Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 12
2. desember 2011 FÖSTUDAGUR12 Meira í leiðinni 6020 LET40T900 HAIER 40” LED SJÓNVARP Almennt verð 139.900 kr. Verð til N1 korthafa 129.900 kr.* Almennt verð 94.900 kr. Verð til N1 korthafa 84.900 kr.* LET40T900 Full HD: Upplausn 1920 x 1080 USB Time shift: Þú getur gert hlé á dagskrá, spólað tilbaka eða hlaupið áfram í því efni sem horft er á með því að tengja USB tæki. USB tengi: Gerir kleift að horfa á mynd- bönd skoða ljósmyndir eða hlusta á tónlist beint af USB tæki. Móttakari: DVB - T/C (Háskerpu Stafrænn Móttakari) Tengimöguleikar: 3 HDMI tengi, Composite, Scart, 15 Pin D-sub(VGA/PC),PC Audio Input, Digital audio Out (SPDIF), PCMCIA, 2 USB tengi Þykkt: Aðeins 3,7cm LET32T900 HD Ready: Upplausn 1366 x 768 USB Time shift: Þú getur gert hlé á dagskrá, spólað tilbaka eða hlaupið áfram í því efni sem horft er á með því að tengja USB tæki. USB tengi: Gerir kleift að horfa á myndbönd skoða ljósmyndir eða hlusta á tónlist beint af USB tæki. Móttakari: DVB - T/C (Háskerpu Stafrænn Móttakari) Tengimöguleikar: 3 HDMI tengi, Composite, Scart, 15 Pin D-sub(VGA/PC),PC Audio Input, Digital audio Out (SPDIF), PCMCIA, 2 USB tengi Þykkt: Aðeins 4cm 6020 LET32T900 HAIER 32" LED SJÓNVARP N1 STÓRVERSLUN BÍLDSHÖFÐA HAFNARFIRÐI | KEFLAVÍK | AKRANESI | AKUREYRI EGILSTÖÐUM | HÖFN | SELFOSS LED SJÓNVÖRP Á GÓÐU VERÐI ENN MEIRI ÁVINNINGUR FYRIR N1 KORTHAFA N1 VERSLANIR *N1 korthafar þurfa að framvísa N1 kortinu til að tryggja sér Á LEIÐ ÚT Í GEIM Bandarískur, rúss- neskur og hollenskur geimfari búa sig undir ferð út í geiminn frá Rússlandi síðar í mánuðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BELGÍA Allt bendir til þess að ríkisstjórn verði mynduð í Belgíu um helgina, en stjórnarkreppa hafði ríkt þar í 536 daga áður en sex flokkar á þingi komu sér saman um fjárlög ársins í gær. Á meðan hefur landinu verið stýrt af utan- þingsstjórn, en þessi tími sem tekið hefur að mynda stjórn er staðfest heimsmet hjá lýðræðis- ríki. Sósíalistinn Elio Di Rupo er talinn líklegastur til að leiða stjórnina en skipan hennar verður sennilega staðfest á mánudag. Helsta ástæðan á bak við tregðuna er núningur milli þjóðarbrota því að háværar raddir í flæmska hluta landsins hafa lýst óánægju með að þurfa að „halda uppi“ frönskumælandi hlutanum þar sem meðaltekjur eru lægri og atvinnuleysi meira. Flæmska fylk- ingin, sem stefnir að því að gera Belgíu að sam- bandsríki, fékk flest þingsæti í kosningunum í júní í fyrra, en er ekki meðal þátttakenda í væntan legri stjórn. Lausn stjórnarkreppunnar var orðin afar aðkallandi þar sem aðgerða var þörf í efnahags- málum. Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hafði hækkað upp undir 7% eftir að lánshæfismat ríkis ins var lækkað fyrir viku. Samkomulag flokkanna felur i sér miklar aðhaldsaðgerðir til að koma fjárlagahallanum niður í 2,8% eins og krafan er frá ESB, en stefnt er að hallalausum fjárlögum árið 2015. Næstu þingkosningar verða árið 2014. - þj Eins og hálfs árs stjórnarkreppu að ljúka með samkomulagi sex flokka: Loksins mynduð ný ríkisstjórn í Belgíu MYNDAR STJÓRN Elio Di Rupo er talinn líklegastur til að leiða nýja ríkisstjórn sem stendur til að mynda um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FANGELSISMÁL „Mín skoðun er sú að mikilvægt sé að veita heim- ild til byggingar nýs fangelsis en það þurfi að gera með ákveðnum skilyrðum.“ Þetta segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, for maður fjárlaganefndar Alþingis, en meirihluti nefndarinnar er and- vígur því að heimila byggingu fangelsis á Hólmsheiði í samræmi við tillögur ríkisstjórnarinnar. Ögmundur jónasson innanríkis- ráðherra lagði til við fjárlaga- nefnd að veittar yrðu 190 millj- ónir til hönnunar fangelsisins. Sigríður Ingibjörg segir að mál- inu hafi verið frestað til þriðju fjárlagaumræðu, sem fram fer næstkomandi þriðjudag. „Það eru uppi efasemdir um hlutverk hins nýja fangelsis, hvernig haga eigi fangelsismálum til framtíðar litið og hvort þessi bygging sé í anda þess,“ útskýrir hún. Aðspurð segir hún efasemd- irnar snúa að því hvort rétt sé að hér séu tvö vistunarfangelsi. Gert sé ráð fyrir að nýja fangelsið rúmi á sjötta tug fanga og margir telji að það sé of stórt. Byggja þurfi komu- og gæsluvarðhaldsfangelsi auk kvennafangelsis en öryggis- fangelsi eigi fyrst og fremst að vera á Litla-Hrauni. Spurð, í ljósi langra biðlista í afplánun, hvort ekki sé þörf á fleiri slíkum plássum bendir Sigríður Ingibjörg á að ekki séu allir sem bíði afplánunar að fara í öryggisgæslu, heldur geti hluti þeirra verið í opnum úrræðum og samfélagsþjónustu. Grundvallar- atriðið sé þó að veita heimild til að hefja hönnun nýs fangelsis þegar búið verði að ná niðurstöðu. Sú heimild liggi fyrir á árinu 2012 og þá með skilyrðum í samræmi við vilja þingsins. „Það er orðið brýnt að koma með viðbótarlausn í fangelsis- málum. Það þarf því að klára þetta mál í þriðju fjárlagaum- ræðu. Við erum að vinna að því að finna leið sem tryggir að við fáum nýtt fangelsi en jafnframt að það verði út frá áherslum sem Alþingi geti sætt sig við.“ Björn Valur Gíslason, vara- formaður fjárlaganefndar, segir nefndina líta svo á að leggi hún fram breytingatillögu við fjárlög um hönnun nýs fangelsis sé um leið verið að binda staðsetninguna við Hólmsheiði. „Þessi heimild er upp á til- tekna fjárhæð til að hanna nýja byggingu á Hólmsheiði, en ekki annars staðar,“ segir Björn Valur en segir þetta atriði ekki standa sérstaklega í vegi fyrir ákvörðun nefndarinnar. Þarna sé ekki ein- ungis verið að taka fjárhagslega ákvörðun heldur einnig faglega. Fjárlaganefnd þurfi því að afla frekari upplýsinga, meðal annars frá innanríkisráðherra og tiltekn- um starfsmönnum innanríkis- ráðuneytisins. jss@frettabladid.is LITLA-HRAUN Formaður fjárlaganefndar segir að öryggisfangelsi eigi fyrst og fremst að vera á Litla-Hrauni. Bygging nýs fangelsis sé háð skilyrðum Formaður fjárlaganefndar Alþingis vill að heimild til byggingar nýs fangelsis verði veitt með ákveðnum skilyrðum. Margir telji að fangelsisbyggingin sem gert er ráð fyrir að rísi á Hólmsheiði sé of stór. alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.