130 g sykur Vanilludropar Þeytið rjómann og setjið í kæli. Þeytið vel saman eggjarauður, egg og sykur. Blandið saman við rjómann og bragðbætið með vanilludropum. Setjið í form og frystið. Þú getur einnig bætt uppáhaldssælgætinu þínu við blönduna. SPURNING DAGSINS Innanríkisráðuneytið skikkar Ríkislögreglustjóra til að afhenda upplýsingar: Svari um viðskipti við Radíóraf HARALDUR JOHANNESSEN SVEINN ARASON DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært tæplega fertugan karlmann fyrir brot gegn frjálsræði, líkams- árás og brot gegn barnaverndar- lögum gagnvart níu ára dreng. Manninum er gefið að sök að hafa í janúar veist með ofbeldi að drengnum skammt frá heimili sínu í Mosfellsbæ, gripið meðal annars í háls eða hálsmál drengs- ins, hrist hann til svo hann féll, haldið áfram að hrista drenginn þar sem hann lá í jörðinni og hótað að flengja hann, að því er segir í ákæru. Að því búnu hafi maðurinn farið með hann inn í íbúð sína og haldið honum nauðug- um þar til föður drengsins bar að garði og tók drenginn með sér. Ákæruvaldið krefst refsingar og móðir drengsins gerir þá kröfu fyrir hönd ólögráða sonar síns að maðurinn greiði honum eina millj- ón króna í miskabætur. - jss Karlmaður ákærður: Hélt dreng nauðugum ÚTIVIST Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað á laugardaginn klukkan tíu. Þrjár lyftur verða opnaðar þá. Á vef Vikudags kemur fram að fljótlega komi í ljós hvenær hægt verði að troða og opna efra svæðið í fjallinu. Þar er haft eftir Guðmundi Karli Jónssyni for- stöðumanni að nú kyngi niður snjó í fjallinu. Mestu muni þó um að snjóframleiðsla hafi gengið prýði- lega síðustu daga og því sé komið gott undirlag í brautirnar. - þeb Opnað í Hlíðarfjalli: Skíðavertíðin að hefjast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.