Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 60
2. desember 2011 FÖSTUDAGUR44
folk@frettabladid.is
Þorgeir Ástvaldsson hefur
verið heiðraður fyrir stuðn-
ing sinn við íslenska tónlist.
Degi íslenskrar tónlistar
var fagnað í Hörpu í gær.
Útvarpsmaðurinn Þorgeir Ást-
valdsson hlaut Litla fuglinn við
formlega athöfn í Hörpu í gær.
Verðlaunin fékk hann fyrir stuðn-
ing sinn við íslenska tónlist. Þau
voru veitt af Samtóni, samtök-
um rétthafa tónlistar, og var það
Katrín Jakobsdóttir menntamála-
ráðherra sem afhenti honum verð-
launagripinn. Þorgeir er löngu
landskunnur sem tónlistarmaður
og dagskrárgerðarmaður og var
valinn fyrstur til að gegna starfi
forstöðumanns Rásar 2. Hann átti
ríkan þátt í mótun þeirrar tónlistar-
stöðvar og hefur jafnframt sett
svip sinn á Bylgjuna þar sem hann
hefur starfað mörg undanfarin ár.
Degi íslenskrar tónlistar var
fagnað í Hörpu í gær og þar var
fjöldi tónlistarmanna samankom-
inn. ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa
íslenskrar tónlistar, fagnaði enn
fremur fimm ára afmæli og var
boðið upp á kakó og afmælistertu
í tilefni þess. Tilkynnt var að til
standi að hrinda í framkvæmd
einu helsta baráttumáli ÚTÓN,
sem er Útflutningssjóður íslenskr-
ar tónlistar.
Þorgeir Ástvalds fékk Litla fuglinn
„Þetta er rosalega mikill heiður. Við héldum að við
værum bara einhverjar gamlar „retro underground“
rottur,“ segir Biggi Veira í GusGus.
Hljómsveitin hefur verið tilnefnd til Norrænu tón-
listarverðlaunanna fyrir plötuna Arabian Horse. Einn
annar íslenskur flytjandi var tilnefndur, eða Björk
fyrir Biophilia. Alls voru tólf plötur tilnefndar frá
öllum norrænu löndunum, þar á meðal frá sænsku
söngkonunni Lykke Li og hinni norsku Ane Brun.
„Það er gaman að tekið er eftir manni,“ segir
Biggi. „Við vorum líka að vanda okkur. Á þessari
plötu er allt samþjappað sem við höfum verið að
gera í gegnum tíðina. En þetta er allt honum Högna
[Egilssyni] að þakka, held ég. Stebbi [Stephan
Stephensen] plataði hann í GusGus og hann gefur
vídd í þessa plötu.“
Tilnefningin kom Bigga á óvart, enda voru marg-
ar aðrar góðar plötur í pottinum. „Við höfum ekki
sérstaklega átt mikið upp á pallborðið hjá hinum
Norðurlanda þjóðunum en það á kannski eftir að breyt-
ast.“ Arabian Horse hefur fengið mjög góðar viðtökur
hér á landi og selst í um fimm þúsund eintökum.
Jónsi vann Norrænu tónlistarverðlaunin fyrr á
þessu ári fyrir sólóplötuna Go. Verðlaunin verða
afhent á hátíðinni by:Larm í Ósló 16. febrúar. - fb
Þakklátar neðanjarðarrottur
MIKILL HEIÐUR Biggi Veira og Daníel Ágúst úr GusGus. Hljóm-
sveitin hefur verið tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÉKK LITLA FUGLINN Þorgeir Ástvaldsson tekur á móti Litla fuglinum úr höndum Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
TVÆR GÓÐAR Söngkonurnar ástsælu
Ragnheiður Gröndal og Sigríður
Thorlacius voru í Hörpunni.
ÚTVARPSFÓLK Óli Palli og Andrea Jónsdóttir, útvarpsfólk á Rás 2, létu sjá sig.
GRÍMUR OG MUGISON Grímur Atlason,
skipuleggjandi Iceland Airwaves, ásamt
tónlistarmanninum Mugison.
HRESS Í HÖRPUNNI Hjónin Eva Einarsdóttir og Eldar Ástþórsson voru hress í
Hörpunni.
Hinn nýfráskildi Ashton Kutcher
var með fjölskyldu sinni í Iowa
City á þakkargjörðarhátíðinni.
Blaðið US Weekly greinir frá því
að Kutcher hafi farið út á lífið
ásamt stórum hópi vina sinna
og vakið mikla lukku í heimabæ
sínum. „Kutcher drakk bjór og
stúlkurnar flykktust að honum,“
er haft eftir heimildarmanni í
blaðinu. Kutcher skildi nýverið
við leikkonuna Demi Moore en
hún sást sömu helgi á veitinga-
stað í Los Angeles með vinum
sínum.
Dansaði á
heimaslóðum
NAUT LÍFSINS Ashton Kutcher naut sín í
Iowa City um þakkargjörðahátíðina.
NORDICPHOTOS/GETTY
ÁR eru síðan poppprinsessan Britney Spears fæddist. Spears heldur líklega
heljarinnar veislu í kvöld en orðrómur hefur verið á kreiki um að kærasti hennar
Jason Trawick ætli að biðja söngkonuna frægu um að giftast sér í dag.
Bono, söngvari U2, á erfitt með
að hlusta á gömul lög með hljóm-
sveit sinni í útvarpinu. „Ég reyni
að komast hjá því. Ef ég heyri
lögin okkar
í útvarpinu
lækka ég oftast
í tækinu. Ekki
af því að ég fíla
ekki lögin eða
hafi ekki trú
á þeim. Satt
best að segja
fer röddin mín
í taugarnar á
mér. Mér finnst
alltaf eins og
ég hefði átt að
syngja betur
á þessum árum,“ segir Bono.
„Ég er mikill strákur í mér og
er í ofanálag írskur og sérstak-
lega í þessum lögum frá níunda
áratugnum þá hljóma ég eins og
stelpa.“
Þolir ekki
eigin rödd
BONO Söngvarinn á
erfitt með að hlusta
á gömul U2-lög í
útvarpinu.
30