Fréttablaðið - 01.12.2011, Síða 76
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR64
folk@frettabladid.is
1.428.360.000
Bresku tískuverðlaunin voru afhent á mánudagskvöldið í London þar sem gestir
á rauða dreglinum voru hver öðrum glæsilegri. Viðburðurinn er eins konar
uppskeruhátið breskra fatahönnuða og verðlaun voru veitt í ýmsum flokkum.
Sarah Burton, yfirhönnuður Alexander McQueen, hreppti aðal-
verðlaun kvöldsins sem hönnuður ársins en Burton þykir hafa
átt þátt í tískuaugnabliki ársins þegar hún hannaði fallegan
brúðarkjól Katrínar, hertogaynju af Cambridge, í vor.
Victoria Beckham tárfelldi er henni var opinberlega tekið
opnum örmum af tískuheiminum og merki hennar valið
fatamerki ársins.
SJÓNVARPSTJARNAN Alexa Chung
tók á móti verðlaunum fyrir
góðan fatasmekk, eða British
Style Awards.
FYRIRMYND-
IN Poppy
Delevigne var
í skósíðum
ljósum kjól.
FJAÐRIR Olivia Palermo var í skemmtilegum
kjól með munstri og fjöðrum. BROSANDI Kelly Brooks var í hvítum síðkjól með klauf.
NÝBAKAÐIR FORELDRAR Bandaríska leikkonan Kate
Hudson var klædd í kjól eftir vinkonu sína Stellu
McCartney og er hér ásamt kærasta sínum, barns-
föður og söngvara Muse, Matt Bellamy.
NORDICPHOTOS/GETTY
„Ég er með margt skemmtilegt í pípunum varðandi
músík,“ segir tónlistarmaðurinn Einar Ágúst Víðis-
son, sem sent hefur frá sér sitt fyrsta lag í rúm
fjögur ár.
Einar Ágúst, sem er best þekktur úr hljóm-
sveitinni Skítamóral, hefur ávallt verið iðinn við
lagasmíðar og samdi mörg vinsælustu lög hljóm-
sveitarinnar á sínum tíma. Í þetta sinn sá hann þó
ekki um lagasmíðina, en nýja lagið heitir The Lights
In Your Eyes og er samið af ungum og efnilegum
tónlistarmanni, Andra Ramirez, sem gengur undir
nafninu Prostarz.
Andri stundar nám í hljóðtæknifræði í Bretlandi
og hefur verið iðinn við að semja tónlist og koma sér
á framfæri ytra. Aðspurður útilokar Einar Ágúst
ekki frekara samstarf þeirra á milli. „Við Andri
erum að skoða ýmislegt. Ég er að velta fyrir mér
texta við eitt lag eftir hann í augnablikinu. Þessi
drengur lofar virkilega góðu.“
Einar Ágúst gaf út sína fyrstu sólóplötu árið
2007 og fylgdi henni á eftir með mikilli spila-
mennsku. Eftir útgáfuna dró hann svo mikið úr
afskiptum sínum af tónlist, þótt hann héldi áfram
lagasmíðum. Inntur eftir því hvort hann hafi ekki
saknað tónlistarinnar og þess að koma fram segir
hann hléið hafa verið kærkomið. „Stundum þarf
maður bara frí frá þessu eins og öðru. Það var
mjög gaman að byrja að vinna við útvarp aftur
þegar ég byrjaði á Kananum vorið 2010 en það er
ákveðið „performance“ í því líka. Ég held að ég
hafi mögulega „spilað yfir mig“ á árunum 2006-
2010. En ég er og mun alltaf verða tónlistarmaður
og gera músík.“ - bb
Nýtt lag frá Einari Ágústi
EINAR ÁGÚST Söngvarinn vinnur nú að eigin útgáfu af SúEllen
smellinum Svo blind. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Leikarinn Bradley Cooper sást
nýverið á stefnumóti í París
með frönsku leikkonunni
Melanie Laurent. Þau fóru
saman í bíó á Champs-Ély-
sées og út að borða á Hotel
Costas. Leikarinn var nýlega
valinn kynþokkafyllsti
karlmaður í heimi af
tímaritinu People og
hefur verið orðaður við
frægar konur á borð
við Jennifer Lopez og
Renée Zellweger að
undanförnu. Laurent
skaust upp á stjörnu-
himininn eftir hlut-
verk sitt í kvikmyndinni
Inglourious Basterds.
BAUÐ Í BÍÓ Bradley
Cooper fór á stefnumót
með frönsku leikkonunni
Melanie Laurent í París.
LEIKKONAN Melanie
Laurent lék í myndinni
Inglorious Basterds.
NORDICPHOTOS/GETTY
KRÓNUR er áætlað virði villunnar sem Jay-Z og Beyoncé
Knowles hafa hug á að kaupa á Miami. Sjö svefnherbergi eru í
villunni og fyrir utan er bæði sundlaug og heitur pottur.
Á stefnumóti í París
Í SKÝJUNUM
Victoria Beckham
var í skýjunum með
verðlaunin sín fyrir
fatamerki ársins.
VICTORIA BECKHAM Á
MEÐAL VERÐLAUNAHAFA
STAL SENUNNI Fyrirsætan
og tískufyrirmyndin Kate
Moss lét sig ekki vanta
og stal senunni í svörtum
síðum netkjól með rauðan
varalit.