Fréttablaðið - 01.12.2011, Page 28

Fréttablaðið - 01.12.2011, Page 28
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR28 Tökur á Game of Thrones MORGUNSTUND Tökuliðið hreiðraði um sig við rætur Svínafellsjökuls. Stórum trukkum með rafstöðvar, tæknibrelludót og búninga var lagt skammt frá tökustað og þaðan var ferðast bæði fótgangandi og á fjórhjólum. Fjörutíu trukkar af öllum stærðum og gerðum eru til taks fyrir tökuliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KALDIR DAGAR Það var ekkert sérstak- lega hlýlegt á tökustaðnum en tökuliðið tók daginn yfirleitt snemma, var mætt upp á jökul um sjöleytið á morgnana og stundum fyrr. ÖNNUM KAFINN Leikstjórinn David Nutter reyndist hinn hressasti en hafði lítinn tíma fyrir spjall enda mikið að gera á tökustað. Hann gaf sér þó tíma til að stilla sér upp fyrir eina myndatöku. SVELLKALDUR Kit Harington þykir mikill kvennaljómi og tók sig vel út sem Jon Snow við Svínafellsjökul. Hann hafði átt erfiðan dag, var vaknaður eldsnemma um morguninn til að fara í smink og búningamátun. Tökur á bandarísku sjónvarpsþáttunum Game of Thrones fóru fram við rætur Svínafellsjökuls í vikunni. Veðrið var fullkomið fyrir tökuliðið, hægur vindur, svalt og snjóþekja lá yfir öllu. Jökullinn skartaði sínu fegursta í morgunsárið og uppi á kletti sat krummi og krunkaði, sumum í töku- liðinu til mikillar gremju. Vilhelm Gunnarsson, ljós myndari Fréttablaðsins, var á staðnum og fangaði augnablikið. Kaldir dagar hjá Game of Thrones

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.