Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 Sofðu vel um jólin Gerið gæða- og verðsamanburð i Jólaleikur BYKO! Vinningshafi gærdagsins er Jón Hinriks son Sjá nánar á www.byko.is Nýr vinningur á hverjum degi Sería, Snowfall - 11.990 kr. Vinningur dagsins: Föstudagur skoðun 20 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur 2. desember 2011 282. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 MATSEÐILL LEIKHÚS- Fo r r é t t u r Aða l r é t t i r Laxatvenna – reyktur og grafinn lax Bleikja & humar með hollandaise sósu E f t i r r é t t u r Þriggja rétta máltíð á 4.900 kr. Jack Daniel’s súkkulaðikakaDjúpsteiktur ís og súkkulaði-hjúpuð jarðarber Brasserað fennell, kartöflu-stappa og ostrusveppir eða... Grillað LambafilleMeð rófutvennu, sveppakartöflum og bláberja anís kjötsósu Þ etta konfekt geri ég oft heima þegar ég á von á fólki í mat. Það er mjög fljótlegt og rosalega gott með ísnum eða kaffinu. Svo er það líka hollt,“ segir Fríða Sophía Böðvarsdóttir kokkur, en hún lumar á uppskrift að einföldu kon-fekti fyrir aðventuna. „Konfektið er líka mjög sniðugt í litlar gjafir um jólin. Ég hef látið grunnskólabörn búa svona til og gefa mömmu og pabba í jólagjöf en það er mjög einfalt fyrir krakka að búa þetta til,“ segir Fríða en hún hefur kennt matreiðslu í yfir tutt-ugu ár, í grunnskólum og á nám-skeiðum í kvöldskóla Kópavogs. Námskeiðin hafa einmitt gengið út á einfalda matargerð og nýlega kom út bókin Matmenn eftir Fríðu.„Bókin er sniðin að karlmönn-um en það geta auðvit ð lþ Hollt, fljótlegt og rosa gott Fríða Sophía Böðvarsdóttir kokkur býr til döðlu- og apríkósukonfekt þegar hún á von á gestum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN OFUREINFALT JÓLAKONFEKTsem bragð er að Apríkósur með salthnetum og súkkulaði14 apríkósur100 g dökkt suðusúkkulaði50 g salthnetur Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.Dýfið apríkósunum til helminga ofan í brætt súkkulaðið og veltið þeim upp úr maukuðum salthnetum. Leggið apríkósurnar á bökunar-pappír og látið þorna yfir nótt. Döðlukonfekt sem kemur á óvart Jólamarkaður Hins hússins verður haldinn á morgun en þar mun ungt fólk selja notuð föt, fylgihluti og ýmislegt dót. Markaðurinn verður opnaður í kjallara Hins hússins í Pósthússtræti 3-5 klukkan 13 og stendur opinn til 16. föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 2. desember 2011 STUÐLAR AÐ HEILBRIGÐU LÍFERNI UNNUR GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR Heppnin með Bó Nýr safnpakki Björgvins Halldórssonar slapp undan bruna í verksmiðju. fólk 46 Fjölskylduhátíð Haldið upp á Alþjóðadag fatlaðra. tímamót 34 FÁIR Á FERLI Í MIÐBORGINNI Þessi kona lét snjóinn ekki stöðva sig í því að fara í göngutúr í miðborginni í gærmorgun og var á ferð upp Bankastrætið þegar ljósmyndari Fréttablaðsins mætti henni. Sjá síðu 18 FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVASST SYÐRA Stíf austan og síðan norðaustanátt og snjókoma um sunnanvert landið. Annars hægari og stöku él. Frost 1-12 stig, en frostlaust allra syðst. VEÐUR 4 -3 -3 -4 -10 -12 ORKUMÁL Ef skilja á algerlega á milli raforku- vinnslu og sölu annars vegar og dreifiveitu hins vegar getur það haft verulegan kostnað í för með sér. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um fyrirtækjaaðskilnað á raforku- markaði. Skiptingin var sett í lög hér á landi árið 2003 og þegar hafa þrjú fyrirtæki orðið við henni að mestu: Hitaveita Suðurnesja, Norðurorka og RARIK. Hluti af rekstrinum er hins vegar áfram sameiginlegur, svo sem fjármál, tölvukerfi og innheimta. Forsvars- menn orkufyrirtækjanna sögðu í samtali við skýrsluhöfunda að algjör aðskilnaður gæti haft í för með að kostnaður ykist árlega um nokkur hundruð milljónir króna. Skýrsluhöfundar könnuðu þróun raforkuverðs á árinu 2005 til 2012. Í ljós kemur að verðið hækkaði um 20 prósent á tímabilinu, en verðlag hækkaði almennt um 50 prósent. Því lækkaði raforka að raunverði á tímabilinu. Lítil samkeppni ríkir í raforkusölu til heimila, en meiri til fyrirtækja. - kóp / sjá síðu 6 Raforkuverð lækkaði að raunverði á tímabilinu 2005 til 2010: Uppskipting orkufyrirtækja dýr LÖGREGLUMÁL Embætti sérstaks saksóknara hefur boðað Bjarna Ármannsson, fyrrverandi banka- stjóra Glitnis, í yfirheyrslu vegna rannsóknar á stórfelldum brotum í rekstri Glitnis, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Bjarni er staddur erlendis á ferðalagi og er ekki væntanlegur til landsins fyrr en í seinni hluta desembermánaðar. Hann mun mæta til skýrslutöku þegar því ferðalagi er lokið. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hvar Bjarni er staddur né hvaða réttar- stöðu hann mun hafa við skýrslu- tökuna. Sérstakur saksóknari hand- tók fjóra menn á miðvikudag í tengslum við rannsókn á meintri allsherjarmarkaðsmisnotkun Glitnis á árunum 2004 til 2008. Lárus Welding, fyrrverandi for- stjóri Glitnis, Jóhannes Baldurs- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri markaðsviðskipta bankans, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrver- andi verðbréfamiðlari hjá Glitni, sem nú starfar hjá MP banka, voru úrskurðaðir í einnar viku gæslu- varðhald vegna rannsóknarinnar. Þremenningarnir kærðu allir úrskurðina til Hæstaréttar og hafa verjendur og saksóknari fram á miðjan dag á morgun til að skila greinargerðum til réttarins. Saksóknari fór fram á varðhald yfir fjórða manninum, Elmari Svavarssyni, en dómari hafnaði þeirri kröfu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir það ekki hafa sett mikið strik í reikn- inginn. „Það er alltaf gert ráð fyrir því að það geti komið tvær niður- stöður út úr þessu og menn eru búnir undir það á hvorn veginn sem fer,“ segir hann. Viðskiptin sem eru undir í rann- sókninni nema yfir hundrað millj- örðum króna. Á meðal þess sem verið er að rannsaka eru lánveit- ingar til ýmissa félaga sem nýtt- ar voru til að kaupa bréf í Glitni. Umræddar lánveitingar námu 37 milljörðum króna og lánin voru veitt í lok árs 2007 og á árinu 2008. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er 8,1 milljarðs króna lán til Rákungs og 15,2 milljarða króna lán til Salt Fin- ancials á meðal þeirra lána sem verið er að rannsaka. Bæði lánin voru veitt á árinu 2008. Salt Fin- ancials var í eigu Salt Investment, eignarhaldsfélags sem er í 94% eigu Róberts Wessman. Rákungur var í eigu Milestone, fjárfestingar- félags Karls og Steingríms Werners sona. Meðal annarra viðskipta sem saksóknari rannsakar er fimmtán milljarða víkjandi lán sem Baugi var veitt í desember 2007 til að taka þátt í hlutafjárútboði FL Group. Yfirheyrslur héldu áfram í allan gærdag, bæði yfir þeim sem voru yfirheyrðir á miðvikudag og öðrum. Ólafur útilokar ekki að frekari þvingunaraðgerðum á borð við gæsluvarðhald verði beitt á næstu dögum. - þsj, sh / sjá síðu 8 Saksóknari boðar Bjarna í yfirheyrslu Bjarni Ármannsson mun mæta til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara síðar í mánuðinum. Lán til Rákungs Wernersbræðra og Salt Financials, í eigu Róberts Wessman, upp á 23 milljarða rannsökuð. BJARNI ÁRMANNSSON Með skýr markmið Stelpurnar okkar hefja leik á HM í Brasilíu á morgun. sport 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.