Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2011, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 01.12.2011, Qupperneq 12
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR12 STJÓRNMÁL Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 110 milljónum króna árið 2010, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi flokksins, sem Ríkisendur skoðun hefur birt á vef sínum. Tapið er tveimur og hálfu sinni meira en árið áður, þegar það nam 46 milljónum. „Þetta skýrist fyrst og fremst af lækkun framlagsins frá Alþingi, sem kemur til vegna kosninga- úrslitanna 2009,“ segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins. Flokkurinn tapaði rúmlega þriðjungi þingmanna sinna í kosningunum, fór úr 25 þingmönnum í 16. Það lækkaði framlag r ík isins til flokksins úr 159 milljónum árið 2009 í 99 milljónir árið 2010. „Tekjurnar bara lækka og svo eru kosningar og lands- fundur sama ár,“ útskýrir Jónmundur. Skuldir flokksins þrefölduðust nánast milli ára. Þær voru tæpar 78 milljónir árið 2009 en eru nú tæpar 217 milljónir. Á móti á flokkurinn eignir sem nema 465 milljónum. Þær hafa rýrnað um 160 milljónir á milli ára. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hagnaðist um 14,3 milljónir á síðasta ári og skuldar nú tæpar 104 milljónir króna, eða rúmar 39 milljónir króna umfram eign- ir. Grynnkað hefur á skuldunum síðan í árslok 2009, þegar flokk- urinn skuldaði 123 milljónir, eða tæpar 53 milljónir umfram eignir. Samfylkingin tapaði tæpum sjö milljónum í fyrra og skuldar nú 110 milljónir, sem er rúmum þremur milljónum meira en árið áður. Á móti á flokkurinn eignir upp á 133 milljónir. Upplýsingar um fjármál fjórða stóra flokksins á þingi, Framsóknar flokks, liggja ekki enn fyrir. Hrólfur Ölvisson, fram- kvæmdastjóri Framsóknar- flokksins, segir að reikningi flokksins verði skilað á næstu dögum. Skilafrestur rann út 1. október og segir Hrólfur að seinaganginn megi rekja til þess hversu illa hafi gengið að afla upplýsinga frá aðildarfélögum sem eru dreifð um landið. Vegna þessa hafi lögum flokksins verið breytt á síðasta flokksþingi í þá veru að aðildarfélög þyrftu að skila fjárhagsupplýs- ingum inn til flokks- skrifstofunnar fyrir 15. maí á hverju ári. Hreyfingin skilar tveimur ársreikn- ingum, annars vegar reikningi Hreyfing- arinnar og hins vegar reikningi þinghóps hreyfingarinnar. Þinghópurinn fékk tæpar 3,9 milljónir í framlag frá ríkinu, varði rúmum tveimur í rekstur og hagnað- ist um mismuninn: 1,8 milljónir. Hann þáði enga aðra styrki. Flokkurinn skuld- ar einungis tæpar 300.000 krónur. Eina hreyfingin á reikningi Hreyfingarinnar var hins vegar móttaka 300 þúsund króna styrks frá þinghópnum. Af því fóru 96 þúsund krónur í rekstur. Besti flokkurinn, sem bauð í fyrsta skipti fram í borgar- stjórnar kosningum í fyrra, tapaði þremur milljónum þrátt fyrir að hafa fengið vel á áttundu milljón í tekjur. Sjálfstæðisflokkurinn Hæstu styrkir fyrirtækja Upphæð Arkur 400.000 Brim 400.000 Gjögur 400.000 Guðmundur Runólfsson hf. 400.000 HB Grandi 400.000 Hraðfrystihúsið Gunnvör 400.000 Hvalur 400.000 Icelandair Group 400.000 Icelandic Group 400.000 Kaupfélag Skagfirðinga 400.000 KPMG 400.000 Lýsi 400.000 Mannvit 400.000 N1 400.000 Saltver 400.000 Samherji 400.000 Skeljungur 400.000 Tryggingamiðstöðin 400.000 Vátryggingafélag Íslands 400.000 Vinnslustöðin 400.000 Ægir Invest 400.000 Heildarframlög lögaðila 24.315.101 Framlög einstaklinga, þar með talin félagsgjöld 38.280.163 Framlög hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) 123.061.609 Samtals 185.656.873 Markmið þróunarsjóðsins er að styrkja þróun afurða og upplifana utan háannatíma ferða þjón ustu og auka arð semi fyrir tækja. Samtals verða veittir styrkir úr sjóðnum að upphæð 35 milljónir kr. Annars vegar verður stutt við verkefni fyrir tækja sem lengt geta ferðamanna- tímann á tilteknum svæðum og hins vegar við samstarfsverkefni fyrirtækja sem vilja sameiginlega þróa þjónustu sem haft getur sömu áhrif víðar um landið. Í umsókn þurfa að koma fram skýrar hugmyndir um þá þjónustu og upplifun sem skila eiga í senn aukinni atvinnu og varanlegum verðmætum. Verkefnin verða að koma til framkvæmda innan þriggja ára frá því að styrkur er veittur. Umsóknar frestur er til 10. janúar 2012 og er gert ráð fyrir að styrkir verði veittir í febrúar. Allar nánari upplýsingar er að fi nna á landsbankinn.is. Ísland allt árið Þróunarsjóður Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið auglýsa eftir umsóknum um styrki í Ísland allt árið – þróunarsjóð. Þetta skýrist fyrst og fremst af lækkun fram- lagsins frá Alþingi, sem kemur til vegna kosninga- úrslitanna 2009. JÓNMUNDUR GUÐMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Samfylkingin Hæstu styrkir fyrirtækja Upphæð Alþýðuhús Reykjavíkur 347.000 Atlantsolía 300.000 Fagtak 300.000 Icelandair 300.000 N1 300.000 Norvik 300.000 Samkaup 300.000 Sigfúsarsjóður 300.000 SÞ verktakar 300.000 Borgun 250.000 Heildarstyrkir frá lögaðilum 6.014.000 Framlög einstaklinga, þar með talin félagsgjöld 21.070.440 Framlög hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) 133.189.569 Samtals 160.374.009 Besti flokkurinn Allir styrkir fyrirtækja Upphæð Atlantsolía 100.000 Skólavefurinn 100.000 Góa-Linda sælgætisgerð 50.000 Lýsi 50.000 Prentsmiðjan Oddi 50.000 Lögmannsstofan Skipholti 21.000 Aseta 20.000 Heildarframlög lögaðila 391.000 Framlög einstaklinga, þar með talin félagsgjöld 1.283.300 Framlag Reykjavíkurborgar 6.011.000 Samtals 7.685.300 Vinstrihreyfingin – grænt framboð Hæstu styrkir fyrirtækja Upphæð Atlantsolía 300.000 KEA 200.000 Marel 200.000 KEA 200.000 N1 150.000 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur 70.000 Samherji 50.000 Samkaup 50.000 Fm-þjónusta 40.000 Guðmundur Tyrfingsson ehf. 35.000 Heildarstyrkir frá lögaðilum 1.582.000 Framlög einstaklinga, þar með talin félagsgjöld 28.570.817 Framlög hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) 100.453.853 Samtals 120.606.670 110 milljóna tap hjá Sjálf- stæðisflokki Lakt gengi Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 2009 kemur illa við fjárhaginn. Skuldir þrefölduðust milli ára. Vinstri græn og Hreyfingin högnuðust í fyrra ein flokka. VG skuldar 40 milljónir umfram eignir. FRÉTTASKÝRING: Fjármál stjórnmálaflokkanna Formaður Sjálfstæðisflokksins lofaði vorið 2009 að flokkurinn mundi endurgreiða tvo styrki sem hann þáði frá FL Group og Landsbankanum árið 2006, rétt áður en lög um fjármál stjórnmálasamtaka tóku gildi. Styrkurinn frá FL Group nam 30 milljónum og styrkurinn frá Landsbankanum 25 milljónum. Ákveðið var að endurgreiða upphæðina með jöfnum árlegum greiðslum í átta ár. Að sögn Jónmundar Guðmarssonar hefur flokkurinn staðið skil á fyrstu tveimur greiðslunum en ekki þeirri sem greiða átti í ár. Það verði þó gert fyrir árslok. Lofar þriðju endurgreiðslu fyrir lok árs Hreyfingin Hreyfingin þáði ekki einn einasta styrk annan en þann frá ríkinu árið 2010. Sá styrkur nam þremur milljónum og 860 þúsund krónum. DÝRT ÁR Árið 2010 var Sjálfstæðisflokknum dýrt. Þá fóru fram sveitarstjórnar- kosningar auk þess sem haldinn var landsfundur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stígur Helgason stigur@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.