Fréttablaðið - 01.12.2011, Side 83

Fréttablaðið - 01.12.2011, Side 83
FIMMTUDAGUR 1. desember 2011 71 3o% afs látt ur t il vild arkl úbb sfé lag a Lockerbie hefur gert samning við þýska fyrirtækið Käpitan Platte um útgáfu plötunnar Ólgu- sjór í Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Lúxemborg og Liechten- stein. Platan kom út á Íslandi í sumar og hefur einnig komið út hjá Rallye Label í Japan. Käpitan Platte hefur einnig á sínum snær- um sænsku síðrokk sveitirnar EF og Immanu El. Fyrirtækið heyrði fyrst í Lockerbie eftir að hún var valin hljómsveit vikunn- ar og hafði verið í viðtali í þætt- inum Breitband hjá þýska ríkis- útvarpinu. Sveitin spilar næst á Faktorý 30. nóvember. Samningur í Þýskalandi LOCKERBIE Hljómsveitin hefur samið við þýskt útgáfufyrirtæki. „Þetta eru bara fyrstu 25 árin,“ segir Viddi í Greifunum um nýja tvöfalda safnplötu frá hljóm- sveitinni. Tilefnið er 25 ára afmæli hennar. „Það er ekki spurning að við lítum stoltir um öxl og bjartsýnir fram á við.“ Á gripnum er safn fjörutíu bestu laga Greif- anna auk mynddisks. Þar eru tvær nýjar útgáfur af lögunum Draumadrottningin og Strákarn- ir í götunni sem voru hljóðritaðar á afmælis- tónleikum á Húsavík í sumar. Felix Bergsson, fyrsti söngvari Greifanna, syngur í Drauma- drottningunni og var þetta í fyrsta sinn í fimm- tán ár sem hann söng með bandinu. Á mynd- diskinum eru nítján tónlistarmyndbönd og fjórir sjónvarpsþættir þar sem Greifarnir komu fram. Með safninu fylgir einnig bæklingur þar sem saga hljómsveitarinnar er rakin. - fb Greifarnir líta stoltir um öxl TVÖFÖLD SAFNPLATA Hljómsveitin Greifarnir hefur gefið út tvöfalda safnplötu. Meðlimir R.E.M. hugsuðu fyrst um endalok hljómsveitarinnar þegar þeir voru á tónleikaferð til að fylgja plötunni Accelerator eftir árið 2008. Þremur árum síðar, eða í september síðastliðnum, lagði sveitin upp laupana. „Okkur fannst við hafa gengið í gegnum mjög dapurt tímabil. Hver og einn okkar vildi ljúka því sem við höfð- um verið að gera síðan við urðum fullorðnir. Vildum allir ljúka þessu á réttan hátt, okkar eigin hátt,“ sagði söngvarinn Michael Stipe. R.E.M. gaf út fimmtán hljóð- versplötur á 31 árs ferli sínum en núna er ævintýrið á enda. „Það var frelsandi að hætta. Ég var spennt- ur. Það orð sem oftast hefur verið sagt á meðal okkar er „súrsætt“. Súrsætt að hætta HÆTTIR Hljómsveitin vinsæla R.E.M. hætti störfum í september. NORDICPHOTOS/GETTY Tónlist ★★★ Locust Sounds Reykjavík! Hrátt rokk og ról Þetta er þriðja plata Reykjavíkur!, borin fram í flottu fluguumslagi, en jafnmörg ár eru liðin frá síðustu útgáfu. Hrátt og hressilegt rokkið er sem fyrr í fyrirrúmi og ekki skemmir fyrir að strákarnir taka sig ekkert alltof hátíðlega. Fjórða lagið, Hellbound Heart, er það sem grípur mann mest á plötunni og gítarinn í Sneak er töffaraskapurinn uppmálaður. Hin lögin eru flest ágætir rokkarar, sér- staklega þó hið prýðilega Tenzing Norgay, sem er sungið á íslensku, og hið kraftmikla Internet. Locust Sounds ætti því að seðja hungur þeirra sem telja rokkið ekki nógu fyrirferðarmikið í dag. Með fínpússaðri söng og fleiri grípandi lögum gæti Reykjavík! samt höfðað til enn fleiri tónlistar- áhugamanna. Freyr Bjarnason Niðurstaða: Reykjavík! er í góðum rokkgír á sinni þriðju plötu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.