Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 74
2. desember 2011 FÖSTUDAGUR58 N1-deild karla Haukar - Grótta 29-17 (13-6) Mörk Hauka (skot): Gylfi Gylfason 11/4 (12/5), Árni Steinn Steinþórsson 5 (9), Nemanja Malovic 3 (4), Jónatan Ingi Jónsson 2 (2), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (4), Þórður Rafn Guðmunds- son 2 (5), Freyr Brynjarsson 1 (2), Sveinn Þor- geirsson 1 (2), Sigurður Guðjónsson 1 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (7). Varin skot: Birkir Ívar Guðm. 20/1 (37/2, 54%). Hraðaupphlaup: 9 (Gylfi 3, Árni Steinn 2, Mal- ovic 1, Jónatan 1, Stefán Rafn 1, Freyr 1) Fiskuð víti: 5 (Jónatan 2, Stefán 1, Tjörvi 1, Einar 1) Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Gróttu (skot): Hjálmar Þór Arnarsson 3 (5), Kristján Jóhannsson 3 (7), Þorgrímur Smári Ólafsson 3 (10), Þráinn Jónsson 2 (5), Ólafur Ægir Ólafsson 2/1 (5/2), Aron Valur Jóhannsson 1 (1), Árni Benedikt Árnason 1 (2), Benedikt R. Kristinsson 1 (3), Þórir Finnbogason 1 (4/1). Varin skot: Lárus Ólafsson 14/1 (43/5, 33%). Hraðaupphlaup: 5 (Kristján 2, Þráinn 1, Benedikt 1, Þórir 1) Fiskuð víti: 2 (Þráinn 2, Hjálmar 1) Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson Valur - FH 26-26 (13-15) Mörk Vals (skot): Anton Rúnarsson 11/1 (18/2), Sturla Ásgeirsson 6/2 (11/2), Magnús Einarsson 3 (7), Sigfús Sigurðsson 2 (2), Orri Freyr Gíslason 2 (4), Einar Örn Guðmundsson 1 (1), Sveinn Aron Sveinsson 1 (3), Arnar Daði Arnarsson (1), Atli Már Báruson (2), Varin skot: Hlynur Morthens 16 (36/3, 44%), Ingvar K. Guðmundsson 1 (7/2, 14%). Hraðaupphlaup: 4 (Anton 1, Orri 1, Einar 1, Sveinn 1) Fiskuð víti: 3 (Magnús 2, Anton 1, Orri Freyr 1) Utan vallar: 4 mínútur. Mörk FH (skot): Þorkell Magnússon 9/5 (9/5), Ólafur Gústafsson 8 (16), Hjalti Þór Pálmason 2 (3), Halldór Guðjónsson 2 (5), Örn Ingi Bjarkason 2 (6), Andri Berg Haraldsson 2 (9), Atli Rúnar Steinþórsson 1 (2), Baldvin Þorsteinsson (1), Varin skot: Daníel Andrésson 18/1 (44/4, 41%). Hraðaupphlaup: 4 (Þorkell 2, Halldór 1, Atli 1) Fiskuð víti: 2 (Atli 3, Hjalti 1, Baldvin 1) Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson. Afturelding - HK 25-31 (12-16) Mörk Aftureldingar (skot): Hilmar Stefánsson 7/2 (7/2), Sverrir Hermannsson 5 (10), Böðvar Páll Ásgeirsson 4 (9), Jóhann Jóhannsson 3/1 (4/1), Helgi Héðinsson 2 (2), Jón Andri Helgason 2 (5), Chris McDermont 1 (1), Þrándur Gíslason 1 (2), Aron Gylfason (1), Einar Héðinsson (3). Varin skot: Davíð Svansson 18 (49/4, 38%). Hraðaupphlaup: 3 (Hilmar 2, Jón Andri 1) Fiskuð víti: 3 (Sverrir 2, Jón Andri 1) Utan vallar: 8 mínútur. Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 9 (10), Bjarki Már Elísson 7/2 (9/2), Ólafur Ragnarsson 4/2 (9/2), Tandri Konráðsson 3 (4), Ólafur Víðir Ólafsson 3 (7), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2 (3), Atli Karl Bachmann 1 (1), Hörður Másson 1 (2), Sigurjón Björnsson 1 (4), Leó Pétursson (1). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 14 (38/2, 37%), Arnór Freyr Stefánsson (1/1). Hraðaupphlaup: 3 (Bjarki Már 3) Fiskuð víti: 4 (Atli Ævar 2, Ólafur 1, Leó Snær 1) Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. STAÐAN Haukar 9 8 0 1 240-203 16 HK 10 6 1 3 276-250 13 Fram 10 6 0 4 257-253 12 FH 9 4 3 2 254-239 11 Valur 10 4 3 3 269-251 11 Akureyri 10 4 2 4 278-255 10 Afturelding 10 2 0 8 232-280 4 Grótta 10 0 1 9 222-297 1 Sænska úrvalsdeildin Borås - 08 Stockholm 88-96 Helgi Már Magnússon skoraði tólf stig á 26 mínútum. Hann nýtti öll skotin sín nema eitt, tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu. 08 komst með sigrinum úr fallsæti í deildinni. ÚRSLIT FÓTBOLTI Garðar Gunnlaugsson er genginn til liðs við uppeldis- félagið sitt, ÍA, en hann skrifaði undir eins árs samning í gær. Hann hefur verið á Akranesi síð- asta mánuðinn við æfingar en er nú að ná fyrri styrk eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna bak- meiðsla í sumar. Hann segist bíða spenntur eftir því að tímabilið hefjist, en hann lék síðast með Val hér á landi árið 2006. „Ég hlakka til að halda mér heilum og sýna bæði umheim- inum og sjálfum mér að ég geti enn spilað fótbolta,“ sagði hann við Fréttablaðið. „Það er tilvalið að koma aftur heim á Skagann, þar sem ég varð bæði Íslands- og bikar meistari á sínum tíma. Von- andi getum við endurvakið þá gömlu, góðu daga.“ - esá Garðar Gunnlaugsson til ÍA: Vil sýna að ég geti enn spilað HANDBOLTI HK-ingar skiluðu tveim- ur stigum í hús þegar þeir heim- sóttu Aftureldingu í gær, unnu 31-25. Spennan í seinni hálfleik var meiri en lokatölurnar gefa til kynna. Með frábærum kafla náðu heimamenn óvænt að minnka mun- inn í eitt mark og svo fékk einn besti leikmaður HK, Bjarki Már Elísson, að líta rauða spjaldið eftir viðskipti við Hilmar Stefánsson. Við þetta vöknuðu HK-ingar, settu í fluggírinn og skoruðu sex mörk í röð. Þeir sýndu að þeir hafa einfaldlega mun betra lið en Aftur- elding. Það er bara staðreynd. Kópavogsliðið er nú komið í annað sæti deildarinnar. Eins og deildin spilast bendir allt til þess að Mosfellingar endi í því sæti sem þeir eru í og fari í umspil um að halda sæti sínu. Grótta getur þó enn komið í veg fyrir það, en liðin mætast í næstu umferð. „Það er gott að hafa ekki mis- stigið sig gegn botnliðunum, ég tel okkur hafa klárað þessi verk- efni með sóma,“ sagði Erlingur Richard son, þjálfari HK, eftir leikinn í gær, en HK lagði Gróttu fyrir viku. „Við vissum að þetta yrði þolin- mæðisvinna gegn Aftureldingu. Við náðum ágætis forystu í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var nokkuð sterkur og markvarslan mjög góð. Sigurinn liggur þar og í góðum baráttuanda þegar líða tók á leikinn.“ Erlingur segir að sínir menn hafi brugðist eins vel við rauða spjaldinu á Bjarka og hægt var. „Við snerum bökum saman og hugsuðum ekkert út í neikvæða punktinn. Menn voru fljótir að bregðast við og leikmennirnir eiga hrós skilið,“ sagði Erlingur, sem mótmælir ekki dómnum. „Ég sá þetta ekki alveg en hann var að reyna að losa sig og slær kannski frá sér. Þá er þetta bara rautt spjald. Ég treysti Antoni og Hlyni (dómurum leiksins) fyllilega til að meta þessa stöðu.“ Davíð Svansson, mark vörður Aftureldingar, varði 18 skot í gær og hélt liðinu inni í leiknum lengi vel. „Þetta var vægast sagt sveiflukenndur leikur. Við komum grimmir inn í þetta á milli en áttum svo til að missa þetta langt niður. Við þurfum að fækka þess- um köflum,“ sagði Davíð. - egm HK er komið upp í annað sæti deildarinnar eftir sex marka sigur á Aftureldingu: Sneru bökum saman eftir rauða spjaldið HANDBOLTI Valur og FH skildu jöfn, 26-26, í hörkuleik að Hlíðarenda í gær. Leikurinn var ekkert sérstak- lega vel spilaður en dramatíkin var til staðar allt fram á síðustu sekúndu. Sturla Ásgeirsson skoraði jöfnunar mark Vals úr afar umdeildu vítakasti er leiktím- inn var liðinn. Magnús Einars- son keyrði þá inn í vörn FH þar sem Örn Ingi Bjarkason stóð fyrir honum. Nær allir í húsinu héldu að dómararnir myndu dæma ruðning en þeir ákváðu að dæma víti, við litla hrifningu FH-inga. Fara alla leið í þetta skiptið Sturla mætti ískaldur á punktinn og skrúfaði boltann framhjá Daní- el Frey í markinu. „Ég var búinn að klúðra tveim vítum undir lok leikja í vetur og þá reyndi ég að negla boltanum inn. Ég ákvað því að fara aðra leið að þessu sinni,“ sagði Sturla og glotti við tönn. „Markvörðurinn átti líklega aldrei von á þessu. Það er líka eins gott að boltinn fór inn því Óskar Bjarni hefði líklega tekið mig hraustlega í gegn ef ég hefði klúðrað víti á þennan hátt.“ Öskureiðir FH-ingar FH-ingar voru öskureiðir eftir leikinn og nánast rauk úr hausnum á mörgum þeirra. „Við erum auð- vitað mjög svekktir að fá á okkur svona umdeilt jöfnunarmark. Ég held það hafi nánast allir séð að þetta var ekki víti,“ sagði Krist- ján Arason, þjálfari FH, svekktur en hann skammaði líka sína menn sem voru komnir þrem mörkum ytfir þegar lítið var eftir. „Auðvitað áttum við að vera búnir að vinna þennan leik. Við fengum sóknirnir til þess að klára leikinn en nýttum þær ekki. Þetta er því eðlilega einnig okkur sjálf- um að kenna. Engu að síður fannst mér halla svolítið á okkur í dóm- gæslunni og til að mynda fannst mér Valsmenn fá að halda bolt- anum mun lengur en við. Hendin var oft komin grunsamlega fljótt þegar við vorum í sókn en það sama var ekki upp á teningnum hinum megin.“ Kristján hafði talsvert til síns máls en blaðamaður var á meðal þeirra sem trúðu því vart að dóm- ararnir skyldu flauta víti. Ég vona þeirra vegna að þeir hafi haft rétt fyrir sér. FH-ingar geta samt aðallega sjálfum sér um kennt, en þeir köst- uðu frá sér unnum leik á skömm- um tíma. Lokasóknir liðsins voru ákaflega illa útfærðar þar sem leikmenn virtust ekki höndla taugaspennuna. Valsmenn geta þakkað fyrir stigið. Þeir áttu ekki sinn besta leik og voru bornir uppi af Antoni Rúnarssyni allan fyrri hálfleik- inn. Í þeim seinni ákváðu Sturla og Hlynur markvörður að vera með og það skilaði Val stiginu. Þeir sýndu mikinn karakter og taka eflaust margt jákvætt úr því að fá stig þó svo að margt hafi verið að í þeirra leik. Unnið stig hjá þeim en FH-ingar munu sjá á eftir stigun- um sem þeir héldu að væru komin í hús of snemma. henry@frettabladid.is FH KASTAÐI FRÁ SÉR SIGRINUM Valur nældi sér í stig á heimavelli gegn Íslandsmeisturum FH í jafnteflisleik, 26-26. Jöfnunarmarkið kom úr afar umdeildu vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. Hafnfirðingar voru brjálaðir út í dómara leiksins. ÍSKALDUR Sturla Ásgeirsson skoraði jöfnunarmark Vals úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. Hér fagnar hann stiginu ásamt liðs- félögum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Haukar héldu toppsæti sínu í N1-deildinni með auðveldum tólf marka sigri á slöku liði Gróttu í gærkvöldi. Leikurinn fór hægt af stað og var nokkurt jafnræði með liðun- um á upphafsmínútunum. Hauk- ar hrukku þó snemma í gírinn og náðu strax góðri forystu sem þeir héldu út leikinn. Fyrri hálfleikur- inn einkenndist af sterkum varn- arleik beggja liða en munurinn lá þó í sóknarleiknum, þar sem Hauk- ar voru mun sterkari. Síðari hálf- leikurinn var eign Hauka og var sigur þeirra aldrei í hættu. Haukar spiluðu á mörgum mönnum í leiknum en þeir Gylfi Gylfason, sem skoraði 11 mörk, og Birkir Ívar Guðmundsson mark- vörður stóðu upp úr. Aron Krist- jánsson, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld, sem reyndist á endanum auðveldur. „Við þurftum að halda einbeit- ingu í kvöld og gerðum það. Birkir Ívar var góður í markinu og vörnin hélt vel. Maður þarf alltaf að var- ast vanmat gegn þessum liðum sem eiga að teljast slakari en við héldum haus í kvöld og kláruðum þetta með einbeitingu.“ Aron var einnig ánægður með gengi sinna manna að undanförnu og sagði liðið taka einn leik fyrir í einu „Við erum búnir að vera að spila nokkuð vel að undanförnu og erum búnir að vinna nokkra mikil- væga leiki, sem er gott fyrir fram- haldið. Við reynum þó að taka einn leik fyrir í einu og sjáum svo hvert það skilar okkur.“ Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu, var svekktur í leikslok en kallaði þó eftir þolin- mæði. „Við áttum aldrei séns í kvöld og vorum allt of langt frá þeim. Hræðilegur sóknarleikur gerir það að verkum að við erum ekki með í þessum leik. Ég var þó nokkuð ánægður með vörnina, sérstaklega í fyrri hálfleik, enda erum við búnir að vera að fara vel í hana í vikunni,“ sagði Guðfinnur. Hann kallaði eftir þolinmæði og sagði að Gróttuliðið væri að mót- ast. „Við þurftum að búa til breidd fyrir tímabilið sem var ekki til staðar og það tekur allt tíma. Við erum að leyfa ungum upp öldum leikmönnum að spila, sem er jákvætt.“ - sh Botnlið Gróttu hafði ekki roð við toppliði Hauka í Hafnarfirðinum í gær: Vandræðalaust hjá Haukum gegn Gróttu ARON Hefur náð miklu úr góðu liði Hauka. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG GÓÐUR SIGUR Atli Karl Bachmann og félagar í HK gerðu góða ferð í Mosfellsbæinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.