Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 36
2 föstudagur 2. desember
100%
náttú
ruleg
t
núna
✽ Kakó og piparkökur
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Stefán Karlsson Útlitshönnun
Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is
Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
meðmælin
Jólagleði
Jólamarkaður Pop Up Verzlunar-
innar verður nú um helgina og úr
nægu er að velja! Markaðurinn fer
fram í Hörpunni að þessu sinni og
hefst klukkan 12.00 á morgun.
Margir hönnuðir verða á staðnum,
31 talsins, og selja vörur sínar og
verður hægt að kaupa skrautmuni
á heimilið, fatnað og skart. Vakin
er athygli á því að ekki er tekið við
greiðslukortum, aðeins reiðufé.
Markaðurinn er opinn frá 12.00 til
18.00 laugardag og sunnudag.
Jarðskjálftar í London
Nemendaleikhús Listaháskóla Ís-
lands frumsýnir í kvöld verkið Jarð-
skjálftar í London eftir Mike Bart-
lett. Verkið fékk góðar viðtökur
þegar það var frumsýnt i National
Theatre í London í fyrra og tekur
meðal annars á umhverfismálum,
spillingu og fjölskyldum í upplausn.
Í verkinu flétta leikarar saman tón-
list, dansi og myndbandsverkum
og er leikstjóri verksins Halldór E.
Laxness. Miðasala fer fram í síma
895 6994 og á Midi.is og kostar
1.500 krónur.
C
arine Roitfeld, fyrrverandi ritstjóri
franska Vogue, ræddi tísku og blaðaút-
gáfu við The Guardian um síðustu helgi
og ráðlagði mæðrum að fá aldrei lánuð föt
dætra sinna.
„Þegar maður eldist á maður aldrei að
deila fötum með dóttur sinni. Aldrei. Mið-
aldra kona mun aldrei líta vel út í galla-
jakka og stuttu pilsi, alveg sama hvernig
hún er vaxin. Það eru allt of margar mið-
aldra konur sem klæða sig eins og tvítug-
ar stúlkur. Ég mæli með því að þú farir í
gegnum fataskápinn á fimm ára fresti og
hugsir: „Get ég ennþá gengið í þessu?“
Það er alls ekki skemmtilegt, en maður
neyðist til þess,“ sagði Roitfeld sem ný-
verið gaf út ævisögu sína, Irreverent.
Carine Roitfeld gefur tískuráðleggingar:
Mæðgur skulu ekki
deila fötum
Deilir ráðum Carine Roitfeld segir mæður ekki
eiga að deila fötum með dætrum sínum.
NORDICPHOTOS/GETTY
VERÐLAUNUÐ Söngkonan knáa
Kylie Minogue var heiðruð í heima-
landi sínu, Ástralíu, á dögunum. Hún
var tekin inn í ARIA Hall of Fame í
Sydney síðustu helgi.
NORDICPHOTOS/GETTY
MARKAÐSSTEMNING Skemmtilegur fatamarkaður verður á Lindargötu
6 á morgun. Hinn ávallt smekklegi Stefán Svan mun selja föt og annað smálegt
ásamt Elmu Lísu. Hægt verður að koma höndum yfir merki á borð við Vivienne
Westwood, Bruun & Stengade, Filippu K og Bernhard Willhelm. Aðeins er tekið
við reiðufé og heitt verður á könnunni! Markaðurinn stendur frá 12 til 18.
E
va Lín Traustadóttir
hannar fatnað undir
nafninu evalín og
leggur mikla áherslu
á þægilega og klæðilega hönn-
un. Evalín er ársgamalt fyrir-
tæki sem hefur dafnað hratt.
Eva Lín er menntuð sem
þroskaþjálfi og hárgreiðslu-
kona en hefur ætíð haft áhuga
á hönnun og tísku. Hún eign-
aðist sína fyrstu saumavél fyrir
tveimur árum og hóf að sauma
föt á sjálfa sig. „Ég var svo fljót-
lega farin að sauma á aðra og
á endanum voru pantanirn-
ar orðnar svo margar að ég
neyddist til að minnka við mig
vinnu til að anna eftirspurn-
inni. Núna læt ég framleiða
flíkurnar á Indlandi og vinn á
daginn sem þroskaþjálfi,“ út-
skýrir Eva Lín.
Innt eftir því hvernig föt hún
hannar segist Eva Lín vera mik-
ill rokkari í sér og að fötin beri
þess merki. „Ætli ég hafi ekki
líka verið indíáni einhvern
tímann í fyrra lífi því kögur og
fjaðrir hafa alltaf verið í miklu
uppáhaldi. Fötin sem ég hanna
eru rokkaraleg með indíánaí-
vafi en fyrst og fremst eru þau
þægileg, klæðileg og tímalaus.
Mig langaði að hanna tímalaus
föt sem væru ekki endilega árs-
tíðabundin heldur þannig að ég
gæti bætt við línurnar reglulega
í stað þess að koma með
tvær línur árlega.“
Eva Lín segist ánægð
með viðtökurnar og
hyggst halda ótrauð
áfram að hanna. Hún
er ekki farin að huga
að frekari umsvif-
um á tískumarkað-
inum og kveðst sátt
eins og hlutirnir eru í
dag. „Ég vona að fólk
haldi áfram að taka
vel í hönnun mína
en fyrir mér er þetta
mikið ævintýri. Ég er
ein með tvö börn og það
er stórkostlegt að þetta
skuli hafa gengið svona
vel. En hvað framtíðin ber
í skauti sér er alveg óráð-
ið, ég er mjög sátt eins
og staðan er í dag,“ segir
hún að lokum. Flíkurn-
ar fást meðal annars í
versluninni 3 Smárar, á
heimasíðu merkisins og í
verslunum víðs vegar um
landið.
sara@frettablaðið.is
EVA LÍN TRAUSTADÓTTIR HANNAR FLÍKUR UNDIR NAFNINU EVALÍN:
GÓÐ BLANDA AF ROKKI
OG ÞÆGINDUM
Óvæntur hönnuður Eva
Lín Traustadóttir hannar
fatnað undir nafninu eval-
ín. Hún segir viðtökurnar
hafa farið fram úr hennar
björtustu vonum. Flíkurn-
ar sem hún hannar eru
rokkaralegar með indjá-
naívafi.