Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 78
2. desember 2011 FÖSTUDAGUR62 FÖSTUDAGSLAGIÐ „Defiant Order með Birdy Nam Nam. Þetta lag er bara fárán- legt í góðum heyrnartólum eða hátölurum. Snilldarflæði í því og góður old-school-ish fílingur.“ Ragnar Freyr, grafískur hönnuður. Rapparinn Erpur Eyvindarson, eða Blaz Roca, fékk afhenta gull- plötu fyrir að selja 5.000 eintök af plötu sinni, Kópacabana. Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Erpi gullplötuna í Hamra- borginni í gær. Á myndinni sjást Guðrún, Erpur, Hjálmar Hjálmars- son, forseti bæjarstjórnar, og Sigurður Valgeirsson, sem situr fyrir á umslagi plötunnar. Bæjarstjóri afhenti Blaz Roca gullplötu FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Já, við eigum í raun þessa þriðju helgi í októ- ber sem hátíðin hefur alltaf verið haldin á, en við erum að þessu til að spara smá peninga,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, einn skipuleggj- enda Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Athygli hefur vakið að hátíðin verður haldin tveimur vikum síðar en tíðkast hefur hingað til, frá 31. október til 4. nóvember. Breytinguna má að hluta rekja til lengra ferðatímabils á Íslandi. „Upphaflega var markmið hátíðarinnar að fá ferðamenn til Reykjavíkur og árið 1999 var lítið um að vera í október. Nú er Reykja- vík orðin svo vinsæll áfangastaður og nóg að gera hjá ferðaþjónustunni á þessum tíma, þannig að við ákváðum að færa hátíðina til að dreifa álaginu betur og lækka í leiðinni kostnað fyrir okkur,“ segir Kamilla. Miðasala á næstu hátíð hófst í gær, töluvert fyrr en áður. Að sögn Kamillu er það gert til að koma til móts við erlenda gesti sem þurfa að skipuleggja ferða- lag sitt vel fram í tímann. Og þessi hópur fer sífellt stækkandi. „Núna erum við að vinna úr könnun sem gerð var meðal hátíðargesta í október, og fyrstu tölur benda til þess að hlutfall erlendra gesta hafi aukist frá því í fyrra,“ Fyrir ári nutu næstum jafn margir útlend- ingar og Íslendingar tónlistarinn- ar, en heimamenn voru í örlitlum meirihluta. Nú lítur allt út fyrir að erlendir gestir hafi í fyrsta sinn verið meirihluta tónleikagesta. „Við erum auðvitað mjög ánægð með það.“ - bb Airwaves seinkað um tvær vikur ÁRLEG TÓNLISTARVEISLA Takmarkaður fjöldi miða á afsláttarverði er í boði á heimasíðu Iceland Airwaves. Kamilla Ingibergsdóttir segir að tilkynnt verði um fyrstu listamennina snemma á næsta ári. „Þetta er í farvatninu en ekki búið að negla endanlega niður,“ segir Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður. Andri sló rækilega í gegn með sjónvarpsþáttunum sínum Andri á flandri sem sýndir voru á RÚV og nú er gert ráð fyrir tveimur þáttaröðum á næsta ári. Annars vegar Andraland þar sem Andri þvælist um miðborgina og hittir alls konar fólk og hins vegar sér- staka þáttaröð um ferð Andra á slóðir Vestur-Íslend- inga í Ameríku og Kanada en þar hyggst hann meðal annars færa fjarskyldum ættingjum landsins sérstak- an leynigest. Það er framleiðslufyrirtækið Stórveldið sem framleiðir báða þættina. Andri var í Njarðvík þegar Fréttablaðið náði tali af honum en hann hugðist fara í 7D-bíóið með tólf ára frænda sínum, Kristófer. Andri er reyndar nýbúinn að fjárfesta í bíl, svörtum Hyundai, sem hann segir vera verstu fjárfestingu lífs síns. „Mér var sagt að bíll- inn liti vel út, hann eyddi nánast engu og væri topp- ástandi. Hann fer með tank á viku og ég er þegar búinn að eyða 200 þúsund krónum í viðgerðir. Enda er hann í góðu standi núna,“ segir Andri. Gestirnir í Andralandi verða af öllum stærðum og gerðum, ekki bara þessar týpísku lattélepjandi- lopatrefla týpur. „Þetta verður skemmtilegt og áhuga- vert fólk,“ segir Andri sem býst þó ekki við því að verða langlífur í sjónvarpi, hann hafi einfaldlega svo gaman af útvarpi. „Það skemmtilegasta við útvarpið er að velja lögin.“ - fgg Andri Freyr á leið til Ameríku ANDRI, FRÆNDINN OG NÝI BÍLLINN Andri Freyr ásamt Kristófer frænda sínum og nýja bílnum. Útvarpsmaðurinn góðkunni verður væntanlega með tvo nýja sjónvarpsþætti á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Æfingar byrja í lok janúar. Þetta er virkilega spennandi,“ segir Guð- mundur Ingi Þorvaldsson, leikari. Hann hefur hreppt hlutverk Ókunn- uga mannsins í uppfærslu Rose- leikhússins í Kingston-hverfinu í London á verki Henrik Ibsen, Konan við hafið. Mótleikkona Guðmundar í verk- inu verður enska leikkonan Joely Richardson sem er dóttir Vanessu Redgrave og er því af miklu leik- húsfólki komin. Hún hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð Patriot og sjónvarpsþáttaröðinni Nip/Tuck. Hún leikur jafnframt Anitu Vanger í ensku útgáfunni af Karlar sem hata konur. Verkinu er leikstýrt af Stephen Unwin. Það verður frumsýnt þann 23. febrú- ar en hitt aðalhlutverkið verður í höndunum á Malcolm Storry. Sá er ákaflega virtur í sínu fagi en hefur jafnframt brugðið fyrir í kvik- myndum á borð við The Last of the Mohicans. Guðmundur segir Unwin vera einn virtasta leikhús-leikstjóra Breta og það séu því forréttindi að fá að vinna með honum. „Bretum er nefnilega alveg sama með hverj- um þú hefur unnið heima á Íslandi, þeir vilja bara vita með hverjum þú hefur unnið hérna úti. Þetta er því mikilvægt skref fyrir mig,“ segir Guðmundur og bætir því við að umboðsmaðurinn hans í London sé himinlifandi með niðurstöðuna. „Hann getur núna loksins sent fólk á sýningu með mér og leyft því að sjá mig.“ Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir nokkru var Guðmundur boð- aður í prufur fyrir sjónvarpsþætt- ina Game of Thrones. Planið var þá að fara út í október en prufunum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Verkefnið í Rose-leikhúsinu kom því eins og himnasending. „Ég er mjög ánægður með þetta.“ freyrgigja@frettabladid.is GUÐMUNDUR INGI ÞORVALDSSON: PRUFUM GAME OF THRONES FRESTAÐ Landaði flottu hlutverki í Rose-leikhúsinu í London FLOTT HLUTVERK Guðmundur Ingi leikur ókunnuga manninn í Konunni við Hafið eftir Henrik Ibsen í uppfærslu Rose-leikhússins í Kingston. Aðalhlutverkin verða í höndunum á Joely Richardson og Malcolm Storry. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.