Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.12.2011, Qupperneq 74

Fréttablaðið - 01.12.2011, Qupperneq 74
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR62 bio@frettabladid.is Clint Eastwood hefur marg- oft leikið harðhausa sem hika ekki við að taka málin í sínar eigin hendur. En nú hefur þessi dáði og marg- verðlaunaði leikstjóri komið sér í klandur hjá rosknum FBI-fulltrúum sem finnst lítið til kvikmyndar hans um J. Edgar Hoover koma. Kvikmyndarinnar um J. Edgar Hoover eftir Clint Eastwood var beðið með töluverðri eftirvænt- ingu enda Leonardo DiCaprio í hlutverki þessa umdeilda manns. Myndin hefur fengið afar misjafn- ar viðtökur, hún fær „eingöngu“ 7,3 á imdb.com og aðeins 42 pró- sent gagnrýnenda eru sáttir við hana samkvæmt rottentomatoes. Og þar með hefur hún lokið leik í Óskarskapphlaupinu. En það breytir því ekki að FBI- fulltrúar, og þá sérstaklega eldri starfsmenn stofnunarinnar, eru ákaflega ósáttir við Eastwood og nálgun hans. Þeir eru fyrst og fremst reiðir yfir því að Hoover skuli vera sýndur sem hommi, en í skápnum. Bandaríska blaðið Washington Post fjallaði ítarlega um málið í gær og ræddi meðal annars við FBI-fulltrúann Gregg Schwarz sem réði sér sérstakan kvikmyndatökumann til að gera myndband fyrir sig. Myndbandið er hægt að finna á Youtube-mynd- bandsvefnum og nefnist „Dirty Harry to Filthy Harry“ en þar er auðvitað verið að vísa til frægr- ar kvikmyndaseríu Eastwood. „Honum er lýst sem einræðis- herra og skrímsli sem hafi haft samkynhneigðar kenndir. Það er einfaldlega rangt,“ lýsir Schwarz yfir og bætir því við að það hafi aldrei fundist neinar sannanir fyrir því að Hoover hafi verið hommi. Það sem þykir ýta undir þá skoðun er sú staðreynd að Hoover giftist aldrei né átti unn- ustu en átti aftur á móti í mjög nánu vinasambandi við aðstoðar- mann sinn, Clyde Tolson. „Ég veit ekki um neinn sem er ekki í uppnámi,“ hefur blað- ið eftir Bill Branon, sem er stjórnar formaður J. Edgar Hoo- ver-sjóðsins og fyrrverandi FBI- fulltrúi. Hátt í hundrað fulltrúar, sem flestir eru komnir á eftir- laun, hafa rætt málið sín á milli á lokuðum póstlista en svo skemmti- lega vill til að hann nefnist sama nafni og gamall hundur forstjór- ans sáluga. „Við erum í uppnámi. Ekki bara af því að við dáðum hann. Við erum í uppnámi af því að þetta er ekki satt. Hefði hann verið samkynhneigður þá væri það ekkert er ljótt af Eastwood að gera þetta við látinn mann.“ John Fox, reyndur sagnfræð- ingur og sérfræðingur í sögu FBI, segir að vissulega hafi líf Hoovers gefið þessum sögusögnum byr undir báða vængi, hann hafi aldrei kvænst og nánasti vinur hans hafi verið karlmaður. „Það var gefið í skyn að hann væri samkynhneigð- ur á þeim tíma en það náði aldrei lengra, þetta voru bara getgátur.“ Fyrrverandi FBI-fulltrúinn Scott Nelson var sérstakur ráðgjafi Eastwood á tökustað og hann seg- ist hafa lýst því yfir á tökustað að það væri óþarfi að hafa senu þar sem Hoover og Colson kyss- ast. En honum finnst FBI-fulltrú- arnir fyrrverandi bregðast of hart við. „Hugleiðingarnar um einka- líf Hoover eru bara hluti af því að segja dramatíska sögu. Svona er bara Hollywood.“ freyrgigja@frettabladid.is FBI ósátt við Eastwood Daniel Radcliffe er smám saman að fjarlægjast sitt þekktasta hlutverk, sjálfan Harry Potter. Hann leikur aðalhlutverkið í spennuhrollvekj- unni The Woman in Black og upp- lýsti nýverið að hann myndi að öllum líkindum leika Allen Gins- berg í kvikmyndinni Kill Your Darlings sem mun fjalla um sam- band bítskáldsins við þá Jack Kerouac og William Burroughs. Ginsberg og Harry Potter gætu ekki verið ólíkari enda áttu bít- skáldin í ákaflega nánu sambandi við alls kyns vímugjafa. Ginsberg mælti til að mynda með neyslu LSD og vildi lögleiða það en talaði gegn sígarettu reykinginum, sígarettur væru dóp hins opinbera að hans mati. Bítskáldin þrjú kynntust fyrir tilstilli Luciens Carr sem var sameiginlegur vinur þeirra allra en eins ólíklega og það kann að hljóma (allt benti til þess að þetta væri listræn og áferðarfalleg kvikmynd) er Kill Your Darlings spennumynd. Carr sat nefnilega í fangelsi fyrir morð á ástmanni sínum, David Kammerer. Myndinni er leikstýrt af John Krokidas. Radcliffe er ákaflega eftirsótt- ur sem leikari og er meðal annars í stóru hlutverki í söngleiknum How to Succed in Business Without Really Trying sem sýndur hefur verið fyrir fullu húsi á Broadway að undan- förnu. - fgg Radcliffe leikur væntanlega Ginsberg BÍTSKÁLD Daniel Radcliffe mun að öllum líkindum leika Allen Ginsberg í kvikmyndinni Kill Your Darlings. Handritshöfundur Training Day, David Ayer, hefur verið ráðinn til að skrifa handritið að nýrri útgáfu af Scarface fyrir Universal-kvikmyndaverið. Verk- efnið hefur verið lengi í bígerð en nú virðist loks vera kominn hreyf- ing á málið. Sennilega vita ekki margir af því en fyrsta Scarface-myndin var gerð árið 1932 og skartaði Paul Muni í hlutverki ítalsks inn- flytjenda sem leggur undir sig undirheima Chicago. Hún var þá byggð á skáldsögu Armitage Trail og Oliver Stone notfærði sér hana þegar hann skrifaði handritið fyrir Brian De Palma-mynd- ina árið 1983 þegar Al Pacino gerði ógleymanlegan kúbverska innflytjandann Tony Montana sem sölsaði undir sig kókaín- markaðinn í Miami. Í stuttu máli sagt er Scarface- plottið ákaflega einfalt. Inn- flytjandi kemur til Ameríku og leggur undir sig undirheimana. Samkvæmt upplýsingum vefsíð- unnar Deadline.com er ráðgert að nýja Scarface-myndin gerist í nútímanum og að ekki verði um raunverulega endurgerð að ræða, hvorki á myndinni frá árinu 1932 né 1983. - fgg Ný Scarface í bígerð NÝR MONTANA Verið er að skrifa handrit eftir bók Armitage Trail, Scarface. Nýr Tony Montana mun því væntanlega líta dagsins ljós. STUÐ OG STEMNING Arthúr bjargar jólunum í Arthur Christmas, en myndin hefur fengið frábæra dóma. Hún skartar einnig nýju jólalagi frá Justin Bieber. > KOMIN Í 500 MILLJÓNIR Breaking Dawn, fyrri hálfleikurinn í loka- mynd Twilight-seríunnar, hefur rakað saman 500 milljónum dollara á aðeins tólf dögum í miðasölu á heimsvísu. Met- hafinn, Harry Potter og dauða djásnin, þénaði sömu upphæð á aðeins sex dögum. UMDEILDUR J. Edgar Hoover er umdeildur maður í bandarískri sögu og ný mynd Clints Eastwood sýnir hann sem homma. Hér eru þeir Leonardo DiCaprio og Armie Hammer í hlutverkum sínum sem Hoover og Clyde Tolson en myndin sjálf hefur fengið misjafnar viðtökur. Þær eru af ólíkum meiði, kvik- myndirnar tvær sem frumsýndar verða um helgina. Annars vegar er um að ræða gáskafulla gaman- mynd um orgíu og hins vegar hug- ljúfa jólamynd með jólasveininum, hreindýrum og helling af snjó og fallegum boðskap. A Good Old Fashioned Orgy verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina. Hún segir frá Eric sem elskar að halda partý í strandhúsi föður síns í Hampton. Veislurnar hafa ólík þemu og eru vel sóttar af vinum Erics sem eru ekkert síðri partýljón en hann. Nema dag einn verða þeir fyrir miklu áfalli þegar ákveðið er að selja húsið og til að kveðja veisluhúsnæðið almenni- lega er ákveðið að halda eitt gott lokapartý. Og þemað að þessu sinni er; hóp kynlíf eða orgía. Með aðal- hlutverkið fer Jason Sudeikis en hann er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Hangover-myndunum tveim. Myndin hefur fengið misjafna dóma, aðeins 31 prósent gagnrýn- enda eru til að mynda ánægðir með hana samkvæmt rottentomatoes. com. Hið sama verður ekki sagt um Arthur Christmas eða Jól Art- húrs. 92 prósent gagnrýnenda eru ánægðir með hana samkvæmt rottentomatoes.com en mynd- in útskýrir mjög skýrt og grein- lega hvernig jólasveininum tekst að dreifa öllum pökkum til allra barna í heiminum. Myndin er sýnd með bæði íslensku og ensku tali, hún er í þrívídd og skartar nýju jólalagi frá Justin Bieber. - fgg Gróft grín og jólastuð o.fl. o.fl. sögur uppskriftir leikir gjafir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.