Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 56
2. desember 2011 FÖSTUDAGUR40 Þú færð Naturfrisk engiferöl í helstu matvöruverslunum landsins. Bjóðum upp á Naturfrisk engiferöl um hátíðarnar. Naturfrisk engiferöl er hollur og bragðgóður jólagosdrykkur, laus við öll óæskileg aukefni, s.s. viðbættan sykur, litar- og rotvarnarefni. Hafðu það hollt um jólin! Norski kórinn Bærum Bachkor heldur tónleika í Langholtskirkju á föstudaginn klukkan 20. Ásamt kórnum kemur hljóðfærahópurinn „Norwegian Cornett & Sackbuts“ sem leikur á blásturshljóðfæri frá endurreisnartímanum, meðal ann- ars zink og básúnur. Á efnisskránni eru verk eftir Michael Prätorius, Heinrich Schütz, Giovanni Gabrieli og fleiri. Bæjarfélagið Bærum er liðlega 100.000 manna bæjarfélag vestan við Ósló. Bærum Bachkor starf- ar við Hövik-kirkju og þar hefur Þröstur Eiríksson, stjórnandi kórs- ins, verið organisti í 21 ár. Kórinn, sem heldur upp á 25 ára afmæli sitt á þessu ári, flytur einkum kirkju- tónlist og leggur vissa áherslu á tónlist eftir Bach. Þröstur Eiríksson, sem er fæddur og uppalinn í Reykjavík, er mennt- aður kirkjutónlistarmaður við tón- listarháskólann í Ósló og lýkur um þessar mundir doktorsprófi við sömu stofnun. Hann starfaði sem organisti á Íslandi á árunum 1985 til 1990, fyrst við Laugarneskirkju og síðar við Garðakirkju. Frá árinu 1990 hefur hann verið organisti við Hövik-kirkju, vestan við Ósló. Þar stjórnar hann m.a. Bærum Bachkor og hefur flutt með kórnum mörg af stærri verkum tónbókmentanna. - hhs Norskur kór í Langholtskirkju NORWEGIAN CORNETT & SACKBUTS Með norska kórnum Bærum Bachkor, sem heldur tónleika í Langholtskirkju á föstudaginn, spilar Norwegian Cornett & Sackbuts, sem hefur sérhæft sig í tónlist frá endurreisnar- og barokktímanum á upprunaleg blásturs- hljóðfæri. Bækur ★★ Fallið – Fjölskylduleyndarmál Þráinn Bertelsson Sögur Barátta Þráins Í þessari litlu bók (hún er innan við 200 síður í smáu broti) skrifar Þráinn Bertelsson um óskemmtilega lífsreynslu sína frá því í júní á þessu ári. Hann hafði verið óvirkur alkóhólisti í fimmtán ár, „féll“ í Færeyjum og var fullur inni á hótelherbergi í sólarhring en bar sem betur fer gæfu til þess að fara inn á Vog strax við heimkomuna. Þráinn segir sjálfur í for- mála að bókin eigi ekki að innihalda tæmandi lýsingu á alkóhólisma, heldur segja mest frá einum alkóhólista (honum sjálfum) sem aðrar manneskjur geti vonandi speglað sig í eins og hann spegli sig í öðrum. Það bitastæðasta í bókinni er einmitt þegar Þráinn segir einlæglega frá sjálfum sér og baráttu sinni, skoðar fallbrautina og íhugar fyrri reynslu sína af sjúkdómnum. Þá kemst fjör í pennann og allir bestu kostir Þráins sem rithöf- undar streyma fram. Inni á milli eru svo kaflar sem bera yfirskriftina „Einn af oss – Alkasögur“ en þar eru sagðar grínaktugar sögur af ónefndum alkóhól- istum. Þær hafa yfirbragð flökkusagna og eiga vísast að sýna fram á afneitun og fleiri einkenni sjúkdómsins, en eru satt best að segja ansi klisjukenndar. Sagan af konunni sem drakk í laumi og faldi vínið í óhreinatauskörfunni, sagan um manninn sem var af svo góðum ættum að hann gat ekki verið alki, sagan af listamanninum sem fór í blakkát og vaknaði á hótelherbergi í Nýfundnalandi. Þetta eru steríótýpískar alkasögur sem við höfum líklega flest heyrt áður og þær bæta litlu við söguna um fall Þráins. Nýtilegan fróðleik er víða að finna í bókinni. Farið er yfir helstu einkenni alkóhólisma og ferlið frá því að alkóhólisti leitar sér hjálpar og þar til hann kemur út í samfélagið á ný. Þráinn lýsir líka aðbúnaðinum inni á Vogi og dagskránni þar, ræðir t.d. sjúkdómshugtakið (sem aldrei verður nógsamlega hamrað á), tengsl þunglyndis og alkóhólisma og miðlar heilræðum af langri reynslu. Þetta er allt saman ágætlega gert, en þó koma inn á milli atriði sem mættu alveg missa sín, eins og þegar höfundur leitar hamingjuráða á netinu og miðlar lesendum rassvasaspeki frá Dale Carnegie, auk almæltra sanninda á borð við „Ræktaðu sambandið við vini þína“ og „Borðaðu morgunverð eins og kóngur … o.s.frv.“ Það kom mér líka fremur undarlega fyrir sjónir þegar Þráinn tekur að sér að stytta Boðorðin tíu niður í þrjú, lesendum sínum til glöggvunar í hamingjuleitinni. Fallið endar á því að höfundurinn tekur ákvörðun um að fara í framhalds- meðferð á Vík. Mig hefði raunar blóðlangað að lesa meira um það, því sem fyrr segir, þá lætur Þráni Bertelssyni einkar vel að segja frá sjálfum sér á áhugaverðan máta. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Niðurstaða: Fróðleg bók, sem er best þegar Þráinn skrifar um eigin líðan og reynslu. Almennari sögur og heilræði mættu þó missa sín. Nemendaleikhúsið frum- sýnir í kvöld leikritið Jarð- skjálfta í London í smiðj- unni í kvöld. Jarðskjálfti eftir London, sem Nemendaleikhúsið frumsýnir í Smiðjunni í kvöld, er spánnýtt verk eftir breska leikskáldið Mike Bartlett. Það var frum- sýnt í National Theater í London í fyrra við góðar undirtektir. Sögð er saga af snörpum hræringum í lífi þriggja systra sem reyna af öllum mætti að bjarga sér og sínum úr hamförum og fram- förum nútímans á meðan faðir þeirra, heimsfrægur vísinda- maður, boðar heimsendi. Tónlist, dansi og myndbandsverkum er fléttað saman í sýningunni. Halldór E. Laxness leikstýrir verkinu og segir hann geggjunina svífa yfir vötnum. „Þetta er verk um miklar hræringar í lífi þriggja systra í London, nútíminn getur verið snú- inn og ekki allir sem ná að halda höfði í hraða og geggjun nútíma- samfélags.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Halldór leikstýrir Nemenda- leikhúsinu. „Það vill svo til að í ár eru rétt 20 ár síðan ég leikstýrði hér síðast, verkinu Leik soppum. Ég hef líka unnið með ungu fólki í menntaskólum en munurinn er auðvitað sá að í Nemenda- leikhúsinu eru leikararnir mennt- aðir í sínu fagi.“ Útskriftarhópur leikara deildar LHÍ er sterkur í ár að mati Halldórs. „Þessi hópur stendur sig mjög vel, þetta er krefjandi verkefni þar sem þarf að nýta alls kyns tækni til að koma verkinu til skila. Þau hafa skilað sínu með sóma og ég verð að segja eins og er að Listaháskólinn hefur stað- ið sig frábærlega í að undirbúa þessa ungu leikara.“ Heiðar Sumarliðason þýðir verkið. Tinna Ottesen hannar leikmynd og búninga og Brynja Björnsdóttir vinnur myndbönd fyrir verkið. Hljóðmynd er í hönd- um Georgs Kára Hilmarssonar, lýsingu annast Jóhann Friðrik Ágústsson og danshöfundur er Brogan Davison. Jarðskjálfti í Nemendaleikhúsinu NEMENDALEIKHÚSIÐ Í VETUR SKIPA: Hjörtur Jóhann Jónsson, Kolbeinn Arnbjörnsson, Olga Sonja Thorarensen, Ólöf Haraldsdóttir, Pétur Ármannsson, Saga Garðarsdóttir, Sara Margrét Nordahl, Sigurður Þór Óskarsson, Snorri Engilbertsson og Tinna Sverrisdóttir. ÚR JARÐSKJÁLFTA Í LONDON Verkið var frumsýnt í Bretlandi í fyrra við mjög góðar undirtektir. MYND/ÓSKAR HALLGRÍMSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.