Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 8
2. desember 2011 FÖSTUDAGUR8 Metal Íslensk hönnun Íslenskt handverk Metal design • Skólavörðustígur 2 • sími 552 5445 Rannsókn embættis sér- staks saksóknara á Glitni beinist að meintri kerfis- bundinni markaðsmisnotk- un bankans yfir margra ára tímabil fyrir banka- hrun. Hin meintu brot ná allt aftur til ársins 2004 og viðskiptin sem eru rann- sökuð nema á annað hundr- að milljörðum. Sú rannsókn sem nú stendur yfir á meintri brotastarfsemi stjórnenda Glitnis fyrir bankahrun snýst aðal- lega um ætlaða markaðs misnotkun bankans um margra ára skeið. Heimildir Fréttablaðsins herma að embætti sérstaks saksóknara telji að hún teygi sig allt aftur til ársins 2004 og hafi staðið fram að bankahruni haustið 2008. Verið er að rannsaka tíu mál. Lárus Welding, fyrrverandi for- stjóri Glitnis, Jóhannes Baldurs- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri markaðsviðskipta bankans, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrver- andi verðbréfamiðlari hjá Glitni sem nú starfar hjá MP banka, voru á miðvikudag úrskurðaðir í gæslu- varðhald vegna rannsóknarinnar. Sérstakur saksóknari krafðist einnig gæsluvarðhalds yfir Elm- ari Svavarssyni, fyrrverandi miðl- ara hjá Glitni, en þeirri kröfu var hafnað. Hátt í 20 manns hafa verið yfir- heyrðir vegna málanna síðustu tvo daga. Þá hefur Fréttablað- ið heimildir fyrir því að Bjarni Ármannsson, sem var forstjóri Glitnis frá 1997 og fram í apríl 2007, hafi verið boðaður til yfir- heyrslu. Bjarni er staddur erlend- is á ferðalagi og er ekki væntan- legur til landsins fyrr en seinni hluta desember mánaðar. Hann mun mæta til skýrslutöku þegar því ferðalagi er lokið. Frétta blaðið hefur ekki upplýsingar um hvar Bjarni er né hvaða stöðu hann mun hafa við skýrslutökuna. Tapið lenti allt á bankanum Meðal annars er verið að rann- saka kaup eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum hans og stærsta eig- anda bankans, FL Group, um langt skeið. Tilgangur þeirra kaupa var að halda hlutabréfaverðinu uppi og skapa sýndareftirspurn eftir bréf- unum. Þá er einnig verið að rannsaka viðskipti með framvirka samninga í hlutabréfum í Glitni. Í gegnum þá lánaði bankinn vildarviðskipta- vinum sínum hlutabréf í sjálfum sér vegna þess að hann mátti ekki halda á þeim sjálfur. Margir þess- ara samninga voru með þeim hætti að þeir sem fengu bréfin lánuð gátu einungis grætt á þeim. Ef tap myndaðist á samningstímanum voru lánendurnir skaðlausir af því. Það lenti á bankanum. Heimildir Fréttablaðsins herma að sumir þeirra framvirku samninga sem Glitnir gerði hafi verið með sama samnings- og afhendingar degi. Talið er að gerð framvirkra samninga af þessari gerð hafi tíðkast um árabil hjá Glitni. Þá snýst rannsóknin um lán- veitingar til ýmissa félaga sem nýttar voru til að kaupa bréf í Glitni. Umræddar lán veitingar námu 37 milljörðum króna og lánin voru veitt í lok árs 2007 og á árinu 2008. Samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins er 8,1 milljarðs króna lán til Rákungs og 15,2 milljarða króna til Salt Financials á meðal þeirra lána sem verið er að rannsaka. Bæði lánin voru veitt á árinu 2008 og voru nýtt til kaupa á bréfum í bankanum. Salt Fin- ancials var í eigu Salt Investment, eignarhaldsfélags sem er í 94% eigu Róberts Wessman. Rákungur var í eigu Milestone, fjárfestingarfélags Karls og Stein- gríms Wernerssona. 15 milljarða víkjandi lán til Baugs Til viðbótar hefur sérstakur sak- sóknari rannsakað í meira en ár hið svokallaða Stím-mál. Það snýst um 19,6 milljarða króna lán- veitingu frá Glitni til Stíms í nóvember 2007 til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group. Stím var teiknað upp af starfs- mönnum Glitnis sem síðan buðu vildarviðskiptavinum bankans að eignast í félaginu gegn litlu eigin- fjárframlagi. Þegar fyrri hrinan í Stím-rannsókninni fór fram í nóvember 2010 voru Lárus Weld- ing og Jóhannes Baldursson einnig yfirheyrðir. Að endingu snerust aðgerðir sérstaks saksóknara á mið- vikudag um rannsókn á sölutryggingu Glitnis á 15 milljarða hlutafjárútboði í FL Group í desember 2007. Heimildir Frétta- blaðsins herma að um sé að ræða 15 milljarða króna víkjandi lán sem Baugi Group, stærsta eiganda FL Group á þeim tíma, var veitt. Áhættunefnd Glitnis samþykkti umrætt lán hinn 20. desemb- er 2007. Rannsaka lán til Salts og Rákungs FRÉTTASKÝRING: Glitnisrannsókn sérstaks saksóknara Þórður Snær Júlíusson thordur@fréttabladid.is Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var handtekinn 6. maí 2010. Hann var úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald en sleppt eftir tíu daga. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir honum kemur fram að hann hafi verið „undir rökstuddum grun um að hafa framið fjölmörg brot er fangelsis- refsing liggur við [...] þau eiga að hafa verið framin á nokkrum árum og til loka árs 2008. Sigurjón Árnason, fyrrverandi banka- stjóri Landsbankans, var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald 14. janúar 2011. Hann var úrskurðaður í 11 daga gæsluvarðhald. Honum var sleppt úr haldi 21. janúar 2011. Meðal annars er verið að rannsaka Sigurjón meinta allsherjarmarkaðs- misnotkun Landsbankans á meðan Sigurjón stýrði honum. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var fyrst boðaður til yfirheyrslu hjá embætti sérstaks saksóknara í nóvember 2010 í tengslum við hið svokallaða Stím-mál. Hann var síðan handtekinn síðastliðinn miðvikudag og úrskurðaður í vikulangt gæslu- varðhald vegna rannsóknar embættis sérstaks saksóknara á alls tíu málum sem tengjast rannsókn þess á meintum brotum sem framin voru á meðan Lárus var forstjóri Glitnis. Allir bankastjórarnir hafa setið í gæsluvarðhaldi HÖFUÐSTÖÐVAR GLITNIS – NÚ ÍSLANDSBANKA Viðskiptin sem til rannsóknar eru teygja sig allt aftur til ársins 2004 og eiga því að hafa staðið um rúmlega fjögurra ára skeið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Þau níu mál sem eru nú til rannsóknar til viðbótar við Stím- málið bárust öll inn á borð sérstaks saksóknara á þessu ári, 2011. Nýjasta málið barst þangað fyrir örfáum vikum. Þótt ætluð brot hafi verið framin fyrir að minnsta kosti þremur árum eru málin þó frekar nýleg hjá embættinu. Ástæður þess eru nokkrar. Í fyrsta lagi fór rannsókn á bönkunum þremur þannig fram að fyrst voru send teymi inn í þá til að vinna endurskoðendaskýrslur um þá. Þeim skýrslum var síðan skilað til Fjármálaeftirlitsins (FME), sem sinnir frumrannsókn á ætluðum brotum bankanna, og þar nýttar til að kortleggja möguleg brot. Skýrslu um Kaupþing var skilað fyrst, svo Lands- bankann og að lokum um Glitni. FME hefur því verið að rannsaka málið nokkurn veginn í þessari röð. Auk þess hafa slitastjórnir bankanna vísað fleiri málum til FME eftir að þær luku sínum eigin rannsóknum á atferli bankanna þriggja. Þegar helstu stjórnendur Kaup- þings voru handteknir í maí 2010 byggði það til dæmis á erindum og gögnum sem bárust til embættis sérstaks saksóknara á tímabilinu 13. mars 2009 til 22. mars 2010. Í öðru lagi þarf embættið að vega og meta hver af þeim málum sem vísað er til þess eigi samleið og tengist. Ef það færi strax í yfir- heyrslur og húsleitir í hverju tilteknu máli sem vísað væri til embættisins strax og það bærist myndi það þýða að sama fólkið væri kallað trekk í trekk inn í sambærilegar yfirheyrslur. Þess í stað er reynt að safna saman sem flestum málum sem tengjast hverjum og einum og farið af stað þegar umfang þeirra liggur að mestu fyrir. Bent hefur verið á að sérkennilegt sé að hneppa menn í gæsluvarð- hald vegna rannsóknarhagsmuna mörgum árum eftir að ætluð brot hafi verið framin. Hinir grunuðu hafi haft nægan tíma til að eyða gögnum og bera saman sögur sínar. Embætti sérstaks saksóknara hefur þó bent á að hinir grunuðu viti ekki hver málatilbúnaður þess er fyrr en þeir mæta í yfirheyrslu. Þar eru gögn og upplýsingar sem hafa ekki komið fram áður borin undir vitni og aðra sakborninga. Embættið telur mikil- vægt að fá fram sjálfstæðan fram- burð vitna og annarra sakborninga án þess að þeir sem sitja í gæslu- varðhaldi geti haft áhrif á. Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, vegna rannsóknar á meintum brotum hans og annarra stjórnenda Kaupþings frá því í maí 2010, er þessum áhyggjum lýst ágætlega. Þar kemur fram að við yfirheyrslur yfir honum og Hreiðari Má Sigurðs- syni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, hafi komið fram að framburður þeirra hafi stangast á í „nokkrum veigamiklum atriðum“. Því hafi verið nauðsnylegt fyrir rannsóknina að þeir gætu ekki samræmt framburð sinn. Nýjasta málið nokkurra vikna gamalt KARL WERNERSSON STEINGRÍMUR WERNERSSON RÓBERT WESSMANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.