Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 40
6 föstudagur 2. desember Unnur Guðrún Pálsdóttir er stofnandi Happs og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á heilsu og heil- brigðu líferni. Happ hefur dafnað hratt á skömmum tíma og í vikunni gaf Unnur út sína fyrstu mat- reiðslubók. Viðtal: Sara McMahon Mynd: Stefán Karlsson U nnur Guðrún, eða Lukka eins og hún er oftast kölluð, er sjúkraþjálfi að mennt og starfaði lengi sem einkaþjálfari og flug- freyja. Hún hefur alla tíð haft mik- inn áhuga á hollustu og heilbrigðu líferni og er það enn í dag hennar helsta áhugamál. „Sem barn og unglingur stund- aði ég hvers kyns hreyfingu en ég var aldrei í keppnisíþróttum. Ég var mikið í ræktinni og stundaði skíði af kappi en hafði aldrei það markmið að keppa í þeim íþrótt- um sem ég æfði. Ég starfaði lengi sem einkaþjálfari og ákvað að læra sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands því mér fannst almennt vanta upp á grunnmenntun einkaþjálf- ara hér á landi. Markmiðið var að leggja stund á nám sem mundi nýtast mér sem einkaþjálfara og auka við almenna þekkingu mína á starfsemi líkamans og heil- brigði. Það er umhugsunarvert að öllum finnst sjálfsagt að láta fag- fólk klippa sig en af hverju ætti sá sem hugsar um líkama þinn ekki líka að vera lærður í faginu?“ Lukka vann lengi bæði sem einkaþjálfari og flugfreyja og sinnti þá fyrra starfinu á milli þess sem hún flaug á milli landa. Hún stundaði einnig MBA-nám við Háskólann í Reykjavík og að náminu loknu henti hún sér á fullt út í rekstur Happs. „Tveir uppáhaldsviðskipta vinir mínir í þjálfuninni kvörtuðu oft undan því að þeir höfðu hvorki tíma né þekkingu til að elda sér hollan og góðan mat. Mér fannst mjög mikilvægt að þau næðu til- ætluðum árangri í ræktinni og ákvað því að taka það að mér að elda ofan í þessa tvo einstaklinga. Ég keypti aukalega inn í matinn og á kvöldin setti ég saman matar- pakka handa þeim. Þetta vatt svo fljótlega upp á sig og áður en ég vissi af var ég hætt að þjálfa og fljúga og farin að stunda elda- mennsku, útkeyrslu og bók haldið fyrir hið nýstofnaða fyrirtæki Happ,“ útskýrir Lukka. SANKAÐI AÐ SÉR UPPSKRIFTUM Í mörg ár las hún og aflaði sér þekkingar um tengsl milli fæðu og heilsu fólks og nýtti þá þekk- ingu óspart í eldamennskunni. Fljótlega hóf hún að sanka að sér uppskriftum að heilsuréttum og fékk til liðs við sig mágkonu sína, Ernu Sverrisdóttur heimilisfræði- kennara. „Ég var mjög heppin að fá Ernu til liðs við mig því minn bak- grunnur liggur fyrst og fremst í virkni fæðunnar en Erna sér um að réttirnir bæði bragðist vel og gleðji augað. Hún nostrar við rétt- ina og mottó hennar er að mat- ardiskurinn eigi að bera það með sér að þeim sem eldaði þyki vænt um þig. Þetta lærði ég af henni og finnst orðið mjög mikilvægt.“ Lukku finnst að fólk ætti að temja sér heibrigt líferni og hollar matarvenjur því það skili sér margfalt til baka í framtíð- inni. „Fólk ætti að venja sig á að borða hreina fæðu, sem er allt það sem þú getur séð fyrir þér vaxa eða kjöt af dýrum sem alin eru á lífrænan hátt. Kjúklingakjöt er til dæmis alls ekki jafn hollt og margir halda og þá er betra að fá prótín úr selleríi eða spínati. Hugsunin á bak við Happ er sú að við viljum ekki stífar reglur, fólk á heldur að safna góðum venjum en að neita sér um það sem því þykir gott.“ HOLLUSTAN EKKI DÝRARI Í dag er starfsemi fyrirtækis- ins margþætt og hægt er að ger- ast áskrifandi að ólíkum matar- pökkum frá Happ eða heimsækja annan af tveimur veitingastöðum sem bera sama nafn. Happ býður einnig upp á veisluþjónustu og sendir hádegisverð til fyrirtækja. Lukka segir kúnnana marga og ólíka en eiga það sameiginlegt að vilja njóta lífsins fullir af orku. „Best væri ef allir gætu gefið sér tíma til að elda hollan og góðan mat sjálfir en ef fólk hefur hrein- lega ekki tíma þá er betra að eiga þann valkost að kaupa einhvers staðar hollan mat heldur en að kaupa skyndibita.“ Innt eftir því hvort það sé ekki dýrt að gerast áskrifandi að matar pökkum fyrir alla fjölskyld- una segir Lukka ekki hægt að velja bæði ódýrasta hráefnið og bestu heilsuna. „Happ í Höfðatorgi er í sama húsi og Hamborgara- fabrikkan og það er sama verð á réttunum okkar þannig að holl fæða er ekki endilega dýrari.“ TEKUR ÞÁTT Í JÓLABÓKAFLÓÐINU Á þriðjudaginn var kom út mat- reiðslubók með uppskriftum frá Happi og inniheldur hún um átta- tíu uppskriftir að hollum rétt- um. Bókin er byggð þannig upp að fólk getur nú sett saman sinn eigin matarpakka fyrir hvern dag vikunnar og því má meðal ann- ars finna uppskriftir að morgun- mat, hádegisréttum, millimálum og kvöldverðum auk safa. „Ég hef gengið með hugmynd- ina að þessari bók í maganum í þó nokkurn tíma og fannst þetta rök- rétt framhald af veitingastöðun- um. Við Erna höfðum oft rætt það hvað okkur langaði mikið að gefa út matreiðslubók þannig að þegar Forlagið hafði samband við okkur ákváðum við að láta það verða að veruleika að búa til bók sem getur bætt heilsu Íslendinga.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Lukka tekur þátt í jólabókaflóðinu svo- kallaða og segist hún afskaplega spennt fyrir útgáfunni. „Það kom mér á óvart hversu spennt ég er. Ég hlakka mikið til að ganga inn í bókabúð og sjá bókina þar í hill- unni.“ FÖSTUDAGARNIR HEILAGIR Lukka er gift og á tvo syni sem eru tíu og þrettán ára gamlir. Þótt drengirnir séu mjög meðvitaðir um hvað sé holl fæða segir Lukka þá ekkert frábrugðna öðrum ís- lenskum börnum þegar kemur að fæðuvali. „Strákarnir fá að ráða kvöld- matnum á föstudögum og undan- tekningarlítið velja þeir hamborg- ara eða pitsu og því má segja að þeir séu ósköp venjulegir drengir þegar kemur að þessu. Marg- ir halda að ég sé einhvers konar „matarlögga“ en ég er langt frá því. Ég leyfi mér alveg óhollustu í hófi og borða bæði nammi og drekk kaffi,“ segir Lukka og brosir. VILL BÆTA HEILSU ÍSLEND Margir halda að ég sé einhvers konar „matarlögga“ en ég er langt frá því. Ég leyfi mér alveg óhollustu í hófi og borða bæði nammi og drekk kaffi. o.fl. o.fl. sögur uppskriftir leikir gjafir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.