Fréttablaðið - 01.12.2011, Síða 86

Fréttablaðið - 01.12.2011, Síða 86
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR74 VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 ALLIR LEIKIR Á BESTA TÍMA! 02. des. 22:55 Opnunarleikur mótsins 03. des. 16:50 Ísland – Svartfjallaland 04. des. 21:25 Ísland – Angóla 06. des. 19:15 Ísland – Noregur* 07. des. 21:30 Ísland – Þýskaland (í opinni dagskrá)* 09. des. 21:20 Ísland – Kína 11. des. 16:20 16. liða úrslit (1 leikur í opinni dagskrá)** 12. des. 19:05 Forsetabikar (1 leikur í opinni dagskrá)** 14. des. 16:20 8. liða úrslit 16. des. 19:05 Undanúrslit 18. des. 19:05 Úrslitaleikurinn (í opinni dagskrá) *Sýnt á Stöð 2 Sport 2 **Ef Ísland er að spila Þorsteinn J & gestir fyrir og eftir alla leiki Íslands Íslensku landsliði hefur enn á ný tekist það ótrúlega. Nú keppa Stelpurnar okkar í fyrsta skipti á HM og við fylgjumst með ævintýrinu beint frá Brasilíu. Sjáðu alla leiki íslenska liðsins í beinni á Stöð 2 Sport. Sjáðu alla leiki stelpnanna okkar KÖRFUBOLTI Tímabilið fór ekki vel af stað hjá Solna Vikings í sænska körfuboltanum. Liðið byrjaði á þremur útileikjum og þeir töpuðust allir. Þegar liðið tapaði á móti Borås í fyrsta leik nóvembermánaðar sátu Solna-menn í næstsíðasta sæti með aðeins tvo sigra í átta leikjum. Nú tæpum mánuði síðar er staðan allt önnur og í síðustu tveimur leikj- um hafa Solna-menn unnið dramat- íska sigra á toppliðum Sundsvall Dragons og LF Basket. Það hefur enginn leikmaður Solna Vikings verið heitari en Íslendingurinn Logi Gunnarsson sem hefur verið stiga- hæsti leikmaður liðsins í fjórum af fimm leikjum í sigurgöngunni. Sendu báða Kanana heim „Það er búið að ganga vel núna, við erum að vinna og þetta er bara rosa gaman. Það voru miklar manna- breytingar frá því í fyrra og við vorum lengi að stilla saman streng- ina. Ameríkanarnir hentuðu okkur ekki nægilega vel þannig að við sendum þá báða heim,“ segir Logi en annar þeirra var stigahæsti leik- maður deildarinnar þegar hann var látinn fara. „Um leið og við skiptum þeim út þá varð allt betra. Andinn í liðinu varð betri, boltinn rúllaði mikið meira og það voru allir meira með. Boltinn hefur komið meira til mín núna eftir að þessi strákur sem stigahæstur var látinn fara. Hann var leikstjórnandi sem hékk á boltanum og það hentaði ekki fyrir okkur,“ segir Logi sem fann sig ekki nógu vel til að byrja með. 24 stig í leik í síðustu 5 leikjum „Þetta lítur miklu betur út og það er allt léttara í kringum klúbbinn. Í svona atvinnumannaklúbbum er mikil pressa sett á bæði þjálfara og leikmenn þegar liðið er að tapa enda eru allir á launum,“ segir Logi, en hann hefur skorað 24 stig að með- altali í leik í fimm leikja sigur- göngu liðsins og sett niður helming þriggja stiga skota sinna þrátt fyrir að skora yfir fjóra þrista í leik. Logi hefur verið að taka af skarið á lokamínútum leikjanna. „Þetta er að detta okkar megin og við erum með leikmenn sem geta klárað leik- ina. Það var annar leikmaður sem kláraði leikinn á móti LF Basket og við erum með góð vopn í liðinu. Það er samt stutt á milli. Við erum búnir að vinna tvo leiki í röð með einu stigi og úrslitin hefðu getað farið á hinn veginn og þá værum við ekki í góðum málum,“ segir Logi. Hitti úr öllum skotunum í lokin Í sigrinum á Sundsvall í fyrrakvöld, á móti landsliðsþjálfaranum og þremur félögum sínum í landslið- inu, var Logi óstöðvandi á lokamín- útunum. Hann hitti úr öllum fimm skotum sínum í lokaleikhlutanum, skoraði þá 14 af 22 stigum Solna og endaði leikinn á því að skora sigur- körfuna. „Það er alltaf gaman að spila við þá. Þeir eru allir hörkuleikmenn og svo er það náttúrulega landsliðs- þjálfarinn sem er að þjálfa þá. Við erum allir góðir félagar, þeir tóku okkur síðast þannig að maður varð aðeins að hefna fyrir það,“ segir Logi í léttum tón. Allir í lykilhlutverkum „Það er gaman að sjá að við erum allir í lykilhlutverkum í okkar liðum. Það er mikið talað um okkur hérna og mikið talað um að íslensku víkingarnir séu svo dugleg- ir og ákafir. Við erum allir búnir að stimpla okkur vel inn,“ sagði Logi. Logi hefur hitt úr 46 af 48 víta- skotum sínum í vetur sem skilar honum 95,8 prósenta vítanýtingu. Hann hefur nú sett niður 19 víti í röð. „Það eru ákveðnir hlutir sem maður tekur fyrir og vill bæta og þetta er eitt af því sem ég hef lagt áherslu á. Það er mikilvægt að setja þessi skot í og ég hef einbeitt mér að því í allt sumar,“ segir Logi og bætir við: „Ég er mjög sáttur við þetta og vonandi get ég haldið þessu áfram. Ég þarf að halda áfram að skjóta vítaskotum á æfingum til þess að halda þessu við,“ segir Logi sem hefur einnig verið í hópi bestu þriggja stiga skyttna deildarinnar. Búinn að skjóta mikið aukalega „Skotnýtingin mín er góð. Maður hefur verið að skjóta mikið í gegnum árin og maður passar sig á því þó að maður sé orðinn svona gamall að hætta aldrei að skjóta aukalega. Ég held að það skili sér á endanum,“ segir Logi en fáir æfa skotin sína meira en hann. „Ég hef passað mig á því þó að ég sé orðinn þrítugur að æfa eins mikið og þegar ég var yngri. Skot- menn þurfa alltaf að vera að skjóta á körfuna og þeir mega aldrei hætta því,“ segir Logi að lokum. ooj@frettabladid.is Það er mikið talað um okkur hérna Nóvember var frábær mánuður fyrir Loga Gunnarsson í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en hann hefur verið allt í öllu í fimm leikja sigurgöngu Solna Vikings. Logi endaði mánuðinn á því að skora 15 af 28 stigum sínum í fjórða leikhluta í eins stigs sigri á sænsku meisturunum í Sundsvall í fyrrakvöld. SJÓÐANDI HEITUR Logi Gunnarsson hefur skorað 24 stig að meðaltali í síðustu fimm leikjum Solna og liðið hefur unnið þá alla. Tölurnar hans Loga Sigurhlutfall Solna Fyrstu 8 leikirnir 25% (2 sigrar - 6 töp) Sigurgangan 100% (5-0) Stig í leik Fyrstu 8 leikirnir 14,1 Sigurgangan 24,0 Þriggja stiga körfur í leik Fyrstu 8 leikirnir 2,3 Sigurgangan 4,2 Þriggja stiga skotnýting Fyrstu 8 leikirnir 36% (50/18) Sigurgangan 50% (42/21) Framlag í leik Fyrstu 8 leikirnir 11,9 Sigurgangan 20,8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.