Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 60
2. desember 2011 FÖSTUDAGUR44 folk@frettabladid.is Þorgeir Ástvaldsson hefur verið heiðraður fyrir stuðn- ing sinn við íslenska tónlist. Degi íslenskrar tónlistar var fagnað í Hörpu í gær. Útvarpsmaðurinn Þorgeir Ást- valdsson hlaut Litla fuglinn við formlega athöfn í Hörpu í gær. Verðlaunin fékk hann fyrir stuðn- ing sinn við íslenska tónlist. Þau voru veitt af Samtóni, samtök- um rétthafa tónlistar, og var það Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra sem afhenti honum verð- launagripinn. Þorgeir er löngu landskunnur sem tónlistarmaður og dagskrárgerðarmaður og var valinn fyrstur til að gegna starfi forstöðumanns Rásar 2. Hann átti ríkan þátt í mótun þeirrar tónlistar- stöðvar og hefur jafnframt sett svip sinn á Bylgjuna þar sem hann hefur starfað mörg undanfarin ár. Degi íslenskrar tónlistar var fagnað í Hörpu í gær og þar var fjöldi tónlistarmanna samankom- inn. ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, fagnaði enn fremur fimm ára afmæli og var boðið upp á kakó og afmælistertu í tilefni þess. Tilkynnt var að til standi að hrinda í framkvæmd einu helsta baráttumáli ÚTÓN, sem er Útflutningssjóður íslenskr- ar tónlistar. Þorgeir Ástvalds fékk Litla fuglinn „Þetta er rosalega mikill heiður. Við héldum að við værum bara einhverjar gamlar „retro underground“ rottur,“ segir Biggi Veira í GusGus. Hljómsveitin hefur verið tilnefnd til Norrænu tón- listarverðlaunanna fyrir plötuna Arabian Horse. Einn annar íslenskur flytjandi var tilnefndur, eða Björk fyrir Biophilia. Alls voru tólf plötur tilnefndar frá öllum norrænu löndunum, þar á meðal frá sænsku söngkonunni Lykke Li og hinni norsku Ane Brun. „Það er gaman að tekið er eftir manni,“ segir Biggi. „Við vorum líka að vanda okkur. Á þessari plötu er allt samþjappað sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina. En þetta er allt honum Högna [Egilssyni] að þakka, held ég. Stebbi [Stephan Stephensen] plataði hann í GusGus og hann gefur vídd í þessa plötu.“ Tilnefningin kom Bigga á óvart, enda voru marg- ar aðrar góðar plötur í pottinum. „Við höfum ekki sérstaklega átt mikið upp á pallborðið hjá hinum Norðurlanda þjóðunum en það á kannski eftir að breyt- ast.“ Arabian Horse hefur fengið mjög góðar viðtökur hér á landi og selst í um fimm þúsund eintökum. Jónsi vann Norrænu tónlistarverðlaunin fyrr á þessu ári fyrir sólóplötuna Go. Verðlaunin verða afhent á hátíðinni by:Larm í Ósló 16. febrúar. - fb Þakklátar neðanjarðarrottur MIKILL HEIÐUR Biggi Veira og Daníel Ágúst úr GusGus. Hljóm- sveitin hefur verið tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÉKK LITLA FUGLINN Þorgeir Ástvaldsson tekur á móti Litla fuglinum úr höndum Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON TVÆR GÓÐAR Söngkonurnar ástsælu Ragnheiður Gröndal og Sigríður Thorlacius voru í Hörpunni. ÚTVARPSFÓLK Óli Palli og Andrea Jónsdóttir, útvarpsfólk á Rás 2, létu sjá sig. GRÍMUR OG MUGISON Grímur Atlason, skipuleggjandi Iceland Airwaves, ásamt tónlistarmanninum Mugison. HRESS Í HÖRPUNNI Hjónin Eva Einarsdóttir og Eldar Ástþórsson voru hress í Hörpunni. Hinn nýfráskildi Ashton Kutcher var með fjölskyldu sinni í Iowa City á þakkargjörðarhátíðinni. Blaðið US Weekly greinir frá því að Kutcher hafi farið út á lífið ásamt stórum hópi vina sinna og vakið mikla lukku í heimabæ sínum. „Kutcher drakk bjór og stúlkurnar flykktust að honum,“ er haft eftir heimildarmanni í blaðinu. Kutcher skildi nýverið við leikkonuna Demi Moore en hún sást sömu helgi á veitinga- stað í Los Angeles með vinum sínum. Dansaði á heimaslóðum NAUT LÍFSINS Ashton Kutcher naut sín í Iowa City um þakkargjörðahátíðina. NORDICPHOTOS/GETTY ÁR eru síðan poppprinsessan Britney Spears fæddist. Spears heldur líklega heljarinnar veislu í kvöld en orðrómur hefur verið á kreiki um að kærasti hennar Jason Trawick ætli að biðja söngkonuna frægu um að giftast sér í dag. Bono, söngvari U2, á erfitt með að hlusta á gömul lög með hljóm- sveit sinni í útvarpinu. „Ég reyni að komast hjá því. Ef ég heyri lögin okkar í útvarpinu lækka ég oftast í tækinu. Ekki af því að ég fíla ekki lögin eða hafi ekki trú á þeim. Satt best að segja fer röddin mín í taugarnar á mér. Mér finnst alltaf eins og ég hefði átt að syngja betur á þessum árum,“ segir Bono. „Ég er mikill strákur í mér og er í ofanálag írskur og sérstak- lega í þessum lögum frá níunda áratugnum þá hljóma ég eins og stelpa.“ Þolir ekki eigin rödd BONO Söngvarinn á erfitt með að hlusta á gömul U2-lög í útvarpinu. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.