Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 32
32 2. desember 2011 FÖSTUDAGUR Á sjötta áratug liðinnar aldar óx þeirri hreyfingu mjög afl í Bandaríkjunum sem barðist gegn misrétti kynþáttanna. Blökku- konan Rósa Parks neitaði 1955 að standa upp fyrir hvítum manni í strætisvagni og var handtekin og sektuð. Margir urðu þá til þess að rísa upp gegn ranglætinu. John F. Kennedy tók málstað hörunds- dökkra, en brýndi þó fyrir mönn- um í innsetningarræðu til forseta- embættisins 1961, að þeir ættu ekki að spyrja að því, hvað þjóð- félagið gæti gert fyrir þá, heldur að því hvað þeir gætu gert fyrir þjóðfélagið. Fyrst í stað féllu þau orð í góðan jarðveg, en þegar sett voru lög um herskyldu 1964 er kváðu á um að ungir menn skyldu í blóma lífsins sendir til Víetnams til að slátra þar meðbræðrum sínum og/eða vera sjálfum slátr- að, má segja að hvatning forsetans hafi snúizt upp í andhverfu sína. Háværar urðu raddir máls- metandi einstaklinga, eins og t.d. Noams Chomskys, sem hvöttu til þess að ungir menn óhlýðnuðust herskyldulögunum. Sú spurning hefur á síðustu árum dregið að sér athygli, hvern- ig bregðast skal við ranglátum lögum. Í umfjöllun um náttúru- rétt í Um lög og lögfræði (Rvík 2003/2007) á bls. 65 þýðir Sig- urður Líndal lauslega texta Norð- mannanna Davids Doublets og Jans Fridthjofs Bernts í Retten og vitenskapen (Bergen 1992) á bls. 139. Textann setur Sigurður fram – andstætt lögum um höfundarrétt – sem sínar eigin hugsanir. Norðmennirnir spyrja, hvernig sé unnt að leggja mat á sett lands- lög út frá náttúruréttarkenningu, sem ekki orðar reglur sem val- kost er komið geti í stað lands- laga. Í raun er það þó vel gerlegt. Náttúru réttur er nokkrir megin- stafir verklegrar skynsemi og um hann dæmir hver fyrir sig óháð landslögum – stað þeirra og stund. Rósa Parks þurfti ekki sér- staka reglu náttúruréttar um að svertingjar mættu neita að standa upp á strætisvögnum þegar hvítir menn krefðust sætisins. Frá norska textanum víkur Sig- urður Líndal í þýðingu sinni þegar hann segir: „Löggjafinn kann að setja lög sem eru í andstöðu við eðlis- réttarreglur. Og hvernig á þá að bregðast við slíkri reglu? Þarna rís túlkunarvandi þar sem niður- staða liggur ekki í augum uppi. Við það bætist siðferðilegur vandi: að framfylgja slíkum ákvæðum.“ Ekki er ljóst, hvort Sigurður er hér að lýsa landsrétti eða náttúrurétti/ eðlisrétti. En rökrétt lýtur spurn- ingin að náttúrurétti og svarið er vafalaust: Ef sett hafa verið lög í andstöðu við eðlisréttarreglur, hljóta þau lög að vera ranglát og gegn slíkum lögum ber að andæfa. Norðmennirnir telja þá sem sæta ranglæti af völdum lands- laga geta „með vísan til reglna náttúruréttarins … einungis skotið máli sínu til ríkisins og stofnana þess.“ („Gjennom de naturrett- slige normer kan man bare appell- ere til statsapparatet.“). Í því felst að þeir sem telja sig beitta rang- læti með setningu tiltekinna laga geta t.d. leitað (1) til þingmanna og reynt með skynsamlegum rökum að fá þá til að leggja fram frum- varp til breytingar á lögunum, (2) til ráðherra og reynt að fá hann til að breyta reglugerð, ef slík breyt- ing nægir til leiðréttingar og telst innan heimildar laganna, (3) til dómstóla ríkisins og freistað þess þar að fá lögin túlkuð til rétt látrar niðurstöðu eða jafnvel hnekkt með dómi. Staðhæfing Norðmannanna er ekki alveg rétt, því að m.a. geta menn – bæði í Noregi og á Íslandi – skotið máli sínu til Mannréttinda- dómstólsins í Strassborg, þótt þeim takist ekki innanlands að fá ranglát lög leiðrétt með því að bera fyrir sig náttúrurétt. Mannréttindasáttmáli Evrópu er nokkrir meginstafir náttúru- réttar sem m.a. hafa verið lögfest- ir hér á landi, sbr. lög nr. 62/1994. Sigurður Líndal víkur verulega frá norska textanum, þegar hann segir: „Með eðlisréttinn að leið- arljósi geta þegnarnir einungis skírskotað til siðgæðisvitundar valdhafanna.“ Hér gerir Sigurð- ur – eins og svo oft endranær – sig beran að óskýrri hugsun. Á 19. öld leysti lagaleg sögu- hyggja í Þýzkalandi náttúruréttar- hyggju af hólmi og hefur síðan haft mikil áhrif á norrænan rétt. Hún er réttarkenning, sem – ólíkt náttúrurétti – notast því við hug- tök, eins og réttarsannfæringu þjóðar, siðgæðisvitund, réttar- vitund og réttartilfinningu. Þegar Sigurður Líndal notar sálfræði- leg hugtök hennar, eins og t.d. „siðgæðisvitund“ til útskýringar á náttúrurétti, má vera ljóst, að hann er að rugla saman náttúru- réttarhyggju og lagalegri sögu- hyggju. Réttarvitundin er ekki eingöngu formleg og stofnana- bundin, svo sem að lög séu lög og þeim skuli hlýða, heldur getur hún verið frjáls, gagnrýnin og efnisleg. Siðgæðisvitundin er þáttur í henni og hún er ekki bundin við sett lög. Hver sá sem álítur sett lög stangast á við rétt sinn, getur skírskotað til almennrar réttar- vitundar og það kann að hafa í för með sér, að sett lög verði ekki meðtekin sem gildandi réttur, af því að réttarvitundin sam þykkir þau ekki. Hún er samkvæmt því eini prófsteinninn á tilvist og gildi laga, sbr. nánar Knud Illum í Lov og Ret (Khöfn 1945) á bls. 53f, 103 og 118 og Alf Ross í Om ret og retfærdighed (Khöfn 1953) á bls. 86-89 og 345-46 og Virkelighed og Gyldighed i Retslæren (Khöfn 1934) á bls. 99-100. Evrópuvefurinn var stofnaður með þjónustusamningi milli Alþingis og Vísindavefs Háskóla Íslands og hóf störf í júní 2011. Evrópuvefurinn er upplýsinga- veita um Evrópusambandið og Evrópumál og tilgangur hans er að veita hlutlægar upplýsing- ar meðal annars um stofnanir og stefnumál ESB, aðildarríki sambandsins og aðildarumsókn Íslands. Fjármagn til Evrópu- vefsins kemur frá Alþingi en hann starfar í nánum tengslum við Vísindavefinn og byggir á sömu einföldu hugmynd: að svara spurningum lesenda á skýran og skilmerkilegan hátt. Umfjöllunar- efni vefsins stjórnast fyrst og fremst af hugðarefnum spyrj- enda. Auk þess að leggja inn nýjar spurningar geta gestir Evrópu- vefsins lesið svör við spurning- um annarra. Á Evrópuvefnum er nú að finna svör við rúmlega 200 spurningum. Sem dæmi má nefna Hver yrði árlegur kostn- aður Íslands við aðild að ESB? Glata Íslendingar fullveldinu við inngöngu í ESB? Hvað felst í landbúnaðarstefnu Evrópu- sambandsins, CAP? Hvað tekur okkur langan tíma að fá evru ef aðild að ESB væri samþykkt? Gestir eru eindregið hvattir til að taka þátt í umræðum um svör með því að gera við þau málefna- legar athugasemdir á vefnum. Á Evrópuvefnum er einnig aðgengilegt ítarefni svo sem tímaás um Evrópusambandið, aðdraganda þess og umhverfi, yfirlit yfir aðildarsögu sam- bandsins sem og helstu stofnan- ir og sáttmála. Hluti svaranna á Evrópuvefnum myndar hand- bók um Evrópumál. Í henni eru stuttar útskýringar á hugtökum og fleiru og eru þar nú um 70 flettiorð. Einnig er á vefnum safn tengla í efni sem snertir ESB. Með hjálp leitarvélar vefsins geta gestir leitað eftir efnisorðum sem tengjast því sem þá fýsir að vita og fengið ábendingar um svör og annað tengt efni sem þegar er komið á vefinn. Ríkisstjórn Íslands sótti um aðild að Evrópusambandinu í júlí árið 2009 og á nú í viðræðum við fulltrúa sambandsins um skil- mála aðildarsamnings. Takist að ljúka samningi verður hann lagður fyrir þjóðina í þjóðarat- kvæðagreiðslu og þá bíður það Íslendinga að taka persónulega afstöðu til þess hvort landið skuli verða aðili að Evrópusambandinu eða ekki. Ýmsir kunna að hafa gert upp hug sinn til aðildar nú þegar en fleiri bíða líklega eftir niður stöðum viðræðnanna. Hvað sem þessu líður verður Evrópu- sambandið áfram mikilvægur þáttur í umhverfi okkar, meðal annars vegna aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Fyrir alla sem vilja afla sér upplýsinga um aðdraganda og sögu Evrópusambandsins; lög- gjöf, réttarframkvæmd og stjórn- sýslu í ESB; stefnu og áætlan- ir ESB; aðildarríkin og afstöðu þeirra eða aðildarumsókn Íslands og hugsanleg áhrif hennar er Evrópuvefurinn rétti staðurinn. Það er hlutverk vefsins að veita hlutlægar og trúverðugar upp- lýsingar með það að markmiði að efla málefnalegar umræður um Evrópusambandið og tryggja að þjóðin taki upplýsta ákvörðun um aðild þegar þar að kemur. Evrópu- vefurinn hefur engra annarra hagsmuna að gæta en að þessum markmiðum verði náð og umræð- an um aðild fari þannig fram að menn komi heilir frá leik. Slóð Evrópuvefsins er http:// evropuvefur.is/. AF NETINU Þungaflutningar og ofsaakstur á vegum landsins Nú er orðið jólalegt um að litast til fjalla og landið allt jafnhvítt af snjó. Þegar veður eru samt válynd og færð oft viðsjárverð. Þó síður inni í fjöllunum en uppi á hálendisvegunum. Áður fyrr var sjórinn helsti vágesturinn, ásamt vegleysum landsins. Nú er það hraðinn og stálhestöflin á vegunum og í göngunum. Njótum betur umferðarmannvirkjanna sem við hönnuðum fyrir nauðsynlegustu þarfir okkar, en ekki eitthvað allt annað. Ökum hægar, í þéttbýli og dreifbýli, til stranda og fjalla. Gefum okkur alltaf nægan tíma til ferðarinnar, hver sem hún er. Það eitt lágmarkar ótímabæran vina- og ást- vinamissi. blog.eyjan.is/vilhjalmurari Vilhjálmur Ari Arason Það er hlutverk vefsins að veita hlut- lægar og trúverðugar upplýsingar með það að markmiði að efla málefnalegar umræður um Evrópusambandið. Rósa Parks þurfti ekki sérstaka reglu náttúruréttar um að svertingjar mættu neita að standa upp í strætisvögnum. Garðahverfi á Garðaholti er 79 hektarar að stærð, í dag er búið þar á 14 bæjum og stundaður smábúskapur með sauðfé og hross. Í deiliskipulaginu segir að landið sé í eigu Garðabæjar en um það gildi svokölluð byggingarbréf sem er samningur á milli Garðabæjar og landhafa. Garðahverfi er deili- skipulagt í einkaframkvæmd af áhugasömum einstaklingum sem lögðu fram fjármuni og stofnuðu áhugamannafélagið Garðafélagið en forsvarsmaður þess félags er Óskar Magnússon. Tilgangur Garðafélagsins er að Garðahverfi verði staður frið- sældar og íhugunar til minning- ar um Guðrúnu Jónsdóttir sem lést í bílslysi 28. febrúar 2006 og er jarðsett í Garðakirkjugarði. Sem minnst skal byggt á svæðinu en deiliskipulagið gerir ráð fyrir ellefu „bæjartorfum“ – á hverri torfu er gert ráð fyrir tveimur nýjum íbúðarhúsum og útihúsum. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir „náttúru stíg“ utan um hverfið og reiðstíg sem tengja má við reiðleið- ir um Álftanes. Silfurtúnið er elsta hverfi Garðabæjar, deiliskipulagsvæðið er 14,7 hektarar að stærð og fjöldi íbúðarhúsalóða er 95. Í dag er í gildi deiliskipulag fyrir „Silfur- tún, Hofstaðamýri“ sem sam- þykkt var 28. september 2001 en það nær til útivistar og þjónustu- svæðis austan íbúðar byggðarinnar þar sem er leikskólinn Bæjarból, Skátaheimilið Jötunheimar og athafnasvæði Garðyrkju deildar Garðabæjar. Um þetta svæði „Silfur tún, Hofstaðamýri“ hafa flestar kvartanir og ábendingar íbúa hverfisins snúist. Í nýja deiliskipulaginu er athafnasvæði garðyrkjudeildar- innar víkjandi og nýtingarhlut- fall lóðar Skátaheimilisins og leik skólans Bæjarbóls óbreytt. Í sumar fluttu bæjaryfirvöld gamla færanlega kennslustofu á leikskólalóðina þrátt fyrir yfir- standandi deiliskipulagsvinnu og kröftug mótmæli íbúanna í grenndarkynningu. Gamla „róló- húsið“ sem Kiwanismenn eru með til afnota er einnig víkjandi en verður ekki fjarlægt nema að ósk eiganda. En eigandinn er Garða- bær svo eitthvað fær „rólóhúsið“ að standa lengur. Á gamla rólóvallarsvæðinu er í nýja deiliskipulaginu gert ráð fyrir skrúðgarði í minningu séra Braga Friðrikssonar, fyrsta heiðurs borgara Garðabæjar, þannig að við skulum vona að gamla „rólóhúsið“ verði rifið sem fyrst og upp rísi „Bragalundur“. Ekkert er tekið á umferðarhávaða frá Hafnarfjarðar veginum en í nýja deiliskipulaginu stendur að í nokkrum húsanna næst Hafnar- fjarðarvegi búi íbúar við heilsu- spillandi aðstæður. Deiliskipulagssvæði Arnar- ness er 36 hektarar að stærð og fjöldi íbúðarhúsalóða 186. Lóðir á Arnar nesi eru í einkaeign en opin svæði, strandlengjan, götur og óbyggt skipulagsvæði á háholtinu miðsvæðis eru eign Garðabæjar. Í nýja deiliskipulaginu er ekki gert ráð fyrir göngu- og hjólastíg um Arnarnesið eins og meirihluti Sjálfstæðismanna ákvað. Útivistarleið (sem enginn veit enn þá hvað þýðir) er meðfram strandlengjunni og þeim íbúum við ströndina sem búnir voru að stækka lóðir sínar niður í fjöru er gert að leiðrétta þau mistök og hefta ekki „útivistarleiðina“. Aðgengi fyrir alla við ströndina er leyst með þremur útsýnisstöðum sem tengjast við húsagötur hverf- isins með göngustíg að ströndinni. Ef góð aðsókn verður að þess- um útsýnisstöðum við ströndina verður mikil bílaumferð í íbúðar- götunum en ekki er gert ráð fyrir bílaplönum við útsýnisstaðina þannig að íbúðargatan verður þá líka eitt stórt bílaplan. Nýr reiðhjólastígur verður lagður meðfram Hafnarfjarðar- veginum en ekki er gert ráð fyrir göngum undir mislægu gatna- mótin á Arnarneshálsinum en slík ráðstöfun hefði verið nauðsynleg enda er umferð þar nú mjög hættu- leg fyrir gangandi og hjólandi. Á háholti miðsvæðis á Arnarnes- inu verður ekki byggt en þar mun rísa útivistarsvæði sem tengist Werner-stöplinum. Grein þessi er skrifuð til að upplýsa íbúa Garðabæjar um að nú er nýtt deiliskipulag tilbúið fyrir þessi þrjú svæði. Skipulags- yfirvöld telja sig búin að taka til- lit til umsagna og ábendinga sem borist hafa frá íbúum bæjarins. Deiliskipulagið er í lokakynningu og að því loknu verða þau tekin fyrir á skipulags nefndarfundi til umsagnar og sam þykktar og í framhaldi send bæjarstjórn til samþykktar. Mikilvægt er að ítreka að verið er að vinna deili- skipulagsferlið samkvæmt reglum nýrra Skipulagslaga nr. 123/2010. Samkvæmt þeim er ferlið marg- skipt og á síðara stigi þurfa athugasemdir íbúa að koma aftur á lokakynningarstigi ef íbúar telja að ekki hafa verið tekið tillit til athugasemda þeirra á fyrri stigum málsins. Deiliskipulag þriggja hverfa í Garðabæ Um náttúrurétt og lagalega söguhyggju Evrópuvefurinn: Vettvang- ur fróðleiks og umræðu Lög Sigurður Gizurarson hæstaréttarlögmaður Skipulagsmál Auður Hallgrímsdóttir varamaður í skipulagsnefnd Evrópumál Þórhildur Hagalín verkefnastjóri Evrópuvefsins Vilborg Ása Guðjónsdóttir verkefnastjóri Evrópuvefsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.