Fréttablaðið - 01.12.2011, Qupperneq 32
32 1. desember 2011 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Einlæg
og ágeng
AFVIKNIR STAÐIR
Sigmundur Ernir tekst á við
dótturmissi en yrkir einnig um
dýrðardaga bernskunnar í sveit-
inni og fjarlæga staði þar sem
tónlistin liðast um loftið.
HALLDÓR
Gunnlaugur M. Sigmundsson, sá sem stefndi mér vegna skrifa um Kögunar-
málið, birti í gær yfirlýsingu í Fréttablaðinu
þar sem hann viðurkennir að hafa sent mér
nafnlaus SMS sem innihéldu aðdróttanir,
furðudylgjur og óra sem vart er hægt að
hafa eftir. Málið má rekja til þess að í ágúst
var ég nýkominn heim til Gautaborgar eftir
frábært frí á Íslandi með fjölskyldu minni.
Í því sem ég er eitthvað að nördast á netinu
heyri ég dauft píp úr síma sem ég var búinn
að pakka ofan í kassa. Ég opna kassann og
sé að gamli góði Nokia-hlunkurinn minn er á
síðasta strikinu að rembast við að segja mér
eitthvað. Jú, tólf ólesin SMS.
Ég setti símann á skrifborðið og hlóð tækið.
SMS voru frá einhverjum sem sagðist vera í
Gautaborg. Íslenska stafi vantaði í skilaboðin
og réttritun var ábótavant. Efni skilaboðanna
var hins vegar með þeim ólíkindum að ég sá
tilefni til að senda þau til lögreglunnar til
rannsóknar. Skilaboðin komu frá ja.is en þar
eru öll SMS „logguð“ og misnotkun varðar
við lög.
Nú, þegar rannsókn málsins er vel á veg
komin, hefur Gunnlaugur M. Sigmundsson
stigið fram og játað að vera sendandi nafn-
lausu skilaboðanna. Skýring hans er sú að
hann hafi setið undir „holskeflu ærumeiðandi
ummæla“ vegna Kögunarmálsins. Umræðan
hafi „lagst þungt á hann“. Hér kveður við
annan Gunnlaug en þann sem sagði fólki að
fara til helvítis í láréttri stöðu og þann sem
rak undirmann sinn fyrir einhvern brand-
ara. Og þetta er annar Gunnlaugur en sá sem
hefur kallað mig opinberlega galinn mann.
Gunnlaugur Sigmundsson ber fyrir sig að
hafa í einhvers konar örvilnan eða stundar-
brjálæði sent þessi nafnlausu SMS. Þess má
geta að skilaboðin sem mér bárust voru 12
talsins en ekki 4 eins og hann fer rangt með í
yfirlýsingunni í gær. Lögreglan getur staðfest
það. Þau voru send skipulega á þriggja daga
tímabili, ávallt á sama tíma dags. Lögreglan
getur líka staðfest það. Þetta mál er sorgar-
saga. Þessi nýjasti kafli er mannlegur harm-
leikur. Ég hef ítrekað boðið Gunnlaugi að falla
frá málsókninni á hendur mér. Ég hef líka lagt
til að við báðir legðum fram ein mánaðarlaun
til góðgerðarmála í stað alls þess lögfræði-
kostnaðar sem er óhjákvæmilegur. Þessu
hefur Gunnlaugur hafnað. Raunar hefur hann
bætt við stefnuna og stefnt mér fyrir ummæli
þar sem ég segi hann neyta fjárhagslegs afls-
munar gegn mér.
Eins og Guðmundur Andri Thorsson segir í
grein sinni „Kúgun og Kögun“ frá 15. ágúst sl.
mun Gunnlaugur „ekki endurheimta æru sína
úr klóm Teits Atlasonar. Hún er ekki þar“. En
hann gæti látið staðar numið. Sjálfs sín vegna.
Yfirlýsing frá Teiti Atlasyni
Dómsmál
Teitur Atlason
Kennari og
bloggari
Í
rafárið vegna vinnubragða Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs-
ráðherra við endurskoðun kvótafrumvarpsins hefur að mestu
yfirskyggt efni málsins. Sé hins vegar rýnt í frumvarpsdrögin
sem leynistarfshópur ráðherrans tók saman – eins og gert
var í fréttaskýringu hér í blaðinu í fyrradag – kemur í ljós að
engar grundvallarbreytingar hafa verið gerðar efnislega frá „stóra
kvótafrumvarpinu“.
Málið er með öðrum orðum ennþá efnahagslegt stórslys í upp-
siglingu. Lesendur muna kannski
að hagfræðingar, sem Jón Bjarna-
son valdi sjálfur til að gera úttekt
á efnahagslegum áhrifum frum-
varpsins, rifu það niður og fundu
því flest til foráttu. Sama gerðu
hagfræðingar Efnahags- og fram-
farastofnunarinnar, OECD.
Ef eitthvað er hefur byggða-
áherzlan í frumvarpsdrögum Jóns Bjarnasonar orðið sterkari; þar
er enn grautað í pottum sem ráðherrann vill geta útbýtt kvóta úr.
Umbúðalaust heitir það að taka kvóta af fólki sem veiðir fisk með
hagkvæmum og arðbærum hætti og afhenda hann fólki sem hefur
staðið sig illa í rekstri og misst frá sér veiðiheimildir. Áfram er
krukkað í frjálst framsal aflaheimilda og talað óskýrt um veðsetn-
ingu þeirra. Þetta er uppskrift að sóun og óhagræði í greininni.
Það er óneitanlega þversagnakennt að Jón Bjarnason, sem
reynir nú að hanga inni í ríkisstjórninni á þeirri forsendu að hann
sé merkis beri baráttunnar gegn hinu vonda Evrópusambandi,
skuli þannig hafa gengið enn lengra en í síðustu tilraun til að gera
íslenzka sjávarútvegsstefnu líkari misheppnaðri stefnu ESB, sem
rekin er á forsendum félags- og byggðasjónarmiða. Á sama tíma
ætlar ESB að laga sína stefnu að því sem hefur tíðkazt á Íslandi.
Í frumvarpsdrögunum er komið til móts við gagnrýni á stuttan
nýtingartíma aflaheimilda, en ekki nándar nærri nóg. Fjárfestingar
í sjávarútvegi eru af þeirri stærðargráðu að fyrirtækin verða að
njóta rekstraröryggis til langs tíma. Langir nýtingarsamningar eru
þar að auki hvatning til að fara vel með auðlindina.
Málið hefur verið tekið úr höndum sjávarútvegsráðherrans.
Efnislega er hætt við að það breyti litlu, vegna þess að úr báðum
stjórnarflokkum heyrast áfram háværar kröfur um að ríkisstjórnin
haldi sínu striki og leggi rekstrargrundvöll sjávarútvegsins í rúst
til að ná pólitískum markmiðum.
Skynsemisraddirnar í stjórnarliðinu eru nú þöglar. Þær ættu þó
að leggja til að bæði „stóra kvótafrumvarpinu“ og samsuðu leyni-
hóps Jóns Bjarnasonar verði hent. Í staðinn verði byggt á þeirri sátt
sem náðist um samningaleiðina svokölluðu; að kveðið verði skýrt
á um þjóðareign á kvótanum og nýtingarsamninga sem útgerðin
greiði fyrir auðlindagjald. Hins vegar á að fikta sem minnst í fisk-
veiðistjórnunarkerfinu að öðru leyti.
Með þessu væri mesta ranglætinu í núverandi kerfi útrýmt.
Sjávarútvegurinn gæti snúið sér að því sem hann á að gera; fjár-
festa og skapa atvinnu, í staðinn fyrir að fylgjast milli vonar og
ótta með veruleikafirrtum pólitíkusum leggja á ráðin um hvernig
sé hægt að skemma sem mest fyrir einni af undirstöðuatvinnu-
greinum landsins.
Nú er tímabært að henda bæði
kvótafrumvarpinu og nýja plagginu hans Jóns.
Hættið að skemma
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
Farinn í fýlu
Nokkuð blés á milli embætta ríkis-
lögreglustjóra og ríkisendurskoðunar
fyrir nokkru og þurfti innanríkis-
ráðherra að skera úr um deiluna. Eitt-
hvað virðast þau skoðanaskipti hafa
farið illa í Harald Johannessen ríkis-
lögreglustjóra, því þegar ríkisendur-
skoðun óskaði upplýsinga til að
geta sinnt lögboðinni eftirlitsskyldu
sagði hann einfaldlega
nei. Það ríkti ekki lengur
traust á milli stofnananna
tveggja. Aftur þurfti
innanríkisráðherra að
skakka leikinn, nú til
að segja ríkislögreglu-
stjóra að hætta í fýlu og
afhenda gögnin.
Traustið sem hvarf
Röksemdir ríkislögreglustjóra vekja
hins vegar upp ýmsar spurningar.
Geta fleiri beitt þessum röksemdum?
Geta einstaklingar neitað að fylgja
lögreglu þar sem þeir bera ekki
traust til hennar? Eða
útrásarvíkingarnir?
Efalaust bera þeir
lítið traust til sérstaks
saksóknara. Ætli
þeir fylgi for-
dæmi Haralds
Johannessen
og neiti emb-
ættinu um
upplýsingar
vegna skorts á
trausti?
Eignarhald og eignarhald
Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík
(VGR) ályktaði á miðvikudag og
vonaði að synjun um sölu á Gríms-
stöðum á Fjöllum til kínversks
fyrirtækis væri vísir að því sem koma
skyldi „að eignarhald á jarðnæði
verði úr höndum auðmanna“. Raunar
fylgdi með að einkaeignarhald á
jarðnæði ætti almennt að heyra
sögunni til, en Líf Magneudóttir,
formaður félagsins, skýrði síðan að
þar væri aðeins um fagra fram-
tíðarsýn að ræða. Hvort fyrri hluti
ályktunarinnar þýði að VGR er sátt
við að Grímsstaðir verði í eigu
núverandi eiganda, einkaaðila,
skal ósagt látið. Kannski er hann
nógu fátækur. kolbeinn@frettabladid.is