Fréttablaðið - 01.12.2011, Síða 4

Fréttablaðið - 01.12.2011, Síða 4
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR4 GENGIÐ 30.11.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,1294 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 119,83 120,41 186,40 187,30 159,10 160,00 21,395 21,521 20,454 20,574 17,312 17,414 1,5330 1,5420 185,56 186,66 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is PALESTÍNA, AP Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar og leið- togi Fatah-samtakanna á Vestur- bakkanum, hefur engan áhuga á að ná samkomulagi við Hamas- samtökin á Gasasvæðinu. Þetta fullyrðir Mahmoud Zahar, einn af leiðtogum Hamas, í viðtali við dagblaðið Asharq al- Awsat, sem gefið er út í London. Hann segir að Abbas láti í þessu stjórnast af andstöðu Ísraels og Bandaríkjanna við Hamas-samtökin, sem hafa stundum verið öllu herskárri gegn Ísrael en Fatah. Ahmed Assaf, talsmaður Fatah- hreyfingarinnar, segir hins vegar að ummæli Zahars endurspegli ágreining innan Hamas. - gb Ósætti meðal Palestínumanna: Abbas sagður áhugalaus VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 8° 9° 8° 12° 10° 7° 7° 24° 11° 18° 10° 20° 7° 11° 16° 7°Á MORGUN Hvassviðri S-lands annars hægari. -8 LAUGARDAGUR Hvasst allra austast í fyrstu annars hægari. -4 -4 -8 -8-2 -3 -7 -7 -3 -1 -1 2 -6 -3 -11 -6 -7-5 -3 -12 7 9 6 8 6 2 4 5 3 11 8 MINNKANDI FROST verður vestanlands í dag og svo austan til á morgun. Snjókoma eða éljagangur verður víða um landinu næstu daga. Á morgun hvessir sunnan- lands með snjó- komu og má þá búast við að færð geti spillst. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður BANDARÍKIN, AP Lögreglan í Los Angeles og Philadelphiu réðust á búðir mótmælendahreyfingarinn- ar Occupy Wall Street í gær til að rýma búðirnar, sem voru orðnar þær stærstu í Bandaríkjunum eftir að lögreglan í New York og fleiri borgum hafði fjarlægt búðir mótmælenda þar. Aðgerðir lögreglunnar komu eftir að frestur, sem mótmælend- um í Los Angeles og Philadelphiu hafði verið gefinn til að rýma búðirnar, var runninn út. - gb Aðgerðir í Bandaríkjunum: Búðir mótmæl- enda rýmdar AÐGERÐIR ÚTSKÝRÐAR Lögreglustjórinn í Los Angeles svarar blaðamönnum. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL SMS-skilaboðin sem Gunnlaugur Sigmundsson sendi Teiti Atlasyni nafnlaust voru 12 en ekki fjögur eins og kom fram í yfirlýs- ingu Gunnlaugs í Fréttablaðinu í gær. Teitur upplýsir þetta í eigin yfir- lýsingu í blaði dagsins. Teitur segir ekki hvað kom fram í skeytunum sem voru send í gegnum vef ja.is nema að þau hafi innihaldið „aðdróttanir, furðu- dylgjur og óra sem vart er hægt að hafa eftir“. Hann hafi í framhald- inu sent skilaboðin til lögreglu. „Þetta mál er sorgarsaga. Þessi nýjasti kafli er mannlegur harm- leikur,“ segir Teitur. - þj, sjá síðu 32. Teitur um deilur við Gunnlaug: SMS-skilaboðin voru 12 talsins TEITUR ATLASON REYKJAVÍK Engin pólitísk stefnu- mótun kemur fram í fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í gær að mati borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Forseti borgarstjórnar blæs á gagnrýni minnihlutans og segir pólitíska framtíðarsýn meiri- hlutans skýra. Þetta er í fyrsta skipti sem fimm ára áætlun er sett fram fyrir borgina, en þar má finna spá um fjárhagsstöðu borgarinnar til ársins 2016 byggða á hagrænum þáttum. Samkvæmt áætluninni mun A- hluti borgarsjóðs skila jákvæðri rekstrarniðurstöðu öll árin. Gert er ráð fyrir því að eignir a u k i s t u m 12,8 milljarða en skuldir og skuldbindingar um 9 milljarða króna. Í yfirlýsingu frá borga r - stjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins segir að enga pólitíska framtíðarsýn sé að finna í frum- varpinu. Það sé í raun aðeins framreikningur á fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Þar er gagnrýnt að áætlunin hafi að mestu verið unnin af fjármálastjóra borgarinnar, með sáralítilli aðkomu kjörinna full- trúa. Dagur B. Eggertsson, forseti borgarstjórnar, segir þessa gagn- rýni á störf meirihlutans ómak- lega. Fimm ára áætlunin sé tæki fyrir pólitíska fulltrúa til að meta hvernig framtíðin geti þróast og hvaða svigrúm sé til að breyta forgangsröðun borgarinnar. „Ég er mjög ósammála því að það hafi ekki komið fram skýr stefna um hvert við viljum stefna,“ segir Dagur. Sú stefna hafi komið fram í ræðum borgar- fulltrúa meirihlutans. Dagur segir að lykillinn að framtíðarsýn meirihlutans um atvinnustefnu með öruggan vöxt til næstu ára sé að borgin auki áherslu á grænan vöxt og skap- andi greinar. Þá verði borgin að laða til sín fólk og fyrirtæki til fjárfestinga og bregðast hart við hættu á varanlegu atvinnuleysi. - bj Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýna skort á pólitískri framtíðarsýn í fimm ára áætlun borgarinnar: Framtíðarsýnin er skýr segir forseti borgarstjórnar DAGUR B. EGGERTSSON BRETLAND Tvær áður óþekktar gryfjur sem fundist hafa við Stonehenge í Englandi benda til að staðurinn hafi verið helgistað- ur sóldýrkenda áður en hin dular- fulla steinhvelfing var reist þar. Fjallað er um málið á vef breska ríkisútvarpsins en þar segir að gryfjur þessar séu stað- settar þannig að auðvelt var að fylgjast með gangi sólar- innar á mismunandi árstíðum. Í gryfjunum gætu hafa verið steinar, trjábolir eða eldstæði sem sýndu upphaf sólarupprásar og sólseturs á hverjum degi. Vísindamenn í Stonehenge: Fundu áður óþekktar gryfjur LÖGREGLUMÁL Sérstakur saksókn- ari yfirheyrði á annan tug manna í gær vegna rannsóknar tíu mála tengdum lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf. Við- skiptin sem til rannsóknar eru nema tugmilljörðum. Þrír voru úrskurðaðir í varð- hald vegna málsins, Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri, Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri á markaðs- viðskiptasviði, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem starfaði á verð- bréfasviði. Meðal málanna sem eru undir rannsókninni er eitt hið fyrsta sem komst í hámæli eftir banka- hrun, kennt við eignarhalds- félagið Stím. Áður hafa menn verið handteknir og yfirheyrðir vegna þess. Gerð er nokkur grein fyrir hinum málunum níu í fjórum liðum í tilkynningu frá embætti sérstaks saksóknara í gær. Í fyrsta lagi er um að ræða stór- felld kaup deildar eigin viðskipta hjá Glitni á bréfum sem bankinn gaf út á markaði. Þetta er talin vera umfangsmikil markaðsmis- notkun. Þá rannsakar saksóknari einnig kaup bankans á bréfum í FL Group og ráðstöfun þeirra. Viðskiptin sem þarna eru undir nema samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tugum milljarða. Í öðru lagi eru til rannsóknar lánveitingar til ýmissa félaga vegna kaupa á hlutabréfum í bankanum í lok árs 2007 og árið 2008. Lánin námu 37 milljörðum króna. Rannsaka viðskipti upp á tugi milljarða Sérstakur saksóknari rannsakar viðskipti Glitnis og FL Group fyrir fleiri tugi milljarða. Grunur er um brot gegn fjölda lagabálka. Meðal annars er talið að Glitnir hafi skapað umframeftirspurn eftir bréfum í FL Group í desember 2007. Í þriðja lagi rannsakar embættið milljarðaviðskipti með framvirka samninga í hluta- bréfum í bankanum. Í fjórða lagi er til rannsóknar sölutrygging Glitnis á fimmtán milljarða hlutafjárútboði FL Group í desember 2007. Þá var ráðist í tíu milljarða hlutafjár- útboð, sem gæti hækkað í fimm- tán milljarða ef eftirspurn yrði næg. Eftirspurnin nam í heild ríflega tuttugu milljörðum, og komu boðin ekki síst frá aðilum sem Glitnir lánaði sjálfur fyrir kaupunum með sölutryggingu. Stór hluti af því var keyptur af félaginu BG Capital í eigu Baugs. Málin bárust til sérstaks sak- sóknara með kærum frá Fjár- málaeftirlitinu og tilkynningum frá slitastjórn Glitnis fyrr á árinu. Grunur er um auðgunarbrot, brot á lögum um verðbréfavið- skipti, lögum um fjármálafyrir- tæki, lögum um ársreikninga og lögum um bókhald. Alls tóku sextíu starfsmenn embættisins þátt í aðgerðunum og munu yfirheyrslur halda áfram næstu daga. stigur@frettabladid.is Þrír í gæsluvarðhaldi Á LEIÐ Í VARÐHALD Þessar myndir voru teknar af Inga Rafnari Júlíussyni (til vinstri) og Jóhannesi Baldurssyni á leið úr Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi í lögreglufylgd eftir að þeir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÁRUS WELDING
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.