Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 78
2. desember 2011 FÖSTUDAGUR62
FÖSTUDAGSLAGIÐ
„Defiant Order með Birdy Nam
Nam. Þetta lag er bara fárán-
legt í góðum heyrnartólum eða
hátölurum. Snilldarflæði í því
og góður old-school-ish fílingur.“
Ragnar Freyr, grafískur hönnuður.
Rapparinn Erpur Eyvindarson, eða Blaz Roca, fékk afhenta gull-
plötu fyrir að selja 5.000 eintök af plötu sinni, Kópacabana. Guðrún
Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Erpi gullplötuna í Hamra-
borginni í gær. Á myndinni sjást Guðrún, Erpur, Hjálmar Hjálmars-
son, forseti bæjarstjórnar, og Sigurður Valgeirsson, sem situr fyrir
á umslagi plötunnar.
Bæjarstjóri afhenti
Blaz Roca gullplötu
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Já, við eigum í raun þessa þriðju helgi í októ-
ber sem hátíðin hefur alltaf verið haldin á, en
við erum að þessu til að spara smá peninga,“
segir Kamilla Ingibergsdóttir, einn skipuleggj-
enda Iceland Airwaves-hátíðarinnar.
Athygli hefur vakið að hátíðin verður
haldin tveimur vikum síðar en tíðkast hefur
hingað til, frá 31. október til 4. nóvember.
Breytinguna má að hluta rekja til lengra
ferðatímabils á Íslandi. „Upphaflega var
markmið hátíðarinnar að fá ferðamenn
til Reykjavíkur og árið 1999 var lítið
um að vera í október. Nú er Reykja-
vík orðin svo vinsæll áfangastaður og
nóg að gera hjá ferðaþjónustunni á
þessum tíma, þannig að við ákváðum
að færa hátíðina til að dreifa álaginu
betur og lækka í leiðinni kostnað
fyrir okkur,“ segir Kamilla. Miðasala á næstu
hátíð hófst í gær, töluvert fyrr en áður. Að sögn
Kamillu er það gert til að koma til móts við
erlenda gesti sem þurfa að skipuleggja ferða-
lag sitt vel fram í tímann. Og þessi hópur
fer sífellt stækkandi. „Núna erum við að
vinna úr könnun sem gerð var meðal
hátíðargesta í október, og fyrstu tölur
benda til þess að hlutfall erlendra gesta
hafi aukist frá því í fyrra,“ Fyrir ári
nutu næstum jafn margir útlend-
ingar og Íslendingar tónlistarinn-
ar, en heimamenn voru í örlitlum
meirihluta. Nú lítur allt út fyrir að
erlendir gestir hafi í fyrsta sinn
verið meirihluta tónleikagesta.
„Við erum auðvitað mjög ánægð
með það.“ - bb
Airwaves seinkað um tvær vikur
ÁRLEG TÓNLISTARVEISLA Takmarkaður fjöldi miða á
afsláttarverði er í boði á heimasíðu Iceland Airwaves.
Kamilla Ingibergsdóttir segir að tilkynnt verði um fyrstu
listamennina snemma á næsta ári.
„Þetta er í farvatninu en ekki búið að negla endanlega
niður,“ segir Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður.
Andri sló rækilega í gegn með sjónvarpsþáttunum
sínum Andri á flandri sem sýndir voru á RÚV og nú
er gert ráð fyrir tveimur þáttaröðum á næsta ári.
Annars vegar Andraland þar sem Andri þvælist um
miðborgina og hittir alls konar fólk og hins vegar sér-
staka þáttaröð um ferð Andra á slóðir Vestur-Íslend-
inga í Ameríku og Kanada en þar hyggst hann meðal
annars færa fjarskyldum ættingjum landsins sérstak-
an leynigest. Það er framleiðslufyrirtækið Stórveldið
sem framleiðir báða þættina.
Andri var í Njarðvík þegar Fréttablaðið náði tali af
honum en hann hugðist fara í 7D-bíóið með tólf ára
frænda sínum, Kristófer. Andri er reyndar nýbúinn að
fjárfesta í bíl, svörtum Hyundai, sem hann segir vera
verstu fjárfestingu lífs síns. „Mér var sagt að bíll-
inn liti vel út, hann eyddi nánast engu og væri topp-
ástandi. Hann fer með tank á viku og ég er þegar
búinn að eyða 200 þúsund krónum í viðgerðir. Enda
er hann í góðu standi núna,“ segir Andri.
Gestirnir í Andralandi verða af öllum stærðum
og gerðum, ekki bara þessar týpísku lattélepjandi-
lopatrefla týpur. „Þetta verður skemmtilegt og áhuga-
vert fólk,“ segir Andri sem býst þó ekki við því að
verða langlífur í sjónvarpi, hann hafi einfaldlega svo
gaman af útvarpi. „Það skemmtilegasta við útvarpið
er að velja lögin.“ - fgg
Andri Freyr á leið til Ameríku
ANDRI, FRÆNDINN OG NÝI BÍLLINN Andri Freyr ásamt Kristófer
frænda sínum og nýja bílnum. Útvarpsmaðurinn góðkunni
verður væntanlega með tvo nýja sjónvarpsþætti á næsta ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
„Æfingar byrja í lok janúar. Þetta
er virkilega spennandi,“ segir Guð-
mundur Ingi Þorvaldsson, leikari.
Hann hefur hreppt hlutverk Ókunn-
uga mannsins í uppfærslu Rose-
leikhússins í Kingston-hverfinu
í London á verki Henrik Ibsen,
Konan við hafið.
Mótleikkona Guðmundar í verk-
inu verður enska leikkonan Joely
Richardson sem er dóttir Vanessu
Redgrave og er því af miklu leik-
húsfólki komin. Hún hefur meðal
annars leikið í kvikmyndum á borð
Patriot og sjónvarpsþáttaröðinni
Nip/Tuck. Hún leikur jafnframt
Anitu Vanger í ensku útgáfunni af
Karlar sem hata konur. Verkinu er
leikstýrt af Stephen Unwin. Það
verður frumsýnt þann 23. febrú-
ar en hitt aðalhlutverkið verður í
höndunum á Malcolm Storry. Sá er
ákaflega virtur í sínu fagi en hefur
jafnframt brugðið fyrir í kvik-
myndum á borð við The Last of the
Mohicans.
Guðmundur segir Unwin vera
einn virtasta leikhús-leikstjóra
Breta og það séu því forréttindi að
fá að vinna með honum. „Bretum
er nefnilega alveg sama með hverj-
um þú hefur unnið heima á Íslandi,
þeir vilja bara vita með hverjum
þú hefur unnið hérna úti. Þetta er
því mikilvægt skref fyrir mig,“
segir Guðmundur og bætir því við
að umboðsmaðurinn hans í London
sé himinlifandi með niðurstöðuna.
„Hann getur núna loksins sent fólk
á sýningu með mér og leyft því að
sjá mig.“
Eins og Fréttablaðið greindi frá
fyrir nokkru var Guðmundur boð-
aður í prufur fyrir sjónvarpsþætt-
ina Game of Thrones. Planið var þá
að fara út í október en prufunum
hefur verið frestað um óákveðinn
tíma. Verkefnið í Rose-leikhúsinu
kom því eins og himnasending. „Ég
er mjög ánægður með þetta.“
freyrgigja@frettabladid.is
GUÐMUNDUR INGI ÞORVALDSSON: PRUFUM GAME OF THRONES FRESTAÐ
Landaði flottu hlutverki
í Rose-leikhúsinu í London
FLOTT HLUTVERK Guðmundur Ingi leikur ókunnuga manninn í Konunni við Hafið
eftir Henrik Ibsen í uppfærslu Rose-leikhússins í Kingston. Aðalhlutverkin verða í
höndunum á Joely Richardson og Malcolm Storry. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM