Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 38
4 föstudagur 2. desember
Grensásvegur 8
Opið mán–fös 12–18, laugard 12–17
SOHO/MARKET
Á FACEBOOK
Flottir kjólar fyrir hátíðarnar
– úrvalið er hjá okkur
Kjóll 8.990 svart/rautt,
hálsmen 1.790, jakki 10.990
kjóll 6.990,
hálsmen 3.990,
jakki 10.990
Kjóll 9.990
silfur/gull,
hálsmen 2.990
Kjóll 6.990
svart/rautt,
hálsmen 3.990,
blúnduermar
grátt/svart
3.990
kjóll 8.990
Á RÚMSTOKKNUM
Sigga Dögg kynfræðingur
Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um
umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is
Frábær uppskrift að kynlífi
Þ ú strýkur létt niður eftir börmunum, mjög mikilvægt er að strjúka alltaf niður, fimmtán strokur á hvorn barm. Þegar því er lokið þá
færir þú höndina að snípnum, sem er staðsettur fyrir ofan legganga-
opið. Þar skalt þú nudda létt í fimm hringi, öfugan sólargang, og svo
þrýsta þétt með vísifingri í taktföstum hreyfingum í rúma mínútu. Nú
ætti píkan að vera starfhæf og raki að myndast inn eftir leggöngum. Ef
fingur rennur ekki auðveldlega inn eftir leggöngum er rakinn er ekki
nægjanlegur og því skal endurtaka fyrri leiðbeiningar uns ásættan-
legu rakastigi er náð.
Kynlíf og leiðbeiningar. Þegar kemur að skrifum um kynlíf virð-
ast leiðbeiningar alltaf vera jafn vinsælar. Það er sama hvort pistill-
inn er í blaði fyrir konur eða karla, alltaf skulu vera kynlífsleiðbein-
ingar sem eru „bestar“. Þú átt að geta snert hér og nuddað þar og þá
bregst líkaminn við með fullnægingu. Stellingar fá
einkunn eftir fullnægingargildi og formúlan fyrir
„fullkomnu“ kynlífi verður til. Þú getur bara opnað
kynlífstæknibókina þína og skellt í eitt stykki kyn-
líf samhliða smákökubakstrinum. Afsakið, en mér
leiðist þetta óskaplega.
Til að setja þetta í smá samhengi þá
langar mig að nota mat sem sam-
líkingu því öll þurfum við að nærast. Það er ekki til einn
„besti maturinn“ sem hentar öllum. Flestir eiga sína uppá-
haldsrétti en þó er ekki þar með sagt að sá réttur sé borð-
aður í öll mál á hverjum degi. Flest tökum við tímabil
þar sem okkur langar meira í ákveðinn mat og líkam-
inn kallar á að þeirri löngun sé svalað. Þá gerir matur
kröfu um smá ævintýragirni, hvort sem það er í fjöl-
breyttu matarvali eða bragðmiklum kryddum. Kyn-
líf er alveg eins. Þegar þú lest uppskrift að kynlífi þá
getur verið gaman að prufa það en þú þarft að vera í
stuði og laga hana að þér og þínum. Fólk vill miskrydd-
aðan mat og þó að uppskriftin segi þér að nudda G-
blettinn þangað til að þú ert dofin í fingurgómunum þá
er þetta rétt eins og að salta og pipra, þú ferð eftir því
hvað þér finnst best. Dass af þessu og skvetta af hinu
þar til markmiðinu er náð.
Kynlíf er skemmtilegt, fyndið og fjölbreytt. Það sem
virkaði í gær virkar kannski ekki í dag. Ég vil því endi-
lega hvetja fólk til að hætta að smætta sig niður í ein-
hverja ákveðna fullnægingarformúlu. Potaðu, strjúktu,
sleiktu, klíptu, bíttu og faðmaðu. Leyfðu þér að hafa
gaman af kynlífi og búa til þína eigin uppskriftir.
Bestu uppskriftirnar eru þær sem innihalda góðan
grunn sem leyfa ýmsar útfærslur og má krydda með
smá flengingum, sleipiefni eða kynlífstæki.
Þú átt að
geta snert
hér og nudd-
að þar og þá
bregst líkam-
inn við með
fullnægingu.
Alexa Chung er löngu orðin þekkt
nafn innan tískuheimsins og vakti
fyrst athygli sem þáttastjórnandi
It‘s On with Alexa Chung á sjón-
varpsstöðinni MTV.
Chung er gjarnan á lista yfir
best klæddu konur heims og hefur
Anna Wintour lýst henni sem „ein-
stöku fyrirbæri“ og því athyglisvert
að Chung skuli eiga sér þekktan
tvífara. Gia Coppola, frænka Sofiu
Coppola, hefur verið að feta í fót-
spor föður síns, frænda og frænku
og lagt fyrir sig leikstjórnun. Hún
hefur einnig leikið í nokkrum kvik-
myndum og fyrsta hlutverk henn-
ar var í The God father. Coppola og
Chung þykja ekki aðeins sláandi
líkar heldur deila þær fatasmekk
og sjást gjarnan í fallegum kjól-
um, flatbotna ballerínuskóm og
með slegið hárið.
Alexa Chung á sér tvífara:
Leikstjórabarnið
og fyrirsætan
Klassík Alexa Chung nú í september
klædd í ballerínuskó og fallega skyrtu.
NORDICPHOTOS/GETTY
Svartklædd Chung í einföldum og
fallegum svörtum kjól.
Skyrta og pils Chung er hún sótti tísku-
viðburð í Sydney í Ástralíu nú í septem-
ber.
Leikstjóraefni Gia Coppola sótti við-
burð hjá Chanel nú í október klædd í lát-
lausan og fallegan kjól.
Stuttbuxur og skyrta Coppola er alls
ekki ólík Alexu Chung í útliti.