Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 4
2. desember 2011 FÖSTUDAGUR4 Ódýr og handhæg brunavörn Einnota slökkviúði sem allir geta notað, álíka stór og hárlakksbrúsi og jafn auðveldur í notkun. Einnig fáanleg frostþolin (Eldhemja Plús). Fæst um allt land (sjá upplýsingar um sölustaði á Eldhemja.is). Vikulega fram að jólum mun heppinn vinur fá Eldhemju facebook.com/Eldhemja Eldhemja.is ELDHEMJA GENGIÐ 01.12.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 215,9261 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,10 118,66 185,92 186,82 159,26 160,16 21,423 21,549 20,491 20,611 17,468 17,570 1,5199 1,5287 184,27 185,37 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 12° 12° 6° 12° 10° 6° 6° 23° 7° 19° 10° 22° 2° 9° 16° 6°Á MORGUN 10-18 m/s eystra, annars hægari. SUNNUDAGUR 8-13 m/s, hægari inn til landsins. -3 -3 -3 0 3 -4 -10 -12 -12 -5 -2 -5 -5 -10 -6 -8 -12-6 -14 -7 -8 HELGARVEÐRIÐ Það verður mjög kalt í veðri um helgina enda mun vindur blása af norðri. Él einkum um austanvert landið á morgun en yfi rleitt úrkomu- lítið og nokkuð bjart syðra. Kólnar enn frekar í veðri eftir helgi. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Borgar- nesi tekur orðið fleiri ökumenn sem aka undir áhrifum fíkniefna heldur en áfengis, að sögn Theó- dórs Þórðarsonar yfirlögreglu- þjóns í umdæminu. Hann segir að nokkuð sé um liðið síðan þessi breyting varð og að til skamms tíma hefði ölvunar- akstur verið algengari. Ökuníðingurinn, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna og áfengis, og reyndi að komast undan Borgarnes- lögreglunni í fyrrakvöld sætti yfirheyrslum í gær. Gert var ráð fyrir að hann yrði látinn laus að þeim loknum. Maðurinn, sem er nær þrítugu og búsettur á höfuðborgar svæðinu, var að koma að norðan áleiðis til Reykjavíkur þegar lögreglan veitti einkennilegu aksturs lagi hans í gegnum Borgarnes athygli. Ákveðið var að stöðva bílinn en öku maðurinn sinnti ekki stöðv- unarmerkjum lögreglu heldur gaf í og lagði á flótta. Lögregla veitti honum eftir för og ók hann á allt upp í 150 kílómetra hraða. Kall- að var eftir aðstoð frá lögreglu á Akranesi og á höfuðborgar svæðinu meðan á eftir förinni stóð. Til móts við bæinn Gröf, nokkru áður en komið er að Hvalfjarðargöngun- um ók öku fanturinn utan í hlið lögreglubíls. Að því búnu hélt hann akstri sínum áfram á fullri ferð. Rétt áður en ekið er að hring- torginu við norðurmunna Hval- fjarðarganga lagði lögregla út naglamottu sem ökuþórinn ók yfir. Við það sprungu dekk undir bíl hans. Hann linnti þó ekki ferðinni heldur komst dálítinn spöl ofan í göngin. Þar missti hann stjórn á bílnum og endaði ökuferðina utan í kantsteini, þar sem lögreglan handtók hann og færði á lögreglu- stöð, þar sem hann var látinn sofa úr sér. - jss Vímaður ökufantur sem lögregla stöðvaði með naglamottu yfirheyrður í gær: Fleiri ökumenn teknir dópaðir en drukknir HVALFJARÐARGÖNGIN Maðurinn gafst upp á akstrinum þegar hann var rétt kominn niður í göngin, enda réði hann ekkert við bílinn. SAMFÉLAGSMÁL Hrefna Haralds- dóttar foreldraráðgjafi og Stefán Hreiðarsson, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, hlutu í gær barnamenn- ingarverðlaun Velferðarsjóoðs barna. Verðlaunin, samtals tvær milljónir króna, fengu þau fyrir framúrskarandi framlag í þágu velferðar barna. Samtals veitti Velferðarsjóður barna styrki að upphæð sex millj- ónir króna í ár. Á þeim tíu árum sem sjóðurinn hefur starfað hefur hann úthlutað um 600 milljónum króna. Stofnfjármagn Velferðar- sjóðsins, rúmur hálfur milljarður króna, kom frá Íslenskri erfða- greiningu. - þj Velferðarsjóður barna: Tvö fá verðlaun Velferðarsjóðs VERÐLAUNUÐ Hrefna Haraldsdóttir og Stefán Hreiðarsson fengu verðlaun Vel- ferðarsjóðs barna. STJÓRNSÝSLA Katrín Jakobs dóttir mennta- og menningarmála- ráðherra segir að staða ríkissjóðs sé með þeim hætti að ekki sé lík- legt að fjárveitingar fáist á næstu árum til að byggja nýtt hús fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Nefnd á vegum ríkisins og Reykjavíkur- borgar um húsnæðismál safnsins, sem kom saman árið 2009, komst að þeirri niðurstöðu að ótímabært væri að vinna að málinu vegna fjárskorts. „Nefndin ákvað að setja málið í salt, þar sem engar forsendur voru ta ldar fyrir nýbyggingu. Þá var gengið í það að finna betra bráðabirgða- húsnæði, sem er Loftskeytastöð- in gamla. Gerð- ur var samning- ur til fimm ára og ákveðið að skoða málið að nýju áður en sá samningur rennur út árið 2015.“ Helgi Torfason, safnstjóri Náttúru minjasafnsins, lýsti í við- tali við Fréttablaðið fyrir viku vonbrigðum sínum yfir stöðu safnsins, sem er eitt þriggja höfuð safna landsins. Spurð um þá staðreynd að Náttúru minjasafnið getur ekki uppfyllt lögbundnar skyldur sínar segir Katrín: „Lögin voru sett 2007 og vonir voru um að þetta höfuðsafn fengi húsnæði sem því hæfir. En hrunið setti strik í reikn- inginn. Það er hins vegar engin ástæða í mínum huga að hverfa frá þeim fyrirætlunum sem settar eru fram í lögunum. Við verðum að horfa á málið frá efnahagsleg- um veruleika þjóðar innar núna, en stefna áfram ótrauð að því að gera þetta eins og hugmyndir voru uppi um.“ Katrín hefur fundað með fjölda fólks sem hefur áhuga á málefnum Náttúruminjasafnsins og hefur hugmyndir um húsnæðismálin – hvernig hús á að byggja og hvar. „Ég hef mína persónulegu skoðun á því og tel safninu best komið hér í Reykjavík.“ Katrín deilir ekki þeirri skoðun að stíga eigi skref til baka og færa sýningarþáttinn aftur til baka undir Náttúrufræðistofnun. „Ég hef ekki sérstaka sann færingu fyrir því að sameina stofnanirn- ar aftur.“ Katrín segir, spurð hvort leysa mætti húsnæðisvanda safns- ins með nýtingu eldra húsnæðis líkt og gert var með Þjóð skjala- safnið, að ekkert borðleggjandi hafi komið upp í því sambandi. „Ég hef hins vegar litið svo á að það sé mjög spennandi kostur að setja upp safn í Vatnsmýrinni eins og hugmyndir voru uppi um, þó ég útiloki ekki aðra kosti,“ segir Katrín um þær hugmyndir að byggja upp veglegt safn við hlið Öskju, náttúrufræðihúss Háskóla Íslands. svavar@frettabladid.is Staða ríkissjóðs úti- lokar nýtt minjasafn Staða ríkissjóðs leyfir ekki fjárveitingar til byggingar húss fyrir Náttúruminja- safn Íslands. Ráðherra vill þó halda metnaðarfullum hugmyndum til streitu. Hún vill hafa safnið í Reykjavík og telur Vatnsmýrina bestu staðsetninguna. LOFTSKEYTASTÖÐIN GAMLA Bráðabirgðahúsnæði safnsins er lítið en hugmynd er um að setja upp sýningu á 150 fermetrum á efri hæð. Fjármagn til að setja upp sýningu er ekki á fjárlögum 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Skíðasvæðið opnað fljótlega Töluverður snjór er kominn í Blá- fjöll. Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, segir í samtali við Vísi að byrjað sé að troða brekkur. Ef fram haldi sem horfi verði jafnvel mögulegt að opna skíðasvæðið í næstu viku. Einar segist harma að ekki sé til snjóframleiðslubúnaður í Bláfjöllum því þá hefði verið hægt að opna mun fyrr en ella. BLAFJÖLL Lögmaður Gunnlaugs M. Sigmunds- sonar vill koma því á framfæri að óviðurkvæmilegu SMS-skilaboðin sem hann sendi bloggaranum Teiti Atlasyni hafi ekki verið tólf, eins og Teitur fullyrðir, heldur aðeins fjögur. Þau hafi hins vegar verið svo löng að þeim hafi sjálfkrafa verið skipt upp í fleiri skilaboð. HALDIÐ TIL HAGA GRIKKLAND, AP Þúsundir mót- mælenda fóru í kröfugöngu gegn áformum stjórnvalda um niðurskurð og aðhaldsaðgerðir í Grikklandi í gær. Boðað hafði verið til sólar- hrings allsherjarverkfalls í landinu, þess fyrsta frá því ný ríkisstjórn tók við völdum fyrir þremur vikum. Um 20 þúsund mótmælendur gengu friðsam- lega um götur Aþenu og hrópuðu slagorð. „Fólk berst í bökkum, einhvers staðar milli þess að vera fáttækt og örvæntingarfullt,“ segir Ilias Iliopolus, talsmaður verkalýðs- félags opinberra starfsmanna. - bj Allsherjarverkfall í Grikklandi: Aðhaldsaðgerð- um mótmælt MÓTMÆLI Námsmenn hrópa slagorð gegn aðhaldsaðgerðum stjórnvalda við gríska þingið. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.