Fréttablaðið - 01.12.2011, Side 78

Fréttablaðið - 01.12.2011, Side 78
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR66 Clarins kynning hjá Snyrtistofunni Hrund í dag 1. desember. 20% af öllum Clarins vörum* Glæsilegur kaupauki fylgir þegar keypt er fyrir 5.900 kr. eða meira. Sérfræðingur Clarins verður á staðnum frá 13:00 – 20:00 Húð- og förðunarráðgjöf. *Nema 10% af jólagjafaöskjum Grænatún 1 200 Kópavogur Sími 554 4025 www.Hrund.is Kíktu á www.clarins.com Tónlist ★★★★ Aðeins meira Pollapönk Pollapönk Síhressir pollar Fyrsta plata Pollapönks var hluti af lokaverkefni Botnleðjudrengjanna Halla og Heiðars í Kennaraháskól- anum, en þeir eru báðir leikskóla- kennarar. Ágæt plata. Þegar önnur Pollapönksplatan, Meira Polla- pönk, kom út í fyrra höfðu Guðni Finnsson bassaleikari og Arnar Gíslason trommuleikari gengið í hljómsveitina. Sú plata var algjört dúndur og fór beint í hóp bestu íslensku barnaplatnanna frá upphafi. Og nú er plata númer þrjú komin út. Tónlistarlega gefur Aðeins meira Pollapönk síðustu plötu ekkert eftir. Pollapönk er ein þéttasta hljómsveit landsins, skipuð hljóðfæraleikurum sem geta spilað hvað sem er. Það eru fínar lagasmíðar á nýju plötunni, flutningurinn er í toppklassa og útsetningarnar eru fjölbreyttar og hugmyndaríkar. Textalega séð eru þeir Halli og Heiðar líka að gera ágæta hluti, þó að síðasta plata hafi hitt enn betur í mark hvað það varðar. Slagararnir 113 vælubíllinn, Pönkafinn, Keyrða kynslóðin og Gemmér GSM voru meðal annars svona vinsælir af því að textarnir náðu svo vel bæði til krakkanna og foreldranna. Það er ekkert á Aðeins meira Pollapönk sem skorar alveg jafn hátt og Vælubíllinn eða Pönkafinn, en það er samt fullt af lögum og textum sem höfða bæði til barna og fullorðinna. Textar eins og Bjartmar og Ættarmót eru meira fyrir foreldrana, en Er líf í öðrum ísskápum, Hamborgarastjórinn, Þreytta vélmennið og Hermikrákulagið ná betur til krakkanna. Og svo eru líka lög sem krakkar og fullorðnir leggja kannski ekki sömu merkingu í, eins og Pönk á Polló, sem fjallar um sjóræningjana Hannes Smára, Kaftein Pálma, Grjóna og Bjögga … Á heildina litið er Aðeins meira Pollapönk ágætlega heppnað framhald af síðustu plötu. Langbesta barnaplatan á árinu. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Fleiri hressilegir smellir fyrir krakka á öllum aldri. Ísabella Rós Þorsteinsdóttir leikur annað titilhlutverkið í jólasýningu Borgar- leikhússins, Fanný og Alexander eftir Ingmar Bergman. Ísabellu finnst sérstaklega gaman að fara í alla kjólana sem hún klæðist í sýningunni. „Það er mjög gaman á æfingum. Ég er ekki með svo mikinn texta en er mikið á sviðinu,“ segir Ísa- bella Rós Þorsteinsdóttir, ellefu ára stúlka úr Garðabænum sem fer með annað titilhlutverkanna í jóla- sýningu Borgar leikhússins, Fanný og Alexander. Ísabella byrjaði að leika á sviði þegar hún var sjö ára gömul í Kardimommubænum og hefur dansað í leikritinu um Oliver Twist sem og komið fram í kvikmynd- inni Bjarnfreðarson og nokkrum stuttmyndum. Það má því segja að Ísabella sé að verða vön sviðs- ljósinu en móðir hennar er dans- höfundurinn Birna Björnsdóttir og móðursystir hennar er Selma Björnsdóttir leikkona og leikstjóri. Ísabella hefur því ekki langt að sækja hæfileikana. „Það var bent á mig fyrir hlutverk Fannýjar og ég fór í leikprufuprufu fyrir Stefán [innsk.blm. Baldursson] leikstjóra. Sama dag var hringt í mig og ég beðin um að mæta í myndatöku fyrir plakatið. Það var æðislega gaman,“ segir Ísabella en æfingar hófust fyrir mánuði. Vegna þess hve stórt hlutverk Fannýjar er í leikritinu var Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir nýlega fengin til að leika á móti Ísabellu og skipta þær hlutverkinu nú bróðurlega á milli sín. Hilmar Guðjónsson fer með hlutverk Alexanders og meðal annarra leikara í sýningunni eru Halldóra Geirharðsdóttir, Krist- björg Kjeld, Þröstur Leó Gunnars- son og Rúnar Freyr Gíslason. Skólafélagar Ísabellu í Hofs- staðaskóla í Garðabæ eru forvitnir um vinnuna hennar í leikhúsinu og margir spenntir að sjá hana á sviði. Ísabella segir samt að leikritið sé ekki beint barnaleikrit og meira að segja pínu hræðilegt á köflum. En hvað er skemmtilegast við að leika? „Mér finnst allt skemmtilegt. Það er til dæmis mjög gaman að skipta um búninga en ég held að ég klæð- ist sjö kjólum í sýningunni.“ Fanný og Alexander er eftir sænska kvikmyndaleikstjórann Ingmar Bergman og fjallar um systkini sem takast á við andlát föður síns og síðar harðræði stjúp- föður síns. Sagan var kvikmynduð árið 1982 og hlaut fern Óskarsverð- laun. Leikritið var fyrst sett upp árið 2009 í Noregi. Jólin verða því með óvanalegu móti hjá Ísabellu ár þar sem frum- sýning leikritsins er 29. desember og stífar æfingar fram að því. „Ætli ég fái ekki frí á aðfangadag. Ég er samt komin í smá jólaskap því ég er byrjuð að föndra músa- stiga með Ingibjörgu sýningar- stjóra sem verða líklega notaðir sem skraut í sýningunni sjálfri.“ alfrun@frettabladid.is Föndrar músastiga fyrir sýninguna UPPRENNANDI STJARNA Ísabella Rós Þorsteinsdóttir er ekki eins og venjuleg ellefu ára skólastúlka en hún eyðir fjórum dögum vikunnar uppi í Borgar- leikhúsi við æfingar á jólaleikritinu Fanný og Alexander. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Von er á fjölgun í Kardashian- fjölskyldunni, en elsta systir- in Kourtney tilkynnti í gær að hún ætti von á sínu öðru barni. Kourtney er aðeins komin níu vikur á leið en gat hreinlega ekki beðið með að opinbera gleði- fregnirnar. „Ég veit að maður á að bíða í 12 vikur en ég er örugg og langaði til að segja öllum,“ segir Kourtney, sem á fyrir tveggja ára son, Mason, ásamt barnsföður sínum Scott Disick. Kardashian fjölgar sér TVEGGJA BARNA MÓÐIR Elsta Kardashian-systirin, Kourtney, á von á sínu öðru barni. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.