Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 36
2 föstudagur 2. desember 100% náttú ruleg t núna ✽ Kakó og piparkökur augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 meðmælin Jólagleði Jólamarkaður Pop Up Verzlunar- innar verður nú um helgina og úr nægu er að velja! Markaðurinn fer fram í Hörpunni að þessu sinni og hefst klukkan 12.00 á morgun. Margir hönnuðir verða á staðnum, 31 talsins, og selja vörur sínar og verður hægt að kaupa skrautmuni á heimilið, fatnað og skart. Vakin er athygli á því að ekki er tekið við greiðslukortum, aðeins reiðufé. Markaðurinn er opinn frá 12.00 til 18.00 laugardag og sunnudag. Jarðskjálftar í London Nemendaleikhús Listaháskóla Ís- lands frumsýnir í kvöld verkið Jarð- skjálftar í London eftir Mike Bart- lett. Verkið fékk góðar viðtökur þegar það var frumsýnt i National Theatre í London í fyrra og tekur meðal annars á umhverfismálum, spillingu og fjölskyldum í upplausn. Í verkinu flétta leikarar saman tón- list, dansi og myndbandsverkum og er leikstjóri verksins Halldór E. Laxness. Miðasala fer fram í síma 895 6994 og á Midi.is og kostar 1.500 krónur. C arine Roitfeld, fyrrverandi ritstjóri franska Vogue, ræddi tísku og blaðaút- gáfu við The Guardian um síðustu helgi og ráðlagði mæðrum að fá aldrei lánuð föt dætra sinna. „Þegar maður eldist á maður aldrei að deila fötum með dóttur sinni. Aldrei. Mið- aldra kona mun aldrei líta vel út í galla- jakka og stuttu pilsi, alveg sama hvernig hún er vaxin. Það eru allt of margar mið- aldra konur sem klæða sig eins og tvítug- ar stúlkur. Ég mæli með því að þú farir í gegnum fataskápinn á fimm ára fresti og hugsir: „Get ég ennþá gengið í þessu?“ Það er alls ekki skemmtilegt, en maður neyðist til þess,“ sagði Roitfeld sem ný- verið gaf út ævisögu sína, Irreverent. Carine Roitfeld gefur tískuráðleggingar: Mæðgur skulu ekki deila fötum Deilir ráðum Carine Roitfeld segir mæður ekki eiga að deila fötum með dætrum sínum. NORDICPHOTOS/GETTY VERÐLAUNUÐ Söngkonan knáa Kylie Minogue var heiðruð í heima- landi sínu, Ástralíu, á dögunum. Hún var tekin inn í ARIA Hall of Fame í Sydney síðustu helgi. NORDICPHOTOS/GETTY MARKAÐSSTEMNING Skemmtilegur fatamarkaður verður á Lindargötu 6 á morgun. Hinn ávallt smekklegi Stefán Svan mun selja föt og annað smálegt ásamt Elmu Lísu. Hægt verður að koma höndum yfir merki á borð við Vivienne Westwood, Bruun & Stengade, Filippu K og Bernhard Willhelm. Aðeins er tekið við reiðufé og heitt verður á könnunni! Markaðurinn stendur frá 12 til 18. E va Lín Traustadóttir hannar fatnað undir nafninu evalín og leggur mikla áherslu á þægilega og klæðilega hönn- un. Evalín er ársgamalt fyrir- tæki sem hefur dafnað hratt. Eva Lín er menntuð sem þroskaþjálfi og hárgreiðslu- kona en hefur ætíð haft áhuga á hönnun og tísku. Hún eign- aðist sína fyrstu saumavél fyrir tveimur árum og hóf að sauma föt á sjálfa sig. „Ég var svo fljót- lega farin að sauma á aðra og á endanum voru pantanirn- ar orðnar svo margar að ég neyddist til að minnka við mig vinnu til að anna eftirspurn- inni. Núna læt ég framleiða flíkurnar á Indlandi og vinn á daginn sem þroskaþjálfi,“ út- skýrir Eva Lín. Innt eftir því hvernig föt hún hannar segist Eva Lín vera mik- ill rokkari í sér og að fötin beri þess merki. „Ætli ég hafi ekki líka verið indíáni einhvern tímann í fyrra lífi því kögur og fjaðrir hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi. Fötin sem ég hanna eru rokkaraleg með indíánaí- vafi en fyrst og fremst eru þau þægileg, klæðileg og tímalaus. Mig langaði að hanna tímalaus föt sem væru ekki endilega árs- tíðabundin heldur þannig að ég gæti bætt við línurnar reglulega í stað þess að koma með tvær línur árlega.“ Eva Lín segist ánægð með viðtökurnar og hyggst halda ótrauð áfram að hanna. Hún er ekki farin að huga að frekari umsvif- um á tískumarkað- inum og kveðst sátt eins og hlutirnir eru í dag. „Ég vona að fólk haldi áfram að taka vel í hönnun mína en fyrir mér er þetta mikið ævintýri. Ég er ein með tvö börn og það er stórkostlegt að þetta skuli hafa gengið svona vel. En hvað framtíðin ber í skauti sér er alveg óráð- ið, ég er mjög sátt eins og staðan er í dag,“ segir hún að lokum. Flíkurn- ar fást meðal annars í versluninni 3 Smárar, á heimasíðu merkisins og í verslunum víðs vegar um landið. sara@frettablaðið.is EVA LÍN TRAUSTADÓTTIR HANNAR FLÍKUR UNDIR NAFNINU EVALÍN: GÓÐ BLANDA AF ROKKI OG ÞÆGINDUM Óvæntur hönnuður Eva Lín Traustadóttir hannar fatnað undir nafninu eval- ín. Hún segir viðtökurnar hafa farið fram úr hennar björtustu vonum. Flíkurn- ar sem hún hannar eru rokkaralegar með indjá- naívafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.