Fréttablaðið - 01.12.2011, Síða 6

Fréttablaðið - 01.12.2011, Síða 6
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR6 Góð jólagj öfSka utar kr. 11.995 frá kr. 9.9 95 frá kr. 13.995 frá kr. 9.995 Ert þú sátt(ur) við störf Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra? Já 33,7% Nei 66,3% SPURNING DAGSINS Í DAG Óttast þú uppgang vélhjóla- gengja hér á landi? Segðu þína skoðun á visir.is SAMGÖNGUR Hefja á undirbúning þegar í stað að smíði nýrrar ferju sem leysa muni Herjólf af hólmi í siglingum til Vestmannaeyja. Þetta var ákveðið á fundi með fulltrúum innanríkisráðuneytisins, Siglinga- stofnunar, Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar í gær. Stefnt er að því að ný ferja geti hafið siglingar ekki síðar en árið 2015, og mögulega fyrr ef undir- búningur og smíði á nýju skipi leyfa, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Meðal þess sem skoðað verður við undirbúning að smíði nýrrar ferju verður hvernig fjármagna má smíði skipsins. Ljóst er að verulegar tafir verða á siglingum Herjólfs til Eyja þar sem skipið getur ekki nýtt Landeyjahöfn sem skyldi, að því er segir í tilkynn- ingunni. Því hafi á fundinum í gær verið rætt um hvernig tryggja megi betur umferð um höfnina þar til ný ferja verði tekin í notkun. Á fundinum var farið yfir þá kosti sem eru í stöðunni varðandi siglingar í vetur og hvernig við- halda mætti nægu dýpi í höfninni þar til ný ferja hæfi siglingar. - bj Ákveðið að hefja undirbúning að smíði nýrrar ferju sem geti nýtt Landeyjahöfn: Herjólfur leystur af hólmi 2015 SIGLIR Herjólfur ristir dýpra en heppilegt er fyrir skip sem siglir á Landeyjahöfn, og hefur því ítrekað þurft að sigla til Þorlákshafnar með tilheyrandi töfum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON BRETLAND, AP Bretar og Norðmenn hafa kallað heim allt starfsfólk sendiráða sinna í Íran. Þetta gerist í beinu framhaldi af árás múgs manna á sendi- ráð Breta í land- inu á þriðjudag. William Hague, utan- ríkisráðherra Bretlands, segir að öllum stjórnarerind- rekum Írans í Bretlandi hafi verið vísað úr landi. Jafnframt verði skoðað hvort gripið verði til annarra aðgerða. Hague segir það hugaróra eina að ímynda sér að árásin á breska sendiráðið hafi getað átt sér stað án stuðnings íranskra stjórnvalda. - gb Viðbrögð við sendiráðsárás: Erindrekar kallaðir heim WILLIAM HAGUE Sameina sóknir Hnífsdalssókn og Ísafjarðarsókn hafa verið sameinaðar í sparnaðar- skyni. Þetta var ákveðið á kirkjuþingi. Guðsþjónustur í Hnífsdalskapellu verða lagðar af en annað kirkjustarf heldur þar áfram. Nýja sóknin heitir Ísafjarðarsókn. VESTFIRÐIR Uppsagnir á Ísafirði Öllum starfsmönnum TH-trésmiðju á Ísafirði var sagt upp í gær. Þrjátíu manns unnu hjá fyrirtækinu í tveimur verksmiðjum, á Ísafirði og Akranesi. VINNUMARKAÐUR Gerðardómur frestar enn Gerðardómur í deilu Norðuráls og HS Orku vegna orkusamnings álversins í Helguvík hefur frestað úrskurði sínum til 31. desember. Dómendur taka þó fram að þeir muni ekki biðja um frekari frest. Þetta er í fjórða sinn sem úrskurður frestast. ORKUMÁL ÖRYGGISMÁL Tryggingarféð sem krafist var við kyrrsetningu flutn- ingaskipsins Ölmu í Fáskrúðs- fjarðarhöfn er í samræmi við væntanlega kröfu björgunarlauna, eða allt að 400 milljónir króna. Beðið er niðurstöðu úr sjó- prófum sem ákvarða áframhald málsins. Það er Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði, áhöfn Hoffells SU 80 og sveitarfélagið Hornafjörður sem eiga tilkall til björgunarlauna eftir að flutningaskipinu Ölmu var komið til hjálpar við innsiglinguna á Hornafirði í byrjun nóvember. F lutningaskipið l iggur í Fáskrúðsfjarðarhöfn og enn ligg- ur ekki fyrir hvert skipið verð- ur dregið til viðgerðar. Systur- skip Ölmu, Green Lofoten, fór frá Fáskrúðsfirði á sunnudag til Sankti Pétursborgar eftir að þrjú þúsund tonnum af frystum afurð- um sem voru um borð í Ölmu hafði verið umskipað. Sýslumaðurinn á Eskifirði kyrrsetti Ölmu í Fáskrúðsfjarð- arhöfn 10. nóvember að beiðni Loðnuvinnslunnar. Fyrirtækið og sveitar félagið fóru fram á að trygging að upphæð 625 milljónir króna yrði lögð fram til að aflétta kyrrsetningunni en útgerð skips- ins lagði fram 400 milljónir króna nokkru síðar þegar fyrir lá að mat á verðmæti skipsins var lægra en talið hafði verið. Spurður hvort tryggingarféð gefi hugmynd um kröfu björgunar- launa segir Jón Ögmundsson, lög- maður hjá lögmannsstofunni Advel, sem annast málið fyrir hönd Loðnuvinnslunnar, svo vera enda ljóst að málið verði sótt sem björgun. Tryggingarféð sem kraf- ist var við kyrrsetningu skipsins sé í samræmi við það. Í stuttu máli má skipta skipta- reglunum í tvennt, annars vegar þegar um björgun úr sannan- legum háska er að ræða og hins vegar aðstoð við skip. Samningur Krefjast allt að 400 milljóna fyrir björgun Flutningaskipið Alma liggur enn í Fáskrúðsfjarðarhöfn en farmurinn er á leið til Rússlands. Krafa málsaðila um björgunarlaun er í samræmi við tryggingar- féð sem var reitt fram við kyrrsetningu skipsins. Beðið er niðurstöðu sjóprófa. Aðfaranótt 5. nóvember missti flutningaskipið Alma stýrið er það var að sigla út frá Hornafirði. Dráttarbáturinn Björn Lóðs SF brást við en Hoffell SU, sem var á leið til síldveiða í Breiðafirði, fékk kall frá Landhelgisgæslunni vegna neyðarástands Ölmu úti fyrir Hornafjarðarósi. Klukkan sex um morguninn var taug komið á milli skipanna, en veður var vont og slitnaði taugin eftir um tvo tíma. Þá hafði tekist að koma Ölmu nokkuð vel frá landi. Vegna veðurs var ekki komið taug aftur á milli skipanna fyrr en um klukkan 15.30. Í fyrstu var ætlunin að Hoffell drægi skipið til Reyðarfjarðar en síðar ákveðið að draga skipið inn til Fáskrúðsfjarðar. Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni, þyrla send austur og tvö varðskip send af stað. Annað þeirra var hið nýja varðskip Þór. Björgun Ölmu tókst í alla staði vel og urðu engin slys á mönnum við björgun skipsins. Alma í neyð 5. nóvember síðastliðinn FLUTNINGASKIPIÐ ALMA Skipið er 97 metra langt skip, skráð á Kýpur, en eigendur eru frá Úkraínu. Farmurinn var 3.000 tonn af frystu sjávarfangi. Krafa björgunarlauna miðast við 25% af virði skips og farms. MYND/GUNNAR HLYNUR um aðstoð við skip tekur til mun lægri fjárhæða en björgunar þar sem tekið er tillit til verðmætis þess sem bjargað var við eiginlega björgun en ekki við aðstoð. Um skiptingu björgunarlauna gilda ákvæði 170. grein C í siglinga- lögum nr. 34/1985 með síðari breyt- ingum, en þar segir að björgunar- laun fari fyrst til að bæta tjón og önnur útgjöld útgerðar innar sem af björgunar starfinu leiddi. Því sem þá sé eftir af björgunarlaununum „skal skipt þannig að þrír fimmtu hlutar falli til útgerðarinnar en tveir fimmtu hlutar til áhafnarinn- ar. Hlut áhafnar skal skipt á þann veg að skipstjóri fái einn þriðja hluta en hin eiginlega skipshöfn tvo þriðju hluta. [...] Hlutur skipstjóra skal þó aldrei vera lægri en tvöfald- ur hlutur þess skipverja sem hæst björgunar laun fær.“ svavar@frettabladid.is KJÖRKASSINN VERSLUN Hver Íslendingur leigði sér að meðaltali fimm sinnum mynd af myndbandaleigu á síðasta ári. Þegar mest lét, árið 2001, leigði hver Íslendingur sér ellefu myndir á ári. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Fjöldi útleigðra myndbanda og mynddiska hefur dregist saman um eina og hálfa milljón eintaka frá því þegar mest var. Á síðasta ári er áætlað að um 1,6 milljónir myndbanda hafi verið leigð út en árið 2001 var sú tala 3,1 milljón. Taka verður með í reikninginn að nú er hægt að leigja myndir á vegum myndveita í gegnum síma og sjónvarp. Yfir ellefu hundruð titlar leigu- og sölumynda komu út hér á landi í fyrra á vegum stærstu útgefenda. Langflestar myndir sem gefnar eru út eru bandarískar, rúmlega 80 prósent. Rúmlega 750 þúsund eintök af myndum voru seld í fyrra. Verð- mæti myndanna var 827 milljónir króna. 871 þúsund eintök seldust árið 2009 og því fækkaði seldum eintökum um 119 þúsund milli ára. Fjöldinn fór mest í rúmlega 900 þúsund eintök árið 2008. - þeb Leiga á myndböndum og diskum hefur dregist saman um 1,5 milljónir: Leigja nú fimm myndir á ári HORFT Á MYNDBAND Sala á mynd- böndum hefur aukist en leiga dregist saman á undanförnum árum. MYND/GETTY ALÞINGI Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið rúmlega 2.000 íbúðir frá árinu 2006. Flestar þessara íbúða eða um fjórðungur er á Suður- nesjum. Bókfært verð þeirra eru rúmir 19 milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari vel- ferðarráðherra við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar. Í svarinu kemur fram að sjóðurinn yfirtók yfir 1.400 íbúðir á þessu ári og í fyrra. Í október voru um 600 af þessum eignum í útleigu. Ennfremur að frá árinu 2006 hafi sjóðurinn selt rúmlega 550 íbúðir. Íbúðalánasjóður stórtækur: Hefur yfirtekið 2.000 íbúðir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.