Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 70
2. desember 2011 FÖSTUDAGUR54 sport@frettabladid.is HANDBOLTI Kvennalandsliðið í handbolta skrifar nýjan kafla í íþróttasögu Íslands á morgun þegar liðið leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í Brasilíu. Aldrei áður hefur Ísland náð í úrslitakeppni HM í kvennaflokki. Íslenska liðið kom til Santos í Brasilíu á miðvikudagsmorgun eftir langt ferðalag frá London. Liðið hefur æft tvívegis í keppnis- höllinni í Santos Arena þar sem A- riðill mótsins fer fram. Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, var með öfluga 100 mínútna æfingu í gær þar sem mesta áherslan var lögð á varnarleikinn. Þjálfarinn er með skýr markmið, að liðið komist í 16 liða úrslit. Til þess þarf margt að ganga upp og Ísland þarf að enda í einu af fjórum efstu sætunum. Svartfjallaland og Noregur eru fyrirfram talin með langsterkustu liðin í þessum riðli. Ísland ætti hins vegar að eiga góða möguleika gegn Afríkumeistaraliði Angóla, Kína og jafnvel Þjóðverjum. Raunhæft að komast áfram „Það er raunhæft markmið að komast upp úr riðlinum en til þess þurfum við að eiga góða leiki. Þetta eru allt sterkar þjóð- ir. Við erum búnir að skoða mynd- bönd frá bæði Angóla og Kína. Það verða hörkuleikir. Við þurfum að hitta á góða daga, halda mistök- unum í lágmarki og leika þéttan og góðan varnarleik,“ sagði Ágúst, en hann hefur óskað eftir því að leikmenn Íslands tileinki sér meiri hraða í leik sínum. „Hitinn hérna í Brasilíu er gríðarlega mikill og við verðum að sjá hversu mikið álag við þolum. Við sjáum til hvað gerist.“ Þjálfarinn er ekki í vafa um að væntingar hans til liðsins séu raunhæfar. Ísland lék í úrslit- um Evrópumeistaramótsins í Danmörku fyrir ári og það er að mati þjálfarans góð þróun. „Það yrði enginn heimsendir ef við næðum ekki markmiðum okkar. En kröfurnar eru raunhæfar og við stefnum á að komast áfram. Það er góð þróun í handboltanum heima á Íslandi og sérstaklega eftir að fleiri leikmenn fóru til liða erlendis. Það lyftir gæðun- um á landsliðinu. Ég vona að við náum betri árangri á þessu stór- móti en því síðasta,“ sagði Ágúst, en Ísland tapaði öllum þremur leikjum sínum í riðlakeppninni á EM í Danmörku. „Ætlum okkur að vinna leik“ Hrafnhildur Skúladóttir hefur leikið í um 14 ár með íslenska landsliðinu en hún er aldursfor- setinn í liðinu. Hrafnhildur segir að það sé stórafrek fyrir Ísland að eiga lið á heimsmeistaramóti. „Ég er búin að bíða eftir þessu lengi. Það hafa orðið framfarir í handboltanum á Íslandi. Hrað- inn er meiri en áður og það hentar okkur vel,“ sagði Hrafnhildur eftir æfingu Íslands í Santos Arena í gær. Ísland lék einn æfingaleik við enska landsliðið á meðan beðið var eftir fluginu til Brasilíu og það virkaði vel á liðið að mati Hrafnhildar. „Við vorum reyndar nokkrar með fætur eins og bjúgu eftir 11 tíma flug til Brasilíu. Það tekur aðeins á. Við vorum vel undirbúnar og fórum í sérstak- an fatnað í fluginu sem kallast „recovery“ fatnaður,“ bætti fyr- irliðinn við. Hrafnhildur er í hópi tíu leik- manna sem eru í liðinu sem léku einnig á EM í Danmörku. Hún segir að sú reynsla eigi eflaust eftir að nýtast vel. „Okkur langar til þess að vinna leik á stórmóti, það er mjög mikilvægt og við hlökkum mikið til þess að láta það takast,“ sagði Hrafnhildur. RAGNA INGÓLFSDÓTIR keppir á opna velska meistaramótinu í badminton um helgina, en hún er nú að keppa að því að koma sér ofar á heimslistanum og inn á Ólympíuleikana í Lundúnum á næsta ári. Rögnu er raðað inn sem sterkasta keppanda mótsins, en hún er í 66. sæti heimslistans. Við þurfum að hitta á góða daga, halda mis- tökunum í lágmarki og leika þéttan og góðan varnarleik. ÁGÚST ÞÓR JÓHANNSSON ÞJÁLFARI ÍSLANDS Skýr markmið hjá íslenska liðinu „Stelpurnar okkar“ skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu í Santos í Brasilíu. Góður gangur er í undir- búningi liðsins fyrir fyrsta leikinn á heimsmeistaramótinu gegn Svartfjallalandi sem fer fram á morgun. ÞÉTTUR OG GÓÐUR Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari Íslands, leggur ríka áherslu á að Ísland spili góðan varnarleik á HM í Brasilíu. Hér æfa Harpa Sif Eyjólfsdóttir og félagar hennar varnarleikinn á æfingu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Sigurður Elvar Þórólfsson og Pjetur Sigurðsson fjalla um HM í Brasilíu seth@frettabladid.is – pjetur@365.is HANDBOLTI Santos Arena keppnis- höllin þar sem A-riðill HM í handbolta kvenna fer fram er til- tölulega nýtt mannvirki. Íþrótta- höllin tekur um 5.000 áhorfendur og það er futsal-lið Santos sem er með bækistöðvar sínar í þess- ari höll. Santosliðið er Brasilíumeistari í futsal sem er innanhússfótbolti sem leikinn er á handboltavelli. Mótshaldarar hér í Santos gætu lent í erfiðleikum ef það rignir mikið á meðan leikir fara fram. Í gær rigndi eins og hellt væri úr fötu á meðan íslenska liðið æfði í höllinni, og kom þá í ljós að þakið lekur töluvert á einum stað beint yfir keppnisgólfinu. - seth Keppnishöllin í Santos: Þakið heldur ekki vatni ÞJÁLFARARNIR Ágúst Þór Jóhannesson og Gústaf Adolf Björnsson ræða málin á æfingu Íslands í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR SKÝR FYRIRMÆLI Ágúst Þór Jóhanns- son þjálfari fer yfir varnarleikinn með Örnu Sif Pálsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MARKVERÐIRNIR MIKILVÆGIR Guðný Jenný Ásmundsdóttir og Sunneva Einarsdóttir verja mark Íslands á HM. Íslenska landsliðið hefur æft síðustu tvo dagana í Arena Santos eftir að hafa lent í Brasilíu á þriðjudags- morgun. Fyrsti leikurinn verður gegn Svartfjallalandi á laugardaginn og er hver mínúta fram að leiknum nýtt eins vel og kostur er. Fréttablaðið fylgdist með æfingu liðsins í gær. Svitinn lak af leikmönnum Íslands strax frá fyrstu mínútu æfingarinnar. Enda ekki skrítið, lofthitinn um 28 gráður og mikill raki í loftinu. „Það eina sem vantar í þessa keppnis- höll er loftkælingin. Það er aðeins erfitt að anda eftir nokkra spretti við þessar aðstæður en við verðum fljótar að aðlagast þessu,“ sagði fyrir- liðinn Hrafnhildur Skúladóttir eftir æfinguna í gær. Þess má síðan geta að sagt var frá því á vef danska ríkisútvarpsins í gær að fuglar hefðu verið á sveimi í höllinni þar sem danska liðið æfði í gær. Svitinn lak af stelpunum okkar á æfingunni í Santos FÓTBOLTI Tveir íslenskir knatt- spyrnumenn sem hafa leikið í Noregi undanfarin ár munu spila í úrvalsdeild karla, Pepsi-deild- inni, á næstu leiktíð. Varnar- maðurinn Guðmann Þórisson ákvað að semja við FH en sóknar- maðurinn Atli Heimisson er genginn til liðs við Valsmenn. Guðmann er reyndar uppalinn Bliki og hafði verið orðaður við félagið. „Þetta er með erfiðari ákvörðunum sem ég hef tekið,“ sagði hann við netmiðilinn Fót- bolta.net. „[…] En stundum þarf að taka erfiðar ákvarðanir í líf- inu og mér fannst hagsmunum mínum best borgið í FH.“ Guðmann hefur spilað með Nybergsund undanfarin ár en liðið féll úr norsku B-deildinni í haust. Atli hefur verið á mála hjá Asker í sömu deild en þar áður lék hann í tvö ár með ÍBV. Hann hóf ferilinn hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ. Atli skrifaði undir tveggja ára samning við Val en Guðmann mun ganga frá sínum samninga- málum á næstu dögum. - esá Tveir leikmenn aftur heim: Guðmann í FH og Atli fór í Val VALDI FH Guðmann Þórisson varð bikar- meistari með Breiðabliki árið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Stuðningsmenn Liverpool fengu slæm tíðindi í gær þegar það var staðfest að Brasilíu- maðurinn Lucas Leiva væri með slitið krossband í hné. Hann spil- ar því ekki meira með liðinu á tímabilinu. Lucas meiddist í leik Liverpool gegn Chelsea í enska deilda- bikarnum eftir samstuð við Juan Mata, leikmann Chelsea. Rann- sóknir leiddu í ljós að kross- bandið í vinstra hné var slitið og þarf hann að fara í aðgerð vegna þessa. Lucas hefur verið einn besti leikmaður Liverpool á tímabilinu og var valinn leikmaður ársins fyrir frammistöðu sína á síð- ustu leiktíð. „Ég er viss um að ég kem sterkari til baka og næ þeim árangri sem mig dreymir um í Liverpool-treyjunni,“ skrifaði hann á Twitter-síðuna sína. Ekki er ólíklegt að Dalglish muni reyna að kaupa miðjumann til liðsins nú þegar opnað verður fyrir félagaskipti um áramótin. Áfall fyrir Liverpool: Lucas Leiva frá út tímabilið LUCAS Hefur verið lykilmaður á miðjunni hjá Liverpool. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.