Fréttablaðið - 02.12.2011, Síða 1

Fréttablaðið - 02.12.2011, Síða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 Sofðu vel um jólin Gerið gæða- og verðsamanburð i Jólaleikur BYKO! Vinningshafi gærdagsins er Jón Hinriks son Sjá nánar á www.byko.is Nýr vinningur á hverjum degi Sería, Snowfall - 11.990 kr. Vinningur dagsins: Föstudagur skoðun 20 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur 2. desember 2011 282. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 MATSEÐILL LEIKHÚS- Fo r r é t t u r Aða l r é t t i r Laxatvenna – reyktur og grafinn lax Bleikja & humar með hollandaise sósu E f t i r r é t t u r Þriggja rétta máltíð á 4.900 kr. Jack Daniel’s súkkulaðikakaDjúpsteiktur ís og súkkulaði-hjúpuð jarðarber Brasserað fennell, kartöflu-stappa og ostrusveppir eða... Grillað LambafilleMeð rófutvennu, sveppakartöflum og bláberja anís kjötsósu Þ etta konfekt geri ég oft heima þegar ég á von á fólki í mat. Það er mjög fljótlegt og rosalega gott með ísnum eða kaffinu. Svo er það líka hollt,“ segir Fríða Sophía Böðvarsdóttir kokkur, en hún lumar á uppskrift að einföldu kon-fekti fyrir aðventuna. „Konfektið er líka mjög sniðugt í litlar gjafir um jólin. Ég hef látið grunnskólabörn búa svona til og gefa mömmu og pabba í jólagjöf en það er mjög einfalt fyrir krakka að búa þetta til,“ segir Fríða en hún hefur kennt matreiðslu í yfir tutt-ugu ár, í grunnskólum og á nám-skeiðum í kvöldskóla Kópavogs. Námskeiðin hafa einmitt gengið út á einfalda matargerð og nýlega kom út bókin Matmenn eftir Fríðu.„Bókin er sniðin að karlmönn-um en það geta auðvit ð lþ Hollt, fljótlegt og rosa gott Fríða Sophía Böðvarsdóttir kokkur býr til döðlu- og apríkósukonfekt þegar hún á von á gestum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN OFUREINFALT JÓLAKONFEKTsem bragð er að Apríkósur með salthnetum og súkkulaði14 apríkósur100 g dökkt suðusúkkulaði50 g salthnetur Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði.Dýfið apríkósunum til helminga ofan í brætt súkkulaðið og veltið þeim upp úr maukuðum salthnetum. Leggið apríkósurnar á bökunar-pappír og látið þorna yfir nótt. Döðlukonfekt sem kemur á óvart Jólamarkaður Hins hússins verður haldinn á morgun en þar mun ungt fólk selja notuð föt, fylgihluti og ýmislegt dót. Markaðurinn verður opnaður í kjallara Hins hússins í Pósthússtræti 3-5 klukkan 13 og stendur opinn til 16. föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 2. desember 2011 STUÐLAR AÐ HEILBRIGÐU LÍFERNI UNNUR GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR Heppnin með Bó Nýr safnpakki Björgvins Halldórssonar slapp undan bruna í verksmiðju. fólk 46 Fjölskylduhátíð Haldið upp á Alþjóðadag fatlaðra. tímamót 34 FÁIR Á FERLI Í MIÐBORGINNI Þessi kona lét snjóinn ekki stöðva sig í því að fara í göngutúr í miðborginni í gærmorgun og var á ferð upp Bankastrætið þegar ljósmyndari Fréttablaðsins mætti henni. Sjá síðu 18 FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVASST SYÐRA Stíf austan og síðan norðaustanátt og snjókoma um sunnanvert landið. Annars hægari og stöku él. Frost 1-12 stig, en frostlaust allra syðst. VEÐUR 4 -3 -3 -4 -10 -12 ORKUMÁL Ef skilja á algerlega á milli raforku- vinnslu og sölu annars vegar og dreifiveitu hins vegar getur það haft verulegan kostnað í för með sér. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um fyrirtækjaaðskilnað á raforku- markaði. Skiptingin var sett í lög hér á landi árið 2003 og þegar hafa þrjú fyrirtæki orðið við henni að mestu: Hitaveita Suðurnesja, Norðurorka og RARIK. Hluti af rekstrinum er hins vegar áfram sameiginlegur, svo sem fjármál, tölvukerfi og innheimta. Forsvars- menn orkufyrirtækjanna sögðu í samtali við skýrsluhöfunda að algjör aðskilnaður gæti haft í för með að kostnaður ykist árlega um nokkur hundruð milljónir króna. Skýrsluhöfundar könnuðu þróun raforkuverðs á árinu 2005 til 2012. Í ljós kemur að verðið hækkaði um 20 prósent á tímabilinu, en verðlag hækkaði almennt um 50 prósent. Því lækkaði raforka að raunverði á tímabilinu. Lítil samkeppni ríkir í raforkusölu til heimila, en meiri til fyrirtækja. - kóp / sjá síðu 6 Raforkuverð lækkaði að raunverði á tímabilinu 2005 til 2010: Uppskipting orkufyrirtækja dýr LÖGREGLUMÁL Embætti sérstaks saksóknara hefur boðað Bjarna Ármannsson, fyrrverandi banka- stjóra Glitnis, í yfirheyrslu vegna rannsóknar á stórfelldum brotum í rekstri Glitnis, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Bjarni er staddur erlendis á ferðalagi og er ekki væntanlegur til landsins fyrr en í seinni hluta desembermánaðar. Hann mun mæta til skýrslutöku þegar því ferðalagi er lokið. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hvar Bjarni er staddur né hvaða réttar- stöðu hann mun hafa við skýrslu- tökuna. Sérstakur saksóknari hand- tók fjóra menn á miðvikudag í tengslum við rannsókn á meintri allsherjarmarkaðsmisnotkun Glitnis á árunum 2004 til 2008. Lárus Welding, fyrrverandi for- stjóri Glitnis, Jóhannes Baldurs- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri markaðsviðskipta bankans, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrver- andi verðbréfamiðlari hjá Glitni, sem nú starfar hjá MP banka, voru úrskurðaðir í einnar viku gæslu- varðhald vegna rannsóknarinnar. Þremenningarnir kærðu allir úrskurðina til Hæstaréttar og hafa verjendur og saksóknari fram á miðjan dag á morgun til að skila greinargerðum til réttarins. Saksóknari fór fram á varðhald yfir fjórða manninum, Elmari Svavarssyni, en dómari hafnaði þeirri kröfu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir það ekki hafa sett mikið strik í reikn- inginn. „Það er alltaf gert ráð fyrir því að það geti komið tvær niður- stöður út úr þessu og menn eru búnir undir það á hvorn veginn sem fer,“ segir hann. Viðskiptin sem eru undir í rann- sókninni nema yfir hundrað millj- örðum króna. Á meðal þess sem verið er að rannsaka eru lánveit- ingar til ýmissa félaga sem nýtt- ar voru til að kaupa bréf í Glitni. Umræddar lánveitingar námu 37 milljörðum króna og lánin voru veitt í lok árs 2007 og á árinu 2008. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er 8,1 milljarðs króna lán til Rákungs og 15,2 milljarða króna lán til Salt Fin- ancials á meðal þeirra lána sem verið er að rannsaka. Bæði lánin voru veitt á árinu 2008. Salt Fin- ancials var í eigu Salt Investment, eignarhaldsfélags sem er í 94% eigu Róberts Wessman. Rákungur var í eigu Milestone, fjárfestingar- félags Karls og Steingríms Werners sona. Meðal annarra viðskipta sem saksóknari rannsakar er fimmtán milljarða víkjandi lán sem Baugi var veitt í desember 2007 til að taka þátt í hlutafjárútboði FL Group. Yfirheyrslur héldu áfram í allan gærdag, bæði yfir þeim sem voru yfirheyrðir á miðvikudag og öðrum. Ólafur útilokar ekki að frekari þvingunaraðgerðum á borð við gæsluvarðhald verði beitt á næstu dögum. - þsj, sh / sjá síðu 8 Saksóknari boðar Bjarna í yfirheyrslu Bjarni Ármannsson mun mæta til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara síðar í mánuðinum. Lán til Rákungs Wernersbræðra og Salt Financials, í eigu Róberts Wessman, upp á 23 milljarða rannsökuð. BJARNI ÁRMANNSSON Með skýr markmið Stelpurnar okkar hefja leik á HM í Brasilíu á morgun. sport 54

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.