Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 2
2. desember 2011 FÖSTUDAGUR2 VIÐSKIPTI Mikill áhugi er fyrir kaupum á fasteignum í Skugga- hverfinu eftir söluauglýsingu 101 Skuggahverfis og Landeyjar, fasteignafélags Arion banka, sem birt var í vikunni. Um er að ræða tvær íbúðablokkir, Lindargötu 37 og Vatnsstíg 16 til 18. Engin til- boð hafa enn borist í eignirnar, en heimilt er að gera tilboð í aðra þeirra eða báðar saman. Þorsteinn Ingi Garðarsson, framkvæmdastjóri 101 Skugga- hverfis, vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið og benti á Inga Guð- mundsson, framkvæmdastjóra Landeyjar. Ingi segir flest viðbrögðin hafa komið frá fjárfestum og verk- tökum, eða öðrum aðilum „með tengingu í geirann“. Byggingarn- ar seljast í núverandi ástandi að in nan, það er rúmlega fokheldar, og fullbúnar að utan, og eru metn- ar á þriðja milljarð króna. Hann býst við að tilboð fari að berast öðru hvoru megin við helgina. „Það er greinilegur áhugi fyrir þessu,“ segir Ingi. „Það er ljóst að þessar eignir eru upp á þriðja milljarð, en það er erfitt að full- yrða um hugmyndir að tilboðum.“ Byggingarnar tvær eru hluti af Áfanga 2 hjá 101 Skuggahverfi. Virði hans var bókfært á 1,9 millj- arða um síðustu áramót, sam- kvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2010. Félagið skuldaði þá 6,3 milljarða króna í heild og þar af voru skuldir við Arion banka upp á 6,1 milljarð. Byggingarnar voru auglýstar til sölu fyrir um ári. Þá bárust tvö eða þrjú tilboð sem ekki náð- ist að ganga frá, og því var fallið frá söluferlinu. Frestur til að skila inn tilboðum í þetta sinn er ótak- markaður. „Við vildum ekki binda okkur við frest. Þetta er stórt verkefni og um er að ræða miklar fjár hæðir svo það er skiljanlegt að menn vilji taka sinn tíma,“ segir Ingi. „Við erum að vona að bæði markaður- inn og fjárfestar séu bjartsýnni heldur en þeir voru fyrir rúmu ári.“ Til stendur að selja íbúðir á Vatnsstíg 14 í smásölu. Verktaka- félagið Arcus ehf. keypti Lindar- götu 35 fyrir um tveimur mán- uðum á 170 milljónir króna. Níu íbúðir eru í húsinu og var það selt í sama ástandi og fyrrgreindar blokkir. Þorvaldur H. Gissurarson, eigandi Arcus, áætlar að fram- kvæmdir við húsið klárist í maí á næsta ári og til stendur að selja íbúðirnar í smásölu. sunna@frettabladid.is Þetta er stórt verkefni og um er að ræða miklar fjárhæðir svo það er skiljanlegt að menn vilji taka sinn tíma. INGI GUÐMUNDSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI LANDEYJAR Eysteinn, ertu þá ekki til í að láta lungu eða lifur fyrir eitt bindi? „Nei, hálstau er ekki mitt hjartans mál.“ Eysteinn Sigurðarson er spyrill á Monitor TV. Hann segist vera smekkmaður á föt en verslar ekki í búðum þar sem föt eru svo dýr að hann þyrfti að selja úr sér líffæri fyrir flíkurnar. Fokheldar Skugga- blokkir eftirsóttar Verktakar og fjárfestar hafa sýnt mikil viðbrögð við söluauglýsingu 101 Skugga- hverfis og Landeyjar. Verðmat eignanna er á þriðja milljarð, að sögn fram- kvæmdastjóra Landeyjar. 101 Skuggahverfi skuldar Arion banka 6,1 milljarð. TIL SÖLU Mikill áhugi virðist vera á kaupum á Lindargötu og Vitastíg í Skuggahverfi samkvæmt upplýsingum frá fasteignafélagi Arion banka. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Lögreglan handtók síðdegis í gær karlmann á fimmtugsaldri sem ógnað hafði lög- reglumönnum og öðru fólki með hnífi. Málið hófst í endurvinnslustöð Sorpu á Dalvegi. Þangað kom maðurinn með poka af flöskum til endurvinnslu og sagði starfsmönnum hversu margar flöskur væru í pokanum. Starfsmennirnir vildu ganga úr skugga um að maðurinn segði satt og rétt frá, töldu upp úr pokanum og kom þá í ljós að maðurinn hafði ofmetið magnið og átti heimt- ingu á lægri greiðslu en hann bjóst við. Þessu reiddist maðurinn mjög, dró upp hníf og ógnaði starfsmönnunum, sem flúðu út um hinn enda flöskugámsins. Því næst stökk maðurinn upp í bíl sem eldri maður ók á brott. Kona sem stödd var í Sorpu sá hvað gerst hafði og ákvað að elta bílinn. Hún ræddi í símann við lögreglu á meðan. Eftirförin leiddi hana að tölvuversluninni Start í Bæjarlind. Þar fór maðurinn út úr bílnum og inn í verslunina. Þrír lögreglubílar komu fljótlega á vettvang. Maðurinn steig út úr versluninni með hnífinn á lofti og ógnaði lögreglumönnunum, sem yfir- buguðu hann og færðu í fangageymslur. Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn segir málið litið alvarlegum augum. - sh Lögregla yfirbugaði mann eftir að hann ógnaði fólki með hnífi: Reiddist eftir flöskutalningu LITIÐ ALVARLEGUM AUGUM Maðurinn var í annarlegu ástandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞJÓÐKIRKJAN Karl Sigurbjörns- son biskup hvetur þjóðkirkjufólk til að minna þingmenn á mikil- væg hagsmunamál þjóðkirkju- safnaða. Þetta kemur fram í tölvupósti sem hann sendi á póstlista kirkj- unnar í gær. Karl segist hafa frétt að fjár- laganefndarmenn hafi fengið bréf frá þjóðkirkjufólki af land- inu öllu um niðurskurð sóknar- gjalda og að það hafi haft áhrif. Það sé aldrei brýnna en einmitt nú að minna þingmenn á þetta mikilvæga hagsmunamál þjóð- kirkjusafnaða. „Eftir miðja næstu viku verð- ur það of seint!“ skrifar biskup. - sv Biskup sendir út fjöldapóst: Fólk skuli ræða við þingmenn ALÞINGI Forsætisnefnd Alþingis hefur skipað nefndir til að endur skoða lög um embætti Ríkisendurskoðunar og umboðs- mann Alþingis. Nefndina um Ríkisendur- skoðun skipa Þuríður Backman alþingismaður, sem er for maður, Sveinn Arason ríkisendurskoð- andi og Stefán Svavarsson, lektor og endurskoðandi. Nefndina um umboðsmann skipa Ragnheiður Ríkharðs- dóttir alþingismaður, sem er formaður, Tryggvi Gunnars- son, umboðsmaður Alþingis, og Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Starfshópur á vegum Alþingis fjallaði á árunum 2007 til 2009 um eftirlit þingsins með fram- kvæmdarvaldinu og lagði til að lögum yrði breytt til að styrkja það. - sh Alþingi skipar tvær nefndir: Endurskoða lög um eftirlit með hinu opinbera DANMÖRK Sextán ára unglingar gætu fengið kosningarétt í sumum bæjum í Danmörku ef hugmyndir stjórnvalda ná fram að ganga. Margrethe Westager innan- ríkisráðherra sagði við Politiken að áætlað væri að finna nokkur áhugasöm tilraunasveitarfélög sem myndu lækka kosninga aldur niður í 16 ár. Takmarkið er, að hennar sögn, bæði að efla þátttöku ungs fólks og auka hlutfall ungs fólk í kjörnum embættum. Þessar hugmyndir eru að norskri fyrirmynd, en 16 og 17 ára unglingar fengu að kjósa í tuttugu sveitarfélögum og gaf það góða raun. Sveitarstjórnarkosningar verða í Danmörku árið 2013. - þj Vilja auka veg lýðræðisins: 16 ára fá ef til vill að kjósa VILL AÐ 16 ÁRA KJÓSI Innanríkisráðherra Danmerkur vill að 16 ára unglingar fái að kjósa í sveitarstjórnarkosingum. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun sér- staks saksóknara um að hætta rannsókn á fimm lífeyrissjóð- um sem voru í umsjá Lands- bankans. Sérstökum saksóknara hefur verið gert að taka málið til áframhaldandi rannsóknar. Fjármálaeftirlitið kærði líf- eyrissjóðina til saksóknara fyrir brot á fjárfestingaheimildum. Saksóknari ákvað að hætta rann- sókninni en þá ákvörðun kærði Fjármálaeftirlitið til Ríkissak- sóknara, sem féllst á kæruna. - sh Ríkissaksóknari snýr ákvörðun: Vísar máli aftur til rannsóknar DÓMSTÓLAR Fjármögnunarleigu- samningar sem Lýsing gerði við viðskiptavini sína voru í raun gengis tryggð lán og því ólöglegir. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Lýsing var dæmd til að greiða fyrirtækinu Smákrana eina milljón króna vegna ólögmæts fjármögnunar leigusamnings. Fyrir- tækið hafði leitað til Lýsingar eftir fjármögnun við kaup smákrana. Hæstiréttur hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að slíkir samningar sem Íslandsbanki gerði við Kraftvélaleiguna hafi verið ólöglegir. Önnur fjármögnunar- fyrirtæki töldu þá niðurstöðu fordæmis gefandi fyrir alla þá fjármögnunar leigusamninga sem fyrirtækin gerðu við viðskiptavini sína en Lýsing var ósammála því og vildi bíða dóms í Smákranamálinu. Á Vísi kemur fram að milljarða- hagsmunir séu í húfi fyrir Lýs- ingu því fyrirtækið hafi gert 6.500 samninga af þessu tagi. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins sagði, í sam- tali við fréttastofu Ríkisútvarpsins að eigendur Lýsingar gætu þurft að leggja nokkra milljarða króna í nýtt hlutafé, staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms. Tryggja verði að eigin- fjárstaða verði í samræmi við lög- bundið lágmark. Einar Hugi Bjarnason, lög- maður Smákrana, sagði við blaða- mann Vísis að Lýsing ætti að stöðva útgáfu greiðsluseðla til viðskipta- vina sinna þar til endarleg niður- staða fengist í málið. Viðskipta vinir ættu að íhuga vandlega hvort rétt sé að halda áfram greiðslum, geri fyrirtækið það ekki. - kóp Milljarðahagsmunir í húfi hjá Lýsingu sem tapaði máli í héraðsdómi en hefur áfrýjað til Hæstaréttar: Leigusamningar Lýsingar dæmdir ólöglegir REIFUR Erlingur Snær Erlingsson, annar eigenda Smákrana, en fyrirtækið hafði sigur í máli gegn Lýsingu. Lýsing þarf að greiða Smákrana eina milljón króna, samkvæmt dómi héraðsdóms. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 11 -0 56 8 / H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA www.ms.is ...hvert er þitt eftirlæti? ...endilega fáið ykkur Hrísmjólkin frá MS fæst í þremur ljúffengum bragðtegundum; rifsberja- og hindberja, karamellu- og gömlu góðu kanilsósunni. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.