Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 62
2. desember 2011 FÖSTUDAGUR46 arionbanki.is — 444 7000 Gjafakort sem hægt er að nota hvar sem er Finnur þú ekki réttu gjöfina? Gjafakort Arion banka hentar við öll tækifæri. Hægt er að nota gjafakortið við kaup á vöru og þjónustu hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Einfaldara getur það ekki verið. Gjafakortið fæst í öllum útibúum Arion banka og er án endurgjalds í desember. Veglegt safnbox með 88 af vinsælustu lögum Björg- vins Halldórssonar er komið út. Umfangsmesta útgáfa Senu til þessa. Framleiðsluferli nýs safnbox með Björgvini Halldórssyni, Gullvagn- inn, tók sex til sjö vikur og fór það fram í Tékklandi. „Þetta var fram- leitt í verksmiðju þar sem bruni varð tveimur dögum eftir að þau sendu þetta til okkar. Við náðum þessu heim áður, þannig að það er engin lykt af þessu,“ segir Eiður Arnarsson hjá Senu, hress. „Ég held að það sé óhætt að full- yrða að þetta er innihaldsmesta og umfangsmesta útgáfan sem við höfum lagt í,“ segir Eiður um safnboxið. „Þetta er búið að taka megnið af árinu,“ bætir hann við en Björgvin varð sextugur í apríl og tónleikarnir, sem er nýja efnið á útgáfunni, voru teknir upp við það tækifæri. Safnboxinu er skipt upp í fimm diska. Fjórir hafa að geyma lög frá sólóferli Björgvins, dúetta, lög sem hann hefur sjálfur samið og loks lög sem hann hefur sung- ið með hljómsveitum. Alls eru þetta 88 lög. Loks fylgja afmælis- tónleikarnir með á mynddiski. „Þetta er langur ferill sem þetta þarf að spanna, eða 42 ár. Þetta eru ekki nema tíu ár á hverja plötu, það er ekki mikið,“ segir Eiður. Uppi voru hugmyndir um að hafa tvo diska til viðbótar í boxinu með sjómannalögum og trúarlögum en hætt var við það. Sex ár eru liðin síðan safn platan Ár og öld með Björgvini kom út. Hún seldist í fimmtán þúsund eintökum en hefur ekki verið fáan- leg í eitt og hálft ár. Ekki er búist við jafnmikilli sölu á nýja boxinu enda var það dýrara í framleiðslu og kostar fyrir vikið meira. Björgvin er hæstánægður með útgáfuna. „Þetta er orðið ansi mikið sem maður er búinn að taka þátt í, bæði einsamall og með öðrum. Þetta er hrikalega stór katalógur en það var reynt að búa til svolítið sniðugan pakka.“ Björgvin hefur gefið út hjá Senu og fyrir tækjunum sem komu á undan því síðan um miðjan áttunda ára- tuginn. „Maður þekkir til þarna og hefur gert marga skemmtilega hluti. Meirihlutann er ég frekar sáttur við en þegar maður gerir svona mikið vill maður gera sumt aftur og annað má betur fara eins og gengur og gerist. En maður er alltaf að reyna að toppa sjálfan sig og gera eitthvað nýtt.“ Hinir árlegu jólatónleikar hans verða í Laugardalshöll á laugar- daginn. Aðspurður telur hann tón- leikana þá stærstu til þessa, enda 140 manns á sviðinu þegar mest lætur, auk hóps aðstoðarmanna. „Æfingarnar ganga ofsalega vel og við ætlum hvergi að slá af.“ freyr@frettabladid.is Veglegt safnbox slapp við bruna BOX FRÁ BJÖRGVINI Nýtt safnbox með bestu lögum Björgvins Halldórssonar og afmælistónleikum hans er komið út. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Breska tímaritið Heat Magazine hefur tekið saman lista yfir þrjátíu ríkustu Bretana undir þrítugu. Það kemur ekki á óvart að sjálfur Harry Potter, Daniel Radcliffe, trónir á toppnum en hann halaði inn tæpa tíu milljarða íslenskra króna árið 2010. Samleikarar hans í Harry Potter, þau Emma Watson og Rupert Grint, sitja í fjórða og fimmta sæti listans með rúma fjóra milljarða í árslaun á mann. Það er því ljóst að þríeykið er á grænni grein þrátt fyrir að Harry Potter ævintýrinu hafi lokið í sumar. Leikararnir Keira Knightley og Robert Pattinson eru í öðru og þriðja sæti listans en bæði hafa verið að gera það gott á hvíta tjald- inu upp á síðkastið. Knightley var með tæpa sex milljarða í tekjur á síðasta ári en hún er að taka upp myndina Önnu Kar- eninu þessa dagana. Pattison vann sér inn fimm milljarða íslenskra króna en hann hefur verið að gera það gott með leik sínum í Twilight-seríunni. Ríkir ungir Bretar Í GÓÐUM MÁLUM Leikaranir ungu í Harry Potter, Rupert Grint, Emma Watson og Daniel Radcliffe, sitja í fyrstu fimm sætunum á lista yfir þrjátíu ríkustu Breta undir þrítugu. ÞRIÐJA SÆTIÐ Robert Pattinson slær í gegn í Twilight-mynd- unum. ANNAÐ SÆTIÐ Leik- konan Keira Knightley er að gera það gott og situr í öðru sæti á tekjulista Heat Magazine. Ali Lohan, litla systir Lindsay Lohan, segist vera heppin að eiga Lindsay sem stóru systur, en Ali er að gera það gott sem fyrirsæta þessa stundina. Hún viðurkennir að henni hafi verið boðið eitur- lyf en vegna fortíðar stóru systur sinnar hafi hún afþakkað boðið. „Ég heppin að eiga systur sem ég get lært af. Ég hef séð hvað það gerði henni að nota eiturlyf og veit að það er heimskulegt,“ segir Ali, sem er 17 ára, átta árum yngri en Lindsay sem hefur flakkað milli réttarsala og fang- elsa upp á síðkastið vegna ýmissa brota. Ali Lohan blæs einnig á kjafta- sögur þess efnis að hún hafi farið í lýtaaðgerðir. „Hvernig ætti ég að fara að því? Ég er 17 ára og þyrfti samþykki mömmu til að geta farið í fegrunaraðgerð en hún mundi aldrei leyfa mér það,“ segir Ali Lohan í viðtali við Page Six Magazine. Lærir af mistökum Lindsay HEPPNAR MEÐ HVOR AÐRA Ali Lohan segist vera heppin að eiga Lindsay Lohan fyrir stóru systur og lærir af mis- tökum hennar. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.