Fréttablaðið - 02.12.2011, Blaðsíða 34
Snjórinn er kominn! Notið tækifærið og byggið
snjókarl eða snjóhús með börnunum. Það er aldrei að
vita hvenær hann verður rigningunni að bráð.
Laugardalurinn er
kominn í jólabúning.
Í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum keyrir
jóalest, á Café Flóru er
hægt að fá jólaglögg
og ristaðar möndlur
og á miðju skautasvelli
Skautahallarinnar er
ljósum prýtt jólatré.
Jólafjör í Flash
Kjólar
áður kr. 14.990
nú 7.990
Kjólar
áður kr. 12.990
nú 7.990
Kanínuvesti
áður kr. 18.990
nú 12.990
Litir: svart og grátt
Kjólar og skokkar
áður kr. 16.990
nú 11.990
Mörg önnur
góð tilboð
Sölufulltrúar:
Jóna María
jmh@365.is 512 5473
Brynja Dan
brynjadan@365.is 512 5465
Snorri
snorris@365.is 512 5457
„Þetta er nú bara eitthvað sem ég
hef fundið hjá sjálfum mér eða
öðrum og sumt er byggt á ljós-
myndum af netinu. Þá gaumgæf-
ir maður myndina og reynir að
útfæra í þrívídd eftir bestu getu og
útkoman er eftir því,“ segir Magn-
ús Steingrímsson, spurður hvaðan
hugmyndirnar komi að safni tré-
fígúra sem hann hefur dundað sér
við að tálga út undanfarna mánuði
og ætlar að selja á handverksmark-
aði Ljóssins á Þróttaraheimilinu að
Engjateigi 7 á morgun.
Fígúrurnar eru hver annarri
skrautlegri, allt frá rauðklæddum
jólasveinum og upp í kunnugleg
andlit og ljóst að talsverð vinna
hefur verið lögð í að fanga svip-
brigðin sem best. Enda segir Magn-
ús ekki síður þörf á þolinmæði en
hæfileikum ætli maður að temja sér
þá list að tálga í tré.
„Já, oft er þetta alveg heilmikil
nákvæmnisvinna enda sumir karl-
arnir ekki nema rétt rúmir fimm
sentimetrar á hæð og engu máli
skiptir þótt ég sé lærður húsa-
smíðameistari. Sem betur fer fékk
ég mjög góða leiðsögn í upphafi
því annars hefði ég sjálfsagt gef-
ist fljótt upp,“ segir hann og þakk-
ar þar helst Reyni Sveinssyni og
Bjarna Þór Kristinssyni leiðbein-
endum á handverksstæði Ljóssins.
„Að ógleymdum Jónasi heitnum
Ragnarssyni sem ýtti mér af stað.“
Magnús segist vera orðinn
heimavanur í húsnæði Ljóssins að
Langholtsvegi 43 síðan hann greind-
ist með krabbamein fyrir nokkrum
árum. „Þar fékk ég endur hæfingu
og stuðning og hef upp frá því reynt
að sýna þakklæti mitt með því að
taka til hendinni samhliða því að
mæta á verkstæðið. Stemningin og
samveran er líka svo góð.“
Undanfarið hefur stífur undir-
búningur staðið þar yfir vegna
fyrirhugaðrar handverkssölu. Stór
hópur krabbameinsgreindra og
aðstandenda hefur í sjálfboðavinnu
búið til handverk, saumað, prjónað,
málað, tálgað og smíðað svo fátt
eitt sé nefnt en allur ágóði af söl-
unni rennur óskiptur til starfssemi
Ljóssins að sögn Magnúsar. „Og
þessi peningar skipta gríðarlegu
máli fyrir starfssemina þar sem allt
er gert í sjálfboðavinnu.“
Handverkssala Ljóssins stendur
yfir í Þróttaraheimilinu að Engja-
vegi 7 á morgun frá klukkan 13 til
17. roald@frettabladid.is
Þjóðþekktar
fígúrur úr tré
Magnús Steingrímsson húsasmíðameistari tálgar út fígúrur og
furðuverur í tré. Listaverkin verða til sýnis og sölu á árlegum hand-
verksmarkaði Ljóssins sem fer fram í Þróttaraheimilinu á morgun.
Sumar fígúrurnar eiga sér raunverulegar
fyrirmyndir. Aðrar skáldar Magnús upp.
Magnús með brot af þeim fígúrum sem hann verður með á markaðnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA