Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 50
2. desember 2011 FÖSTUDAGUR34
Elskuleg móðir, tengdamóðir og amma,
Hólmfríður Magnúsdóttir
geðlæknir
Hvassaleiti 56, Reykjavík,
sem andaðist sunnudaginn 27. nóvember, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. desember
kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakk-
aðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Minningarsjóð Margrétar Oddsdóttur læknis (s: 565
2260) til styrktar skurðlækningum við brjóstakrabba-
meini við Landspítala.
Sólveig Grétarsdóttir Guðmundur A. Guðmundsson
Jóhanna Fríða Guðmundsdóttir
Grétar Örn Guðmundsson Arndís Huld Hákonardóttir
Móðir mín elskuleg,
Anna Sigríður
Magnúsdóttir
Stangarholti 8, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 15. nóvember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á deild L-4
Landakotsspítala fyrir góða umönnun og hlýju.
Einarlína Erla Ársælsdóttir
Elskuleg móðir okkar,
Auður Eyvinds
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánu-
daginn 5. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsam-
legast afþakkaðir en þeim er vildu minnast hennar
er bent á Líknardeildina í Kópavogi.
Sigurgeir Ingi Þorkelsson
Elísabet Sól Þorkelsdóttir
Ísak Dagur Þorkelsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
Haraldur Ragnarsson
Stóragerði 26,
lést á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð á Vífilsstöðum
miðvikudaginn 30. nóvember.
Hulda Haraldsdóttir Pétur Hans Baldursson
Ragnar Haraldsson Birna Garðarsdóttir
Ingibjörg Haraldsdóttir Hallgrímur Sigurðsson
afa- og langafabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
Guðrún Marteinsson
O´Leary
fyrrv. hjúkrunarforstjóri,
lést þriðjudaginn 29. nóvember 2011 á Droplaugar-
stöðum.
Katrín Guðmundsdóttir Guðni Oddsson
Guðmundur Guðnason Alma María Rögnvaldsdóttir
Eva Hrönn Guðnadóttir Þór Vilhelm Jónatansson
Marteinn Guðmundsson
Katrín Guðmundsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Þórhalla Þorsteinsdóttir
frá Ásbrún, Vopnafirði,
sem lést fimmtudaginn 24. nóvember á legudeild
Sundabúðar, verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju
laugardaginn 3. desember kl. 14.00.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir sendum við öllum
þeim sem auðsýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
Guðbjargar Sigrúnar
Valgeirsdóttur.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Fjórðungssjúkrahússins
á Ísafirði fyrir einstaka umönnun og alúð.
Guð blessi ykkur öll,
Kristján Guðmundsson Guðfinna Skúladóttir
Valgeir Guðmundsson Hildur Bæringsdóttir
Ólafur Guðmundsson Steinunn Margrét
Arnórsdóttir
Einar Kristbjörn Guðmundsson
Sigurður Rúnar Guðmundsson
Ólöf Minný Guðmundsdóttir
Ingibjörg S. Guðmundsdóttir Guðmundur S. Ásgeirsson
Birgir Már Guðmundsson Nína Elisabet Sandberg
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við and-
lát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Hólmfríðar V.
Kristjánsdóttur
Hæðargarði 29.
Helga Þorkelsdóttir Andréas Þórðarson
Kristján Þorkelsson Sigurdís Sigurðardóttir
Guðmundur Þorkelsson Kristjana Stefánsdóttir
Guðríður Þorkelsdóttir Guðmann Héðinsson
Viðar Þorkelsson Sigríður Svava Þorsteinsdóttir
og ömmubörn
timamot@frettabladid.is
ÁRMANN REYNISSON RITHÖFUNDUR er sextugur í dag.
„Út af fyrir sig er ég ánægður með að vera umdeildur fyrr og síðar, því
sá sem er ekki umdeildur hefur náttúrlega ekkert að segja.“
Alþjóðadagur fatlaðra er á morg-
un. Af því tilefni munu Landssam-
tökin Þroskahjálp, Ás styrktarfélag
og Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
blása til fjölskylduhátíðar í Æfinga-
stöðinni við Háaleitisbraut og Lyngási.
„Hér verður mikið húllumhæ og
fjölbreytt dagskrá á morgun,“ segir
Gerður Árnadóttir, formaður Þroska-
hjálpar.
„Við ákváðum að samtökin sam-
einuðust um léttan fjölskyldudag í
ár, fyrst að Alþjóðadaginn ber upp á
laugardag. Í stað þess að setja saman
formlega fullorðinsdagskrá verða hér
trúðar á ferð, upplestur úr bókum
og ýmiskonar þrautabrautir og jóla-
föndur fyrir krakkana,“ bætir hún
við en meðal þeirra sem lesa upp eru
Ugla Egilsdóttir, sem les upp úr bók
Áslaugar Ýrar „Undur og örlög“. Eva
María og dætur flytja sagnadansa úr
bókinni „ Dans vil ég heyra“ og Óliver
Tumi 6 ára segir smásögu. Þá býður
Álfrún Helga Örnólfs dóttir upp á
krakkajóga og á staðnum verður lista-
smiðja, ljóskeragerð og leikbúningar
og jólamyndataka fyrir börn, kakó og
piparkökur.
„Það verður líka hreyfiprógramm í
öllum sölum hússins og hægt að skoða
húsnæðið og kynnast starf seminni.
Hér er hjólastólahreyfibraut sem gestir
geta prófað og farið í boltaleiki í sal. Þá
verður sérstakt skynörvunar herbergi í
Lyngási þar sem meðal annars verður
spilað lag eftir tónlistarmennina Jónsa
og Alex, sem þeir sömdu sérstaklega
fyrir daginn og tengist slökun,“ segir
Gerður.
Húsið verður opnað klukkan 10.30
en klukkan 11 hefst formlegri dagskrá.
Þá mun Katrín Jakobsdóttir, mennta-
og menningarmálaráðherra afhenda
Múrbrjóta, viðurkenningar Lands-
samtakanna Þroskahjálpar.
„Múrbrjótarnir eru viðurkenning-
ar sem veittar eru fyrir verkefni sem
miða að því að breyta stöðu fatlaðra í
samfélaginu og stuðla að framþróun
í málefnum fatlaðra. Við höfum veitt
Múrbrjóta undanfarin ár á þessum
degi,“ segir Gerður og vonast til að sjá
sem flesta á morgun.
„Allir eru hjartanlega velkomnir og
við hvetjum fólk til að nýta tækifærið
til að skoða æfingaaðstæður fyrir fötl-
uð börn en aðallega til að hafa gaman
og eiga skemmtilegan dag með okkur.“
heida@frettabladid.is
ALÞJÓÐADAGUR FATLAÐRA 3. DESEMBER: BLÁSIÐ TIL FJÖLSKYLDUSKEMMTUNAR
Húllumhæ fyrir fjölskylduna
FJÖLBREYTT DAGSRKÁ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Gerður Árnadóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, vonast til að sjá sem flesta á
fjölskylduskemmtun á Alþjóðadegi fatlaðra á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
60