Fréttablaðið - 01.12.2011, Síða 90

Fréttablaðið - 01.12.2011, Síða 90
1. desember 2011 FIMMTUDAGUR78 golfogveidi@frettabladid.is BÓKIÐ AUGLÝSINGAR TÍMANLEGA: ÍVAR ÖRN HANSEN S: 512 5429, GSM: 615 4349 ivarorn@365.is Sérblað um jólagjöfina hans kemur út þann 6. desember. JÓLA GJÖFIN HANS Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, segir skotveiðimenn nokkuð sátta við rjúpnaveiðitímabilið sem lauk um síðustu helgi, þrátt fyrir að veiðidagarnir hafi aðeins verið níu talsins. Umhverfis ráðuneytið lagði til að 31.000 fugl yrði veiddur fyrir þessi jól, sem er helmingi færri en í fyrra. „Ég held að á þessum síðustu og verstu tímum hafi menn tekið hverjum degi sem bauðst fagnandi,“ segir Elvar léttur í bragði í samtali við Fréttablaðið. Veiðimenn hafi séð talsvert af fugli þó að aðstæður hafi ekki verið upp á það allra besta. „Langflestir gátu veitt það sem þeir þurftu og mér heyrist sem flestir séu sáttir við tímabilið þó að það hafi verið stutt og veðrið ekki alltaf eins og best væri á kosið. Það voru nokkrir góðir dagar, en ég veit að margir söknuðu þess að geta ekki veitt í kjarri eftir að snjórinn kom núna í vikunni. Næsta helgi hefði því orðið mjög skemmtileg.“ Elvar segir skotveiðimenn munu fara fram á að stefnumörk- un í rjúpnaveiðum verði tekin mun fastari tökum á næstunni. „Það þarf að horfa til lengri tíma í stað þess að ákveða nokkrum vikum fyrir upphaf tímabilsins hvernig veiðunum verði háttað.“ Nú er tímabili gæsa-, hrein- dýra- og rjúpnaveiði nýlokið, en Elvar segir að skotveiðimenn þurfi ekki að leggja byssunni. „Nú eru einhverjir sem stunda andaveiðar og ef tíðin er góð er hægt að fara að skjóta svartfugl. Svo er alltaf hægt að skjóta ref. Það er mikið þjóðþrifaverk.“ Þannig er ljóst að skotveiðimenn þurfa ekki að sitja aðgerðarlausir í vetur. - þj Formaður Skotvís segir skotveiðimenn vera nokkuð sátta við rjúpnatímabilið: Langflestir fengu í jólamatinn Rannsóknir hafa leitt í ljós að veiðistofn rjúpu hér á landi er nú aðeins 350.000 fuglar, en síðustu ár hefur stofninn verið áætlaður 810 til 850 þúsund. Um reglubundna sveiflu í stofnstærð er að ræða og er gert ráð fyrir að stofninn nái lágmarki árin 2015 til 2018. Rjúpnastofninn í mikilli lægð: Á VEIÐUM Einar Árni Lund, formaður Skotvís, segir skotveiðimenn sátta við rjúpna- veiðitímabilið þrátt fyrir að veiðidagar hafi verið fáir og veður ekki eins og best verður á kosið. MYND/ÚR EINKASAFNI Þrátt fyrir kreppu og vonbrigði með aðsókn að sumum af dýrari svæðum Stangaveiðifélags Reykja- víkur gengur mun betur á öðrum vígstöðvum og er reksturinn að snúast í rétta átt. Hér er gluggað í árs- skýrslu SVFR. „Gríðarlegur taprekstur áranna 2009 og 2010 hefur hoggið djúp skörð í eigið fé félagsins og staðan í lok síðasta árs, í nóvember 2010 var vægast sagt svört. Á árinu sem nú var að líða náðist ákveðinn viðsnúningur,“ segir Bjarni Júlíus- son, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur í nýrri ársskýrslu félagsins. „Rekstur félagsins hefur verið þungur um nokkurt skeið,“ segir í ársskýrslunni. „Á árunum 2009 og 2010 var félagið rekið með tals- verðu tapi, og nam tap ársins 2010 um 43 milljónum á verðlagi dagsins í dag. Afkoman er betri í ár þó enn sé tap á rekstrinum. Það hefur hins vegar náðst ákveðinn viðsnúningur í sjálfum rekstri þessa árs. Hann er kominn í jafnvægi og er félagið rekið nálægt núllpunkti í ár. Hækkanir fram undan Samkvæmt athugun sem formaður SVFR gerði fyrir um tveimur árum hafði verð veiðileyfa tvöfaldast að raungildi á tveimur áratugum. Í ársskýrslunni segir að það sé ætíð stefna stjórnar félagsins að bjóða veiðileyfi á sem hagstæðustu til félagsmanna. Miðað við nýjar fréttir af miklum hækkunum á öðrum veiðisvæðum sé ljóst að venjulegir veiðimenn þurfi að hugsa sinn gang. „Munu stangveiðimenn kaupa veiðileyfi eftir slíkar hækkanir? Munu veiðimenn sækja frekar í silungsveiði, í straumvötnum eða vatnaveiði? SVFR þarf að vera tilbúið að takast á við breytingar af þessum toga og halda áfram að efla framboð á veiðileyfum þar sem verðlagningu er stillt í hóf,“ segir í skýrslunni. „Hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur verða óhjákvæmilega einhverjar hækkanir á verði veiði- leyfa á milli ára. Í flestum tilvikum teljum við að þær séu hóflegar og í takt við verðlagshækkanir í landinu á milli ára.“ Sala gekk vonum framar Að því er segir í ársskýrslunni gekk sala veiðileyfa vonum framar. „Veiðileyfi í Norðurá, Hítará, Elliðaám, Gljúfurá og Nessvæði Laxár í Aðaldal, seldust því sem næst upp við úthlutun. Reyndar var salan mjög góð á mörgum svæðum. Salan í Soginu var ágæt og þegar leið á sumarið má segja að Sogið hafi því sem næst selst upp,“ segir af góðum fréttum en þannig voru þær ekki allar. „Tungufljót og urriðasvæðin fyrir norðan eru til dæmis ekki nægjanlega vel seld og eru svæðin rekin með nokkrum halla.“ Útlendingar sækja í urriðann SVFR hefur nú haft urriðasvæðin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal á leigu í þrjú ár og hafa þau verið félaginu erfið. „Salan minnkaði mikið frá því sem verið hafði strax eftir að SVFR tók svæðin yfir. Vissulega hækkaði verð veiðileyfa eitthvað og því miður, þá er eins og markaðurinn trúi því að sú hækkun hafi öll verið einhverju sprengi tilboði SVFR um að kenna. Svo var alls ekki. Það skal því rifjað upp hér að SVFR átti ekki hæsta boðið og var í þriðja til fjórða sæti.“ Fram kemur að verð leyfa í Laxá hefur lækkað frá 2008 því veiði- réttareigendur hafa gefið eftir vísi- töluhækkun og félagið selt leyfin nánast án álagningar. „Við teljum að nú sé dæmið að snúast við fyrir norðan. Fyrir- spurnir erlendis frá eru fleiri en fyrr og við verðum vör við aukinn áhuga Íslendinga á svæðunum.“ Flytja í Elliðaárdal Að því er segir í árskýrslunni hafa fulltrúar SVFR átt í viðræðum við Reykjavíkurborg og Orkuveituna um möguleikann á að félagið fengi skrifstofuaðstöðu í einu af húsum Orkuveitunnar í Elliðaárdal. „Þær viðræður hafa nú borið þann árangur að okkur býðst að flytja okkur í Elliðaárdal. Því munum við væntanlega, ef um semst, flytja okkur um set á árinu, eftir 40 ára dvöl á Háaleitisbraut,“ segir í skýrslunni. Þar kemur einn- ig fram að hugmyndin um að SVFR flytti í dalinn hefur verið uppi frá árinu 2000 og að gert hafi verið ráð fyrir lóð fyrir félagið í deiliskipu- lagi frá árinu 2004. „Á árinu 2007 ákvað stjórn félagsins að fresta framkvæmdum, þrátt fyrir góð- ærið sem þá ríkti, sem betur fer getum við sagt í dag.“ Síðan er þess að geta að SVFR hefur gert þriggja ára samning með nýju sniði við Orkuveituna „Nú tekur félagið árnar á leigu, stendur straum af kostnaði við vöktun og rannsóknir, veiðivörslu o.fl. og ber í raun ábyrgð á öllum rekstri ánna. Við erum stolt af því trausti sem eigendur Elliða- ánna sýna félaginu með þessum samningi.“ gar@frettabladid.is Stangveiðifélag Reykjavíkur boðar „hóflegar hækkanir“ á veiðileyfum BJARNARFOSS Tungufljót í Skaftaárhreppi hefur valdið vonbrigðum tvö síðustu haust. Bæði hefur ásókn í leyfi minnkað og veiðin dalað. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR URRIÐI, ein bleikja, tveir laxar og fjórtán flundrur er allt og sumt sem skráð var í veiðibók á silunga- svæðinu í Andakílsá á liðnu sumri. 1 SENTÍMETRAR er lengdin á stærsta laxinum úr Langá í sumar. Það var söngvarinn Jógvan Hansen sem veiddi þá hrygnu 21. júní í Strengjum á agnið „Færeyskt jólaskraut“. 90
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.